Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.01.1900, Page 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.01.1900, Page 2
18 ÞjÓB VIL JINN. XIV, 5.-6. Herförin til Súdan lyktuð, — kalífinn fallinn. Eins og áður hef- ur verið skýrt frá hér í blaðinu, korust Abdnlláh kalífi undan, þegar Kitchener lávarður sigraði hann í orustunni við Obdurman, og hafði hann síðan safnað nokkru liði, en jafnan farið undan í íiæmingi, unz Wingate ofursti hitti hann fyrir skömmu 7 milur fyrir sunnan þorp- ið Gedíd, og tókst þar þegar bardagi, er lyktaði svo, að kalífinn féll, og mestur þorri herforingja hans, nema Osman Digma, er undan komst. — Tóku Egypt- ar þar herfang all-mikið, en fjöldi af mönnum kalífans var hertekinn. Má nú telja, að þessari brezk-egypzku herför sé lokið, og Sudan að öllu á valdi Breta, eða Egyptalandsmanna, skjólstæð- inga þeirra, þvi að Osman Digma, mun tæpast takast að safna liði að nýju, úr því sem komið er. — — — Frá Þýzkalandi er þeirra tíðinda að geta, að rikisþingið hafnaði algjör- lega hinu svo nefnda „tiptunarhússfrum- varpi“, er lagði tiptunarhússhegningu við, ef menn væru hvattir til verkfalla o. s. frv. — Efafði Vilhjálmur keisari sjálfur verið frv. þessu mjög fylgjandi, svo að efiaust þykir honum nú súrt í broti. Annars er það nú annað mál, sem keisarinn hefur allan hugann á, og þykir iniklu skipta, að þingið snúist vel við, ög er það þess ef'nis, að keisari vill láta ríkið leggja fram fé, er nægi til þess, að auJca JiersJápaJtotann, svo að hann verði tvöfaldur við það, sem nú er. — Vaxa Þjóðverjum þessi stórkostlegu útgjöld, sem von er, í augum, en búist er við þingrofi, ef keisari fær eigi ljúflega vilja sinn í þessu efni. — — — 1 Tyrklaudi varð það tíðinda fyrir skömmu, að þrír meðal æðstu embættis- manna. rikisins: Said Beg ríkisráð, Herdi Bey, og Zea „pascha“, og urn 50 aðrir, voru skyndilega teknir fastir, og dæmdir i snatri til útlegðarvistar á Arabalandi, og gufuskip þegar sent af stað með þá þangað. — Er rn'ælt, að þeir hafi verið riðnir við samsæri, ætlað að myrða sold- án, og koma syni hans, Reschad prinz, til valda; en samsærið varð uppvíst, rétt áður en til framkvæmda kom. — — — Bandamenn og Filippingar. Mjög kreppir nú að Aquináldo, og hans mönnum, á Filippseyjum, og hefur hér- aðið Zamboanga þar á eyjum orðið að ganga að öllu Bandamönnum á vald. - - Allt um það, þá er Aquinaldo þó enn f'rí og frjáls, og getur vonandi gert Banda- mönnum leikstinnt enn um nokkurn tíma. Ekki hafa Bandamenn enn sleppt tök- um á Cuba, sem þeir létust vera að frelsa frá Spánverjum, en Mac Kinleg lét þó svo. ný skeð í ræðu, sem eyjarskeggjum myndi selt fullt frelsi, jafn skjótt er eyjan væri fyllilega friðuð; en þá er eptir að vita, hvort Bandamönnum þykir það nokkum tíma verða, eða þeir sitja þar til eilífs nóns, eins og Bretar á Egypta- landi. Mjög eru skoðanir Bandamanna tví- skiptar um réttmæti ófriðarins á Filipps- eyjum; en svo lét Mac Kinley nýlega, sem ekki gæti komið til mála, að veita þeim sjálfstjórn, en má s'ke einhvers konar sjálfsforræði í sveitarsökum, er fram liðu stundir. Svo ferst nú afkomendum þeirra Jiíanna, er sjálfir börðust á svipaðan hátt fyrir frelsi sínu á J8. öldinni! T Látinn er að segja G. A. Hobart, varaforseta Bandamanna. — Hann dó 21. nóv. síðastl., og eptir grundvallarlögum Bandamanna fer kosning á nýjum vara- forseta eigi fram, fyr en við forsetakosn- ingarnar næstu, sem fara fram fyrir næsta nýjár, því forsetatign Mac Kinley’s er á enda 4. marz 1901. — — Líkneski hefur Ferdínand de Lesseps ný skeð verið reist í borginni Port Said við Suez-skurðinn, og liélt Kedívinn í Egyptalandi sjálfur aðal-ræðuna, er líkn- eskið var afhjúpað 17. nóv. síðastl. — Aftakaveður gekk yfir Aþenuborg 18. nóv. f. á., og hrundi fjöldi húsa, og menn nokkrir létust. — — Ofróm sp a r is j ó ð s s t j ó r n. Stjórn sparisjóðsins í bænum WieliezJca í Austur- ríJci hefur orðið uppvís að því, að hafa svikið sparisjóðinn um 300 þús. gyllini. Noregur. Samskotin handa ekkj- um og börnum sjómanna þeirra, er drukknuðu svo voveiflega í síðastl. októ- bermánuði, hafa gengið svo greiðlega í Noregi, að 19. nóv. síðastl. höfðu þegar safnazt þar í landi 250 þús. króna, og er þó trúlegt, að nokkuð hafi bætzt við eptir þann tíma. — — — Danmörk. Samskota er verið að leita í Danmörku, til að reisa veglegt líkneski til minningar um „skírdagsslag- inn“, eða orustuna á Kaupmannahafnar böfn, 2. apríl 1801, og er svo til ætlast, að likneskið verði afhjúpað 2. apríl 1901. 