Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.01.1898, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.01.1898, Blaðsíða 4
64 ÞjÓÐVLLJINN TJNtíl. hafi skipti á afurðum sínum þannig, að ísfirð- ingar kaupi fé á fæti, móti fiski, eða réttara sagt ávísunum frá félaginu þar. Jeg minnist okki að hafa séð í hlöðunum neitt frekara minnzt á þetta síðan, og er þó þessi uppástunga mjög svo þýðingarmikið atriði fyrir báða málsparta, sem hér er urn að ræða, og er það eitt með öðru vottur um hina miklu deyfð og áhugaloysi, er hvilir eins og þung mara á allri alþýðu, hæði í verzlunafmálum og öðrun málum. Tillögu þessa lízt mér mjög vel á, og gæti hún, —- ef hún fengi framgang —, orðið til ómetanlegs gagns fyrir alla hlutaðeigendnr. í fyrsta lagi er það, að öll vor stefna í verzl- unarmálum ætti að vera sú, að auka sem mest innanlandsverzlun vora, án þess að hún þyrfti að mestu leyti að ganga í gegnum hondur kaup- manna vorra, sem, eins og nú virðist, að all- flestir álíti að liljóti að vera; og i öðru lagi gæti það orðið meðal til þess, að auka að mun verzl- un með aðrar afurðir landhúnaðarins, svo sem: smjör, tólg, og má ske tóvöru. Til þess þarf auðvitað greiðari og haganlegri samgöngur, en Verið hefir, svo að vöruþegi geti fengið sína vftru á þeim tima, sem hann hefir mesta þörf fyrir hana, og nú er líka svo langt komið í því efní, að vér eigum nú von á svo greiðum og góðum samgöngum, að því líku höf- um vér ekki átt kost á fyr, og ættu þvi hænd- ur og húaliðar að sýna það í verkinu, að þeir kynnu að færa sér i nyt auknar samgöngur, til hagsældar fyrir sig og þjóðfélagið. II. Jeg vil þvi næst vikja að því fyrirkomulagi, er jeg álít heppilegast fyrir háða hlutaðeigendur við þannig lagaða verzlnn. Sjálfsagt álit jeg, að það væri að eins fólags- stjórnirnar, er stæði fyrir öllum félagsskapnum, hvor fyrir sitt félag. Sömuleiðis er það álit mitt, að fyrirkomulagið væri það sama og nú er, þannig, að um leið og ísfirðingar semdu pönt- unarlista sina, settu þeir einnig á þá pöntun á kindum í Dalafélaginu, og lofuðu jafnframt fiski í staðinn, sem sváraði til verðs fjárins, er sú deild pantaði, eptir einhverju fastsettu, eða ímynduðu verði. Hver deildarstjóri verður að ábyrgjast fjár- pantanir, og vöruloforð fyrir þær í hverri deild, eins og hver önnur vöruloforð i félagið. I sama máta yrði það að vera í Dalafélaginu, að hver deild, er vildi láta kindur upp á þennan máta næsta haust, segði til, hversu margar þær væru, og sömuleiðis yrðu deildarstjórar þar, að áhyrgj- ast þau vöruioforð; eins og hver önnur gagn- vart félagsstjórninni. Þetta Verður að vera gjört svo snemma að vetrinum, að pantanirnar geti verið komnar, — að minnsta kosti lil Dalafél- agsins frá ísfirðingum —, áður en pantanir fara fram í deildunum, til þess að menn geti pantað útienda vöru upp á ávísanirnar frá ísfirðingum, því að all-flestir þurfa að fá vörnr upp á þær strax að vorinu. Menn verða því að vinda hráðan hug að þessu, ef nokkuð á að getaorðið út þannig löguðu verzlunarfyrirkomulagi að ári, sem aldrei væri nú hægra að koma á, en ein- mitt nú, þar sem fjársalan hefir lánazt með lang-lakasta móti á lifandi fé, og sömuleiðis var afarlágt verð hæði á fé og kjöti hjá kaup- mönnum í haust, og mun það talsvert draga kjaik úr mönnum, með útflutning á lifandi fé næsta ár, svo að einmitt var haganlegast fyrir hvorutveggja, að koma félagsskapnum nú þegar á, og það helzt strax f vetur. Hvað fyrirkomulagið að öðru leyti áhrærir, þá álít jeg, að hér ætti sjálfsagt að seljast eptir vigt, eins og átt hefir sér stað með útfiutnings- fé, og ætti þá fyrir fram ákvedið verð að vera á #inu í lifandi kindum, t. d. að pundið í 103 ®la kind væri á 12 aura, í lakari kindum minna, en aptur meira í sauðum; ær og hrúta ætti helzt ekki að láta, því ær eru svo rýrar svo snemrna á hausti, en hrúta lítt mögulegt að reka svo langa leið, enda leggja þeir mjög fljótt af við rekstur: — Vigta skal í hverri deild, þar sem hið lofaða fé væri, og svo ekki úr því. Vigtarmenn ættu að vera skipaðir af stjórn Dala- félags, eins og verið hefir; og hafa sína borgun þaðan, en þætti ísfirðingum það lakara uppá einhvern máta, þá skulu þeir útvega menn til þess, og horgi þeir úr sinum sjóði fyrirhöfnina. Péð skal rekið ísfirðingum að kostnaðarlausu vestur á Isatjörð, eða eptir þvi sem um semdi, svo snemma að haustinu sem unnt væri, og afhendast þar félagsstjóranum, eða þeim manni öðrum, er hann kynni að fá til þess fyrir sína hönd, að taka á móti því, og