Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.02.1901, Síða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.02.1901, Síða 3
XY, 5.-6. Þjóðviljinn. 19 inni, og 8etur fötuna á annað hnéð á sér, meðan hann (eða hún) með hinni hend- inni þurrkar vel af júgrinu með ullar- dulu, sem til þess er ætluð. Eptir það er byrjað að mjólka, og tekur þá mjalta- konan um báða framspenana með allri hendinni (vinstri hendi um hægri spena kýrinnar, og hægri hendi um vinstri spenann), og þrýstir með jöfnu átaki mjólkinni út í jöfnum og gildum boga, og heldur áfram við þá spena, á meðan góður bogi fæst úr þeim. Mjólka verður án afláts, og ekki fljótar, en svo, að mjalta- konan haldi út að mjólka þessa tvo spena, sem byrjað er á, án þests að livílu sig. En samt verður að mjólka með öt- ulleik, þvi að við það verður kýrin laus- mjólkari, og um leið auðveldari að mjólka. Síðan er byrjað á apturspenun- um, og fer það á sama hátt. Þar á eptir er farið að hreyta kúna, og er þá byrjað aptur á framspenunum, og hreytt, á með- an nokkur dropi fæst úr þeim, og síðan eru apturspenarnir hreyttir á sama hátt. Þetta er endur tekið þrisvar sinnum; að þvi loknu tekur sá, sem mjólkar, með flöturn höndunum, sinni um hvora hlið júgursins, og þrýstir því sarnan þrisvar sinnum; strýkur svo með höndunum nið- ur um spenana og þrýstir mjólkinni út; þar á eptir ýtir hann undir kirtlakerfin að neðanverðu, Og upp undir kviðinn, einnig þrisvar, og nær þá seinustu drop- unum úr spenunum, og er þá mjöltun- um lokið*. *) Þyki einhverjum þetta þýðingarlaus Meðan verið er að mjólka, verður ávallt að vera hreint vatn og handklæði í fjós- inu, til þess að sá, sem mjólkar, geti þvegið sér og þurrkað um hendurnar. eptir að hver kýr er fullmjólkuð, þvi að mjólka skal hverja kú með alveg hreinum og vel þurrum höndum. Að þrýsta á júgrið, og strjúka það, eins og þegar hefur verið lýst, er gjört í tvenns konar tilgangi, bæði til þess að geta þurrmjólkað kúna fullkomlega með því. að hreyta þeirri mjólk, sem ætíð er i kirtlablöðrunum og kirtlapípunum, ofan í mjólkurholurnar. og einnig til þess. að auka blóðrennsli til júgursins, og jafn framt mjólkurmyndunina“. Þar sem þvi ^erði við komið, ræður höfundurinn til þess, að kýrnar séu mjólkaðar þrisvar á dag, með því mjólk- urmyndunin verði þá meiri. Enn fremur skýrir höf. frá meðferð mjólkurinnar á heimilunum, og á mjólk- urbiium, svo sem til er hagað i Dan- mörku. þar sem menn eru lengst komn- ir i þessum efnum, einnig frá smjör- ver kuninni, ostagjörð ýmis konar, o. fl. I grein hans eru og reglur um gjörð mjólkurhúsa, og lýsing á þeim, og yfir höfuð er ritgjörð þessi hinn handhægasti og hentugasti leiðarvísir, sem koma mun að miklum notum, þegar menn fara að fyrirhöfn, að þrýsta svona á mjólkurkirtlana, þá vil jeg ráða þeim hinum sama, að læra af litlu lömhunum að mjólka; vissu þau ekki, að þau með því að hnippa í júgrið með ýmsu móti fengju dropanum meira, þá mundu þau ekki gjöra það. íLöf. koma upp rjómabúum i þéttbýlli og fjöl- byggðari landsveitunum hér á landi, sem að likindum á nú ekki langt i land. Fréttir. Sjálfsmorð. Maður á Akureyri, Oísli Bene- diktsson að nafni, er nýlega hafði íærzt þangað úr Skagafirði, steypti sér þar fram af bæjar- hryggjunni 31. des. síðastl., og drukknaði. — Sagt er, að orsökin til sjálfsmorðs þessa hafi verið sú, að maðurinn var orðinn veikur af boldsveiki. Prestskosning er nýlega um garð gengin í Hjaltastaðaprestakalli í Norður-Múlasýslu, og hlaut cand. Vigfús Þórðarson frá Eyjólfsstöðum flest atkvœði, þótt eigi yrði atkvæðafjöldinn nægur til lögmætrar