Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.05.1900, Blaðsíða 3
XIV, 17.—18.
Þjóbyiljinn.
67
fengið að haga öllu, sem þeir vildu, og
liafa svo gjörzt æ kærulausari og óspilunar-
samari með landsins fé, eptir þvi, sem
þeir sáu betur eptirlitsleysið af hans
hálfu.
Yfir höfuð má opt heyra undan þvi
kvartað, hve afar-mislagðar höndur Magn-
úsi landshöfðingia Stephensen virðast hafa
verið, að því er embættiseptirlitið snertir.
Það er eins og það haíi fylgt honum,
sem erfðasyndin, að hafa aldrei getað
séð neinar misfellur í fari kunningjanna.
En slíkum mönnum er illa lagið, að
vasast i mjög mörgu, og hætt við, að
kunningjarnir reynist ekki jafnan allir
þær fyrirmyndir, sem vera þyrfti, ef vel
ætti að fara.
Ársrit garöyrkjufélagsins. Ný
skeð hefur „hið ísl. garðyrkjufélag“ sent
út 6. ársrit sitt, og má um það sama
segja, sem uni fyrri ársritin, að það flyt-
ur ýmsar þarfar og góðar bendingar og
hugvekjur, sem óskandi væri, að eigi
væri látið sem vindur um eyrun þjóta.
— Fremst í ársritinu er hugvekjukorn,
eptir Einar Helgason, um tilbúning mat-
jurtagarða. Bendir hann á, hve afar-
skammt garðræktin sé enn á veg komin
hér á landi, þar sem garðrækt sé óvíða,
að teljandi sé, nema i Sunnlendingafjórð-
ungi, enda þótt vafalaust sé, að mikil
not gætu einnig að henni orðið í hinum
landsfjórðungunum, svo sem raun hafi
þegar borið vitni um á þeim fáu jörðum,
þar sem kartöflu- og rófu-garðar eru.
„Garðstæði“, segir br. Einar Helgason,
„verður fyrst Og fremst að velja í skjóli,
og þar sem sól nær sem lengst að skina
á, t. d. í hvömmum, undir hæðum eða
giljuin, þar sem undirlendi er nokkuð.
Beztur er sá jarðvegur, sem hefur djúpa
gróðrarmold og leirblandna, eða þá að
undir henni sé leirlag, sem blanda megi
saman við; gráleitur og bláleitur leir, og
smiðjumór, er ágætur saman við gróðr-
armoldina; rauði leirinn er ekki eins
góður, sizt ef mikið er af honum, en
hann má bæta með sandi, ösku eða
áburði“. — „Garðstæðið verða menn að
stinga upp sumarið áður, en menn ætla
sér að sá i það. Ef moldin er föst, með
mikilli grasrót, þá er sjálfsagt að rækta
kartöflur tvö fyrstu árin, en ekki rófur,
fyr en moldin er orðin molnuð og gras-
rótin fúin“.
„Þurrkun á jarðveginum er sjaldan
athuguð nógu vel, og þó er hún fyrsta
skilyrðið fyrir því, að matjurtirnar geti
vaxið. Sé jarðvegurinn rakur, þarf því
að gera skurð ofan vert við garðinn,
þvert fyrir hallann“.
Þá er grein, eptir Sigurð búfr. Sigurðs-
son, um rœktun á röfum til fbðurs, og
telur hann í því skyni muni hér á landi
heppilegast að rækta gulröfur og túrnips
(næpur og bortfelskar rófur).
Enn má og nefna hugvekju eptir
Arna landfógeta Thorsteinsson um að
„venja unglingana á garðvinnu“ og tel-
ur höfundurinn í því skyni heppilegast,
að „láta barnið, strax og það er fært til
þess, fá dálítið horn i garðinum fyrir
fáeinar plöntur, unglinginn síðar heilt
beð, eða garðholu, sem hann svo stund-
ar, með tilsögn hinna eldri, eptir megni“.
Þetta glæðir ást barnsins til vinnunnar,
og gerir þvi garðyrkjuna kæra.
Loks eru og í ársritinu bendingar
um, að „leggja þara yfir kartöflur“, sem
þykir auka. uppskeruna, o. fl.
Efrihólahundurinn og amtmennirnir.
Eptir síra HalUlór Bjarnarson.
Eg hefi reyndar ekki ætlað mér, að
skipta mér af þusi „Isafoldar“ um mig,
en söguburður hennar úr Núpasveit i 4.
tbl. þ. á., gefúr tilefni, til að halda
á lopti heiðri þeirra sómamanna, sem
gegna amtmannaembættunum núna, og
þá er öðru máli að gegna, aldrei nema
sjálfsagt að frægja hina fyrirtaks heiðar-
legu notkun embættisvaldsins, sem þeir
herrar temja sér. Fyrir þvi vil eg biðja
yður, hæztvirti herra ritstjóri, að taka af
mér leiðréttingu á framan nefndum frétta-
burði, og dálitil sýnishorn af amtmanns-
legum embættisrekstri hér nyrðra.
„ísafold“ segir: „að Þórarinn bóndi
á Efrihólum, með 3 hunda, hafi. hitt mig,
og 2 vinnumenn mína, heima undir bæ
sínum, þar sem við höfum haldið fé mínu
til beitar, hafi hann kastað ómildri kveðju
á mig fyrir ábeitina, en eg brugðist ílla
við, og skipað að skjóta hunda hans, hafi
svo einn verið skotinn rétt fyrir framan
fætur Þórarni, en hann þó ekki sakað,
þ. e. a. s. Þór.
