Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.05.1900, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.05.1900, Blaðsíða 7
Þjó ðviljiiín. 71 XIY, 17. -18. Úr Aðah ík erskrifað24. f. ra.: „Um páska- leytið komu hér inn á Aðalvíkina nokkur norðlenzk fiskiskip, er íluttu með sér „influenz- una“. — Skipverjar voru svo ókærnir A sumum skipunum, að þeir komu í land, og höfðu svo inikið samneyti við landsmenn, að veikin harst í land; en þó tók hitt út yfir, að þótt heima- menn vissu, að veikindi voru á skipunum, svo að skipverjar komust varla úr rúmunum, þá voru ýmsir þeirra alltaf á ferðinni fram i skip- in, og sátu þar timunum saman hjá bálf-veik- um kunningjum sínum. Sama kvað og hafa átt sér stað i Höín a Hornströndum, svo að veikin fer nú yfir, sem logi um akur. og er það litið gleðiefni, og þó tilfinnanlegaat, að fólk skuli hér eiga sökina á sjálfu sér, að svipta bæði sig og aðra heils- unni um óákveðinn tíma, og má ske lífi. Hér verður því að taka í taumana, og láta menn sjá, að hægt sé að koma fram ábyrgð á hendur þeim mönnum, er hafa samgöngur við þá, sem þeir vita, að hafa næma sjúkdóma; en til þess þyrfti heilbrigðisnefnd í hverjum hreppi, er rækti stöðu sína með samvizkusemi". Banska licrskipið „Heimdal“ kom hingað að sunnan 10. þ. m. Strandferðaskipið „Ceres“ kom bingað að sunnan að kvöldi 11. þ. m., og lagði aptur af stað héðan, beina leið tii Beykjavikur. að morgni 18. þ. m. — Meðal farþegja, er hingað komu með „Ceres“ frá útlöndum, voru: kaupmennirn- ir L. A. Snorrason og Bich. Riis frá Borðeyri, og verzlunarmaður Arni Biis. — Héðan tóku sér far með skipinu til Beykjavikur: sýslu- maður H. Hafstein og frú hans, húsfrú Guð- finna Rósinkranzdóttir og consúll S. H. Bjarnarson. Oufuskipið „Mjölnir", eitt af skipum stór- kaupmanns Thor. E. Tuliniusar í Kaupmanna- höfn, kom hingað frá útlöndum 12. þ. m., en hafði á hingað leiðinni komið við í Beykjavík, á Breiðafirði, og víðar. — Skipið Jagði af stað héðan beint til Kaupmannahafnar 15. þ. m. ý í þ. m. andaðist að Búð í Hnifsdal ungl- ingsmaðurinn Bjarni Halldórsson, sonur Hall- dórs heitins Pálssonar i Búð og Sigríðar Oss- ursdóttur, er þar býr enn. — Bróðir hans Össur andaðist 2. marz síðastl., svo sem getið var um í 10. nr. blaðsins, og voru þeir bræður báðir taldir efnilegir menn og gjörvilegir, og er þetta því ærin sorg fyrir hina aldurhnignu móður þeirra, sem sjálf liggur nú rúmföst. Aflahrögð. Eptir viku-norðanhretið í byrjun þ. m., varð naumast fiskvart fyrstu 2—3 dag- ana, en síðan fór aptur þolanlega að lifna um aflabrögðin. — En meinið er, að sára-fáir eru þeir dagar, er á sjó hafi gefið, sakir stöðugrar ótíðar, og svo eru kvefveikindin til tálma, svo að bjarg- ræðishorfur almennings eru, sem stendur, frem- ur bágar. f 15. þ. m. andaðist hér í kaupstaðnum húsfrú Marta R. Kristjánsdóttir frá Vigur, er margir hafa heyrt getið. — Hún var á sextugs- aldri, og andaðist úr bráðri lungnabólgu. Yeikindi. — Yatnsleiðsla. Það er álit læknanna liér á ísafirði o. fl., að taugaveikis- sjúkdómar þeir, er gengið hafa liér í kaup- staðnum í vetur, muni stafa af því, að tauga- veikis-„bacteriur“ hafl á einhvern hátt borizt i brunnana hér í bænum, og skemmt eða eitrað neyzluvatnið. — Ýmsir bæjarbúa eru því hætt- ir að þora, að neyta brunnvatnsins, nema soðið sé, og hefur bæjarstjórnin því séð sig tilknúða, að reyna að ráða bót á þessum vankvæðum með því að áforma, að láta í sumar leggja vatnsleiðslupípur i jörðu, er leiði neyzluvatn handa bæjarbúum úr Eyrarhlíð ofan í kaup- staðinn. Búist er við, að kostnaðurinn við vatnleiðslu þessa muni nema um 8 þús. króna, sem ætlast er til, að bæjarsjóður taki að láni, og endur- borgi siðan smám saman á fleiri árum. -j- Aðfaranóttina 14. þ. m. andaðist síra Stefán P. Stephensen í Vatnsfirði, fyrrum pró- fastur í Vestur-ísafjarðarsýslu, á 72. aldursári, f'æddur 1829. —- Hann var á fótum daginn fyr- ir (13. þ. m.), og þá all-vel friskur, að því er hann átti vanda til; en um kvöldið 13. þ. m., rétt fyrir háttatíma, gekk