kosningar. — Auk hans voru þar í kjöri: síra Benedikt EyjóJfsson í Berufirði og síra Einar Vigfússon á Desjamýri. Settur söngkennari. í stað Steingríms sáluga Johnsen er landshöfðingjaskrifari Brynjólfur Þor- láksson settur söngkennari við lærða skólann í ileykjavík. Um Prestsbakka-prestakail í Hrútafirði vorða í kjöri: síra Eiríkur Gíslason á Staðarstað og kandídatarnir Böðvar Bjarnason og Magnús Þorsteinsson. Botnverpingar láta ekki standa á sér í ár; þeir voru byrjaðir veiðar á i'axaflóa um miðjan janúar, og er það nær mánuði fyr, en áður hef- ur tíðkazt, enda vita þeir sig hafa næðissamt, meðan danska varðskipið er ókomið. Slys. A hænum Þúfu í Vestur-Landeyjum í Rangárvallasýslu vildi fyrir skömmu það slys til, að hóndinn þar, Signrður Benediktsson að nafni, hryggbrotnaði, og beið bana af, eptir rúma þrjá sólarhringa. — SJys þetta atvikaðist á þann hátt, að bóndinn var að ganga eptir 36 „Nú, en fyrst hún .... “ „Já, taktu nú vel eptir því, sem eg segi“, greip frændi minn fram í, og leit mig um leið því augnaráði, sem eg aldrei gleymi, og só jafn vel enn i draumum mínurn. drap hana þetta kvöldið, er hún kom hór i fyrra skiptið“. „I þrjú dægur“, mælti hann enn fremur, „lá lik hennar fyrir ofan brennivinstunnurnar í kjallaranum hórna, unz mér eina nóttina, er dimmt var yfir, tókst að tosa þvi oían að sjónum, svo að öldurnar skoluðu þvi burtu. Jeg hólt þá, að því máli væri þar með lokið. Væri lokið! Eins og slíkt gæti nokkurn tíma gleymzt! Gæti gleymzt! • • • Eins og hún gæti ekki einn góðan veður- dag sýnt sig hór aptur, svo sem raunin nú er á orðin! — — Jæja, nú hefi jeg þá lótt á hjarta mér, skýrt þór frá þessu öllu, og veit, að þú kemur ekki upp um mig, ferð ekki, að ofurselja mig böðlinum .... Það ger- irðu víst ekki?“ „Nei, það gjöri jeg ekki“. Jeg stóð, og starði á hann, og spurði sjálfan mig^ hvort þetta væri ekki eitthvert óráðshjal, fyrirboði þess, að dauðinn berði að dyrum. Mór duldist eigi, að langt átti hann eigi eptir ólifað. Var það mögulegt, að frændi minn gæti verið morðingi ? G-at þetta verið satt? Var Bertha Keefeland þá að eins andi úr öðr- um heimi? Voru til vofur? Voru til svipir, sem birzt gátu hór á jörðu? 2B opt lent saman við lögin, og það jafn vel einu sinni út af tollsvikum. En þó að þetta osamlyndi við lögin kostaði hann stundum nokkra kringlótta, þá hlaut báturinn þó engu að síður að hafa gefið all-mikinn arð. Grufubáturinn hafði gjört það að verkum, að þegar skipströnd bar að höndum, þá hafði hann jafnan getað komizt þangað fyrstur manna. Sumir, miður góðgjarnir náungar, fleipruðu jafn vel um það, að svo hefði næstum sýnzt, sem honum hefði opt og tiðum verið fullt eins annt um það, að stuðla til skipstranda, eins og að afstýra þeim. En um hitt bar öllum saman, að hann hefði verið einna ötulasti og fífldjarfasti sæfarinn, sem nokkuru sinni hefði átt heima í þessu litla sæþorpi. Mér er enn í minni seinasti veturinn, sem eg var hjá Samúel frænda. Það voru minnisstæðir dagar. Háttsemi hans var þá öll enn kynlegri, en nokkuru sinni fyr, og jeg held jafn vel, að hann hafi fúndið það sjálfúr. Hann fór þá dagversnandi, að því er nágrannarnir sögðu. Enginn komst hjá íllindum, sem á vegi hans varð, er hann var úti á gangi. Börnin æptu af hræðslu, og hlupu, sem fætur tog- uðu, þótt þau að eins sæju hann í fjarska. lnni í stofunni hjá honum var alls ekki verandi, nema hann svæfi, eða hefði tæmt fjórtánda glasið af „groggi“, og væri farinn að grobba af afreksverkum sín- um í fyrri daga, eða þá farinn að hæðast að því, hve

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.