Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.08.1900, Síða 2
110
ÞjÓÐVILJINJS'.
XI V, 28.
annaðhvort píra Einari Friðgeirssyni á Borg
eða héraðslækni Guðm. Bjiirnssyni í Reykjavík,
en líklega hætt við þær bollaleggingar aptur.
kyrverandi þingmaður kjördæmisins. Halldór
hreppstjóri Ðaníelsson í Langholti, fór til Amer-
íku á yfirstandandi sumri, og verður því ekki
við kosningu þessa til að dreifa. — — —
í Snæíellsnessýslu mun Lárus Bjarnason
sýslumaffur telja sér sigurinn vísan, og fari svo,
að hann verði kjörinn, þá á hann það eingöngu
„gyllta borðanum", sjálfs sín óskammfeilni, og
lítilsigidum og heigulslegum hugsunarhætti
kjósenda þar í kjördæminu að þakka.
Það var á orði, eins og fyr hefur verið get-
ið hér í blaðinu, að ritstjóri Einar Hjörleifsson
i Reykjavík hyði sig þar fram, og hafði hann
eindregið fylgi í ýmsum hreppum þar í kjör-
dæminu. Það var því ekkert útlit t.il þess, að
Lárus næði kosningu, ef frjáls sannfæring
manna hefði úrslitum ráðið, enda eru nú Snæ-
fellingar löngu farnir að hafa svipuð kynni af
piltungi þessum, sem ístirðingar á málaferla-
árunum.
En á manntalsþingunum i vor tók svo pilt-
ur til sinna ráða, með því að hann virðist þekkja
ofur-vel heigulslegan hugsunarhátt sýslunga
sinna. Er mælt, að hann hafi að afloknum
tfostum inanntalsþingunuum kallað til hrepp-
ötjóra á þessa leið: „Hreppstjóri! Kallið nú
alla þá inn, sem ætla að kjósa mig, og látum
þá skrifa hér undir skjal“. Hreppstjóri beygði
sig í auðmýkt, og leiddi fram kjósendur, einn
eptir annan. og skrifuðu þar allir undir áskor-
un tii sýslumanns, að gjörast þingmaður þeirra!
Ekki þarf að taka það fram, að allur fjöld-
inn sár-iðrast nú eptir, gerði þetta þvert um
geð, en þóttust ekki geta neitað sýslumanni
um ekki meiri hón, en að skrifa þarna naínið
sitt! Hugsunarhátturinn ekki háburðugri, en
þetta!
Annars væri Snæfellingum sæmra, að f'ara
að dæmi ísfirðinga,' hvað pilt þenna snertir, en
að gera kjördæmi sínu, og þingi þjóðarinnar, þá
hneisu, að senda hann á þing. — — —
í Dalasýslu verða tveir i kjöri: núverandi
þingmaður kjördæmisins, síra Jens Pádsson í
Görðum. og sýslumaður Bj'órn Bjarnarson á
Sauðafédli, og mun mega telja nokkurn veginn
víst, að sira Jens verði þar hlutskarpari, enda
á Dalasýslukjördæmi honum mjög margar fram-
farir að þakka, síðan hann gjörðist þingmaður
þess, auk þess sem hann er einn af þingsins
allra nýtustu framfaramönnum.
Enda þótt Björn sýslumaður sé drengur
góður, og framfaramaður mikill, einkum f ýms-
um landbúnaðarmálum, þá myndu þó Dala-
menn ekki skipta um til batnaðar, þótt þeir
kysu hann, enda er hann skrifstofuvaldsflokkn-
um fylgjandi í stjórnarskrármálinu, og getur,
sem sýslumaður, naumast talizt óháður, meðan
völdin eru í sömu höndum, sem nu. — —
Barðstrendingar munu að líkindum eigi
skipta um alþingismann, enda verður eigi ann-
að sagt, en að þeir séu prýðilega vel sæmdir
af sínum núverandi þingmanni, prófasti Sigurði
Jmssyni í Klatey, sem er eindreginn stjórnhóta-
vinur, skarpleika- og hæfileika-maður, gætinn.
