Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.02.1898, Qupperneq 1
Verð árgangsins (minnst
4S arlca) 3 kr.; erlendis
4 kr., og í Ameríku doll.:
1,20. Borgistfyrirjúní-
mánaðarlok.
M 22.
ÞJOÐVILJINN UNGrl.
--r=|— Sjöundi ároanuur. =|-—
--—f—®S£XSÍ|=§ RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. ==|E**g-!-
ísAFIRÐI, 25. FEBR.
Uppsögn skrifleg, ó-
gild nema kotnin sé til
útgefarula fyrir 30. dng
júnímánaðar.
1 8 9 8.
Botnvörpu-ófögnuðurinn.
í dönskum blöðum er þess getið, að
í Kaupmannahöfn haíi 11. jan. síðastl.
verið stofnað hlutafélag, er nefnist:
„Fram“, og ætlar að reka botnvörpuveið-
ar hér við land í stórum stýl. — Fram-
kvæmdarstjóri félags þessa heitir Herr-
mann, en í stjórn félagsins eru: Lervhe
barón, Juhansen, stóreignamaður, og For-
um, bankastjóri í Esbjærg á Jótlandi. —
Höfuðstóll félagsins á að vera 1 milj.
króna, en aukast drjúgum, er fram líða
stundir. — Hlutaféð var þegar um miðj-
an jan. síðastl. orðið um 200 þús. króna,
og með þvi skjddi byrjað, og gerð út í
ár 3 botnvörpuveiðagufuskip, og 12
„kútterar“, sem eiga að íiska með lóðum.
— Ráðgert var, að félagið fengi fiski-
menn frá Færeyjum og Islandi, og talið,
að þurfa myndi í ár 150—160 manns,
en allt að 2000, er félagið væri komið á
laggirnar, og hefði komið sér upp stórum
botnvörpuflota.
Mælt er og, að Englendingar muni
drjúgum auka botnvörpuflota sinn hér
við land i ár; og enn er talað um holl-
enzkt botnvörpuveiðafélag, er sé í fæð-
ingu, o. fl.
Það er því ekki annað sýnna, en að
hingað muni safnast mesti urmull af alls
konar aðskotadýrum, til þess að urga
upp sjóinn við strendur landsins, svo að
landsins eigin börnum verði lítið eptir
skilið.
■---oooggc-Oo--
Yerzlunarfróttir. Verð á
ísl. vöru er enn mjög lágt i útlöndum,
og segja bréf, dags. í K.höfn um miðj-
au f. m., verðið þetta: Hvít ull norð-
lenzk 60—62 a., sunnlenzk og vestfirzk
54 a., saltfiskur stór um 40 kr., smáfisk-
ur 30 32 kr., isa 25—27 kr., saltkjöt
33 kr. tunnan, æðardúnn 9—10 kr. eptir
gæðum, gærur 3 kr. 50 a. (2 st). — Matvara
öll í háu verði: Rugur 5 kr. 50 a. 100
pd., bankabygg 7 kr. 50 a., baunir 7 kr.
50 a., og hrísgrjón svipað. — Kaffi
lækkað í verði, en munntóbak allt hækkað
um 5—6 aura pd. — Aðrar vörur í
svipuðu verði, eins og áður, varla hærri.
Horiistrðndum 6. febr. ’98: „Það er of
sjaldan, að vér Hornstrendingar senduin „Þjóðv.
unga“ fréttapistla, og myndi j>ó mörgumþykja
fróðlegt að fá fregnir af þessuin nyrzta útkjálka
landsins, sem heita má, að útlægur sé frá hin-
um menntaða heimi, bæði vegna óblíðu náttúr-
úrunnar, og þó öllu heldur af samgönguleysinu,
því að lítt höfunf-vér af póstforðunum að segja
enn sem komið er.
Lítið er hér talað um politisk málefni, en
þó hallast menn fremur að frv. dr. Valtýs, en
að berja allt af ofan i sama farið, sem nú or
búið að berja ofan í nær 60 ár, og ekkert veru-
legt áunnizt. Furðar marga, hvað sum Reykja-
vikurhlöðin eru tanrislæm, að vera að japla sama
bitann, sem japlað hefir verið á tugi ára, og má
vera, að sumum valdi elli, en surnurn æska, svo
að eigi sé vel sprottið á tönnunum, og er þá
eigi von, að öðru visi sé.
