Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.02.1901, Page 5
XV 5.-6.
Þjóbviljinn.
21
var völ á, og hafði hann þá kennslu á
hendi til dauðadags, jafn framt þvi er
hann kenndi prestaefnum tónlist á presta-
skólanum, og stýrði söngfélögum í
Reykjavík öðru hvoru. — Einn vetrar-
tíma, 1879—’80, var hann og settur
kennari við prestaskólann, eptir lát síra
Hannesar Árnasonar.
Eptir lát bróður síns, Símonar Johnsen
(t 1884), er tekið hafði við verzlun föður
þeirra í Reykjavik, rak Steingrímur sál-
ugi þá verzlun i nokkur ár, en hætti
henni síðan, og hafði mörg siðustu árin
að eins dálitla umboðssölu á hendi fyrir
verzlunarhús eitt í Kaupmannahöfn.
Hann var og skrifstofustjóri alþingis
nokkur þing.
Steingrímur heitinn var friður maður
sýnum, höfðinglegur og gjörvilegur, mjög
skemmtinn og glaðvær, ljúfmenni mikið,
Og vinsæll, en nokkuð hneigður til víns,
og gætti þó lengstum hófs í því á síð-
ari árum.
Munu kunningjar hans, og aðrir, er
kynni höfðu af honum, sakna góðs drengs,
þar sem hann er fallinn frá. —
31. des. síðastl. andaðist i Engey, við
Reykjavík, Helga Ólafsdóttir, ekkja Bjarna
heitins Brynjólfssonar dbrm. — Meðal
barna þeirra hjóna, sem á lífi eru, er
Brynjólfur bóndi Bjarnason í Engey, og
frú Þorunn Bjarnadóttir, kona síra Sig.
Stefánssonar i Vigur. —
Ný frétt er og, að lálizt hafi í Reykja-
vík 25. janúar síðastl. Rafn skósmiður
Sigurðsson.
ísafirði 14. febr. 1901.
Tíðarfar. Alla tíð, sem af er þessum mán-
uði, hefur haldizt einmuna góð veðrátta, ýmist
stillviðri, eða hægir suðvestan vindar og leys-
ingar.
Strandferðaskipið „Laura“ kom hingað 5.
þ. m. að sunnan.
Hr. Aasberg, sem verið hefur skipstjóri á
„Skálholti'1, er nú orðinn skipstjóri á „Lauruf,
og var naumast auðið að fá ötulli sjómann, og
viðkunnanlegri mann, úr því hr. Christjansen
sleppti skipstjórninni.
„Laura" lagði aptur af stað héðan, beina leið
til Reykjavíkur, aðfaranóttina 7. þ. m., og tóku
sér far með henni til útlanda Arni kaupmaður
Sveinsson, til Skotlands, og Finnur hakari Thord-
arsen, til Kaupmannahafnar, en til Reykjavíkur
Ghiðjón alþingismaður Guðlaugsson á Ljúfustöð-
um, er var ný kominn hingað landveg að norðan.
Ensrir mættir! — Ekkert politiskt fundar-
liald! Það fór ílla með Flateyrarfundinn, er
haldast átti 2. þ. m., samkvæmt fundarhoði
nokkurra manna í Önundarfirði, þar sem undir-
tektir manna i öðrum hreppum Vestur-ísafjarð-
arsýslu urðu svo daufar, að ekkert varð af
fundinum. — Jafn vel hinir kjörnu fulltrúai
Önfirðinga sjált'ra mættu þar ekki, vissu fyrir
fram, að slik ferð yrði árangurslaus.
Hákarlaskipið „Arthur“, eign Leonh. Tang’s
verzlunar, skipstjóri Jón Pálsson i Hnífsdal,
lagði 3. þ. m. út héðan í hákarlalegu, en missti
hæði pertlínu, forhlaupara og dreka. og varð
því að hverfa inn hingað aptur 7. þ. m., og
höfðu þvi stutt getað legið, en orðið þó vel há-
karls varir, og lögðu svo aptur út héðan á nýj-
an leik 8. þ. m.
Skipstjóri Helgi Andrésson á Flateyri hefur
og farið í hákarlalegur i þ. m., og fengið all-
góðan hákarlsafla, að sagt er.
Hr. ðVurd, sem nokkur undan farin ár hefur
keypt hálf-þurrkaðan smáfisk hér vestra, ætlar
að sögn einnig að kaupa 800—1000 sk$. af
sams konar fiski á komanda vori, en ætlar nú
ekki að hrenna sig á sama soðinu, sem í fyrra,
að miða verðið við kaupstaðarverð, og hýður
því sínar gömlu 30 kr. fyrir sk&.
Á hinn hóginn heyrist enn ekkert um upp-
hót þá, sem héraðshúar telja sig eiga hjá hon-
um frá f. á., og mun nú mörgum þykja, að
farin sé að verða langa hiðin eptir þeirri upp-
hótinni.
„Kaupfélag lsíirðinga“ hélt aðal-fund sinn
hér á ísafirði á kyndilmessu, 2. þ. m., og mættu
þar, auk félagsstjórans, deildarfulltróar allra
(14) félagsdeildanna, nema deildarfulltrúi Seyð-
isfjarðardeildar.
