Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.06.1890, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.06.1890, Blaðsíða 2
86 þJÓÐVILJINN. Nr. 22. 2 0 6 atkvæðum; dbrm. Einar Asmunds- son hlaut 45 atkvæði. Kjörfundurinn stóð alls yfir rúma 4 klukkutíma. Alþingiskosningin í Suður-Mulasýslii. Eptir óljósnm fregnum, er borizt hafa jrf lcjörfundi Sunnmýlinga, er haldinn var 14. júní, voru þar þrjú þingmannsefni í kjöri: próf. Jón Jónsson í Bjarnanesi iuiðlunarmaður. og sjálfstjómarmennirnir: séra Sigurður Gunnarsson á Valþjófsstað Og séra Páll Pálsson á Júngmíila. — Við ívrstu kosningu lilaut enginn nögu mörg atkvæði ; en við buncina kosningu milli séra Sigurðar og séra Páls, var séra Sigurð- ur Gunn'arsson kjörinn alþingis- maður. Uin atkvæðafjölda hefir ekkert spurzt. K VENNFREL SISM A LIÐ. —o—o:o—o— „pess raá geta sem gert er", segir gam- ajt orðtak, en þess 'iná líka geta sem látið or ógjört; það liefir mér að minnsta kosti opt dottið í hug, síðan í fyrra sumar, er eg sá, að útséð var um," að kvennfrelsismál- ið yrði rætt á alþingi. |>að hefir um langan tíma hljómað í eyrum vorum, að það væri oss sjálfum að kenna, að ekki væri aukin réttindi vor, vér nenntura ekki að gjöra neitt sjálfar málinu til stuðnings, og þar fram eptir götunum. Amæli þetta rákum vór að nokkru leyti af oss með því, að senda pingvallafundin- um 1888 áskorun um, að hlutast til um að vér næðum að minnsta kosti einhverju af því, sem hver sanngjarn maður hlýtur uð finna með sjálfum sér, að oss ber. pingvallafundurinn tók vel í málið og samþykkti í ejnu hljóði svofellda tillögu: „þingvallafundurinn skorar á alþingi að gefa málinu um jafnrétti kvenna við karla, sem 'mestan gaum, svo sem með því fyrst og fremst yð sam- þykkja frumvarp er Yeiti konum í sjálfstæðri stöðu kjörgengi í sveita- og safnaða-málum. I öðru lagi með því-að taka til raikilegrar íhugunar. hvernig eignar- og fjár-ráðum giptra kvenna verði skipað svo, að réttur þeirra gagnvart böndanum sé betur tryggður en nvi er. I þriðja lagi með því, að gjöra konum sem auðveldast að afla sér menntunar". Askorun þessari hefir nú alþingi þóknazt að stinga undir stól, en hvers vegna? Heyrzt liefir, að orsökin hafi verið sú, að enginn hafi treyzt að flytja málið, sökum þess hve erfitt það væri viðfangs; en slíku er tæpast trtiandi. Ætli hitt sé ekki nær sanni, að þeim finnist vér vera fullu bætt- ar með þeim litlu réttindum, sem vér höf- um, eða getiiia með lagi dregið oss, 'en fjárráð og öll opinber réttindi séu, eins og að uridanförnu, bezt komin í þeirra eigin höndum. Eptir því, sem fram er komið þurfum vér ekki að vænta mikils fylgis af alþing- ismönnum þeim, er hingað til hafa á þingi setið; en gætum þess, að það er að eins eitt alþingi þangað til almennar kosningar fara fram. Ætli það væri af vegi, að vér gerðum vort ýtrasta til að þeir einir hæðu kosn- ingu, sem styðja vildu mál vort framvegis. Margur karhnaður hefir orðið til að kannast við, að vér gætum komið málum vorum fram i kyrþey, þó oss sé bannað að gjöra það opinberlega; látum það verða orð