Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.05.1900, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.05.1900, Blaðsíða 5
XIV, 17.—18. Þ JÓÐVILJINN. 69 allar (iskigöngur inn í Djúpið, og því Inn- Djúpsmannum til mesta ófarnaðar. Það væri margreynt, að eptir að Bolvíking- ar væru farnir að beita sild þar á út- miðunum, þá fiskuðu menn eigi á inn- miðunum, nema rétt fyrstu legurnar, meðan verið væri að öngla upp þann fisk, sem inn væri genginn áður. — En söm hlyti að verða reyndin, að því er skelbeituna snertir, sem væri engu minni tálbeita, en síldin; þorskurinn myndi þá leggjast þar niður við, því að þrátt fyrir „þorsknafnið“, væri hann þó svo vitur, að hann ómakaði sig ekki lengra eptir ætinu, en hann þyrfti.-------- Svona hór um bil fórust hr. Pétri Oddssyni orð, og þökkuðum vór honum að skilnaði fyrir upplýsingarnar, sem vór lótum í veðri vaka, að hann myndi sjá ágrip af í „Þjóðv.“ „En, þér fjölmennið þá vist á hér- aðs fundinn 6. júní, þar að utan?“ spurð- um vór. „Já, það er nú þrautin þyngri“, mælti hr. P. 0., „en sjálfsagt verður að ýta við fólkinu, sem auðið er. — Hér er um aðal-bjargræðisveg vorn að ræða, og þá má enginn sitja heima, sem atkvæðisrótt hefur, euda veit jeg eigi betur, en að það sé lifandi áhugamál hvers hugsandi formanns og útvegsbónda þar út frá, að fá þessar breytingatillögur sýslunefndar- innar felldar“. Yór tókum undir þá ósk, að fundur- inn yrði sem fjölmennastur, og að „eng- inn sæti heima“, og þar með var þá samtalinu lokið. Fréttaþráðarmálið. í dönskum blöðum, er oss hafa ný skeð borizt í hendur, segir, að allar ríkjastjórnir, er leitað hafi verið til, um styrk til frétta- þráðarlagningar til íslands, hafi tekið málinu vel, og meðal annars hefur nú Svía-stjórn ný skeð lagt fyrir sænska rikisþingið tillögu um 144 þús. króna fjárveitingu i þessu skyni til norræna fróttaþráðarfólagsins, er útborgast á 20 árum. — Talið er víst, að ríkisþing Svía samþykki þessa fjárveitingu. Yeslings apturhaldsmálgagnið okkar, „Þjóðólfur“ gamli, má þvi biðja fyrir sér, að eigi komi bráðlega sá tími, að hægt verði að simrita vitleysur hans til annara landa, — ef einhver teldi blaðið, eða ritstjóra þess, svo mikils virði. En það er nú bótin, að ótrúlegt er, að nokkur verði nokkurn tíma svo vitlaus. Fregnliref. Aðalvík 1. maí 1900. [Veðrátta. — Hvalreki. — Aflabrögð. — Blaut- fishsala. — „Skálholt". — „Æskanu. — Bindindi. — Heilsufar. — Pólitík. — AmeríkuferðirJ Veðrátta hefur í vetur verið hin bezta, er menn muna hér nyrðra; t’annkomur ómunanlega litlar og frost sömuleiðis, svo að gott útlit er með heyhirgðir hænda, ef vorið verður ekki því harðara. Seinustu dagana af apríl var hér frost og fjúk. — ís hefur ekki sézt hér, síðan í vetur 18. nóv., er hafíshroða rak hér inn á Víkina, en rak strax út daginn eptir. Þegar hafísinn rak hér inn 18. nóv. n. 1., hljóp hvalur á land fram af svo kölluðum Hvarfnúp, og var lagður þar holundarsári; en af því að íllt var afstöðu, svam hvalurinn fram; og fundu róðrarmenn hann skömmu seinna og reru á land í Skáladal. Einnig voru samdæg- urs veiddar í net og skotnar 10—20 hnísur. I vetur hefur hér í Aðalvíkinni verið mjög góður fiskiafli, jafn vel með hezta móti, sem verið hefur nú í nokkur undan f'arin ár. Það, sem af er vorinu, hefur einnig verið all-góður afli hjá flestum, þá sjaldan að á sjó hefur geflð, og nú upp á síðkastið farið að aflast töluvert af smálúðu og steinbít til heitu og matar. Eins og að undan förnu hefur í veturverið mjög lítið um blautfiskssölu hér í Víkinni, og má segja Aðalvíkingum það til lofs, að þeir í þvi feta dyggilega í spor hinna forsjálu bænda við ísafjarðardjúpið, shr. „Þjóðviljann“ 11. tölubl. þ. á. En þeir geta heldur ekki sagt við kaupmanninn: „Láttu mig f'á einhvern fjand- ann út á það, sem eptir stendur af blautfisks- seðlinum