Kaupfélagsstjóri lagði fram reikninga félags-
ins, þar með talinn reikning stofnsjóðs og vara-
sjóðs, ásamt fylgiskjölum, fyrir árið 1899, sem
er það ár, er félagið síðast hefur starfað. — Enn
fremur lagði félagsstjóri fram vottorð frá end-
urskoðunarmönnum félagsreikninganna, Jóni
kaupmanni Gruðmundssyni í Eyrardal og Sigurði
presti Stefánssyni í Vigur, er har með sér. að
þeir ekkert höfðu við reikningana að athuga,
og voru reikningarnir samþykktir af fulltrúa-
ráðinu.
Kaupfélagsstjóri gat þess, að þar sem hann
hefði áformað að flytjast búferlum héðan úr
héraðinu, og sérstaklega vegna vanskila þeirra,
sem hrytt hefði á í félaginu á síðari árum*,
þrátt fyrir góðan vilja og öfluga viðleitni ein-
stakra héraðshúa, þá hefði hann afráðið, að hafa
eigi stjórn félagsins lengur á hendi, og varð
þá sú niðurstaðan, að slíta félaginu.
Voru því næst gerðar upp ýmsar fjársakir
félagsins. húseign þess í Bolungarvík seld o.
fl. — Félagið var skuldlaust utan lands og
innan. og að eins ein deild, sem fé átti inni.
Innieignir deilda í stofnsjóði félagsins voru
*) Mest urðu hrögðin að vanskilum þessum
1899, er féiagsmenn létu fleiri hundruðum skip-
punda minni fisk, en lofað hafði verið, svo að
skip félagsins fékk mjög Íítinn farm. Bæði
sakir þessa, lítilla vörupantana það ár, og mið-
ur heppiiegrar fisksölu erlendis, hefði félags-
mönnum því orðið útlend vara dýr, og fiskur
talsvert undir kaupstaðarverði, ef félagsstjóra
hefði eigi á utanför sinni síðastl. vetur tekizt
að fá 7490 kr. 25 a. upphót handa félaginu hjá
viðskiptamönnum þess erlendis, svo sem reikn-
ingar félagsins háru með sér. —
34
„Það er þá líklega eins Og þú segir, því að ekki
ertu vanur a^> skrökva, Marteinn!
En mór finnst jeg nú finna það á mór, að jeg nái
mér ekki aptur.
Ojæja, örlögunum verða allir að lúta!
En forvitni væri mór á því, Marteinn, að vita,
hvert eg fer, þegar jeg er dauður“.
„Yertu rólegur frændiu, anzaði eg.
„En jeg vil ekki, að hún komi að sækja mig, —
að hún biði eptir móru, tautaði hann í hálfum hljóðum.
„Að hugsa til þess, að verða má ske að fylgjast
með henniu, bætti hann svo við. „Það væri hræðilegtu.
„Þú átt þó, vænti jeg, ekki við... “
Jeg þagnaði allt í einu á setningunni; en gamli
maðurinn skildi mig, Og mælti:
„Jú, jeg á við ungu stúlkunau.
Við hana Berthu Keefeland?“
„Já, einmitt við hanau.
„En þvi ætti hún svo sem að bíða þín, frændi?u
„Kom hún kann ske ekki hingað fyrir hálfum
mánuði?u
„ Jú, en enda þótt... “
„Hún er risin upp úr gröf sinni“, hvíslaði hann
lágt, og hún hlýtur að hafa verið að vænta min nótt-
ina sæluu.
Já, jeg hafði ekki getað varizt þess, að vera að
hugsa uin liana allan daginn. — Jeg gat ekki rekið hana
úr huga mór“, mælti hann enn frernur.
„En þetta er fásinnau, greip eg nú fram i, „þvi að
hún er lifandi vera, úr lioldi og blóði, sem við, það þori
jeg að sverja“.
27
„Hver?u, svaraði hann. „Hvað kemur það þér við?u
„En með þessu mótiu, mælti hann enn fremur, „hef-
ur mér lika tekizt, að koma mór áfram, og get nú setið
hórna ofúr-notalega í hlýjunni, og ... u
„Og ánægður?u var eg svo djarfur að spyrja.
„Nei. auðvirðilegi, kjánalegi strákur, ekkiánægður!
Og hvernig ætti jeg lika að vera ánægður, að verða
einatt að drattast þetta með þig?
Hvernig ætti jeg að vera ánægður með fæturna þá
arna? Og með —“
Hann þagnaði allt i einu, og gerði mór dálitla
bendingu, sem eg skildi svo, að jeg lagaði honum þegar
í nýtt glas af „groggiu.
Hann mælti ekki fleira, og yfir hann kom eins kon-
ar undarleg kyrrð.
Annars var það vani hans, þegar hann ekki talaði
við mig, að tala þá við sjálfan sig.
Jafn vel upp úr svefni var hann all-optast eitthvað
að þvögla, sem eg ekki skildi.
En kvöldið þetta sat hann grafkyrr, og einblíndi
jafnan fram undan sór.
Eptir nokkurn tíma varð eg að yfirgefa hann, til
að fara fram í ölstofuna, þar sem einatt var verið að
hamra með peningi i borðið.
Mér þótti þetta nokkuð freklega að farið, og ásetti
mór því, að setja duglega ofan í við viðskiptamann þenna,
fyrir óþolinmæðina.
En er eg kom fram í ölstofuna — það var langur
gangur milli hennar og bakherbergisins —, sé eg þar
unga stúlka, dálaglega, bjartleita, með stór og blá augu.