Alþýðublaðið - 14.06.1960, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.06.1960, Blaðsíða 2
frtgefandi: Alþýðuflokkurinn. *=- Bitstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúai rftstjórnar: Sigvaldi Hjálmarsson og Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Djörgvin Guðmundsson. — Símar: 14900 — 14902 — 14 903. Auglýsingasími: 1.4906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfis- Gata 8—10. — Áskriftargjald: kr. 45.00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Sigur CCF í SÍÐASTLIÐINNI VIKU fóru fram þingkosn Ingar í Saskatchewan, einu af sléttufylkjum Kan- ada, Niðurstaðan varð sigur fyrir CCF, kanadiska jafnaðarmenn, og munu þeir halda stjórn fylkisins eins og þeir hafa gert síðustu 16 ár. Kosningarnar snerust að þessu sinni um nýtt kerfi.sjúkratrygginga og sjúkrasamlaga, sem jafn aðarmenn vildu koma á. Virðist kerfi það í stórum dráttum vera líkt því, sem tíðkast hér á landi. Lækn ar og aðrir flokkar héldu uppi harðvítugri baráttu gegn þessari sósíalistísku nýjung, en meirihluti fólksins stóð með CCF. Það er athyglisvert, að jafnaðarstefnan skuli njóta svona mikils fylgis í einu ríki í Norður-Ame ríku, og að CCF skuli ár eftir ár halda meirihluta /u'num. Það er eingöngu því að þakka, að stjórn Jpeirra hefur aukið mjög hagsæld almennings og jryggt vaxandi félagslegt réttlæti. Póstur og simi l < «§}■ Tilboð óskasf ENN EITT frímerkjahneyksli hefur komizt app hjá póst- og símamálastjórninni, og mun nú ýmsum þykja nóg um. Hver svo sem endalok þessa :.náls verða, virðist augljóst, að endurskoða verði vandlega yfirstjórn þessara mála og tryggja, að í. iramtíðinni verði þar meiri festa og öryggi. ; Póstur og sími eru stofnanir, sem velta árlega am 150 milljónum króna. Þetta mikla bákn starf- rr að mörgu leyti mjög sjálfstætt', en hefur verið .agið við að afla sér óvinsælda almennings fyrir /msar sakir. Menn spyrja, hvers vegna póstur og sími hafi Tkki sérstaka, kjörna stjórn eins og flestar ríkis otofnanir. Er það ekki ofraun að ætla einum manni, ■aversu góður embættismaður sem hann er, að hafa yfirstjórn svo margþættrar starfsemi? Mundi ekki sérstök stjórn geta skapað nauðsynlegt aðhald og aukna festu. * m H a n h /ö* a norninu um raflögn o. þ. h. í gagnfræðaskóla við Rétt arholtsveg. Utboðslýsingar og uppdrátta má vitja í skrif- stofu vora, Traðarkotssundi 6, gegn 200 króna skilatryggingu. Innkaupastofnun Reykjavíkurbæjar. •ýf Vinur minn á vor- morgni. •'jíj' Vinkonan í fjörunni. •fe „Við erum lítil þjóð“ Og þó eigum við heilt land VINUR minn á sumarbústað. Ég hef alltaf vitað það, að hann lyftist í andanum á vorin og' verður nýr maður. Hann er nátt- úruskoðari og hann er skáld, meira skáld en nokkurn grunar síst hann sjálfan. En örlögin hafa hagað því þannig með hann, að hann sýslar um annað dagana langa en Ijóðag'erð. Nú fór hann snemma á fætur á sunnudagn- morgun og labbaði niður landið sitt að flæðarmáli. Hann dvaldi lengi úti við, en þegar hann kom heim settist hann við og skrifaði mér bréf um vorið og vini sína — og hérna sjáið þið það: „hAÐ ER VOR. íslenzkt vor, sem ekki á sinn líka í öllum heiminum. — Dagurinn er orS- inn að nótt og nótt að degi. —' Birtan hefur breytt þessu í eina dýrðlega heild og náttúran öll er í upprisu eftir langan og lam andi vetur. — Þetta er dásam- legasta árstíðin, sem yfir landið kemur. Hvert sem við lítum er líf, endurfæðing og nýtt líf. Á LITILLI EYRI niður við . fjörðinn á ég