Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.08.1900, Side 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.08.1900, Side 1
i’erð árgangsins (minnst ] 52 arkir) 3 kr. 50 awr.; \ erlendis 4 kr. 50 aur.,og j í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnvmán- I 'iðarlok. ÞJÓÐVILJINN. -- - ~ ' FjÓKTÁNDI A'RHANÖDE. =|. =- - ST-IH RITSTJÓRl: 8KÚLI THORODDSEN. ^ *- - LpysOgn skriftey, oyild nerna komin sé. W >ityef- anda fyrir 30. dag júni- mánaðar. og kaupandi samh liða nppsngniv n i borgi skuld sina fyrir blaðið. M 28. ÍSAK'IRÐI, 22. ÁGÚST. 19 0 0. Glcymið ckki k j ö r f un d a r d e g in um, laugardeg- inum 1. sept. kl. 12 (á liádegi). Kosningin fer fram á þessum tíma, hvernig sem viðrar, og hvort sem margir eða fáir mæta. Segi nokkur annað, þá er það gert til blekkingar við kjós- endur, svo sem í því skyni, að fá þá, til að sitja heima, meðan kosningin fer fram. .......... 11.. ...... i. ■ .i i. i . r- tJtlönci. Konungsmorð. Þser fregnir koma frá Italíu, að Umberto konungnr haíi 29. júlí síðastl. verið af dögum ráðinn. Hann var þá staddur í þorpinu Monza, skammt frá Mílano, hafði komið þangað, til þess að horfa á aíiraunir, er félag eitt þar í þorp- inu gekkst fyrir; en er hann síðla kvölds vildi halda keimleiðis, og var ný stíginn upp í vagn sinn, vatt maður sór skyndi- lega að vagninum, og skaut á konung 3 —4 skotum, og hæfði eitt þeirra kon- UDg í hjartastað, svo að hann hnó þegar örendur niður. Morðinginn var þegar handsamaður; hann er italskur, en var ný kominn heim til ættjarðar sinnar ffá Ameríku, og heit- ir Gaétano Bressí. Hann er af flokki stjórnleysingja. Umberto konungur var að eins 56 ára, fæddur 1844, en kom til ríkis 1878, að föður sínum, Victor Ernanuel II, látnuin, og tekur nú ríki einkabarn hans, Victor Ernanuel III. Umberto konungi hafði tvívegis áður verið sýnt baDatilræði, en eigi sak- að, fyr en nú í þriðja skiptið. — Hann var kvæntur Margréti af Savoien, frænd- konu sinni, og lifir hún mann sinn. Úr Kína eru nú komnar áreiðanlogar f'regnir um, að sendiherrarnir voru á lífi 21. júli siðastl., að Undáu teknum þýzka sendiherranum og kanzlara Japana, með þvi sendiherra Breta, Mac Donald, hefur loks getað sent stjórn sinni skeyti;segir hann í bréfi sínu, að 62 af varðliði síuu sóu fállnir, og „hnefamennu stöðugt að gera árásir, svo að búast megi við hinu versta. — — — 2. ág. var Persa-soldáni, sem dvalið hefur á Parísarsýningunni, veitt banatil- ræði, en morðinginn var handsamaður, áður hann kaemi fram áformi sínu; en soldáni þótti þá eigi ráðlegt, að dvelja lengur í Evrópu, og hólt af stað heirn- leiðis. ----- Látinn er 31. júlí Alfred, hertogi í Saxen-Coburg-Gotha, 56 ára að aldri, næst-elzti sonur Victoríu drottningár. Hann tók þar hertogatign 1893. — — Búar hafa orðið fyrir því óhappi, að ein af herdeildum þeirra i Oraníu-frírík- inu var umkringd af Bretum, og varð að gefast upp fyrir Hunter hershöfðingja. Hét sá Prinsloo, er þessari hersveit Búa stýrði, og munu nú Búar mjög að þrot- um kornnir í Oranje-frírikinu. Kriiger gamli. er flutt hafði stjórnar- aðsetur sitt til Midaelburg, hefurogorðið að hörfa þaðan. og flytja sig til Luden- burg, sem er lengra uppi í fjöllunum. KjörfundardagurinH. Út af greininni „Oheppilegur kjör- fundardagur“ i síðasta tölublaði „Þjóð- viljansu, verð jeg að biðja yður, herra ritstjóri, að veita mér rúm i blaði yðar fyrir þá athugasemd, að þegar ferðaáætl- un „Ásgeirs litla11 var búin til i vor, kom oss nefndarmönnum (síra Sigurði Stefánssyni, J. Laxdal og mér) sarnan um, að hafa i áætluninni eina ferð, er sérstaklega væri til þess ætluð, að flytja menn á kjörfund, og af kjörfundi. Yegna þess að 2 af póstskipunum („Laurau og „Skálholtu) koma til Isafjarðar frá vest- urhöfnunum (Arnarfirði, Dýrafirði, On- undarfirði) þann 31. ágúst, kom okkur saman um, að fundardagur mundi sem heppilegast sectur fyrir Vestamnenn 1. september. Eptir því var hagað ofan umgetinni ferð „Ásgeirs lita“, sem fer 31. ágrist, ekki að eins norður í Slóttu- hrepp, Grrunnavíkurhrepp og á Snæfjalla- strönd, heldur einnig í Vigur, til þess að taka