Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.02.1890, Side 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.02.1890, Side 4
4 VIÐATTKABLAÐ við „fcjóðviljaim" 4. ár, nr. 10. UNDIRTEKTIRNAR í STJÓRNARSKRÁRMÍLINU. — o—'o:o-—o— Víðsvegar af landinu liafa ritstjórn ,,^f>jóð- viljans“ borizt fjöldamörg bréf, er lýsa á- nægju yfir pví, að blað vort hafi tekið „uppgjöfina“ og hennar fylgifiska alveg á réttan máta:,|‘ „líkt og pá Grettir Gísla sleit gjarðirnar dauss, og strýkti’ liann beran“. Vér kunnum hinum heiðruðu höfundum vorar beztu þakkir. og pökkum þeim hér með bréf þeirra öllum í einu; að vísu finnum vér tíl þess, að vér verðskuldum eigi þær þakkir, er menn færa oss, því að vér höfum eigi annað gjört, en það er sann* færingin bauð oss; en vissulega æ ti það að vera oss uppörfun, að ýmsir betri menn líta á málíð líkt og vér og að „táp og fjör ög frískir menn finnast hér k landi enn“. Vinnum þá allir að því öfluglega, að þjóð vor eigí missi móðinn, þrátt fyrir það óheillaaðkast sem mætti oss á síðasta þingi, og þá mun það sannast, sem skáldið kvað, að „. . . . Eyjan hvíta á sér enn vor, ef fólkíð þorir guði að treysta, hlekki að hrista hlýða réttu, góðs að bíða“. Ritstj. LAGASKÓLAMÁLIÐ. |>að hefir marga furðað á því, að þing- ið síðasta skyldi ekki einu orði minnast á lagaskólamálið, sem þó liefir verið vöggu- barn þingsins í full 40 ár, og öllum auð- ssætt, að þörfin á innlendri lagamenntun vex ár frá ári, eptir því sem löggjöf vor fjarlægist smám saman meir og meir lög- gjöf Dana; það sá á, að Benedikt Sveins- syni var í sumar varnað máls, er hann sat *) Að vísu hafa oss einnig borizt nokk- ur bréf, er bera, sumpart vott um sorglegan misskilning á málii u, og sumpart um hryggilegt vantraust á því, að þjóðin liafi þrek og kjark til að fylgja fram réttum málstað. En væri þeim síðartöldu, sem sjá þó hið rétta, eigi sæmra að örfa þá ístöðu- litlu, en að rífa liár sitt og skegg þeirra vegna? í forsetasæti, því að öðrum kosti myndi hann hafa barizt drengilega fyrir máli þessu, eins og á undanfarandi þingum. Getur ritstjórn „J>jóðviljans“ nokkuð frætt mig um, hvað valdið hefir þessari kynlegu þögn þingsins í sumar, er leið, og það þvert ofan i ályktun J>ingVallafund» arins 1888 ? Forvitinn. * * Eptir þeim fregnum, sem ritstjórn ,tí>jóð* viljans“ hefir haft af máli þessu úr á* reiðanlegri átt, var það almennur vilji þjóðkjörinna þingmanna, að fylgja málinu fram á síðasta þingi, og tókst alþm. Jón Ólafsson með sinni vanalogtt framhleypní á hendur að flytja málið inn i efri deild, en hann hefir gleymt þessu loforði, eða ekki hirt um að efna það, hvað sem til þess hefir komið. Ritstj. Isafirði, 12. febr. ’90. Tíðarfar. Einlægar hríðar ganga, með fannfergju og skafmold ahnan daginn, en hellirigning hinn daginn, og hefir svo gengið optast frá {>orrabyrjun. P ó s t u r komst af stað 8. þ. m. síðla dags. Kaupstaðirnir og amtsráðin. Bæjarstjórnin á ísafirði ræddi á fundi 4. þ, in. erindi frá landshöfðingja þess efnis, hvort ástæða væri til að útvega með kon- ungsúrskurði samkvæmt 60. gr. tilskipunar 4. maí 1872 heimild til þess, að ísafjarð- arkaupstaður losaðist við jafnaðarsjóðs- gjald, en tæki aptur að sér útgjöld þau, er hingað til kynnu að hafa greidd verið hans vegna úr jafnaðarsjóði. — I einu hljóði fór bæjarstjórnin þess á leit, að e k k i væri gerð nein breyting á sambandi því. er verið hefir milli Isafjarðarkaupstað- ar og Vesturamtsins að svo stöddu. — Fjárhagur ísafjarðarkaup- s t a ð a r. Samkvæmt brejarreikningnum fyrir árið 1889, sem nú liggur frammi bæjarbúum til sýnis, átti kaupstaðurinn við áramótin í sjóði í peningum frekar 2000 kr. — |>ær 1350 kr., sem eptir standa af bankaláni því, er bæjarfélagið fékk í hitt eð fyrra, mun bæjarstjórnin því hafa í hyggju að borga að fullu i ár, enda þótt eigi sé áskilin nema 450 kr. afborgun. Dómur séra Jóns Bjarnason- ar um íslenzka presta. Á mál* fundi þeim, er haldinn var í Reykjavík út af fyriríestri hr. Gests Pálssonar um „menntunarástandið“, kvað séra Jón Bjarnason það yfir höfuð einkenni íslenzku prestastéttarinnar, að „leita fyrst brauðs- ins. og síðan guðsríkis“. ATJGLÝSINGAR. AÐALflJNDUR sýsluneftidarínhar i ísafjarðarsýslu verður haldinn á Ísafirðí þriðjudaginn 11. dag marzmánaðar nrestkomandi, eða næsta virk- an dag að fœru veðri, og hefst á hádegi, Skrifstofu ísafjarðarsýslu, 22. dag janúarmán. 1890, Nkftli Thoroddsen. “ Erá miðjum ágústmánuði að sumrí er barnaskólinh á ísafirði laus til íbúðar. J>eir, sem kynnu að vilja fá hann leígðan, snúi sér tíl skólanefndarinnar þar fyrir lok næsta mánaðar (marzmánaðar). öott íslenzkt smjör fæst með góðu verði mót borgun út í höntl hjá Hans A. Clausens Verzlua hér á staðnum. Mórauð töuskinn borgast með liæðsta verði hjá H a n s A. Clausens verzlun hér á staðnum. Eins og fyrri, eru reikningar til sölu í prentsmiðju ísfirðinga af ýmsri stærð og gæðum. Hundrað reikningar í arkarbroti kósta 1 kr. 50 aura. Hundrað reikningar í 4 blaða broti kosta 1 kr. 20 aura. Hundrað reikningar í 8 blaða broti kosta 70 aura. Prentsmiðja ísfirðinga. Prenturi: Jöhannes Yigfússon.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.