8. des. síðastl. varð bráðkvaddur á einu veitingahúsinu í Kaupmannahöfn fátæklega búinn maður, er fólkið á veit- ingahúsinu eigi vissi, hver var, og upp- lýst.ist síðar, að maður þessi hét A. F. Ibsen, og lætur eptir sig margar milj. króna. -— Svo hafði karl verið athugull í peningasökum, að hann hafði jafnan gætt þess, að búa aldrei svo lengi í sama sveitarfélagi, að hann yrði settur í skatt, og vissi enginn, að hann væri ríkismað- ur. — Aldrei hafði hann kvongazt, svo að bróðir hans erfir allar reiturnar. ----ooogcxx>---- Bréf frá Berlin. Eptir Þorvald Thoroddsen. (Niðurlag.) Hinn 29. september var hátíðasýning í vísindaleikbúsinu „Urania“. Stofnun þessi er einstök í sinni röð; húsið hefur leiksvæði og áheyrendapalla, alveg eins og vanalegt leikhús, en allar sýningar þar eru vísindalegs eðlis. Yísindamenn halda fyrirlestra, en á leiksviðinu, og á tjöldunum, koma fram fagrar myndir, .er sýna það, sem um er talað. í þetta sinn var sýnd ferð á skipi fram með strönd- um Noregs til Nordkap, og sáust höfðar og dalir, skógar og bæir, firðir, fjöll og jöklar, eins og maður væri sjáifur á skip- inu. I annað sinn sá eg þar fögur hér- uð á Egyptalandi, Aþenuborg og Róma- borg til forna, og margt fleira fagurt og fróðlegt. I sama húsi eru í mörgum sölum urmull af alls konar verkfærum og tilfæringum til þess, að fræða alþýðu i eðlisfræði, efnafræði, og öðrum greinum náttúruvísindanna. Undir þessa stofnun heyrir líka stjörnuturn, þar sem almenn- ingur getur fengið að skoða himinhnett- ina með ágætum kikirum. Laugardaginn 30. sept. hélt bæjar- stjórn Berlínar fundarmönnum stórkost- lega miðdegisveizlu í veizluhöll þeirri, sem stendur í dýragarðinum; þar sátu 1800 manns til borðs í stórum sölum, sem allir voru skreyttir blómfestum og laufbogum, en mislitir, glóandi raf'magns- lampar gægðust fram úr laufunum, eins og tindrandi blómhnappar, en hljóðfæra- lið í tveim stúkum „lék á simfón og salterium, og var allt sem á þræði léki“, eins og stendur í sögunum. Yeitingarn- ar voru mjög ríkmannlegar, þar var sannarlega ekkert skorið við nögl, og ekki horft í kostnaðinn; vildi bæjarstjórn- in auðsjáanlega sýna útlendingum. hvers hún væri megnug. Garðurinn kringum húsið var allur uppljómaður með raf- magnsljósi, og skreyttur mislitum lömp- um. I veizlunni voru, sem lög gera ráð fyrir, margar ræður haldnar við háborðið, á ýmsum málum, og voru sumar þeirra ágætar; við vorum svo nærri, að við heyrðum þær, en meginþorri manna, i hin'um viðáttumiklu veizlusölum, heyrði þær náttúrlega ekki; ef rúmgott á að vera fyrir 1800 borðgesti, þarf væn húsa- kynni. Hé.r var mikill glaumur og gleði, og skemmtu allir sór ágætlega. Mánu- daginn 2. október hélt landfræðisfélagið stóra veizlu í „Hotel Kaiserhof“, og var þar, auk landfræðinga, boðið mörgu stór- menni úr Berlín, og seinna dansaði unga fólkið langt fram eptir nóttu. A þriðju- dagskvöldið var landfræðingum boðið á konunglega „Opera“-húsið, og var leik- inn söngleikur Richard Wagners: „Die Meistersinger von Nurnberg“, með mik- illi viðhöfn; stóð leikurinn frá því kl. 7 til 12, og þótti þá flestum nóg komið, þó hljóðfærasláttur og söngur væri fagur. Sunnudaginn 1. október fórum við með stórum hóp fundarmanna til Potsdam, til þess að skoða þar hallir keisarans, og hið fagra landslag þar í kring; var ým- ist farið á járnbrautum, vögnum og gufu- skipum, og var veðrið hið hagstæðasta, eins og optast meðan á fundinum stóð. Var margt að sjá á þeirri leið, sem hór yrði of langt að telja. Hallirnar bera flestar menjar Friðriks mikla, og hans tíma, og eru mörg herbergi enn í sama lagi, eins og þegar liann skildi við. I nýju höll (Neue Palais) eru margir stór- ir og merkilegir salir, með myndum ept-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.