hann út úr bænum í Vatnsfirði, og fannst þá litlu síðar ráðlaus og rænulítill. — Var honum þá kornið inn, og háttaður, og andaðist þá um nóttina, rúmum 5 kltímum eptir það, er veikinda hans varð vart. ý 12. þ. m. andaðist í Skálavík í Mjóafirði, úr afleiðingum „influenza“-veikinnar, gamal- mennið Pórunn Gisladóltir, komin á sjötugsaid- ur, systir húsfreyjunnar Guðrúnar Gisladóttur í Skálavik, ekkju Gunnars heitins Halldórsson- ar alþingismanns. — 17. þ. m. andaðist hér i kaupstaðnum G-uö- rún Th. Einarsdóttir, á fertugsaldri, kona Bjarg- mundar Sigurðssonar skipstjóra. — Hún dó úr lungnabólgu. Til verzlunar Gar. Ir. Hcrlofson's á Dvergasteini í Álptafirði eru nú komnar miklar birgðir af vönd- uðum og ódýrum vörum; þar á meðal hið viðurkennda ágæta Jug. Ifellerin fíls exportsmjör, sem er selt með óvanalega lágu verði. 24/4 1900. Car. Fr. Herlofson. Brúkið ætið S lt audiuavis 1l Sx.portlx.aile Surrogat Kjobenhavn. — F. lljorth & Co. Crawfords Ijúífenga BIS C UIT S (smákökur) tilbúið af CEAWPORD & SOHS Edinburgh og London. Einkasali fyrir Island og Færeyjar F. Hjorth & C£ Kjobenhavn K. 42 með ákefð. „Skipanir mínar voru í því skyni gjörðar, að þeim yrði liiýtt í blindi, og vei þeim, er eigi gjör- ir svou. „En Stefanía finnst hvergi“, stamaði gamla konan lafhrædd. „Hvergi að finna‘?u æpti greifafrúin, og sótroðnaði í framan af reiði. „Hún skal, hun hlýtur að finnast. Það verður að leita hennar í blómgarðinum, og hvívetna hér í grenndinni, og sumir að fara ríðandi, þvi að stúlkuna verð eg að ná í, lifandi eða dauðau. txamla konan fór nú út, en Elizabeth gekk fyrir spegilinn, og skoðaði sig þar með stökustu athygli. Og er hún nú hugsaði til þess, hversu æskan og fegurðin hverfa., og hversu ellin myndi eyða blómanum á kinnum henni, og gera augnaráðið sljóvara og til- komuminna, kom í hana titringur. Hún hrökk burt frá speglinum. „Aldrei, aldrei!“ kallaði hún upp, og teygði svo úr sér, að hún sýndist enn hærri og gerðarlegri, en áður. Fitzka kom inn í herbergið. „Náðuga greifafrú! Stúlkuna er hvergi í höllinni að finnau, mælti hann, „og hlýtur hún því, annaðhvort að hafa fengið sér eitthvert fylgsni, sem vér ekki þekkj- um, eða að vera flúin héðanu. „Skyldi hana þá hafa grunað nokkuð?u sagði Elíza- beth hálf-hátt við sjálfa sig. „Nnfi það er ómögulegt. En hún hefur einatt verið þrálynd og drembin stelpa, og hefur því fráleitt getað gleymt ráðningunni, sem eg gaf henni. Fitzka, kallaðu nú allar ungu stúlkurnar, sem hér eru, út fyrir höllina, og kem eg svo sjálf þangað 39 Það voru þau Stefania og Lajos, sonur gamla skógarvörðsins. Þau unnu hvort öðru heitt, en höfðu þó, atvikanna vegna, orðið að halda ást sinni leyndri. G-amli skógarvörðurinn var eini maðurinn, sem um samdrátt þeirra vissi, og var hann þessu ráðabruggi þeirra fyllilega samþykkur. Hann unni Stefaníu, sem væri hún hans eigin dótt- ir, og þá sjaldan henni gafst færi á, að heimsækja hann, endurgalt hún honum vináttu hans á ýmsa vegu. Það voru ánægjustundir Stefaníu, er hún gat verið hjá unnusta sínum, og meðferð greifafrúarinnar á henni var þá jafnan óðara gleymd, er hann vafði armleggnum um mitti hennar; en svo var þó eigi að þessu sinni. Háðglósur og skammir hafði hún opt orðið að þola af frúnni, en þetta var í fyrsta skiptið, er frúin hafði lagt á hana höndur, og höggið sveið henni sárar, en allt annað. Hún vissi líka, að þetta var að eins byrjunin, og að greifafrúin myndi nú brátt færa sig enn betur upp á skaptið, og ekki hlifa henni við svipuhöggunum, fremur en öðrum. Þetta fannst henni óþolandi, og vildi því fyrir hvern mun komast úr þessu húsi, og undan handarjaðr- inum á þessari harðúðugu húsmóður. Hafði hún í huga, að flytja sig til Vinarborgar, og setjast þar að hjá föður sínum, þar sem hún bjóst við, að geta haft ofan af fyrir sér með handavinnu. „En hvernig ætlar þú, ung og varnarlaus stúlkan, að komast allan þenna óra-vegu, spurði Lajos, „menn kunna að ræna þig, myrða þig, eða hver veit hvaðu.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.