Íslenzki good-templar - 01.07.1892, Blaðsíða 6
102
fsl. Grood-Templar.
Júlí.
laust fyrir sig, að þiggja eitt eða tvö staup að gamni sínu, »til að
fylgja fjelagi, bora sjer ekki út úr«, eins og hinir táldrœgu drykkju-
menn eru vanir að segja. >Hálfnað er verk þá haíið er«. Fyrsta
staupið er vegurinn, hyrjunin, er leiðir til ógæfunnar. Hugsunar-
leysið með fyrstu staupin er uppspretta þess steypiflóðs, allrar
þeirrar bölvunar, sem svo þráfaldlega dynur yfir drykkjumanninn.
Margur fullorðinn rengir og efar hið sanna í þessu efni, og
ímyndar sjer, að öllu sje óhætt, og engin hætta sje búin af einu
eða tveimur staupum, segjandi: »Jeg held menn geti stillt sig með
að drekka, þó þeir bragði vín«. Því játa flestir, að menn geti
stjórnað sjálfum sjer í þessu tilliti, og að menn geti hætt, þó byrjað
sje; en hvers vegna gera þeir það ekki? Beynslan sýnir daglega,
að það sje mjög erlitt og mörgum um megn, að hætta vínnautn.
Æskumaðurinn lítur ekki langt fram á veginn, þegar hann trúir
lyginni og tælandi sjálfbyrgingum, er segja: »Vertu með! þjer er
vist óhætt að bragða á því; ekki drepur það þig; eitt staup gerir
þig ekki fullan, og þó þau væru tvö eða þrjú. Það er ófrjálslegt,
að mega ekki eða vilja ekki drelcka eitt staup með öðrum«.
Þessar og þeim líkar fortölur villa sjónir hins unga manns, er
ekki skoðar nema byrjunina, og raun gefur iðulega vitni, hve holl-
ar og farsælar þær verða. Þegar nautnin byrjar, — sem finnst í
fyrstu þægileg, — er löngunin vakin. Þegar á að gleðja sig fram
yfir hið náttúrlega, erhins áfenga meðals neytt eptir fyrirsögn þess,
sem ekki þekldr hina sönnu gleði. Þegar á að berjast við ofurefli,
er opt beðið um staup eða boðið staup til að hressa, þó viljann og
þekkinguna vanti til að sjá hina deyfandi og drepandi verkun
staupsins. Þegar á stríða við vosbúð, hrakninga og kulda, segir
heimskan og þekkingarleysið: bczt að fá sjer eitt staup! Þessum
vingjarnlegum Lokaráðum er hlýtt hugsunarlaust.
Bindindisfjelagið „Sainvinnan“. Herra ritsjóri! Að til-
hlutun bindindis-fjelags, sem jeg er meðlimur í. og samkvæmt til-
mælum yðar í blaðinu Islenzki Good-Templar. VI. 1. blaði, sendi
jeg yður til birtingar í nefndu blaði eptirfarandi skýrslu um bind-
indis-fjelagið Samvinnan í Álptaneshreppi á Mýrum.
Hinn 23. febrúar 1891 var að tilhlutun hr. Jóns Samúlessonar og
hr. Sveins Guðmundssonar (er báðir eru Good-Templarar) haldinn
fundur að Álptanesi á Mýrum, til þess að ræða um bindindismál.
Á fundi þessum var ákveðið, að stofna skyldi bindindisfjelag í
Álptaneshreppi í maí 1891, og var kosin 5 manna nefnd til að
semja reglur fyrir hið fyrirhugaða fjelag; á fundinum gengu 17
manns í bindindi, þar til hið fyrirhugaða fjelag kæmist á fót,