Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.01.1900, Page 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.01.1900, Page 3
Þjóðtiljinn. 19 XIV, 5.—6. ,r agæta listamenn; einn salurinn er ó- líkur öllum slíkum herbergjum, því Teggir allir eru byggðir úr marglitum steinum, kristöllum, málmstykkjum og skeljum, og hefur það kostáð ógrynni íjár. Alþekkt er höllin „Sanssouci“; þar bjó Friðrik II. optast, og sjást þar marg- ar menjar um daglegt lif hans, og um skáldið Voltaire, meðan hann bjó þar hjá konungi. Köllin er í sjálfu sér lág, en stendur hátt, og er þaðan hin fegursta ótsjón; upp að henni liggja breið og há steinþrep, og í garðinum fyrir neðan er ^far-stór gosbrunnur, sem gýs 120 fet, hér um bil eins hátt, eins og G-eysir. Til hliðar við höllina er „vindmyllanu nafnfræga, sem sagan alkunna er um, sem prentuð hefur verið á íslenzku. I höllinni er, meðal annars, stundaklukka, sem konungur var vanur að draga upp, og er mælt hún hafi staðið á sama augna- bliki, sem Friðrik dó (20 mín. eptir 2, binn 17. apríl 1786). Á veitingastað hjá Lange Briicke borðuðu menn miðdegis- Terð, og sigldu svo á gufuskipum niður eptir Havel til bæjarins Wannsee. Áin er hér breið, sem stöðuvatn, og út úr henni margarvíkur og vogar;þar eru skógi vaxin nes og eyjar, skógur á hólum beggja megin, og mjög fagurt yfir landið að lita. 1 Wannsee eiga margir ríkir Berlínarbúar lystigarða, enda er þar mjög fagurt í kring, vötn og skógivaxnar hæðir. Vér vorum öll boðin til herra T«n Siemens, sem á þar snotra sumar- höll; hann er sonur Werner von Siemens, sem svo miklar uppgötvanir hefur gjört í rafmagnsfrseði, 0g er giptur dóttur eðlisfræðingsins mikla, H. Helmholtz. Siemens lét sækja gesti sína af skipinu á 40 vögnum, og var allt á búgarði hans mjög ríkmannlegt, og öllu fagurlega fyrir koinið. Þar voru alls konar hressingar °g kræsingar fram bornar úti í garði milli trjánna, og i skemmtihúsum og ^aufskálum. Þess konar garðveizlur (garden-party) eru algengar hjá fyrirfclki a Englandi, og eru nu lika farnar að tiðkast á meginlandinu. Hið eiginlega landfræðisþing endaði eðlilega i Berlín, en þó voru leikslokin og eptirdrykkjan haldin í Hamborg, Og þar á eptir fóru sumir í smáhópum víðs vegar um Þýzkaland til þess, undir hand- leiðslu kunnugra vísindamanna, að skoða ýmislegt, sem merkilegt er i jarðfræðis- tegu tilliti. Borgarráðið (senatið) í Ham- borg, sem stjórnar þessari miklu verzl- Hoarborg, sem er sjálfstætt ríki í þýzka Sambandinu, bauð 500 landfræðingum í ^Veggja daga heimboð til Hamborgar, og v^r þar mikið um dýrðir; sást á öllu. að auðuga borg vildi ekkert til spara, p v^tökurnar yrðu sem glæsilegastar. " er einkennilegt við ferðina frá ’oriín til Hamborgar, því landið er flatt °g sviplítið; landfræðingar fóru á tveim serstökum hraðlestum, sem fóru alla leið a ^ stundum. Skömmu áður, en komið er til Hamborgar, gengur járnbrautin Segnúm skóg, sem heitir Sachsenwald, fram hjá Friedrichsruhe, landgarði Bis- marck’s sáluga; höllin sézt ekki frá braut- inni, en gröf Bismarck7s blasir við, þvi yfir hana er byggð kapella, lík danskri eða þýzkri sveita-kirkju. I þetta sinn verðum vér, rúmsins vegna, að láta hjá líða að lýsa Hamborg, þó það sé mikil borg og merkileg; hún er lang mest verzlunarborg á fastalandi Európu, og næst á eptir London, hin mesta i Xorð- urálfu allri; íbúatalan var 1895 þó ekki meiri, en 681 þúsund. Árið 1896 voru fluttar vörur til Hamborgar fyrir 27<X) milliónir króna, og útfluttar fyrir 2400 milliónir. Fyrst er við komum til Hamborgar. var oss sýnt samkunduhús kaupmanna (börs), og var þar mikið mannamor, og æðigangur á öllu, enda er það ekkert smáræði, sem þar er keypt og selt á hverjum degi; þá var morgunverður fram reiddur í vínkjallara stórum þar nálægt, og sátu þar 1000 manns að borðum, en um kvöldið var aðal-veizlan haldin í hinu stóra og glæsilega ráðhúsi. Ráðsherrar Hamborgar vilja ekki vera eptirbátar annara, og var konunglegur blær á öll- um viðtökum og atferli í ráðhúsinu. Hús þetta er ný byggt, og svo skrautlegt, að það jafnast við hinar fegurstu konunga- hallir; salirnir eru margir, stórir og glæsi- legir, og í þeim fjöldi af myndum eptir ágæta listamenn; þar eru sýndir margir viðburðir úr sögu Hamborgar, og ýmsir merkismenn. Þar var