Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1895, Page 4
48
Þjóðviljinn itngi.
IV. 12.
Hugprúða hetja,
hnigin, fallin,
fárr var líki þinn
fjörs um aldur;
stór var þinn styrkur,
stór þinn hugur,
manndáð þín mest
til manna heilla.
Aumt gaztu ekkert
augum litið;
líkn var vís þin
til liðs þeim aumu;
mundin kraptmikla
mönnum öllum
boðin og búin
björg að veita.
Nií ertu heim korninn
hafs úr volki,
fagnar Rös* sú,
er fremst þér unni.
Drekk þú nú glaður,
i Gimlis sölum,
ódáins veigar,
með vinum þínum.
Opt var þér, Snillingur, ólgufull leið,
en ágæt var stjórn þín á bárum;
með hugrekki stýrðir þú heimferðar skeið
á hættlegum vegferðar-árum.
Og höfnina fannstu með hugprýði bezt,
sem hýsir svo ágæta drengi.
Farðu vel, vinur, en manndáð þin mest
í minnum skal höfð verða lengi.
Hún** grœtur, sem unni þér, góðvinur kær,
því gleðinnar slitið er ræðum.
Hún fellir í einrúmi tárin sín tær;
þau telur einn Drottinn á hæðum.
Mannfélag saknar þín, mann-baldur kær,
því missir sá fæst ekki bættur.
Yér gleðjumst, að nú ertu Guði þó nær,
þótt gleðja oss sértu nú hættur.
Sighv. Or. Borgfirðingur.
ísafirði 31. jan. ’95.
Tíðari'ar. Síðan síðasta blað vort kom út,
hefir all-optast verið stillt veðrátta, og frost
nokkur, unz 28. þ. rn. sneri til suðvestan áttar,
og gerði hér talsverðan blota i íyrra dag, gær
og í dag. ___________
Aflabrögð haldast enn rnikið góð hór við
Djúpið. og er það mál gamalla manna, að þessi
vetur muni einhver mesti afla-vetur, sem hér
hefir komið á þessari öld.
Af Snæf jallaströndinni er oss ritað 18. þ. m.:
„Fiski-afli góður, og skepnuhöld góð, en alveg
*) Rósamunda Sigríður, kona Guðm.
Hagalíns, sem hann missti 20. sept. 1898 (sbr.
„Þjóðv. unga“ 2. árg. bls. 12); milli þeirra hjóna
varð 1 ár og 40 dagar.
**) Ungfrú María Sigmundsdóttir, sem Guðm.
Hagalin ætlaði að giptast, sbr. IV. árg. „Þjóðv.
unga“ nr. 10.
haglaust af áfreða, og má heita innistaða, síðan
fyrir jólaföstu, svo að eyðzt hefir mikið af
heyjum".
Sjónleikum er enn haldið áfram hér í kaup-
staðnum öðru hvoru, og stendur nú til, að farið
verði innan skamms að leika „Þrumuveðrið"
eptir Hostrup, líklega í fyrsta skipti á laugar-
daginn kemur (2. febr.).
-----8500^00«------
Einn alræmdur ísflrzkur óþokkapiltur, sem
sjálfur hefir ný skeð orðið sér til opinberrar
vanvirðu fyrir íllmnlgi og róg um náungann,
svo að hann þorir nú ekki íramar að róa þeirri
fleytunni á eigin ábyrgð, hefir í þess stað, til
þess þó á einhvern hátt að þjóna sinni stráks-
legu æruleysis-lundu, narrað trúvinglara-aum-
ingjann Einar Jochumsson til aðhnoðasam-
an skömmum um biskupinn, og síðan um ritstjóra
blaðs þessa, teljandi Einari trú um, að þetta
væri eini óbrigðuli vegurinn til þess, að heilags
anda meðtekningu hans úr kertaljósahjálminum
i Reykhólakirkju yrði almennt trúað, og hann
þar með viðui’kenndur „postuli11, sti-fðandi á
þann vanheiiaga Móeses!
En þegar svo ritstjóri „Þjóðv. unga“, — rétt
til þess að venja menn af því, að iáta narra
sig til slikrar flugumennsku —, stefnir þessum
flugumanni, þá varð þessi aumingi, — sem segir
þó i öðru orðinu, að það sé sín hjartfólgnasta
löngun, að mega verða krossfestur! — svo laf-
hræddur, að hann beið ekki boðanna, kvaddi
hvorki kóng nó jarl, en hljóp þegar i burtu úr
bænum, frá matskrínu sinni opinni, fata-rýjum
og öðrum pjönkum, og sást á eptir honum hér
inn með öllum Firði, eins og fætur toguðu!
