Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.04.1894, Qupperneq 4
88
Þjóbviljinn unoi.
því strikinu, að þrœta fyrir verknaðinn;
en hins vegar hafa borizt að honum eigi
all-litlar líkur, hafði sézt halda fyrir brjóst
G-uðm. á götunni, og verið þá heldur
hávær; eins og líka næg vitni eru að
því, að Guðm. var ómeiddur, þegar hann
gekk út ur veitingahúsi S. Thorsteinsen
um kvöldið, í sömu mund sem Lárus,
og að hann strax á eptir, að þeir Lárus
voru saman, sýndi Birni sýslumanni sig
blóðugan, og beiddi hann og ýmsa fleiri
að minnast þess, að yfirvaldið Lárus hefði
leikið sig þannig; dettur og engum i
hug, — enda ekki vinum og vildarmönn-
um Lárusar —, að vefengja sögusógn
Guðm., sem að mörgu leyti er einn í
röð fremstu og merkustu bænda í þessu
héraði.
ísafirði 30. april '04.
BEZTA vor-veðl’áita helzt enn hér vestra,
og hefir að undan förnu verið nokkuð rigninga-
samt.
STRANDFERÐASKIPIÐ „Thyra“ kom hing-
að að sunnan 26. þ. m., og fór aptur samdæg-
urs norður um land; með skipinu kom hingað
úr Reykjavik Árni leturgrafari Gíslason, í
erindum Good-Templar-reglunnar.
FISKISKIPIÐ „Áfram“, eign L. A. Snorra-
sonar verzlunar, hafði. ný skeð komið inn á
Önundarfjörð með lík tveggja hásetanna, er lát-
izt höfðu úr „influenza“.
HÖRMULEGT SLYS varð á hvalveiðistöð
hr. H. Eilefsens k Flateyri 7. þ. m.; einn af
verkmönnum hans, ungur norðmaður, var að
athuga eitthvað í skurðar-vélinni, og varð nieð
höfuðið undir hnífnum í vélinni, svo að höfuðið
hlutaðist í tvennt um gagnaugun, og var mað-
urinn samstundis örendur.
KAUPFÖR. 18. þ. m. kom kaupfarið „The-
mis“, skipstjóri I. P. Hansen, frá Khöfn með
ýmis konar vörur til L. A. Snorrasonar verzlúnar.
22. þ. m. kom skipið „Alh'na“, skipstjóri
T. Dirks, frá Englandi með saltfarm til „kaup-
félags ísfirðinga11.
GUFUSKIP, sem er á stærð við „Thyru“,
eða alls 564 register-tons netto, hefir verzlun
Á. Ásgeirssonar keypt í útlöndum í vetur, og
kvað það vera væntanlegt hingað með salt og
kol til verzlunarinnar innan skamms.
DRUKKNUN. 31. f. m. varð bátstapi hér
við Djúpið, og fórust þar tveir menn: Guð-
m u n d u r snikkari Á r n a s o n, hróðir Jóhanns
skósmiðs a. ísafirði og þeirra systkina, dugnað-
ar-maður mesti, og smiður góður; hinn maður-
inn, sem drukknaði, var Benóní, sonur fyrv.
alþm. Þói’ðar Magnússonar frá Hattardal, sem
nú er í Ameríku.
Menn þessir voru á ferð, tveir á hát, frá
Tröð í Álptafirði inn í Skötufjörð, og höfðu nær
þóttu-fyllt bátinn af grjóti í seglfestu, en hæg-
ur vestan-sláttur var, og er það ætlun manna,
að þeir hafi fengið ágjafir, og báturinn sokkið.
LÍK þeirra Ben. Gabr. Jónssonar frá Meiri-
hlíð og sonar hans, sem fórust við skipskaðann
úr Bolungarvík 7. dos. f. á., sbr. 5. nr. „Þjóðv.
unga“ þ. á., hafa ný skeð komið upp á lóðum,
og hafði lík hins síðar nefnda verið orðið mjög
skaddað.
Jeg hefi nú fengið mikið af alls kon-
ar vörum frá Danmörk og Englandi, einn-
ig af íslenzku feitmeti, sem jeg sel allt
með vægara verði, en almennt gjörist
hér á staðnum. — Einnig borga jeg
meira fyrir fá-saltaðan blautan íisk, en
almennt gjórist hér.
