Íslenzki good-templar - 01.07.1892, Blaðsíða 3

Íslenzki good-templar - 01.07.1892, Blaðsíða 3
ísl. Good-Templar, 99 Júlí. Að heyra þá segja þetta,— heyra þá vilja eigi einu sinni viðurkenna í orði þetta hið fyrsta og æðsta lögmál? Að þeim sem öðrum geti orðið mikils á vant að hlýðnastþví í verki, það er ekki neitt tiltökumál. Eða þá að heyra leikmenn, sem hafa þjóðrækni og föðurlandsást á vörum dögum optar, bregða einnig fyrir sig þessu sama orði: jeg, jeg! Sjá land og þjóð bíða stór- tjón og vanza af þessum drykkjuskaparófögnuði, ár eptir ár og jafnvel mannsaldur eptir mannsaldur, en vilja þó ekki kannast við neina skyldu sína að neyta þeirra ráða, er ein duga til að útrýma þessum ófögnuði, en þeirra upphaf er að afneita sjálfar allri áfengisnautn, og fá á þann hátt aðra, sem flesta aðra, til að gjöra slíkt hið sama. Danskur prestur, N. -Dalhoíf, góðkunnur hjer á landi af ritinu »Hættulegur vinur», segir frá því í nýrri ferða- bók og mikið skemmtilegri, að hann var staddur fyrir mörgum árum suður á Þýzkalandi einhversstaðar í fjöl- mennu samkvæmi, þar sem vín var á boðstólum, sem lög gjöra ráð fyrir, en hann vildi eigi þiggja, þótt eigi væri hann þá í neinu bindindisfjelagi. Hinir gestirnir vildu að vanda vita, hvernig á því stæði: hvort honum þætti það slæmt, hvort honum yrði illt af því o. s. frv. Hann kvað nei við því öllu. Bindindi þekkti þar enginn maður öðru- vísi en af afspurn,— höfðu heyrt talað um eitthvað þess háttar sem enskar sjervizkuíirrur. Loksins svarar einn þarlendur prestur, frá Slesíu: »Ich versteh’ es; es ist aus Liebe*. (Jeg skil það; það er af kærleika). Hann einn skildi, að það var af kærleika, af mannást, sem embætt- isbróðir hans norðan úr Danmörku neitaði sjálfum sjer um alla nautn áfengra drykkja. Það má auðvitað gjöra svo mikið að mannkærleiks- tali í sambandi við bindindismálið, að meún ofhasi upp af því og bindindisframkvæmdunum liggi við að kafna undir því. En ekki er rjettri frumreglu sjálfri um að kenna, þótt hún sje stundum að eins höfð á vörunum eða

x

Íslenzki good-templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzki good-templar
https://timarit.is/publication/130

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.