Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.12.1900, Síða 7

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.12.1900, Síða 7
XIV. 49,—50. ÞjÓðviljinn. 199 HornstrUndum 4. des. 1900: Héðan er að frétta heilsufar gott, og vellíðan bærilega. — Seint í júlí síðastl. féll steinn úr Hornbjargi, og lenti á manni, er G-rímur Bjamarson hét; féll bann i rot við steinshöggið, hrapaði ífjöru niður, og fannst þar örendur. Gríinur heitinn var sonur Bjarnar Björnssonar, er lengi bjó í Skjaldbjarnarvík: bann vár fjölhæfur dugnaðar- maður, og lét eptir sig ekkju, og eitt barn. í síðastl. águstmánuði andaðist að Horni Haraldur Stígsson, sonur' Stígs sál. Stígssonar, er þar bjó lengi. Haraldur heitinn var maður um þrítugt, og hafði verið veikur, síðan í fyrra vetur. — Hann var kvæntur Elínu Bærings- dóttur, systur Bærings bónda Bæringssonar í Furufirði, og lifir hún mann sinn, ásamt 3 börnum þeirra hjóna. Veðrátta má heita góð, sem af er vetri, all- optast auð jörð, nema hvað dálítið dreif niður frá 8—15. nóv., og tók þó strax upp aptur. — Fiskafli hefur að kalla enginn verið siðan i haust, nema fiskreita nokkur hjá Betúel bónda Beiúdssyni i Höfn, er haft hefur smokkbeitu. Heldur iáta Hornstrendingar dauflega yfir „Þjóðv.“, að því er snertir lýsingu blaðsins á framkomu þeirra við alþingiskosninguna, og var hún þó eigi um skör fram, eptil framkomu sumra þeirra*; en þegar á allt er litið, þá er þó mönn- um á þessum útkjálka landsins nokkur vork- unn, þar sem samgönguleysi, og óblíða náttúr- unnar bjálpast að, til að gera mönnum margt ókunnugra og erflðara, en í öðrum héruðum landsins, og þegar svo hér við bætist, að þeir, sem menn álíta betur upplýsta, og kunnari þjóðmálum. gera sitt til þess, að fleka og narra alþýðuna. Mjög sórnar oss hér nyrðra. að horfa á ,,Skálholt“ fara austur og vestur um, en hafa skipsins engin not; og væri það þó fyrsta fram- farasporið, að strandbáturinn kæmi við á Höfn, og að aukapóstrerðirna hér norður yrðu fleiri -og reglulegri. !*) Auðkennt af oss. — Ritstjórinn. Nikið eru menn hér farnir að láta lítið af gamla „Þjóðólfi11, sem alltaf virðist verða þyrst- ari í blaðadeilur og hnjóðsyrði, svo að hann sýpur upp hvað eina af því tagi, einkum ef til apturhalds horfir. Svnist hann orðinn svo á- lútur af ellilasleika, að hann sjái bezt aptur, á milli fóta sér, en framfaragreinar er hann lítt fáanlegur að taka, og almennar fréttir er hann orðinn spar á, svo að ílla svarar kostnaði, að kaupa það blað ...“ Til Flateyrarfundarboðendanna. Með bréfi, dags. 23. þ. m., meðteknu í fyrradag, hafið þér, háttvirtu herrar, sem boðað hafið þingmálafund að Flat- eyri í Önundarfirði 2. febr. næstk., mælzt til þess, að við þingmenn Isfirðinga mæt- um þar, eða látum mæta fyrir okkar hönd, eða loks sendum einhverjum yðar fundarboðendanna þau málefni, sem við kynnum að óska, að tekin væru til um- ræðu og ályktunar á fundi þessum, og fylgir þá jafnframt það fyrirheit, að mál- in skuli þá „rædd og fylgt fram hlut- drægnislaust“. En með því að eg í blaði þessu hafði þegar 12. þ. m. auglýst aðalfund „kaup- félags tsfirðinga“, er haldast á hér á ísafirði einmitt sama daginn (2. febr. næstk.), er þér hafið ákveðið fundarhald yðar að Flateyri i Önundarfirði, þá sjáið þér, að mér er eigi auðið, að verða við þeim tilmælum yðar, að mæta á þessum fundi yðar, bve freistandi sem mér ann- ar kynni að hafa þótt það, að eiga poli- tiskar samræður við suma yðar. Gefur þetta mér tilefni, til að benda á, hoe æskilegt þaa væri, þegar einstakir kjósendur boða þingmálafundi, sem þeir óska, að þingmenn kjördæmisins mæti á, að þeir þá ákvæðu slika fundi í samráði við þingmennina, enda veit eg eigi bet- ur, en að slíkt sé víðast álitin hein kurt- eisisskylda gagnvart þingmönnum, ef menn á annað borð af alvöru óska þar nærveru þeirra, því að naumast geta menn við því búist, að þingmenn geti jafnan verið til taks, sem