ísafirði, 22. apríl 1894.
Óli F. Asmundsson.
Til kiiiips!
nýlegur, eptir
Norchnanna-rcikninr/i talinn 100 tn. bátur,
er til solu. Báturinn er innan byggður
með kössum, frá öptustu þöptu og fram á
andöfs-þóptu; hann er me<í „Buff“ fram
i, tneð 2 rnmum, hvoru fyrir 2 menn; þar
að auki fgfjju honurn segl og reiði, sem
allt er í gbðu standi, ágœtur „kompás“ og
;,kábyssa“ góð, stjórafceri, um 100 faðma,
með góðum dreka.
Peir, sem vildu ná í bátinn, semji við
mig sem allra fyrst.
ísafirði, í apríl 1894.
Agúst Benedilrtsson.
.Tör-ð til söln.
Ekkjan Sigríður Helgadóttir frá Tröð
í Bolungarvík, sem nú dvelur í Winn i-
peg í Vesturheimi, hefir gefið undirrit-
uðum umboð til að selja eign sína l'/2
hndr. að fornu inati í Meirihlíð í Hóls-
lireppi.
Þeir, sem hafa hug á því, að kaupa
jarðarpart þennan, ættu því að snúa sér
til mín sein fyrst.
ísafirði, 30. apríl 1894.
Skídi Thoroddsen.
Hér ineð auglýsist, að 5. þ. m. ráku á
Skarði á Snæfjallaströnd tvær rosknar ær,
ónnur smáhyrnd horntekin, en hin stór-
hyrnd. Mark á báðum þessum kindum
var stýft hægra, tveir bitar framan vinstra.
Eigendur þessara kinda geri Arnóri
Kristjánssyni á Skarði að vart sem fyrst,
III, 22.
og borgi þessa auglýsingu og fyrirhöfn
alla.
Staddur á ísafirði, 24. apríl 1894.
Arnór Kristjánsson.
Vöruverð
í vezlun
CÍ>la Jt* *. A.smundssonai-
á ísafirði 1894.
Kaffi nr. 1.................kr. 1,15
do. nr. 2...................— 1,10
Kandís (rauður)...............— 0,35
Export-Kaffi (ineð kvörninni) . — 0,45
Maskínuskorið Hvíta-sykur . . — 0,35
Skonrog.......................— 0,22
Kringlur......................— 0,35
Tvíbókur......................— 0,45
Biscuits, 6 sortir, frá kr. 0,50 til — 1,20
Rulla (Nobels)................— 2,10
Rjól do.......................— 1,40
Reyktóbak, margar tegundir.
Brennivín . . . potturinn á — 0,80
Cognac fínt, fleiri sortir
Matvara, og óll kramvara, með vægara
verði, en almennt mun vera hér á
staðnum.
Margt fleira, sem hér verður ekki talið,
með vægu verði.
Islenzkt feitmeti.
Fáein eintöli
eru enn til óseld af þessum árg. „Þjóðv.
unga“ frá byrjun. Þeir, sem vilja ná íþau,
verða að gefa sig fram sem allra fyrst.
J"og undirritaður hefi haft óhraustan
maga, og þar af leiðandi hefi jeg einn-
gi haft liöfuð-þyngsli og aðra veiklun;
en með því að nota „Kína-lifs-elixír“
þann, sem hr. Valdemar Petersen í Frede-
ríkshöfn býr til, hefi jeg nú aptur feng-
ið góða heilsu.
Jeg ræð þess vegna óllum þeim, sem
þjást af líkum sjúkdómi, að reyna þessa
„bitter“-tegund.
Eyrarbakka á Islandi, 23. nóv. 1893.
Oddur Snorrason.
Kina-lífs-elixírinn fæst hjá flestum kaup-
mönnum á íslandi.
Til þess að vera vissir um, að fá liinn ekta
Kfna-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta
vel eptir því, að ——" standi á fiöskunum í
grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vöru-
merki á flöskumiðanum: Kfnverji með glas í
hendi, og firrna nafnið Valdemar Petersen.
Frederikshavn, Danmark.
PKENTSMIÐJA PJÓÐVILJANS UNGA.