skal það þá úr ábyrgð Dalafélagsins úr því. Hvað verði því, er jeg drap á áðan, viðvfkur þá álít jeg, að fjáreigendum sé skaði að láta fé sitt með minna verði, en 100 'tLa. kindina á 12 kr., enda álít jeg það góð kaup fyrir hina, í samanhurði við kornmatarkaup í kaupstöðunum, og ýms önnur kaup, og svo ætla jeg fjáreig- endum allan kostnað við kindina, svo sem vigt- arkostnað og rekstrarkostnað, sem yrði talsverð- ur, þar sem rekstur er langur og erviður; enda svaraði það nokkuð til verðlags á veturgamalli kind að gömlu lagi (sem kallað er), en það var vættar kind (12 kr.) talin, er hafði 40 tL kjöt, og 6—7 tL mör. Nú er það fnarg sannað, af sláturskýrslum útlendum sem innlendum, og svo þykist jeg geta, með óyggjandi vissu sagt það, eptir reynslu í nokkur haust, að 100 tLa. kind geri 40—44 tL kjöt, og 5—7 ÍL mör, og á cptir þvi aé vera fullgild vættarkind, samkvæmt gömlu lagi, og því okkert of dýrt metin, sam- kvæmt uppástungu minni. Að endingu óska jeg og vona, að þessi fé- lagsskapur, — of' hann kemst á —, mætti verða háðum hlutaðeigendum tíl sannfar hagsældar °g þjóðþrifa, hæði í hráð og lengd. Ititað í Hvalsárdal 20. des. ’97. Finnnr Jónsson. * * * Út af grein h.r. Finns Jónssonar, sem prentuð er hér að ofan í blaðinu, ætlum vór, að ísfirðingum muni þykja bændur í Dalafélagi nokkuð harðir í kröfum, ef þeir eru almennt sömu skoðunar, sem höf., að vilja fá 12 kr. fyrir hverja lif- andi kind, sem 100 $1 vegur þar heima hjá þeim, og láta ísfirðinga sitja með hallann, ef féð rýrnar á leiðinni hingað, sem einatt má gera ráð fyrir, að fyrir geti komið. Hvaða ástæða er lika til þess, að gera samlendum lægra undir höfði, en útlendingum? þegar Dalafólagsmenn selja fó sitt til útlanda, dettur þeim víst ekki i hug, að útlend- ingurinn kaupi kindina eptir þeirri þyngd, sem á honni var hór á landi, heldur eins og hún kemur fyrir á út- lenda markaðinum. Slíkum viðskiptum ætlum vór þvi, VII, 16,—17. að ísfirðingar myndu eigi vilja sinna, enda þarf þeirra eigi að vera eptirgangs- sökin i þessu máli, þar sem vart þarf að óttast, að hingað bresti fjáraðflutn- inga, eins og þeim líka er innan handar að birgja sig með saltketi frá Norður- landi, sem myndi verða þeim mun ódýr- ara, en fjársala sú, sem hinn heiðraði greinarhöfundur stingur upp á. — Bitstj. ----------------------------- í enska blaðinu „Times“ voru síðastl. haust ýmsar upplýsingar um fréttaþráðarlagningu til Færeyja og íslands, og voru upplýsingar þær byggðar á mælingum, sem gerðar voru fyrir 30—40 árum af ensku herskipunum „Bulldog" og „Fox". — Samkvæmt mælingum þessum er minnsta fjarlægðin frá Skotlandi til Færeyja 250 enskar milur, dýpið mest 250 faðmar, og í hotn- inum leðja og skeljar. — Frá Færeyjum til Ingólfs- höfða eru 280 enskar mílur, en 350 til Portlands, og að eins 240 til Berufjarðar, og þar telur því hlaðið heppilegast að leggja þráðinn á land. — Frá Berufirði, um hyggðir á Norðurlandi, eru 310 enskar mílur til Beykjavikur, 250 mílur yfir Sprengisand, og 210 mílur, ef þráðurinn væri lagður fyrir norðan Vatnajökul. — Dýpið milli Færeyja og íslands er viðast nál. 300 faðmar, en þó á einum stað 680 faðmar. — í 100 faðma dýpi er hitinn 7 stig á Celsíus. Nýjasta skáldsagan eptir E. Zola, frakkn- eska skálísagnahöfundinn, heitir „París,“ og er að ýmsu leyti áframhald af sögum hans „Lourdes11 og „Rom" ----OOO^OOo------ f Síra Jónas Guðmundsson, -—•«- — í 8.—-9. nr. blaðs þessa var getið andláts síra Jónasar Ouðmundssonar, or bráð- kvaddur varð að heimili sínu Skarði á Skarðströnd í Dalasýslu 23. okt. síðastl. Sira Jónas heitinn Ouðmundsson var fæddur að Þverárdal í Húnavatnssýslu 1. ág. 1820, varð stúdent frá Bessastaða- skóla 1843, sigldi síðan til háskólans, og tók þar embættispróf í guðfræði með lofs- einkunn árið 1850. — Frá 1851—1872 var hann kennari við lærða skólann í Reykjavík, en gjörðist prestur að Hítar- dal 1872, og var það brauð síðan sam- einað Staðarhraunsprestakalli, og fluttist hann þá að Staðarhrauni árið 1876, og bjó þar, unz hann árið 1890 varð að láta af prestskap, vegna sjónleysis, er ágerð- ist svo, að hann varð algjörlega blindur, en fékk þó síðar sjónina aptur fyrir að- stoð Björns Ólafssonar augnalæknis. Eptir að síra Jónas lót af prestskap reisti hann bú að höfuðbólinu Skarði á Skarðsströnd, og bjó þar til dauðadags, Síra Jónas var gáfumaður mikill, og einkar vel að sór í latínumáli, enda áttí hann og þátt í samningu hinnar ísl.-latn-*

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.