Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.03.1896, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.03.1896, Blaðsíða 4
80 ÞjÓbviujinn ungi. V, 20. Dýraíirði 17. marz ’96: „Gufu- skipið „Heimdalu kom hér í gær með vistir og verkafólk Berg’s, eptir 14 daga ferð frá Tunsbergi; þar af lá skipið 1 dag við Noreg (Arendal), 2 daga við Sbetlands-eyjarnar, og 2 daga við Fær- eyjar, en fékk að öðru leyti góða ferð. — Sagt er, að kútterinn „Isafjord", eign Grarn’s kaupmanns, haíi átt að leggja af stað frá Khöfn 8. marz, á leið til Þing- eyrar, og fer bans því að verða bráðum von, enda er nú margt alveg þrotið í Þingeyrar-verzlun, t. d. kaffi, kandis, grænsápa o. fl., en piatvara er þar enn til. — Ekki heyrist neitt um það, hvort fiskiskip verða sett fram á Þingeyri, eða ekki, sem optast er þó komið i fullt fjör um þetta leyti vetrar, enda munu mjög fáir enn vera ráðnir til þeirrar atvinnu; þykja kostir þeir, er kaupmenn bjóða, ekki mjög ábatavænlegir, og hafa því margir þeir, er áður liafa verið á þil- skipum, af ráðið að stunda heldur fiski- veiðar á opnum bátum yfir vorið, eða jafn vel sumarið allt, ef vel lætur. — Það er líklegt, að kaupmenn og sjómenn hafi hér, hvorir fyrir sig, mikið til sins máls, þó að hvorugur slaki til við ann- an, eins og það mál stendur nú; en hafi kaupmenn haft skaða á sjómönnum sín- um að undan förnu, — sem vel getur verið —, þá ættu landsmenn að sjá svo sóma sinn, að vera þeim ekki til þyngsla, því sá, sem hefir lieilsu, og nennir atí vinna, þarf aldrei að óttast atvinnuskort*. Skepnuhöld eru hér góð, að því er heyrzt hefir, en optast mjög jarðlítið; í gær og í fyrra dag voru komin ofur- lítil snöp, en nú hefir sett ofan í fröst- leysu snjó-föl, og hefir þvi spillzt úr því, sem varu. —— > *•--- ísafirði 21. marz. ’9G. Tíðarfar enn mjög óstöðugt, dimmviðri, þokur og jelja-hríðir, en þó optast trostlaus veðuratta. Hafís. Eptir því seni fréttist nú í vikunni norðan af Hornströndum, og úr Steingrímsfirð- inum, þ/i var Húnaflói allur orðinn fullur af hafís, svo að naumast sá í auða vök. Skipakomur. lfi. þ. m. komu hingað frá Noregi 2 af hvalveiðagutubátum Th. Amlie’s á Langeyri, „ísafoldin“ og „Jarlinn11; höfðu bátar þessir lagt af stað frá Haugasundi 5. þ. m., en tafizt nokkra daga í Færeyjum, vegna storma. — Með „ísafoldinni“ kom hr. Th. Amlie sjált'ur, en sonur hans, síra Ólafur Amlie, aðstoðarprest- ur í Kristianíu, var með „Jarlinum“. 17. þ. m. kom „Friðþjófur", gufuskip hr. H. Ellefsens, til Flateyrar, og hafði það á hingað- leiðinni komið við í Iteykjavík, og tekið þar nokkuð af verkafólki, sem verður í sumar í *) £>essa skoðun brófritarans er ekki hægt að fallast á. Ritstj vinnu á hvalveiðistöðinni i Önundarfirði; hafði „Friðþjófur“ lagt af stað frá Noregi í öndverð- um þ. m., en tatizt mjög af stormum ogóveðr- um. (lufuskip Ellefsens „Einar Simmers“ lagði at stað frá Flateyri til Skotlands 14. þ. m., og mun væntanlegt aptur til Flateyrar nú um mánaðamótin. Spítala-stórliýsið hér á Isafirði befir Árni kaupmaður Sveinsson tekið að sér að reisa fyrir 10,900 kr„ og kvað spítalinn eiga að vera að öllu leyti full-gjör 31. des. næstk. Aflalítið, eða því séin næst aflalaust, hér við Djupið nú um tíma. Hitt «»• þottíi. A 722 dansleiki segist stúlka ein á Frakk- landi hafa farið, til þess að reyna að krækja sér í eigin-mann; en í stað þess að ná sér í manninn, segist hún hafa liaft það upp úr kraps- inu, að liún hafi fengið „bronchitis“ 14 sinnum,, lungnabólgu 3 sinnum, „influenza“ 120 sinnum, og magaveiki 500 sinnurn. Auðmaður einn í Ameríku, Cuttler að nafni, sem sagt er, að hal'a muni um 300 þús. krón- ur í árlegar tekjur, hefir það sér til dægrastytt- ingar, að hann keyrir á jarnbrautar-vagni fram og aptur, nótt og nýtan dag, á milli borganna New York og Chieago, og hefir hann leigt vagn- inn upp á lífstíð, til þess að geta lialdið áfram þessari þarflegu iðju, á meðan hann lifir. I=»ilskipm „ísfirðingur“ 21,50 tons, og „Johannea c. 10 tons, sem eru eign verzlunar Leonh. Tang’s á Isafirði, erU til sölu fyrir lítið verð. Lysthafendur snúi sér til verzlunar- stjóra nefndrar verzlunar, sem semur um kaupin, og gefur frekari upplýsingar. XTnga og snemmbæra kú kaupir í vor Jón I-.axrtal, ísafirði. C^dýrastar og beztar vörur gegn pen- ingum, selur verzlun Leonh. Tang’s á Isafirði. Til heimalitunar viljum vér sérstaklega ráða mönnum til að nota vora pakkaliti, er hlotið hafa verðlaun, enda taka þeir öllum öðrum litum fram bæði ,að gæðum og litarfegurð. Sérhver, sem notar vora liti, má ör- uggur treysta því, að vel muni gefast. I stað hellulits viljum vér ráða mönn- um til, að nota heldur vort svo nefnda „Castorsvartu, því þessi litur er miklu fegurri og haldbetri, en nokkur annar svartur litur. Leiðarvísir á íslenzku fylg- ir hverjum pakka. Litirnir fást hjá kaup- mönnum alstaðar á Islandi. Buchs Farvefabrik, Studiestræde 32 Kjobenhavn, K. Kina-lifs-elixir. Eg undirritaður hefi þjáðst af þrýst- ingi fyrir brjóstinu, og haft sting undir síðunni, og byrjaði eg þvi að brúka „Rína-lífs-elixir“ þann, sem hr. Yaldemar Petersen i Frederikshavn sendir, og ept- ir að jeg liafði brúkað úr einni flösku, varð jeg strax var við bata, og er það von mín, að jeg verði fullkornlega heill heilsu, ef jeg brúka bitterinn að staðaldri. Skarði 23. des. 1894. Mutth. Jbnsson. Iviiisi-líf»-t‘lixíi‘inii fæst, hjá flestum káupmönnum á íslandi. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel eptir því, að standi á flöskunum í grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Rínverji með glas í hendi, og firma nafnið Valdernar Peter- sen Frederikshavn, Danmark. 500 K.roner tilsikres enhver Lungelidende, som efter Be- nyttelsen af det verdensberömte Maltose-Præ- parat ikke finder sikkerHjælp. Hoste, Hæshed, Asthma, Lunge- og Luftrör-Katarrh, Spytning o. s. v. ophörer allerede efter nogle Dages For- löb. Hundrede og atter Hundrede have' be- nyttet Præparatet med gunstigt Resultat. Maltose er ikke et Middel, hvis Bestanddele holdes hemmeligt, det erholdes formedelst Ind- virkning af Malt paa Mais. Attester fra de höieste Autoriteter staa til Tjeneste. Pris 3 Flasker med Kasse 5 Kr., 6 Flasker 9 Kr., 12 Flasker 15 Kr., 24 Flasker 28 Kr. Albert. Zenkner, Opfinderen af Maltose-Præparatet, Berlin S. O. 2fi. I*eir*9 sern þjást af útL>rotu m, þurrum, vessamiklum, eða húðlausum útbrota- eitlum, og hinum óþolandi sára kláða i hörund- inu, sem kvilla þessum er samfara, læknast á- reiðanlega, jafnvel þótt þeir áður háfi ekki getað fengið neina bót meina sinna, ef þeir nota „Dr. Hcbra’s Fleclitentod“ (dr. Hebra’s úthrotameðal). ðsaknæmt útvortis. Kostar 10 kr., ef borgun- in er send fyrirfram í póstávfsun, eða i frímerkj- um, og er þá meðalið sent toll- og farmgjalds- laust. — Birgðir: St.. Marlen-Drogcrie, Dan/Jg, Þýzkaland. PRENTSMIÐJA ÞJÓÐVILJANS UNOA.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.