Djúpmenn þar. Tíminn leyfði ekki, að báturinn færi bæði norður og inn endilangt Djúp sama daginn, og með því Djúpferð var ný afstaðin (í miðjuin ágúst), en engin norðurferð hafði verið, síðan í byrjun júlímánaðar, varð þessi áætlunarferð að vera aðallega norðurferð, en þó með ofan um getinni viðbót. Að heyönnum hefði verið lokið, þótt beðið hefði verið fram undir miðjan sept- ember, get, jeg ekki skilið, og vissulega hefði kjósendum ekki verið þægilegra, að beðið hefði verið með fundinn fram í göngur. Að mjög margir kjósendur mundu verða staddir úti á „hinuólgandi hafi“ 1. september, var mér ekki vitan- legt“; þvert á móti er mór kunnugt um, að sjómenn eru sjaldnast lögskráðir hér til fiskiveiða, nema til ágústloka, og að þilskip eru optast hætt fiskiveiðum um það leyti. ísafirði 18. ágúst 1900. H. Hafstein. -----ooogooo---- Þingmannaefni. (Framhald.) í JITila-sýslunum vúáast hufcir kjósanda snú- ast æ nieir ojí ineir að steínu stjórnhóta- og framfara-flokksins, enda þótt þingtnenn heggja þessara kjördæma væru allir fjórir í apturhalds- og Yidalíns-fylkingunni á síðasta þingi. í suður-sýslunni verður Guttormur Vigfússon þvi fráleitt endurkosinn. og mjög liæpið, að síra Sigurður Gmmarsson gefi þar kost á ser. enda talin kosningin mjög óvís, þótt í hoði yrði, vegna þrákelkni lians í stjórnarskrármálinu á síðustu þingum, þótt mjög nýtur þingmaður sé að mörgu öðru leyti; en hvorir þar verða þá í kjöri. var enn i' óvissu, er síðast fréttist. í norður-sýslunni gefa þeir sira Einar í Kirkjubæ og Jón frá Múla að líkindum kost a sér, og mun framkoma þeirra á Rangárfundin- um, þar sem þeir þóttust háðir vera stjórnar- skrárbreytingunni sinnandi, hafa átt að greiða þeim götuna til þess; en þar sem menn þessir hafa á siðustu þingum jafnan verið eindregnustu Yídalínsliðar*. opt til stórhneixlis, shr. t. d. frv. um afhendingu landhelgissvæðis til útlendinga til hotnvörpuveiða, og þar sem Jón frá Múla er þes-1 utan alþekktur að því, að skeyta lítt um' orð eða sanininga i politík, svo að enginn. sem hann þekkir. trúir i þeim efnum einu hans orði, þá ættu Norðmýlingar varlega að hyggja mikið á framkomu þeirra þingmannanna að Rangá, enda er optast auðgefið, að skjóta inn einhverj- um „fleygnum". er mál skal eyðileggja. og lát- ast þó vera því fylgjandi. Er það og sannast, að fremur er lítil eptir- sjá í þeim Einari og Jóni, að þvi er önnur mál snertir, þar sem hinn fyrnefndi bindur sig all- optast við einhvern misskilninginn í hverju meiri háttar máli, sem er, en Jóni er það tam- ara, að rifa niður. en hyggja upp, svo að þá sjaldan hann tekur til máls, er það til hins fyr- nefnda, en eigi hins síðarnefnda, og sýnist þá. opt miðlungi vel varið góðum gáfum, sem eng- inn getur þó neitað Jóni frá Múla um. Norðmýlingar ættu þvi að kjósa einhverja eindregna stjórnhótavini, og munu ýmsir þar í kjördæminu hafa sérstaklega augastað á sira Eiuari Þórðarsyni i Hofteigi, og ef til vill á Þorsteini ritstjóra Erlingssyni, eða Jóhannesi sýslumanni, í hitt þingmannssætið. í Mý msýslu má telja víst, að stjórnhóta- flokkurinn beri sigur frá borði, enda er þar nú ágætum manni á að skipa. þar sem síra Magn- ús Andrésson á Gilsbakka hefur lýst því yfir, að hann muni gefa þar kost á sér. Hann er maður mjög vinsæil í kjördæminu. svo að heita mátti, að hver maður fagnaði því, er það varð hljóðhært, að hann yrði í kjöri, enda er hann hæfileikamaður mikill, gætinn og glöggur, og búhöldur með afhrigðum. Það er því trúlegast, að engan fýsi, að keppa við hann um þing- mennskuna, enda myndi það óefað árangurslaust. Hoyrnt hefur að vísu, að apturhaldsliðið í Reykjavík hafi hugsað sér að koma þar að, *) Sem dæmi þess, bvert almenningsálitið var í Reykjavík, má geta þess, að um þinglok- in síðustu fannst á svo nefndu „hatteríi" í Reykjavík mynd af Jóni Vidalín, og stóðu tvö höfuð sitt upp úr hvorum jakkavasa hans, og þóttust menn þekkja á öðru andJitsmynd Múla- Jóns, en á hinu mynd sira Einars. Að þessu stráklega tiltæki var ali-mikill rómur gjör í R.vík, og sýnir það almennings álitið.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.