Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.02.1901, Side 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.02.1901, Side 4
20 Þjóðviljinn. XV, 5.-6. spítu, er lá yfir sund. á milli bæjarhúsa, og brotnaði spítan undir honum, svo að hann fékk svo meinlega byltu, að hryggurinn gekk sundur. Gufuskipi hickkzt á. Gufuskipið „Mjölnir", eign Thor. E. Tuliniusar stórkaupmanns, sem var á leið frá útlöndura til Hafnarfjarðar, með saltfarm til fiskiveiðastöðva P- J. Thorsteinsen & Co. þar syðra, rakst á sker á innsiglingunni til Hafnarfjarðar, svo að gat kom á skipið, og var þ ví þess vegna lagt upp í íjöruna í Hafn- arfirði til viðgerðar; en meðan skipið lá þar, kom sjavarflóð svo mikið, að skipið bar hærra upp í fjöruna, en þó talið líklegt, að það myndi nást út með stórstraumsflæði, og fer skipið þá til Patreksfjarðar, og tekur þar fiskfarm þann, sem þar er enn, síðan gufuskipinu „Nora“ hlekktist þar á 20. sept. síðastl. Uti varð maður 21. des. síðastl. á svo nefndu Kerlingaskarði í Miklahoitshreppi í Hnappadals. sýslu. — Hann hét Jön Þórðarson, vinnumaður á Hofstöðum í Miklaholtshreppi, ogvaráheim- leið úr Stykkishólmi, en hreppti kafaldsbyl á fjallvegi þessum. og mun þá hafa vilizt af réttri leið, þvi að ófundinn var hann enn, er síðast fréttist. „Elding“ er nafnið á vikubJaði, sem byrjaði að koma út i Reykjavík nú um síðustu ára- mótin. Ritstjórinn er Jón Jónsson sagnfræðingur Búfrœðingaí'undui- á að haldast í Reykjavik 29. júní næstk., og hefur alþingismaður Bjöm Bjarnarson í Gröf hoðað til þess fundar, svo sem ráð var fyrir gjört á búfræðingafundinum i fyrra. Prestakall veitt. Hvammur í Laxárdal er veittur síra Birni L. Blöndal á Hofi á Skaga- strönd. — Aðrir sóttu ekki. Bæjarbruni. 22. des. síðastl. brann svo nefndur Pornastekksbær, rétt við Seyðisfjarðar- kaupstað. Bærinn var vátryggður fyrirSOOkr., en innanstokksmunir voru óvátryggðir, og varð litlu af þeim bjargað. Síldar- og þorskafli. Á Eyjafirði hefur í vetur verið mikið góður síldarafli í lagnet. Af Austfjörðum er og að frétta fremur góð- an þorskafla, þegar gæftir hafa leyft. Drukknun. 21. des. síðastl. fórst bátur frá Hánefstaðaeyrum, og drukknuðu 4 menn. — Formaðurinn hét Arni Pálsson Axfjord, en há- setar voru: .7. V. Heilmann úr Reykjavík, Arni Magnússon úr Vestmannaeyjum og Loptur Hall- grímsson. norðlenzkur. „Dvöl“ er nafnið á mánaðarblaði, sem skáld- konan Torfhildur Þ. Holm byrjaði að gefa út í Reykjavík nú um áramótin. — Blaðið á að flytja skemmtandi og fræðandi sögur, og gefa leiðbeiningar um hannyrðir. Prestskosning er nýlega um garð gengin að Prestsbakka í Hrútafirði, og hlaut síra Eirikur Gíslason á Staðarstað flest atkvæði. V erzlunarfréttir. Samkvæmt síðustu verzlunarfréttum frá útlöndum er málíiskur fallinn á Spáni ofan í 54 rígs- mörk (rúmar 48 kr.), og bera þeir kaup- endur sig því mjög ílla, er keypt höfðu í haust, meðan fiskurinn stóð hátt. — Smáfiskur og ísa, Grenua úrval, hefur selzt í Liverpool á 44 kr. og 38 kr., þangað flutt, svo að seljandi borgar flutn- ingsgjald og „assurance“. Hvað útlenda vöru snertir, þá hefur tóbak hækkað í verði, um 30 aura en kaffi, sem i haust var stígið upp í 41 -44 a., hefur aptur lækkað um 10 aura té;.. — Matvara var og fremur lækkandi, og var stór- kaupaverðið nú um áramótin: Rúgur á 5 kr., rúgmól á 5 kr. 40 a., bankabygg á 7 kr. 25—7 kr. 50 a., hrísgrjón á 7 kr. 40—8 kr. 40 a. — Sykur, ýmis konar, 1 svipuðu verði, sem í fyrra. — Kol fremur að lækka, en um það vantar oss greinilegar markaðsskýrslur. ---~-sS=S53S^-«- >1 annalát. I 1.