og að sönnu i þetta skipti. Ritað í júní 1890. Vestfirzk kona. ur, og með guðs hjálp fær um að vinna sér brauð sjálfur. I sama sinn tóku 10 karlmenn í félagi barn af söinu ekkjti; fleiri fengu ekki að- gang. |>að barn, er komið heim til móður sinnar fyrir 3 árum og hefir ekki einn eyr- ir verið gefinn með því í þau 3 ár; einn þessara manna er að visu dáinn, en hinir 9 eru alls ekki þurfamenn. Með þessu litla dæmi vifdi eg sýna, að þrautseigja og virðing fyrir sínum eigin orðum á sér eins vel stað hjá konAin sein körlum; og einnig vil eg vekja athygli betri manna á því, hvort ekki muni margir krapt- ar verða ónotaðir með því að hahla kon- uin jafn ósjálfstæðnm og gjört hefir veriö og gjört er enn í dag. ísafirði, 7. júni 1890. Ein af 20. ORÐHELDNI KVENNA OG KARLA. —0—0— Vinnukonur hafa seint og snemma verið minnst virti flokkur mannkynsins, en þar eð allflestum konum hér á landi stendur enginn annar vegur opinn fyrir lengri eða skemmri tíma, leiðir þar af ósjálfstæði í Inigsunum og framkvæmdum hjá kvenn- þjóðinni meira en eðlilegt er. Eyrir 7 árum síðan. gjörðum vér félag, 20 vinnukonur. og tnkum 7 ára gamalt barn til fósturs ,-if fátækri ekkjti, sem missti manii sinn í sjóinn; vér lofuðum að gefa með því til fermingaraldvirs, og þótt vér höfum margar breytt stöðu vorri, þ;i höf- um vér aljs ©kki álitið það undanþágu frá loforði voru, og ein (hýsfrú,, Rósinkianza Hafliðadóttir) sent sinn lilut ríflega fnl Ameríku; og þótt einstakar hafi ekki getað haldið áfram. þú höfum vér hinar tekið þess betur í, og gefið með drengnum til þessa tíma, svo að uú er drengurinu fermd- „I N E L U E N Z A". Kveflandfarsóttin, sem nú er almennt nefnd utlenda nafninu „Influenza",i virðist munu herja land allt; í Vestmannaeyjum höfðu sýkzt fjórir fimmtu hlutar allra íbú- anna, og eptir síðustu fréttum var sóttin töluvert farin að gera vart við .sig í Ar- nes- og Rangárvalla-sýslum og i Reykja- vík; nyrðra kvað landfarsótt -þessi vera komin á Siglufjörð ; þangað komu um miðj- an júnímánuð tvö fiskiskip, og var meiri hluti beggja skipshafnanna sýktur; hér í ísafjarðarsýslu eru kvefveikindin einnig farin að stinga sér niður, og leggjast all- þungt á stöku menn. Hér á landi hafa kvef-landfarsóttir áður orðið all-mannskæðar, og er því iiauðsyn- legt, að mennr hvað „iiifluenza"-veikinA snertir, gæti allrar varúðar, með því að veiki þessari fylgja og opt ýmsir hættu- legir kvillar t. d. lungoabólga; sérstaklega brýna þeir læknarnir Schierbeck og dr. Jónassen það fyrir almenningi, að gæta hins mesta hreinlætis, bæði utan húss og innan, og þrífa vel allan fatnað, eigi sízt sængurfatnað; þá er það og áiíðandi, að hægt sé að opna glugga, svo að hleyp* verði inn hreinu andrúmslopti, en varas' skal þó, að súg leggi á sjúklingana; ei veikinni fylgir hitasótt, sem, optar kvað vera, telja læknar.nir sjálfsast að leggjast i rúmið, og verður að varast. að tara of snemma á fætur, með því að hættast er við,: að öðrum sjiikdóiiium sh'ii að, þegar sjúklingurinu er i apturbuta,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.