vinkonu. Fyrst' j þegar ég kom til hennar í heim- sókn, leit hún til mín þegar ég átti skammt til hennar, og það var eins og hún vildi segja: — Komdu nú ekki nær. Siðan hefi ég heimsótt hana daglega og nú hefur tekist með okkur trúnað- ur. Nú get ég strokið henni um bakið án þess að henni þyki það miður. Hún hefur reitt af sér bringudúninn og ’ breitt hann kringum eggin sín og fimm líf eru í fæðingu. Þegar æðarkoll- an mín hefur ungað út þessum eggjum, óttast ég veiðibjölluna. Hún er vargur í varpinu. f BREKKUNNI við fossinn of- an við húsið mitt hefur mýrispíta ungað út fjórum eggjum. Ung- arnir voru aðeins tvo daga í hreiðrinu, eftir að þeir komu úr eggjunum, svo lögðu.þeir af stað út í lífð. Ég óskaði þeim góðrar ferðar. Stelkurinn liggur ennþá á fjórum eggjum í litlum runna af mjaðjurt í túninu mínu og grátitlingurinn á sér heimili í barðinu utan girðingar. Á honum sannast það sem Örn Arnarson sagði: Bærinn hola í barði, búskapurinn vex, eggin urðu sex, líkust lambasparði. LÓAN MÍN varð fyrir skakka falli. Hún stóð stundum á steini í brekkunni og söng dírrin dírr- in. Ég hugaði að hreiðrinu henn- ar og fann það í lítilli mosaþúfu á melnum. En óvnurinn var í aldingarðinum. Hrafninn sveif á svörtum vængjum og kom auga á eggin og át þau öll. Hann er rummungs þófur, og mér er lít- ið um hann. KRÍAN er í nábýli við koll- una mína. Kún flýgur yfir 20 þúsund kílómetra leið frá suður- hveli jarðar, hingað til þess að auðga íslenzka náttúru og verpa — Ætti henni beri þó ekki gest- risni fyrir alla áreynsluna. „KEGAR mér er þyngst um gang þrái ég heitast vorið“. — Segir skáldið. Seztu niður við litlu þúfuna, þar sem lambagras ið vex, beygðu þig niður og dragðu djúpt andann. Það er á- fengur ilmurinn úr hinni ís- lenzku vormold. Áhrifin fara út í hverja taug og þú finnur seitla um í hjartað í þér unað yfir því, að vera til, og ást til alls, sem í kringum þig er. Til fuglanna í móunum og fiskanna í sjónum og fjólunnar íitlu, sem grær. Til alls þess sem lifir á jörð og yfir til alls þess, sem fjær er og nær. SVONA er vorið á landinu okkar. Landinu, sem er okkar eign. Við erum eins og lítil fjöl- skylda samanborið við aðrar þjóðir, og þó eigum við lieilí land. VI® SKULUM renna hugan- um til milljóna manna í heim- inum, sem eiga ekkert land, —> vegna þess að hræfuglinn rændí hreiðrið þeirra, rændi þá öllu sem þer áttu og suma lífinu líka. — Við skulum biðja for- sjónina að vernda okkur fyrir hræfuglunum og við skulum þakka henni fyrir íslenzka vor- ið“. ) Hannes á horninu. Gerum við bilaða Krana og klósett-kassa Reykjavíkur Símar 13134 og 35122 Bifreföasaian og leigan élfsstræfi 9 Sími 19092 og 18966 Kynnið yður Mð stóra ÚS val sem við höfum ai alls konar bifreiðum. Stórt og rúmgott sýningarsvæðL BifreiSasalan og ieigan Ingóifssfræti 9 Sími 19092 og 18966 Bankar og sparisjéiir í Reykjavík verða lokaðir laugardaginn lv8. júní 1960. Athygli viðskiptamanna skal vakin á því, að víxlar, sem falla í gjalddaga 15. og 16. júní verða afsagðir í lok afgreiðslutíma 16. júní 1960, hafi þeir ekki verið greiddir eða fram- lengdir fyrir þann tíma. | Landsbanki íslands, Seðlabankinn j 7 1 Landsbanki íslands, Viðskiptabankinn j Útvegsbanki íslands i Búnaðarbanki íslands Iðnaðarbanki íslands h.f. Verzlunarsparisjóðurinn ] Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis i Samvinnusparisjóðurinn ¥ ] Sparisjóðurinn Pundið. ‘2 14. júní 1960 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.