—2. nr. biaðs þessa var stuttlega getið láts cand. theol. Steingríms Johnsen, er andaðist 3. jan. síðastl., og skal hór nú getið helztu æfiatriða hans. Hann var fæddur í Reykjavík 10. des. 1846, og voru foreldrar hans Hannes kaupmaður Johnsen í Reykjavík (f 1885), sonur Steingríms Jónssonar biskups, og kona hans Sigríður Símonardóttir Hansen (f 1869). — Steingrimur var heitinn ept- ir Steingrími biskupi afa sínum, og þeg- ar á unga aldri til mennta settur. Hann varð stúdent fráiteykjavíkur lærða skóla vorið 1866, og hlaut þá lofseinkunn, sigldi síðan samsumars til háskólans, og nam þar guðfræði, og lauk embættisprófi, með 2 einkunn, árið 1873. Steingrímur heitinn var raddmaður ágætur, og söngfróður vel, enda aflaði hann sér mikillar þekkingar í þeirri grein á námsárum sínum í Kaupmannahöfn. Eptir það er Steingrimur hafði lokið námi sínu í Kaupmannahöfn, gjörðist hann timakennari í guðfræði við lærða skólann í Reykjavík, og hafði þá kennslu á hendi árin 1873—1881. — Eptir lát Péturs heitins Ouðjohnsens (f 1877) varð Steingrímur jafn framt söngkennari í lærða skólanum, enda var hann óefað bezt til þess fallinn þeirra manna, er þá 26 mjög honum væri nú aptur farið, svo að ekkert gæti hann að hafst, sem manntak væri i. En aldrei varð hann svo gamall, að ekki hefði hann yndi af sjónum. Var svo að sjá, sem nýtt afl og líf færðist í hann i hvert skipti, er hann sá sjóinn ólga hvítfossandi að ströndinni, eða heyrði vindinn hvina í reykháfinum. Vetrarkvöld eitt, er veðrið lét sem óskaplegast, sat hann t. d. í kryppu í hægindastólnum sínum, með kodd- ana alls staðar kringum sig, og hlustaði á lætin í veðrinu. „Væri jeg eins ungur, eins og þú ert“, mælti hann þá við mig, „þá sæti jeg ekki í kryppu, hórna bak við ofninn, í svona veðri“. „Hann blæs stinnan“, svaraði eg, til þess að koma honum eigi í verra skap, ef eg færi að reyna, að bera hönd fyrir höfuð mór. „Jeg hefði látið kveikja upp undir gufuvél- inni, og hefði haldið til hafs“, mælti hann, „því að á svona nóttu er þó til nokkurs að vinna. Skipin brotna, sem hnetur, og það er eins víst, að þau stranda, eins og að tveir og tveir eru fjórir. Þú mátt trúa því, sem eg segi, drengur minn“. „En hefurðu þá aldrei verið hræddur við þess kon- ar nætur-volk?“ spurði eg. „Jeg hefi aldrei á æfi minni orðið hræddur við nokkurn skapaðan hlut, aulinn þinn. Jeg hefi aldrei látið neitt aptra mór, heldur jafnan tekið það, sem eg þurfti á að halda, og hafi einhver reynt að meina mér það, þá hefi jeg tekið það raeð valdi“. „En hver hefur reynt að meina þér það?“ spurði eg aptur. 35 Hann hrissti höfuðið. „Neí, það var hún ekki“, mælti hann svo, „og hvernig ætti líka slikt að geta verið?“ Mór var ómöguiegt að koma fyrir hann vitinu. Hann þóttist svo viss í sinni sök, að það rann kalt vatn um mig allan. Vitaskuld var það, að Bertha Keefeland hafði horfið snögglega, eptir að hún hafði beðið mig fyrir skilaboðin til frænda mins; en hvað sannaði það? Hún hafði ef til vill að eins gert þetta af einhverj u spaugi, og þess utan ... “ Mór datt allt í einu sandelsviðarkistillinn i hug, sem stóð upp á lopti, á dragkistu, sein frændi minn átti, og var af gamalli gerð. „Hún gat ómögulega verið af holdi og blóði, Mart- einn“, mælti frændi minn nú volulega, „því að íýrir 6 árum, þegar þú varst i Lundúnaborg, kom kún líka þarna inn á veitingastofuna, alveg eins og núna, fyrir fjórtán dögum, og sagðist heita Bertha Keefeland, og krafðist þess, að fá í hendur sandelsviðarkistilinn, sem faðir sinn hefði beðið mig að geyma“. „En guð minn góður ... “ „Hún var há og grönn“, hólt hann svo áfram, „og fölleit, með litla krystalskrossa i eyrunum, og talaði hálf-bjagaða ensku. Er ekki stúlkan sú sama?“ „Jú, svona var hún alveg í hátt“, svaraði eg, og fór hrollur um mig allan. „Og nú hefur hiín komið hór í annað skipti, það er allt og sumt“. „Já, nú hefur hún komið hór í annað skipti“, tók hann aptur upp eptir mór dræmt.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.