Íslenzki good-templar - 01.07.1892, Blaðsíða 1
ÍSLENZKI
GOOD-TEMPLAR.
BLAÐ STÓR-STÚKU ÍSLANDS.
VI. árg. 1892. Júlí. 13. blað.
Af mannást, þjóðrækni
eba umhyggju fyrir almenningshag.
Fátt liggur heilskyggnum mönnum greinilegar í aug-
um uppi en það, að hjer um bil eina ráðið til að venja
ofdrykkjumenn af þeim lesti þeirra og bjarga þeim við, er,
að þeir, sem ekki eru ofdrykkjumenn, gangi í bindindi
með þeim.
Samt sem áður er engin viðbára eða afsökun tíðari
en sú, er nefnt er við hófdrykkjumann að fara í bindindi:
»Jeg þarf þess ekki. Jeg drekk aldrei mjer til skaða.
Jeg drekk í hófi og hef allt af gert það. Jeg er nú kom-
inn á þann aldur, að jeg mun varla verða drykkjumaður
hjeðan af«.
Sje það meiri háttar menn, sem þetta er nefnt við
og þeim er bent á, hversu mikilsverð áhrif bindindisdæmi
þeirra mundi hafa á aðra, liafa þeir jafnaðarlega svarið
á reiðum höndum: »1 minni sveit er enginn drykkju-
skapur. Hann hefir meira að segja farið minnkandi, síð-
an jeg kom hjer«.
Sumir kunna að segja þetta satt hvorutveggja. En
sumir segja alls eigi satt, er þeir koma með þessar við-
bárur. Þeir segja það ekki satt, að þeir sjeu ekki sjálfir
drykkjumenn, og hafi aldrei verið það, og muni aldrei
verða það. Ekkert er algengara en að fullkomnir drykkju-
menn hafi mjög ógrcinilega hugmynd um, á hvaða reki
þeir eru; þeir álíta sig sjálflr hófdrykkjumenn árum og