Heilsufar er liér gott, — Síðastl. sumar var
hér votviðrasamt, svo að heyfengur vavð almennt
lítill hér um Hornstrandir, og það af heyi, sem
fékkst, orðið mjög hrakið, svo að varla er hægt
að fóðra á því skepnur. — Veturinn má heita
vægur, sem af er, svo að þær fáu skepnur, sem
settar voru á, hafa lítið komið á gjöf fram til
nýárs. — Tíðarfar hefir þó verið mjög vinda-
samt. — Fiskafli varð fremur lítill næstl. haust,
og stafaði það mest af gæftaleysi, þvi að a!lt
fram að aðventu var fremur gott um fisk, þá
sjaldan gaf“.
----------
Finnbogi Gunnarsson.
-->*—- -
Eins og getið var um áður í blaði
þessu, andaðist Finnbogi Gunnarsson í
Skálavík 16. april f. á., að lioirnili sínu,
eptir langvinnan sjúkleik.
Finnbogi heitinn var fæddur i Skála-
vík árið 1863. Hann ólst þar upp hjá
foreldrum sínum, merkishjónunum Gunn-
ari Halldórssyni og Guðrúnu Gísladóttur.
Frá barnæsku þótti hann hvers manns
hugljúfi á heimilinu, og unnu heimilis-
rnenn þeirra lijóna liinum unga manni
liugástum. Þegar hann hafði þroska til,
gjörðist hann formaður á útveg föður
sins, og reyndist brátt ötull og heppinn
formaður, onda kom hann mjög vel að
i sér hásetum. Árið 1890 tók hann fótar-
mein inikið, og varð skjótt ófær til allrar
vinnu; kom faðir hans honum þá til
Scherbecks landlæknis, og var hann undir
læknisumsjá hans á annað ár. Á þessum
tíma fekk hann að vísu nokkurn bata,
en gat þó ekki gengið til neinna verka,
fyr en litið eitt vorið 1896. Þegar faðir
hans andaðist, sumarið 1894, tók hann
við húsforráðum, ásamt móður sinni, og
halði þau á hendi, meðan hann lifði; þóttu
þau fara honum ágætlega úr hendi, enda
blómgaðist Skálavikurbú vist stórum
þann tíma, er hann veitti þvi forstöðu,
og var þó af góðum búhöld við að taka,
þar sem faðir hans var. Það, sem alla-
jafna einkenndi líf Finnboga heitins, var
stök ljúfmennska, fjör og glaðværð, svo
að öllum var ljúft að vera með honum.
Þessum kostum hans var það víst mikið
að þakka, að hann hélt að mestu öllum
hinum sömu vinnuhjúum, og verið liöfðu
hjá foreldrum lians, þótt það megi auð-
vitað ekki siður þakka inóður hans, sem
er góðfræg kona.
Finnbogi heitinn var all-vel greindur
maður, og útsjónarsamur til allra verka,
hann hafði og menntazt töluvert í föður-
garði. Hin síðustu ár æfi sinnar var
hann fnlltrúi sveitunga sinna í kaup-
fólagi Isfirðinga, og fórst honum það, sem
annað, vel ixr liendi. Yfirleitt má segja,
að sveitarfólag lians liafi, þar sem hann
var, misst efnilegan mann, og ágætt bónda-
efni, er telja mátti vist, að yrði stoð og
sómi sveitar sinnar.
Haustið 1896 tók Finnbogi heitinn
mein þtið, ákafa lungnatæring, er eink-
um mun hafa leitt hann til bana. — S.
----soc^ooo------
lleiðiirsiíjör. Lærisveinar stýrimannaskél-
ans í Reylcjavík færðu Markúsi F. Bjarnasyni
skólastjóra fagurt, siltúrhúið ilrykkjarhorn að
nýársgjöf nú uni áramótin, og' þykir það eigi
ómaklegt, slíka elju sem hann hefir sýnt sjó-
mannaskólanum og sjómannafræðinni, frá
fyrstu. ________
Knudtzons verzlun í Hafnarfirði er nýskeð
seld Fr. Fischer kaupmanni, sem verzlun rekur
í Reykjavik og víðar við Fasaflóa.
Barnahlað nýtt er frú Bríet Bjarnhéðinsdútt-
ir, útgefandi „Kvennahlaðsins11, nýlega farin
að gefa út í Reykjavík. — Kemur hlað það út
12 sinnum á ári, og kostar 75 aura árgangur,
nema 50 aura fyrir þá. er jafnframt kaupa
„Kvennahlaðið".
. ----------------— -----------