hlaupa-snakkar, hvenær og hvert sem einstakir kjósend- ur kunna að óska. Ekki fæ eg heldur séð, að það geti haft neina þýðingu, að senda „mann fyrir mina hönd“ á fund þenna, því að hæði er það, að gamla máltækið „enginn er öðrum sjálfur“ gildir engu síður í poli- tiskum efnum, en ella, enda hafið þér ekki með einu orði vikið að því, hvaða málefni þér ætlist til, að rædd verði á fundí þessum, og loks býst eg við, að þér sendið öðrum hvorurn okkar þing- mannanna fundarályktanir yðar, að svo miklu leyli sem þær verða þess eðlis, að þér óskið þeim framfylgt á alþingi. Að öðru leyti skal jeg geta þesó. að jeg, ðins og venja þingmanna hefur jafn- an verið, hefi hugsað mér, að eiga fund, eða fundt, með kjósendum mínnm nokk- uru fyrir alþingi, á komanda vori, þegar vegir eru greiðfærir orðnir, og skipaferð- ir byrjaðar, og mun jeg þá leita álits kjósendanna um þau málefni, sem mér þykir mestu máli skipta, að heyra vilja þeirra og tillögur um, áður en til þings er farið. Að svo mæltu árna eg fundi yðar bezta byrs meðal kjósenda i Vestur-ísa- fjarðarsýslu, og gleður mig að sjá þann 188 ulinn — höfðingi Mongola á Indverjalandi — væri vænt- anlegur, til að borða hjá henni kvöldverð. Því fór ekki fjarri, að hún tæki svo fréttum þess- um, að hiin segði við mig eitt ónefnt orð, sem þykir öllu ósnotrara, en orðið „skreitni“. Jeg sá, að blóðið var farið að stíga henni til höf- uðs, og að minnst vantaði á það, að hún yrði hamslaus af reiði. Það brást ekki, að hún leit svo á, sem eg væri sjálfur pottur og panna að þessum skjótu og kynlega sinnaskiptum manns síns. Það lá þvi nærri, að jeg væri orðinn úrkula vonar um það, að mér tækist að fá hana til þess, að sætta sig við það, sem fram varð að koma. Jeg varð því að snúa gjörsamlega við blaðinu, og sjá þá, hvernig færi. Sagði eg þvi etazráðsfrúnni, að ætti jeg að vera .hreinskilinn, þá yrði eg að trúa henni fýrir því, að eg hefði orðið alveg steinhissa á þessu fiflalega tiltæki manns hennar. Kvaðst eg, upp á síðkastið, vera kominn á þá skoð- an, að Inger ætti aldrei að giptast Andrési, heldur taka feginshendi bónorði Gustafs frænda síns, og þakka fyrir, ef hann vildi hana. Enn fremur tók eg það fram, að jeg bæri það traust til hennar, að hún — jafn hyggin og gáfuð kona — setti sig með hnúum og hnefum á móti þessum ráðahag. Et’ etazráðið kæmi hingað með Andrés í kvöld, þá ætti hún alls ekki að leyfa honum að kornast að fyrir móðreyk, þvi að þegar maðurinn hennar hegðaði sér, eins og fífl og vitfirringur — — — 185 eg nú hafði lesið, og sem mér fannst eg kannast við. frá draumnum, orði til orðs. Öllu öðru, sem kringum mig var, gleymdi jeg i þessari svipan gjölsamlega. Mér var, sem væri eg aptur staddur um sumarnótt í tunglsljósi, úti i Assistents-kirkjugarði. Mér var, sem sæi eg garnla kaupmanninn, er löngu var dáinn, rétta mér hendina, hneigja sig, og brosa til mín mjög vingjarnlega. Þá reis Thöger Hansen upp, hélt höndunura fyrir augun, og gekk i stofuhornið, sem fjærst var og dimmast. Þar stóð hann svo grafkyrr um hríð. Jeg hefi þekkt Thöger siðan hann var drengur, og vissi því vel, hvers vegna hann stóð þarna, svona graf- kyrr, og sneri sér frá mér. Þvi hefur alltaf verið svo varið, að þegar Thöger kemst alvarlega við af einhverju, eða eitthvað fær mjög mikið á hann, þá brjótast tilfinningar hans út í tárum. Nú stóð hann þarna, etazráðið sjálft, há-snöktandi, eins og skóladrenguf. Þetta gladdi mig innilega, því að jeg þekkti minn gamla, góða vin. Jeg vissi, að þetta var vegurinn til góðs. Jeg þekkti, hversu ágætt og drenglundað hjarta hans var, og hvílíka óbeit liann hafði á því, að gera nokkuð vísvitandi, sem hann vissi, að rangt var Var eg þess full vís, að jafn skjótt er hann væri keminn að þeirri niðurstöðu, að hann hefði breitt rang- lega, þá væri haun sá maður, er sigrað gæti sjálfan sig, og ættar-stórmeunsku sína.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.