En fyrir réttinum mætti 17. þ. m., fyrir
hönd Einars, Magnús kaupmaður Jochums-
son, bróðir hans, og lét þar bóka þau bónarorð
til ritstjóra „Þjóðv. unga“, að hann vildi gera
það fyrir sin orð, að hlífa Einari við lögsókn,
fyrst um sinn til febrúarloka þ. á., „því að þá
væri dag farið að lengja“, en Einar væri „veikl-
aður á geðsmununum, og væru venjulega mest
brögð að því i skammdeginu, eða um þetta
loyti árs, enda væri Magnús liræddur um, að
ef mál þetta hefði nú framgang, þá kynni það
að hafa mjög slæmar afleiðingar á sálar-ástand
Einars, og óvist, að heilsa hans biði þess bæt-
ur“, enda „sjái allir“, að ritið „Nýjársgjöfin11
„ekki sé annað, en markleysa og veikinda-út-
brot Einars".
Og með því nú að ritstjóra blaðs þessa er
það full-kunnugt, að bræður og ættingjar Einars
hafa sannarlega nóga raun af vitleysunni hans,
þó að ekki bættist þar ofan á, að hann fengi
ef til vill æðiskast í skammdeginu, og yrði að
takast til banda, þá gerðum vér það fyrir orð
hr. Magnúsar Jochumssonar, — sem greiddi
þegar, fyrir hönd Einars, allan áfallinn kostnað —,
að lofa að hlffa Einari við lögsókn til febrúar-
loka þ. á., því að þá er „daginn farið að lengja“;
og mjög óvíst auðvitað, að vér viljum virða
þenna aumingja lögsóknar úr þessu.
En hvaða dóm verðskulda þeir æruleysis-
óþokkar, sem narra eða kaupa slíka and-
ans apturkreistings aumingja til flugumennsku
ferða?
„Þjóðviljinn ungi“
er margbrcyttari að efni, en önnur bérlend
blöð, og auk þess LAXG-ÓPÝIíASTA blað-
ið, sem út er geíið liér á landi, utan Reykja-
víkur.
Nýir kaupendur fá 0 K K Y i’ í S ,sögusafn
Þjóðv. unga“, eða alls 80 blaðsíður af fróðleg-
um og skemintilegum sögum.
Útsölumenn, scm útvega 0 nýja kaupendur
að IV. árg. blaðsins, og standa skil á borgun-
inni, geta fengið í kaupbæti, auk vcnjulegra
sölulauna, eitt cintak af I.—III. árg. blaðsins,
og sömuleiðis eitt eínfak af skáidsögunni
„Piltur og Stúlka“, sem verður l'ull-prentnð á
komandi vori.
Fróðlegt væri að vita, hvaða hérlent blað
hcfir nokkru sinni, fyr eða síðar, boðið jafn
góða kosti.
Nýir kaupendur ættu því eigi að láta það
bíða, að gerast áskrifendur „Þjóðv. nnga“ sem
allra bráðast.
Til söln:
Stórt fjögramannafar, lítið brúkað og
listilega gott áferðum, með 17 lóðum,
seglum og árum; lysthafendur semji við
undirritaðan hið fyrsta.
IsaQ'örður, 24. jan. ’95.
J. Brynjölfsson.
-Adlrvg-li Yestur-ís-
leriflin»a' leiðum vér hér með að
því, að vér höfum hætt að senda blaðið
ýmsum kaupendum i Ameríku, sem hafa
sýnt oss fleiri ára vanskil.
«Feg undirskrifaður geri við úr og klukk-
ur, og tek vægari borgun, en venja hefir
verið hér á Isafirði að undan förnu.
Verkstofa mín er á „Hotel Isafjord11
hér i kaupstaðnum.
ísafirði 21. jan. 1895.
Sigurðnr A. Kristjánsson.
Peir, sem enn eiga ógreitt
andvirði „Þjöðv. unga‘‘, eru vinsamlega
heðnir að greiða það sem fyrst, með þvi
að gjalddagi blaðsins var í síðast liðnum
júnímánuði.
VISI T-K O XI T,
falleg, fást í prentsmiðju „Þjóðv. unga“.
PRENTSMIÐJA ÞJÓÐVILJANS UNGA.