Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.02.1901, Síða 6
22
Þjóðviljinn.
XY 5.-6.
alls 14546 kr. 85 a., sem að mestu leyti jöfn-
uðust við skuldir deildanna, en »ð öðru leyti
tókst félagsstjóri k hendur, að sjá um innheimtu
þess, sem enn var úti standandi, og sjá um
greiðslu þess til þeirra deilda, sem eigi höfðu
þegar fengið stofnsjóðseign sina borgaða; en
deildarfulltrúar sjá um greiðslu til deildar-
manna sinna á stofnsjóðshluta hvers þeirra,
samkvæmt stofnsjóðslistunum*, og hera einir
áhyrgð á þeirri greiðslu.
En er skuldir og stofnsjóðsi’nnieignir verða
að fullu greiddar, verða væntanlega afgangs
1086 kr. 86 a., leifar af hinum gamla varasjóði
félagsins, og samþykkti fulltrúaráðið, eptir til-
lögu félagsstjóra, að stofna af fé þessu sjóð til
styrktar gömlum formönnum í Norður-ísafjarð-
arsýslu, þar sem eigi þótti taka, að fara að
skipta fé þessu meðal viðskiptamanna félagsins.
Deildarfulltrúi Kolbeinn Jakobsson vakti máls
á um 1500 kr. lán það, er fulltrúaráðið hafði
fyrir nokkurum árum veitt einstökum mönnum
á ísaflrði, og í Eyrarhreppi, út af hinum „ís-
firzku kærumálum“, og samþykkti fulltrúaráðið
með 9 atkv. gegn 4, að ekki skyldi neitt átt
við innheimtu láns þess úr þessu, eptir þvi
sem komið er.
ý 10. þ. m. andaðist hér í kaupstaðnum
Einar Sigurðsson húsmaður, 48 ára að aldri. —
Hann var fæddur að Bæjum i Snæfjallahreppi
hér í sýslu, og voru foreldrar hans: Sigwður
hreppstjóri Þorsteinsson, Sigurðssonar, Ólafsson-
ar lögsagnara á Eyri i Seyðisfirði, og kona hans
KrÍ8tín Ólafsdóttir, hattamakara á Eyri í Skötu-
firði.
Einar heitinn var tvíkvæntur. Pyrri kona
*) Á fundinum var deildarfulltrúa hverj-
um afhent skrá yfir stofnsjóðsinnieignir deild-
armanna hans, og samþykkti fulltrúaráðið, að
stofnsjóðsskrár þessar, sem samdar hafa verið
eptir hókum þeim, er síra Sig. Stefánsson í Vig-
ur hefur fært, eptir skýrslum deildarfulltrúa,
skyldu skoðast sem endanlegar, að því er stofn-
sjóðsinnieignir manna suertir, svo að frekari
kröfum til stofnsjóðs verður ekki sinnt, hvorki
að því er deildarfulltrúa eða kaupfélagsstjóra
snertir.
hans, er hann gekk að eiga 1884, var Anna
María Bjarnadóttir, hónda Jónssonar í Laugar-
dal 1 Ögursveit, og varð þeim þriggja harna
auðið, og er nú að eins eitt þeirra á lifi: piltur
á 14. ári, Anaís Bafliði að nafni. — Voru þau
hjón fyrst eitt ár í Vigur, en hjuggu síðan 2
ár að Folafæti, og þar missti Einar konu sína
(f 1887). — Bjó hann eptir það skamma hrfð á
Folafæti, og fluttist síðan hingað í kaupstað-
inn, og kvæntist hér 1890 nú eptirlifandi ekkju
sinni Jónínu Gróu Jónsdóttur, læknis Björnsson-
ar i Álptafirði (ý 1894), og eignuðust þau hjón
7 hörn, og eru 6 þeirra á lífi, hið elzta á tí-
unda ári: Jón, Kristján, Margrét Jónína, Jákób
Einar, Björtur og Sigurður.
Einar heitinn var starfsmaður mikill, og
laginn og ötull formaður rsem snilldarlega hafði
ofan af fyrir sér, og fjölskyldu sinni, og mátti
að ýmsu leyti teljast til fyrirmyndar í sinni
stétt. Konu sinni og hörnum var hann hinn
ástríkasti, og umhyggjusamasti, áreiðanlegur og
vandaður maður, stilltur og dagfarsgóður.
Það var lungnabólga, er dró hann til dauða,
eptir 5 daga legu. Hann hafði farið í sjóróður
hálf-lasinn, haldið of lengi til, og kom svo fár-
veikur heim.
Tíl íÍP DíÍVP — som er hlevet
111 UC HUKC. helbredet for Dövhed °g Öre-
susen ved hjælp af Dr. Nicholsons kunstige
Trommeliinder, har skænket hans Institut
20,000 Kr., for at fattige Döve, som ikke
kunde kjöhe disse Trommehinder, kunde faa
dem uden Betaling. Skriv til:
Instítut „Longcott", Gunnersbury,
London, W., England,
Á GRUND UM í Bolungarvík
er til sölu hálf húseign sú, er Guðm
Jóhannesson á Hóli fyrrum átti (íveruhús,
geymsluhús m. m.). — HeDtugir borg-
unarskilmálar.