en fylginn sér. — Tilraunir þær, sem hryddi
á þar í kjördæminu í vor, og sprottnar voru af
þingeyiskum undirróðri, eptir undirlagi Vídalíns
hrossakaupmanns, munu þvi hafa orðið árang-
urslausar, og mjög óvíst, er síðast fréttist, að
nokkur myndi keppa um þingmennsku við
Sigurð prófast. — — —
1 Strandasýslu msn Guðjém hóndi Guðlauys-
son. á Ljúfustöðum verða einn í kjöri, að því er
heyrzt hefur, og er það að vísu miður, því að
ótrúlegt er. að Strandamenn hef'ðu endurkosið
hann, lief'ði einhver ötull maður, innan héraðs,
úr stjórnbótaflokknum boðið sig þar fram. Að
visu er Guðjón hæfileikamaður að mörgu leyti,
og veit einnig af þvi, ef til vill um of. — Hann
er og mjög gjarn á, að gefa frá sér gellirinn
um hvað eina, og hættir til að vera stundum
drengjalega ófyrirleitinn í orðum, sem her
vott um miður þroskað menningarástand. —
Með sérvizkuna, sem lengi bryddi á, er hann
þó talsvert farinn að lagast. En maðurinn er
einn þeirra þingmanna, sem Vídalín kann tökin
á, og það er aðal-agn’úinn. — — —
1 Isafjarðarsýslu verður óefað all-hörð kosn-
ingarimma. og hefur þingmannaefnanna hér í
kjördæminu þegar verið getið í síðasta nr. hlaðs-
ins, að svo mikiu leyti sem þá var kunnugt
um.
Ekki er því að leyna, að gegn þingmennsku
síra Sigurðar Stef&nssonar í Yigur hefur hrytt
á nokkrum andróðri hjá einstöku mönnum, út
af prestalaunafrumvarpinu, — sem reyndar er
að eins í flestum greinum löghelgun gamailar
venju, sem fylgt hefur verið —, og svo út af
stöku innanbéraðsmálum, sem ekkert eiga við
þingmál skylt; en þar sem síra Sigurður er með
réttu almennt viðurkenndur, sem einn vorra
allra mikilhæf'ustu þingmanna, sem verið hef-
ur kjördæmi sínu til sóma, þá er enginn efi á,
að þessi misklíð væri löngu niður fallin, ef eigi
væri nú sem óðast reynt að hiása að þeim kol-
unum af' skrifstofuvalds- og apturhalds-liðinu,
sem hyggst að vinna þannig eitthvert hrafl af'
atkvæðum.
Hvað þingmennskuframboð Þorvaldar pró-
tasts Jónssonar snertir, þá heí'ur ekki hingað
til farið það orð af sjálfstæði hans, eða mál-
snilld, að menn hafi almennt getað hugsað sér
hann, sem þingmannsefni; en Hafstún sýslu-
maður mun hafa fylgi nokkurt hér í kaupstaðn-
um, og svo hjá stöku hreppstjórum og sýslu-
nefndarmönnum. Er það og sitt hvað, að menn
virði hann, sem yfirvald, eða að menn telji
heppiiegt að kjósa hann á þing, eins og nú
stendur. En eitt er víst. að liann, og þeirpró-
fastur háðir, hafa fullt traust aðal-verzl-
ananna hér á Isafirði, að sagt er, og taki þær
nú að reyna að beita alþingiskjósendurna svip-
uðum tökum. eins og títt er við bæjarfulltrúa-
kosningar hér í kaupstaðnum, svo sem þegar
hefur flogið fyrir, og ögn er íarið að sýna sig,
kynni liðið má ske að aukast, þó að óvíst sé
að vísu, að bændur og húsmenn, er kosningar-
rétt hafa, reynist þeim herrum eins auðsveipir,
og léttir i vasa að láta, eins og sumir fátæk-
ustu húsmennirnir hér í kaupstaðnum.
arist tálsnörurnar, þegar þér komicf á
kjörfundinn.
Það mun verða nbg af brennivini á
boðstólum.
Ðrekkið það ekki, hvort heldar fram
reitt verður af alþekktum brennivtnsber-
serkjum, eða af einum hinna œðstu „good-
templara“ á Isafirði.
Varist að láta loka yður inni, meðan
kosningin fer fram. - - Slíkt er ekki bþekkt
hrekkjabragð hér á Isafirði, þegar kapp er
á ferðum.
Það er saknœmt, að selja atkvœði sitt
(sbr. 115. gr. liegningarlaganna), og raski
nokkur kosningarfrelsi manna með ofbeldi,
eða hbtunum um ofbeldi, meini manni að
neyta kosningarréttar, eða neyði mann til
að greiða atkvæði svo eða svo, þá varðar
það betrunarhúsvinnu eða fangelsi (sbr. 114.
gr. hegningarlagannu).
Greiðið því atkvœði eptir sannfœringu
yðar, sem frjáisum og einörðum mönnum
sœmir.
-----*x>O^OOv>----
„Að vestan og nor ð an“ geta þeir
notað gufuskipaferðir, segir kjörstjórinn
í grein sinni hér að framan.