mikill grúi þjóna, og voru allir í hinum skrautlega þjóna- búningi borgarráðsins. Mjög voru konur og dætur hinna auðugu Hamborgarkaup- manna ríkmannlega búnar, skorti þar hvorki dýrindisvefnað, kniplinga né gim- steina. Niðri í hinum stóra borðsal léku hljóðfærasveitir, meðan á borðhaldi stóð, en stundum sungu flokkar hvítklæddra meyja uppi á loptsvölunum, sem efst voru í salnum. Næsta dag fóru landfræðingar á tveim stórum hjólskipurn um alla höfn Ham- borgar, og gaf þar á að lita endalausar raðir stórra segl- og gufu-skipa úr öllum löndum, og var alls staðar flaggað mislit- um skrautfánum til liátíðabrigðis. Það yrði langt mál, að lýsa höfninni í Hain- borg með öllu því hinu mikla lífi og fjöri, sem þar er. Meðal annars voru oss sýndar skipsmíðastöðvar þeirra Blom og Yoss, stærsta stofnun af þvi tagi, sem til er i Hamborg, og var mjög skemmti- legt að sjá stórvirki þau, sem þar eru framin. Þar stóðu fullgjör og hálfsmíð- uð járnskip í hrófum, og er undur að sjá, hvernig hugvit manna getur hreyft þvílík bákn. Þar var i mörgum stórum járnsmiðjum verið að beygja og hefla stóreflís járnplötur; þar var verið að reka járn með gufusleggjum, og bora göt á stálþynnur, og á gólfunum voru alls staðar hrúgur af stórgerðu járnsvarfi og járn- hefilspónum, alveg eins og í trésmíða- verksmiðju, nema hvað allt var hér úr járni og stáli. Yerkfæri þau, sem notuð eru a slíkum stað, eru engin smásmiði. í verkstofunum var allt á flugi og ferð; þar eru ótal eldar, og mikið gneistaflug, en verkmennirnir eins og svartir púkar innanum allt saman, og jörðin titrar undan gufusleggjunum, sem stundum koma úr háa lopti með heljar-afli, en geta þó stöðvast, hvar sem vill, og kom- ið niður á úrgler, án þess að brjóta það. Þó verkfærin séu svo stórgerð, að menn- irnir eru, eins og flugur, í samanburði við þau, þá hefur hugvit vísindamann- anna þó tamið svo náttúrukraptana, að hinar voldugustu vélar leika í hendi hins minnsta sveinstaula, sem með kann að fara. Þegar búið var að skoða höfnina, var sezt að veizlu á gufúskipi því, sem heitir „Pretoria11; það er eit.t af Áme- riku línuskipum Hamborgar, 12300 smá- lestir að stærð; að eins 7 eða 8 stærri skip eru til í heimi, og er hið stærsta 18000 smálestir. Skipið var allt prýtt flöggum og blómum; sátu þar 900 manns við veizluborðin, og hefði þó verið rúm fvrir fleiri. Eptir máltíð var aptur farið á stað á hjólskipunum niður eptir Elben, allt að Blankenese; eru þar skógivaxnar hæðir fram með ánni að norðan verðu, og innan um skóginn, og í dældum og smádölum, eru skrautlegir sumarbústaðir ríkismanna i Hamborg; er þar mjög fag- urt landslag, og miklu fegra, en við mætti búast, eptir því, sem láglendið annars er í kring. Um kvöldið hélt landfræðisfélagið í Hamborg stórt sam- kvæmi, þar sem heitir „Bergfahrt in Tirol"; það er skemmtistaður, nokkuð svipaður „Tivoli“ i Kaupmannahöfn, Allir þeir, sem inn komu, voru jafn óðum látnir fara upp í vagna, er líktust járn- brautarvögnum; þeir fóru á stað, og sá- ust úr þeim fjöll og jöklar í Tirol, þorp og hjarðir á beit, fólk i þjóðbúningum, er söng þjóðsöngva o. s. frv., og var allt svo náttúrlegt, að margur hefði mátt halda, að bann allt í einu væri kominn þangað suður. Stórt tjald var reist í garðinum, og var þar etinn kvöldverður; sátu 1200 manns til borðs, og voru þar kaldnar margar ræður, og menn af ýms- um þjóðum þökkuðu i hjartnæmum orð- um fyrir hina miklu gestrisni, er Ham- borg hafði sýnt fundarmönnum. Þegar samsætinu var lokið, var garðurinn allur uppljómaður með mislitum lömpum, og var klykkt út með margbreyttum flug- eldum, og alls konar ljósagangi. Þá var hátíðahöldunum lokið, og voru allir sam- dóma um, að hvergi mundi hafa verið haldinn jafn glæsilegur vísindafundur, eins og þessi; en þorri manna var líka orðinn þreyttur af öllum veizlunum, og langaði til að fara heim, að hvíla sig. Frá Hamborg fórum við hjónin aptur til Berlín, til þess að kveðja þar vini okkar og kunningja, og til þess að vera þar nokkra daga sarnan með systur konu minnar, landshöfðingjafrú Elinborg Thor- berg og Sesselju dóttur hennar; þær mæðgur höfðu seinni hluta sumars verið í rrhiiringen, fóru þaðan til Suður-Þýzka- lands, og komu til Berlín beina leið

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.