Semja verður við ritstjóra blaðs þessa
fyrir lok næstk. marzmánaðar.
Hús til sölu. Húsin á Grænagarði
(íbúðarhús og fjárhús) eru til sölu. Hús-
unum fylgír til afnota umgirtur ræktað-
ur lóðarblettur, og eru árlega goldnar 12
kr. i bæjarsjóð Isafjarðarkaupstaðar eptir
stykkið. — Semja má við ritstjóra blaðs
þessa.
NÝ VERZLUN!
með margbreyttum vörutegundum, verð-
ur rekin fyrst um sinn i Norðurtangan-
um. Komið því, skoðið og kaupið, það
borgar sig.
ísafirði 9. febr. 1901.
Marís M. Gilsfjörð.
Brúkið ætíð:
S lt íi n ci ± ll Íi v 1» ll
Sxportb.afíe Surrogat
Kjabenhavn. — P. Hjorth & Co.
'I'TTTl EDINBDTIGHI
Roperie & Sailcloth Company Limited
stofnað 1750.
Verksiniðjur i Leitll og Glasgow.
Búa til
færi, strengi, k a ð 1 a og s e gl d úka.
Vörur verksmiðjanna fást hjá kaup-
mönnum um allt land.
Umboðsmenn fyrir Island og Færeyjar:
F. Iljor-tli Co.
Kaupmannahöfn K.
28
Jeg þekkti hana ekki, og hlaut það því að vera
einhver aðkomustúlka, sem ekki átti heima hér í bænum.
Hún hafði vafið utan um sig dökkleitu sjali, af
gamalli gerð, og hafði hatt, all-einkennilegan á höfði.
Hún var mjög ljóshærð, og hafði smáa krystals-
krossa í eyrunum.
Stúlkan starði á mig þegjandi, og mælti eg því,
eptir nokkura þögn:
„Hvað þóknast yður, ungfrú?"
Hún svaraði stillilega, og mátti heyra það á áherzl-
unni, að hún var erlend:
„Nei, það getur ekki verið, að það séuð þér. Þér
eruð yngri, hærri maður, og allt öðru vísi í sjón. Lýs-
ingin á alls ekki við yður; þér .... “
„Hvern viljið þér finna?“ spurði eg.
„Hr. Samúel Nangle, eiganda „Flugfisksinsu“, svar-
aði hún.
„Hús þetta heitir: „Hinn fljúgandi fiskur“, og hr.
Nangle er móðurbróðir minn“, anzaði eg
„Er hann þá enn á lífi?“
„Já“.
„Og er haDn við þolanlega heilsu?“ spurði hún
enn fremur.
„Naumast má það nú heita“, anzaði eg. „Honum
hefur farið töluvert aptur á seinni árum, enda er hann
nú tekinn mjög að eldast“.
„Það er mér vel kunnugt“, svaraði hún.
Jeg furðaði mig á þvi, hve kunnug hún var, og
beið nú þess, að hún léti uppi, hvert erindið væri.
„Er haDn heima?“ spurði hún.
Jeg játti þvi.
33
Jeg varð þess brátt full-vís, að hann myndi ekki
framar þurfa á hækjunum sínum að halda, en „létta at-
kerum“ fyr, en varði.
Jeg held líka, að gamli maðurinn hafi jafn vel fund-
ið þetta sjálfur á sér, þó að læknirinn ekki léti hann
skilja það með einu orði.
Aptur á móti fóru orð læknisins við mig í þessa
átt, og varaðist jeg auðvitað að láta gamla manninn skilja
nokkuð þess konar á mér.
Gamli maðurinn sat nú opt og einatt hugsandi, og
utan við sig, rétt eins og kvöldið góða, þegar þenna
kynlega gest hafði borið að dyrum.
Það voru nú liðnir Qórtán dagar, síðan unga stúlk-
an, sem við hann vildi tala, hafði komið.
Jeg hafði aldrei séð hana, siðan þetta íllviðriskvöld,
og frændi hafði heldur ekki einu orðinu á hana minnzt.
Engu að síður hygg og þó, að hann hafi opt til
hennar hugsað, og til orðsendingar þeirrar, er hún lét
mig færa honum.
Einn daginn, er hann hafði venju fremur verið,
sem í þönkum, kallaði hann mig að rúmi sínu.
Hann var þá orðinn býsna þvöglmæltur, svo að örð-
ugt var að skilja hanD.
„Marteinn!“ gat hann þó loks stamað fram. „Mér
finnst mér líða lakar, en endrarnær, í kvöld“.
„Jeg held, að það sé hugarburður, frændi minn“,
anzaði eg.
„Segðu mér nú satt, og skrökvaðu ekki að mér.
Lít eg eins út, eins og jeg á að mér?“
„Ekki get eg séð neina verulegabreytingu“, anzaði eg.