Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.03.1901, Qupperneq 2
50
Þjóðyiljinn.
XV, 13,—14.
ser niður í Cap-nýlendunni hér og hvar,
og það, sem enn verra þykir, að kýla-
pestin („svarti dauði“) hefur stungið sér
niður í höfuðborg nýlendunnar. — Hef-
ur slíkur ótti gripið menn í borginni
Cap, að mikill fjöldi erfiðismanna hefur
hætt vinnu, og viljað flýja ór borginni,
en verið bannað að fara.
Þykir því hættara við, að drepsóttir
þessar kunni að reynast skæðar, þar sem
sóttvömum verður lítt, eður eigi við
komið, vegna styrjaldarinnar, og er liætt
við, að Bretum veiti nú enn örðugra, að
fá sjálfboðalið, er fara vill þangað suður.
í lok janúarmánaðar telur brezka
stjórnin í skýrslum sínum, að frá byrjun
ófriðarins til þess tíma hafi Bretar misst
alls 54,724 menn, er failið hafa, eða orð-
ið óvígir af sárum, og sýnir það, hve
mjög Búar hafa verið þeim fremri að
hreysti og herkænsku, þar sem þeir
höfðu að eins um 30 þúsundir hermanna,
er ófriðurinn hófst, og halda þó enn
vöm uppi.
Ný skeð sendi Kitchener 9 hersveitfr,
er króa skyldu hershöfðingja Búa: De
Wet, Botha og Lucas Meyer, sem allir
höfðust þá við suður í Kapnýlendu, og
klöppuðu ensk blöð þegar lofi í lófa yfir
því, að nú væri taftið unnið; en af síð-
ustu febrúarfréttunum er svo að sjá, sem
hershöfðingjar Búa hafi allir sloppið úr
kreppunni, með því að De Wet komst
með aðal-liðið norður yfir Oraniu-fljótið,
er Bretar hugðu ófært, en Botha brauzt
gegnum hersveitir Breta, raeð 2 þús.
vaskra Búa, er honum fýlgdu, og Lur.as
Meyer komst einnig undan, með sinn
fiokk.
Fyrir skömmu lá og við sjálft, að
Búum tækist að ráða Kitchener lávarð af
dögum. Þeim höfðu komið njósnir um,
að hann var væntanlegur með járnbraut-
arlest einni, og ætluðu þá að sprengja
lestina í lopt upp; en það vildi Kitchener
til lífs, að flutningalest fór rétt á undan,
sem Búar áttu ekki von á, og varð hún
þá fyrir því, sem Kitchener var ætlað,
svo að hann slapp heill á húfi.
Annars ekkert markvert frá ófriðar-
stöðvunum, þýðingarlitlar smáorustur
öðru hvoru, járnbrautir eyðilagðar, vista-
flutniugar til brezka hersins teknir af
Búum, er færi gefst, o. s. frv. — —
Kína-ófriðurinn. Svo er að sjá,
sem stjórnin í Kina sé nú farin að sýna
einhverja viðleitni á því, að fúllnægja
friðarskilmálum stórveldanna, þar sem
hún hefur látið taka af lífi nokkra mik-
ilsháttar menn, sem sendiherrar stórveld-
anna höfðu sérstaklega krafizt, að refsað
væri. — Talsvert stapp hefur þó ven'ð
um það, hvernig líflátshegningunni skyldi
fullnægt, með því að Kínverjar eru
þeirrar skoðunar, að sálir þeirra rnanna,
sem hálshöggnir eru, fari ílla, og vill
því ógjarna beita þeirri refsingu. Hefur
því stjórnin boðið sumum, er til dauða
voru kjörnir, að fyrirfara sér sjcVfir, en
sótt náðarsamlega um leyfi stórveldanna,
að mega kæfa suma, í stað þess að háls-
höggva þá, og hafa stórveldin samþykkt
þetta að nokkuru leyti. — Engu að síð-
ur voru þó kinversku ráðherrarnir Ischifu
og Tsutschengi hálshöggnir ný skeð opin-
berlega í Pehing, i viðurvist mesta íjöl-
mennis. Yoru þeir færðir á aftökustað-
inn í öllum embættisskrúða, og kvað
hafa verið fremur hálf-dauðir, en lifandi,
af hræðslu, er aftakan fór fram, og
saumuðu böðlarnir hausana þegar við bol-
ina, að aftökunni lokinni, líklega til
þess að sálir þeirra færu síður ílla(!)
Annars rnælist það ílla fyrir, að stór-
veldin heimta ýmsum hegnt, sem vitan-
lega hafa að eins verið verkfæri í annara
hendi, en þora ekki til við ekkjudrottn-
inguna, Tuan prinz o. fl., sem vitanlega
hafa verið pottur og panna í öllum of-
sóknunum gegn útlendingum,
Nú er á orði, að stórveldin reisi
kastala í Peking, i nánd við keisarahöll-
ina, til varnar sendiherrum sínum, en
hæpið líklega, að Kínverjar hafi þá Pehing
að höfuðstað úr því.
