Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.01.1900, Síða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.01.1900, Síða 1
Verð árgavgsins (minnst 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur.,og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- uðarlok. ÞJOÐVILJINN. FjÓRTÁNDI ÁB3ANGUB. EITSTJÓEI: SKÚLI THOEODDSEN. n-*Z- Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sé til útgef- anda fyrir30. dag júní- mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið. M 5.-6. ÍSAFIBÐI, 26. JAN. 19 0 0. trtiöna Útlend blöð, er ná fram yíir miðjan desember, segja stormasama og óstöðuga Ve<5ráttu í norðurhluta álíu vorrar, síðan vetur koin á. — Að öðru leyti er þetta helzt tíðinda fra útlöndum: Afríku-ófriðurinn. Eins og áð- ur hefur verið skýrt frá hór í blaðinu, sendu Bretar herauka mikinn til Suður- Afríku, til þess að rétta hlut sinn, eptir ofarirnar, sem þeir biðu þegar í öndverð- ófriðinum. — Yfirforingi liðs þessa Var Bnller hershöfðingi, sem sagður er kappi mikill, og þaulvanur hernaðarstörf- nm, og væntu því Bretar, að fljot mundu Udskiptin, er hann væri kominn þangað suður. Skipti Buller liði sínu í þrjár sveitir, og var sjálfur fyrir einni sveitinni, fyrir annari Gatacre hershöfðingi, og Methuen lávarður fyrir hinni þriðju. Segir nú fýrst af hersveit þeirri, er Methuen lávarður stýrði, og ætlað var, að halda til liðs við Breta þá, er Búar hafa mni lukt i borginni Kimberley. — Her- sveit þessi rakst á hersveitir Búa skammt fyrir sunnan Kimberley 9. des. síðastl., og sló þegar í harðasta bardaga, er lykt- aði svo, að Bretar biðu ósigur, og urðu undan að hörfa, eptir að hafa misst 817 menn, er fellu eða urðu óvígir af sárum, og auk þess fjölda manna, er herteknir voru. — Heitir þar Magersfontein við Modder-íijót, er orusta þessi var háð. í annan stað er það af Gatacre hers- höfðingja, að segja, að hann helt með kersveit sinni norður eptir Kap-nýlend- unni, unz hann hitti hersveitir Búa við km þann, er Stormherg heitir, og tókst þar þegar orusta, er lyktaði svo, að Bret- ar biðu ósigur, og féllu, eða særðust, þar 665 af þeirra liði, en 700 voru herteknir, og komst Gatacre hershöfðingi nauðulega undan með rúm 1200 manna, er eptir voru af hersveit hans. Að þvi er loks Buller hershöfðingja suertir, helt hann með þriðju hersveitinni ti] Natal, og ætlaði að hjálpa Wliite hers- köfðingja, sem Búar hafa lengi haldið inni krepptum við harðan kost í borg- lnni Ladysmith. — Rakst hann á her- sveitir Búa við ána Tugéla 15. des. síð- astl., 0g keið þar mikinn ósigur, missti a ]s um 1100 manna; en af þeim hóp jjf’ ^enn þó, að ekki hafi fallið, eða Jð óvígir af sárum, nema 850, en hin- strokið, enda gera frakknesku blöðin sum toluvert háð að þvi, hve Bretar séu langfættir, eða fljótir til hlaupa. Lkki voru enn komnar áreiðanlegar regnir um það, er síðast, fréttist, hvort ærinn Ladysmitli hetði gefizt upp, en búist við því á hverri stundu, með þvi að vistir eru löngu teknar að þverra þar svo mjög, að töluvert hefur orðið að knappa fæði hermannanna. — Allt matar- og drykkjar-kyns var og komið þar í geypiverð t. d. whisky-flaskan á 18 kr.,' mjólkurpotturinn á 2—3 kr. o. s. frv. Bretum er nú, sem von er, ekki farið að lítast á blikuna, og hafa því í ráði, að senda enn nýjar hersveitir að heiman til ófriðarstöðvanna. — Áður en ófriður- inn hófst, héldu þeir, að ekki myndi þurfa nema 40—50 þúsundir hermanna, til þess að kúga lýðveldin, en síðan færðist sú tala upp í 60 þús., og nú er fullyrt, að ekkert muni veita af 90 þús- undum. Það gerir og Bretum töluvert örðugra fyrir, að ekki er allt sem tryggast í ný- lendum þeirra þar syðra. — í Kap-nj- lendunni býr fjöldi Hollendinga, sem emskis óska fremur, en að Bretar fari halloka, og vilja gjarna sameinast lönd- um sínum í Transvaal og í Oran/e-frirík- inu. — Flokksmenn þessir, sem kallaðir