mínum“; en þessi „einhver fjandinn" segja kunnugir menn, að stundum sé: rúsínur, sveskjur og sætahrauð, er búmennirnir gömlu sögðu, að ekki væri neinn sérlegur búbætir fyr- ir hláfátæka barnamenn í harðæri. — Ofógnuð teljum vér það, að nú eru botn- verplarnir ensku, ásamt lúðuveiðurum, komnir á hin vanalegu fiskimið vor. Liggja þeir þar nætur og daga, svo vér erum neyddir til, að leggja innan um þeirra lóðir, en afleiðingin verður sú, að vér missum mikið af vorum veið- arfærum, en fiskum svo sem ekki neitt, sem er eðlilegt, þar sem vér höfum ekki annað, en þorsk í beitu, en þeir hafa nýja síld. — Vér erum farnir að vona, þótt vændin kunni að verða löng, að varðskipið „Heimdallur" fari að sveima hingað vestur. Þegar vér sáum ferðaáætlun „Skálholts" fyrir 1900, þóttu oss ílla hregðast vonir, þvf vér héldum, að því yrði gjört að skyldu, að koma hér við f fyrstu ferð sinni, að færu veðri, 44 „En þú“, niælti hún enn fremur, um leið og hún beindi orðum sínum sérstaklega að ungri, naumast full- þroskaðri tneyju, sem haiði afar-fagran litarhátt, hvítan, sem mjöll, og rauðan, sem blóð, „þú ert veikluleg útlits, barnið mitt, og þarfnast því styrkjandi ineðala. Fitzka getur fengið þór eina flösku af gömlu Tokaj-víni, sem þú drekkur úr eitt glas á hverjum morgni“. „Nathalia getur strax fengið flöskuna hjá þér“, mælti hún við gamla þjóninn, „og þegar hún er tæmd, færðu henni aðra. Og verið nú sæl börnin mín“. Stúlkurnar þutu nú, eins og dúfum hefði verið hleypt út, ofan i blómgarðinn, og sást á kjólana hér og hvar innan um grænt laufskrúðið. Nath alia ein fór eigi ofan í blómgarðinn, heldur fylgdist með Fitzka, hjartanlega þakklát í huga við greifa- frúna, er borið hafði svo móðurlega umhyggju fyrir henni. * * . . * Tvö ár voru liðin. Tró og runnar stóðu enn í fullu laufskrauti, en fyrirboðar vetrarins, svalir norðanvindar, næddu þegar yfir hóraðið, og regnið buldi, sem helt væri úr fötu, á gluggahlerunum í híbýli skógarvarðarins gamla. En inni í herberginu logaði glatt í stórum ofni, og var það því þægilegra, sem meira gekk á í veðrinu og regninu úti fyrir. Tveir menn sátu þar inni, við traust, en óheflað borð, og tírði þar á ósandi olíulampa. „Jú, þú mátt trúa mór til þess, að hór gerist sitt af hverju, sera eigi þolir dagsbirtuna“, sagðí annar mað- lurinn, og þokaði sór um leið í sætinu nær skógarverðin- 37 „Er blóð fegurðar-meðal?“ spurði hún. Þessu hvæsti frúin svo hægt og ógeðslega út á milli tannanna, að jafn vel gömlu konunni hnikkti við. „Glamalla manna mál er það, frú mín góð“, anzaði kerlingin. „Og þegar jeg var ung stúlka, sagði mér svo flökkukerling ein, er fór þar um, sem eg átti heima. En mór er líka kunnugt um, að fleiri hafa heyrt þetta“. „Komdu hingað, Ludka, og líttu hérna á ennið á mér“, sagði nú frúin. „Sórðu nokkuð?“ Gramla konan horfði nú mjög grandgæfilega á greifa- frúna, og sagði svo: „Jeg só, að hörund yðar er hreint og skært, sem sólarljósið, og liljunnar bikar. — Allar konur á Ung- verjalandi hljóta að öfunda yður af þvi“. Elízabeth stappaði fætinum óþolinmóðlega í gólfið. „Gáðu betur að, kona“, mælti hún. „Sýnist þér ekki einn depill á enninu vera hvítari og skærari, en hörundið í kring?“ Af ákefð þeirri, sem i frúnni var, er hún mælti þetta, þóttist fóstran vita, að ekki myndi duga að neita. Greifafrúin vildi auðsjáanlega, að hún skyldi segja, að slíkur blettur væri hverjum manni augljós, og mátti ella vænta þess, að svipan færi að hreifast. Gamla konan var því eigi lengi að ráða það með sér, að verða við ósk húsmóður sinnar, og sór og sárt við lagði, að ofur-lítill blettur væri sýnilega miklu hvít- ari og mýkri, en hörundið í kring. „Blóð er töfraafl, sem veitir mönnum ævarandi æsku og fegurð“, sagði Elízabeth, og gekk nú fram fyr- ir spegilinn.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.