Þetta er mikið rétt, og það er einnig
„að vestan og norðan", sem landshöfð-
ingja- og apturhalds-flokkurinn hér í
kjördæminu kvað vænta síns aðal-styrks
við kosninguna, auk atkvæða ýmsra verzl-
unarmanna, og skjólstæðinga þeirra hér
í kaupstaðnum.
Það er þvi afar-heppileg tilviljun fyr-
ir apturlialdsliðið þetta.
Þn úr Isafjarðardjúpi, sem óneitanlega
er þó kjarninn úr kjördœminu, þaðan eru
all-flestir kjósanda eigi of góðir til þess,
að sækja fundinn á bátum, eða sitja
heinm elia.
Og einnig þetta er ekkert óheppileg
tilvitjun fyrir apturhaldsflokkinn.
Amtsráðsí'undur Vesturamtsins varhaldinnl
Rcykjavík 18.—19. júlí siðastl., og gerðist þar
þotta markverðast:
I. Amtsráðið samþykkti reglugjörð, sam-
kvæmt lögum 18. des. 1897, um útbýtingu
á heimingi alþýðustyrktarsjóðsgjalda, og hálf'ra
vaxta af' alþýðustyrktarsjóðnum.
II. Búnaðarfélag íslands. Stjórn búnaðarfé-
lags íslands heí'ur áskiiið 400 kr. árstiiiag frá
Vesturamtinu, sem skilyrði f'yrir inngöngu
Vesturamtsins i húnaðarfélagið, en amtsráðið
vildi að eins samþykkja 250 kr. árstillag, svo
að ekkert getur í bi'áð orðið úr inngöngu Vest-
uramtsins í félagið.
III. Búnaðarskólinn i Ulafsdal. Til skóla
þessa var veitt þetta fé: kr. a.
1, Meðgjöf með 6 piltum í efri deild . 900 U0
2, ---- — 5----------í neðri deild 1500 00
3, Laun forstöðumanns............ 800 00
4, Til aðstoðarkennara........... 350 00
5, Tii verkfæra og áhalda........ 100 00
6, Til prófdómanda................ 50 00
Kr. 3700 Öb
Enn fremur var og með 4 atkvæðum gegn
2 samjtykkt :»ð veita skóiastjóra Tprfa Bjarna-
syni enn á ný 5 þús. króna lán, til þess að hæta
úr fjárþröng hans, í viðhót við þær 9,600 kr.,
sem eptir standa af eldra iáni, og skyldi þetta
nýja lán vera afborgana- og vaxta-laust i 5 árin
næstu, en amtið hafa 2. veðrétt í jöi-ðinni Ól-
afsdal, með öllu þvi, er henni fylgir*.
IV. Til gufubátsferða um ísafjarðardjúp
samþykkti amtsráðið, að verja mætti 550 ki\ af
sýsluvegasjóði Norður-ísafjarðarsýslu.
V. Til brúa og vegagjörða var sýsiunefnd
Dalasýslu leyft að taka 6 þús. króna lán.
Veðdeild landbankans, sem stofnuð var með
lögum 12. jan. þ. á., tók til starfa í f. m. — í
reglugjörð veðdeildarinnar, sóm staðfest var af
stjórnarráði Isiands 15. júní síðastl., er tekið
fram, að lán gcgn jarðarveði veitist eigi til lengri
tima, en 40 ára, og lán gegn húsveði í kaupstöí-
um og verzlunarstöðum í lengsta lagi til 25 ára,
og skulu því í veðbréfunum áskildar þær af-
borganir árlega, að láninn verði að fullu lokið
innan ofan greinds tíma: en heimilt er lántak-
anda, án nndangenginnar uppsagnar, að greiða
auka-afhorganir, sem þó standi á hundrað krón-
um, eða endurhorga lánið að öllu leyti.
Til þess að geta fengið lán úr veðdeildinni,
verður að gæta þessa:
a, Útvega virðingargjörð samkvæmt því, sem
segir í 8 gr. reglugjörðarinnar.
b. Útvega vottorð hlutaðeigandi emhættismanns,
samkvæmt afsals- og veðmála-hókunum um,
hvort nokkur veðskuld, eða önnur eignarhönd,
*) Eins og atkvæðagreiðslan u'm mál þetta
her mrð sér, var um það töluverður ágreining-
ur í amtsráðinu, en aratmaður Júlíus Havstetn
fylgdi því svo ósleitilega fram (að tilstuðlan
vinar sins, hr. Vídalíns(?), að lánveitingin marð-
ist fram.