eru „Africandersu (Afríkanar), vilja koma á fót sjálfstæðu Bandaríki í Suður-Afríku, er að engu lúti yfirráðum Breta, og er svo að ráða af útlendum blöðum, sem „Afrikanar11 í norður hluta Kap-ný\enA- unnar hafi þegar gripið til vopna gegn Englendingum. Btíar hafa nú sent sendiherra til Evrópu, dr. Willem Joliannes Leyds að nafni, til þess að tala sínu máli við stór- veldin á meginlandi Evrópu, vinna blaða- menn á sitt inál, og styðja yfir höfuð mál þeirra á allar lundir. — Segja ensk blöð, að hann hafi of-fjár meðferðis, 250 þús. pund sterling, til þess að víkja fyrir sig á ýmsa vegu, og sárnar Bretum það yfir liöfuð, hve allir leggja þeim ófrið þenna ílla út.---------- Erá Prakklandi er nú fremur tíðindafátt. — Með landráðasökina gegn Derouléde, og þeim kumpánum, rekur enn hvorki né gengur; allt lendir í vitna- leiðslum og yfirheyrslum hinna ákærðu, sem halda hrókaræður fyrir réttinum, hver með sinn málfærslumann við hlið. Einn daginn gerðist Deroidéde svo harð- orður um Loiihet, forseta Frakka, að hann var samstundis dæmdur í 3 mánaða fang- elsi fyrir orðin; en slíkt og þvílíkt láta þeir piltar eigi fyrir brjósti brenna. I nóvembermánuði tók fulltrúaþingið til starfa, og reyndi þá Melíne o. fl. þeg- ar að koma sér svo við, að stjórnin yrði frá að fara, en leikslokin urðu þau, að þingið vottaði stjórninni fúllt traust sitt, með 317 atkv. gegn 212, og var það betri sigur, en Waldeck-Kousseau, og ráð- herrar hans, hötðu gert sér von um, svo að hann situr nú sem fastast. Likneski all-veglegt var ný skeð af- hjúpað í París, er nefnist „sigurtákn lýð- veldisinsu, og á það að gefa mönnum i skyn, að lýðveldið standi nú föstum fót- um. — Þar hélt Louhet ræðu o. fl., og voru um 250 þúsundir manna viðstaddir. í desembermánuði héldu fulltrúar ýmsra socialista-félaga fjölmennan fund í París, og var aðal-umræðuefnið, að skera úr því, hvort sæmilegt gæti talizt, að socialisti gjörðist ráðherra, svo sem einn úr þeirra hóp, Milleyrand, sem nú er verzlunarmálaráðherra í ráðaneytinu Waldeck-Kousseau, hefði gjört. — Svaraði fundurinn þeirri spurningu, með 818 at- kv. gegn 634, á þá leið, að slíkt væri eklci sœmandi; en gekk þó þegar í sig, og samþykkti, með 1140 atkv. gegn 245, að svo gætu þö atvik verið, aó slíkt mœtti vítalaust teljast. Waldeck-Kousseau hefur nú lagt fyrir þingið lagafrumvarp þess efnis, að gefa þeim öllum upp sakir, er eitthvað hafa verið við Dreyfusmdtið riðnir, og fellur þá niður dómurinn gegn Emile Zola, o. fl. sakir. Dreyfus er nú seztur að í Grenf á Svissaralandi, og hefur ný skeð greitt sakarkostnaðinn í máli sínu, sem nam alls 20,823 frönkum og 7 centímum. — Heilsa hans kvað nú í all-góðu lagi. — Bretland. Afríku-ófriðurinn vekur þar nú, sem von er, langmest umtalið, og er sagt, að Vidoría drottning taki sér ófriðinn, og sérstaklega mannfallið, mjög nærri, og megi naumast ógrátandi á þau efni minnast, enda hafði hún ver- ið ófriðinum móthverf frá fyrstu, en eigi fengið ráðið. Salishury lávarður, forsætisráðherrann, missti konu sína 20. nóv., og höfðu þau hjón verið gipt, síðan 1857. — Hún er sögð verið hafa gáfu- og val-kvenndi, en lifði mest fyrir heimili sitt, og þótti koma lielzt til lítið fram opinberlega, því að það er vani um hefðarfrúr í henn- ar stöðu, að þær gangist fyrir á „bazör- um“, leggi niður hyrningarsteina, þegar opinber stórhýsi eru reist, o. s. frv.; en frú Salishury var lítið fyrir þess háttar tilgerð gefin, og leiddi það all-optast hjá sér. Vilhjálmur Þýzkalandskeisari heim- sótti ömmu sína, Victoríu drottningu, ný skeð, og var drottning hans í fbr með honum. — A heimleiðinni komu þau hjónin snöggvast við á Hollandi, en héldu síðan heimleiðis á skipi sínu „Hohenzollernu. — Talið er víst, að fór þessi hafi alls ekki verið í neinum poli- tiskum erindagjörðum. — —

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.