Þetta er eintómur uppspuni frá upp-
hafi til enda. Sannleikurinn er sá, að
eptir að eg hafði orðið fyrir þvi optsinn-
is af Þórarni, að hann sigaði, eða lét
siga á fé mitt, þar sem þvi var haldið
á beit í landareign staðarins, innan þeirra
merkja, er samþykkt hafa verið milli
staðarins og þjóðjarðarinnar Efrihóla, og í
síðastl. nóv. eitt sinn þar á meðal hrak-
ið féð í á eina, svo nærri lá við fjár-
skaða, þá vopnaði eg húskarla 3 með
byssum, og bað þá fylgja fénu, og skjóta
hunda Þór., ef þeim yrði sigað á féð.
Þetta var 4. desember siðastl. Óðara en
menn minir voru komnir á beitina, sem
er milli bæjanna, ekki nær E. en P., sáu
þeir Þór. sjálfan koma með 3 hunda, og
siga á féð. Var einn hundurinn skotinn
undir eins og hann kom i féð, en meira
ekki að gert, því Þór. hætti að siga við
smellinn, og hafði sig á burt jafnskjótt
og hann var búinn að sjá, hvaða viðtök-
ur „Móra“ hans hafði fengið. Þetta sagði
mér vinnumaður minn, sá er hundinn
skaut, og kom heim frá fénu skömmu
eptir að hann hafði farið til þess, því
sjálfur var eg þar ekki við. Engin orða-
skipti fóru og milli þeirra Þór., nema
þau, að skotmaðurinn kallaði til hans, er
hann hvarf frá, hvort hann vildi ekki
halda á „Móru“ sinni með sér, til að
nota skinnið; en Þór. hafði ekki tekið
undir það. Féð hefur síðan verið látið
óáreitt á beitinni.
En nú er eptir að rekja þráðinn úr
skrípatröllinu, sem Þór. lætur hafa sig
að, til amtmannanna sjálfra. Vitanlega
þekki eg ekki fráganginn allan á þræði
þeim, en þó nóg til þess, að vita, að þang-
að liggur hann, og þaðan er keipað, og
hefur lengi verið keipað.
Eptir ágreining um þessa beit, sem
úrskurðaður var af landshöfðingja á sin-
um tíma þannig, að merkin fyrir beit-
landinu skyldu talin, eins og eg hélt
fram, voru landamerkjaskrár jarðanna
samþykktar á víxl af okkur, Stephensen
umboðsmanni og mér (staðarskráin þó
ekki fyr, en Stephensen hafði endurat-
hugað merkin, vegna ágreinings, er Þór.
að nýju vakið hafði), síðan lét eg þing-
lesa merkin gegnt Efrihólum, færa þau
inn i landamerkjabók sýslunnar, og menn
tilkvadda af sýslumanni hlaða vörður á
merkjalínuna, til að „gera merkin auð-
sýn“. Þetta gerði eg bæði til að hlýðn-
ast landamerkjalögunum og einkanlega
forðast þras við Þór. En Þór. var ekki
af baki dottinn fyrir þessu. Stephensen
fór frá umboðinu um þetta leyti, og þá
var farinn að brjótast á amtmann grun-
urinn! að annað tveggja væri eg þjófur
eða ræningi, og það gaf Þór. vind í segl-
in. Jón í Múla, nýi umboðsmaðurinn,
gerði betur, en hlusta á kærukvak Þór.,
hann stakk kæru hans undir stól, lagði
ráðin á, og bjó til aðra, og svo er sagan
úr því, eins og kálfsrófuþulan af Einbirni
og Tvíbirni. Þeir lykkjuðu sig hver í
endann á öðrum, umboðsmaður, amtmað-
ur, Skútustaða-Arni, og aptur amtmaður
og kirkjustjórnin aptan í Þór., með þeim
árangri, að Þór. „vann landið“, að sagt er,
aðgerðir mínar hafi yerið lýstar ógildar —
það þarf nú kann ske meira til — staðar-
skráin verið ónýtt, og merkin færð inn
á landareign staðarins, svo að stór geiri
myndaðist milli jarðanna, er hvorki á
staðurinn eptir því, né heldur Efrih., ept-
ir merkjasamþykkt þeirra.
Fógetann, Benedikt Sveinsson, gat
eg ekki fengið, til að koma, að lögbanna
Þór. notkun lands, innan samþykktra
staðarmerkja, „af því amtið ætti í hlut“
sagði hann, og ekki heldur fékk eg stefnt
honum fyrir landsyfirrétt upp á skriflega
neitan hans á því að koma. Það átti
ekki að vera hægt, af því „judicielt
decret“ vantaði. Eptir því er- hægt að
klekkja á fógeta, ef hann er svo vitlaus,
að kveða upp úrskurð, en sé hann svo
slunginn, að bíta höfuðið af skömminni,
og láta alls ekki sjá sig til þeirrar gerð-
ar, sem hann er um krafinn, þá
er enga leiðrétting af honum að fá. Eg
vissi vel, að þetta voru vífilengjur, sprottn-
ar af fylgi við amtmann og tengdaslengi
hans, eða af kjarkleysi, að fylgja réttu
máli fram, en varð að hafa það svo búið,
því eg hafði ekki fjárráð, til að draga
hinn alkunna fógeta fram fyrir hæzta-
rétt. A hinn bóginn hefur Þór. vetið
látinn sprikla ósvikið frammi fyrir mér
með allralianda spekálum, með forboðs-
birtingum, með uppáslætti og hunds-
gjammi o. s. frv., þangað til i haust að
út yfir tók, svo eg lét skjóta hundinn.
Má það skot ekki nema skyldug Liugul-
semi heita við amtmennina, svo þeir
hefðu eitthvað að sjóða súpu af,' meðan
þeir bíða eptir öðru útskitinu frá hæzta-
rétti.
Gerræði sagði háæruverðugur konung-