Íslenzki good-templar - 01.07.1892, Blaðsíða 5

Íslenzki good-templar - 01.07.1892, Blaðsíða 5
101 Júlí. ísl. Good-Templar. í fjelag við drykkjuslæpinginn, sje að slóra með lionum í björtu og dimmu og kaupa vín fyrir hann, og svo, þegar fram í sækir, þiggi staup að launum. 8á sem elskar barn sitt þarf ab atbuga þetta. Það er betra að hugleiða í tíma þá sorg, sem drykkfeldir synir hafa bakað foreldrum sínum, því hún hefir ekkf verið svo ljett á stund- um. Það er aðgæzluvert, að drykkfeldir synir hafa launað með smán og fyrirlitningu alla föðurlega umhyggju, alla móðurást og blíðu og eptirlæti. Drykkfeldir synir hafa breytt tárum elskunnar í tár hugraunar og gremju, breytt tárum gleðinnar í tár ángistar og tár örvæntingar. Það er vert að hugleiða í byrjuninni, að drykk- feldir synir hafa skoriö hjörtu mæðra sinna, þau hjörtu, sem borið höfðu umhyggju fyrir andlegri og líkamlegri velferð þeirra frá blautu harnsheini, f'rá því að þeir fyrst drógu anda og litu dagsins ljós. Drykkfeldir synir hafa þegið framfæri af foreldrum sínum, en rænt þá framfæri á elliárunum, þegið föt og fæði af sveita for- eldranna, en stolið aptur fötum og fæði frá þeim. Þeir hafa notið ánægju.og eptirlætis hjá föður og móður, en svipt þau að lokum allri ánægju. Drykkfeldir synir hafa meðtekið blessun og heillaóskir af foreldrum sínum, en launað þeim aptur með óblessun og óbæn- um. Það er íhugunarvert, að drykkf'eld hörn hafa leitt foreldra sína með skömm og vanvirðu í gröfina, og það hafa veriö launin fyrir alla þá mæðu, sem uppeldið heíir krafið. Það er ekki óþarft fyrir föður og móður, að skoða í upphafinu þennan sorglega og smánarlega endir á æfileið þeirra, sem eru tældir af öðrum eða ganga sjálfkraf'a út á drykkjugötunu. »Ekki er ráð nema í tíma sje tekið«. Það er farsælli arfur, að leiða hið sak- lausa og óspillta ungmenni örsnautt frá þessari glötunargötu í tima, heldur en að leyfa því að ganga hana með nokkrar krónur í vas- anum eða á vöxtum, því það þarf stóran arf' til að standast óregl- una. I upphafinn þurfa foreldrar og æskumenn að skoða drykkju- götuna, ef duga skal. Hún er bæði breið greið í byrjuninni, en þegar fram á hana kemur, er hún svo þröng og villigjörn, að fáir verða leiðrjettir á henni. Æskumaðurinn byrjar leið sina með ólúðu fjöri, þekkir ekki lífið, skilur ekki ákvörðun þess, álítur sjer alla vegi færa, en þekkir ekki hættur þær, sem hvervetna umkringja hann ; hann sjer að sönnu drykkjumanninn og hefir viðbjóð á honum ; hann sjer hans háttalag, örbirgð og eymd, og ekki einungis hans sjálf's, heldur líka hans nánustu ættingja og vandamanna; æskumaðurinn sjer, að drykkju- maðurinn er smánaður og fyrirlitinn, að hann er opt illa til reika og á ekki málungi matar. Þetta allt saman sjer æskumaðurinn daglega á vegi sinum; en að sig geti hent þetta eða að það sje hættulegt f'yrir sig, það þekkir hann ekki; hann ímyndar sjer hættu-

x

Íslenzki good-templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzki good-templar
https://timarit.is/publication/130

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.