Rússar hafa nú að sögn slegið al-
gjörlega eign sinni á mikinn hluta af
Mandsjúriinu, og líkar Japönum það afar-
ílla, svo að jafn vel er á orði, að til ó-
friðar geti dregið, er vorar.
Skaðabætur þær, eða herkostnaður, er
stórveldin heimta af Kínverjum, nemur
1440 milj. króna, og er talið, að Kín-
verjum veiti eigi örðugt að inna gjald
það af hendi.
Ekki vilja sendiherrar stórveldanna í
Peking enn láta neitt uppi um það, hve
nær stórveldin kveðji heim lið sitt þaðan
að austan, og þykir sennilegast, að þess
sé enn langt að bíða. — Að minnsta
kosti sýnist það eigi benda á bráðan
enda á stappi þessu, að þýzka stjórnin
hefur ný skeð beiðzt samþykkis þingsins
til nýrrar fjárveitingar, 100 milj. rígs-
marka, til áframhalds ófriðinum þar
eystra. — -
Á Spáni hefur verið all-ókyrrt í
ýmsum borgum; róa lýðveldismenn undir,
en hatur lýðsins hefur mest komið nið-
ur á kristmunka- og klerkalýðnum, svo
munkar hafa sums staðar orðið að flýja
klaustrin, og forða sér í dularklæðum,
svo sem í Santander, Valladolid, og viðar,
þar sem klaustrin hafa brennd verið.
Madríd, og fleiri borgir, hefur stjórn-
in lýst í hervörzlum, og víða hafa her-
menn orðið að beita vopnum, og ýmsir
spýtt rauðu, enda hefúr nú Weyler hers-
hötðingi æðstu hervöld í Madríd, og má
heita þar einvaldur, sem stendur. — —
Á ítalíu eru ráðherraskipti nýlega
um garð gengin, og heitir sá ZanardeUi,
er við stjórn ráðaneytisins hefur tekið.
— Zanardélli er úr flokki f'ramsóknar-
manna, en hinir ráðherrarnir úr ýmsum
flokkum, og þykir hæpið, að stjórn þessi
hafi til langframa bj^r á þingi. — —
í Austurríki gengur samkomulag-
’ið á þingi jafn skrykkjótt, sem fýr, og
hafa í febrúarmánuði fleirum sinnum orð-
ið ryskingar í þingsalnum, milli Þjóð-
veija og Czecha.
f Látinn er ný skeð Mílan, fyrrum
konungur Serba, og hafði hann mælt svo
fyrir, að hann yrði jarðaður í Vínarborg,
og neituðu því Austurríkismenn að fram-
selja skrokkinn, enda þótt Alexander,
sonur Mílan’s, krefðist þess ákaft, að lík-
ið yrði flutt til Belgrad, og jarðað þar.
Mílan var að eins 48 ára, og enda
þótt hann hafi verið orðlagður eyðslu-
og nautna-maður um dagana, fór því
samt fjarri, að hann hefði fengið nóg af
lífinu, því að rétt fyrir dauðann hafði
hann aptur og aptur orð á því, hve sárt
það væri, að verða að deyja svo ungur.
Þýíkalan'd. Yið manntal, erfram
fór á Þýzkalandi nú um aldamótin, var
fólkstalan 56J/2 railj., og hefúr íbúatalan
því aukizt um 4 milj. á síðustu 5 árum.
í borginni Köln er ný komið á prjón-
ana sams konar hneixlismál, eins og
Sternberg-mh\ið í Berlín, sem áður hefur
verið getið hér í blaðinu. — Margir hátt
standandi menn eru riðnir við hneixlis-
mál þetta, og þar á meðal einn miljóna-
eigandinn. — —
Svarti dauði geysar enn ákaft á
Indlandi, og dóu 1000 á viku í Bombay
um miðjan febr., og 2500 á vikunni í
Bengal. — —
Á Rússlandi er sagður all-mikill
bjargar skortur í sumum héruðum lands-
ins, og talið, að ekki veiti af 11 milj.
króna á viku hverri, til að bæta úr
neyðinni. — --
Slyso.fi. 3. febr. fórst gufuskip
i Trinity Bay („Þrenningar-flóau) á New
Foundlandi, og drukknaði öll skipshöfn-
in, 24 menn. — Kolanáma hrundi ný
skeð saman í héraðinu Cumberland i Brit-
Columbia, og týndu þar 65 menn lífi. —
16. febr. brann spunavélaverksmiðja í
bænum Borás i Svíþjóð, og er skaðinn
metinn 1 milj. króna. — í febrúarmán-
uði varð og eldsvoði all-mikill í Molen-
bech, sein er i úthverfi Briissel borgar í
Belgíu, og brunnu þar ýms etórhýsi, svo
að skaðinn er metinn um 2 milj. franka.
— Grufuskipið „City“ rakst í þoku á
sker, á innsiglingu til borgarinnar San
Francisco, og drukknuðu 122 menn. —-
Skipstjóri sást standa í sömu sporum á
skipstjóra-brúnni, unz skipið hvarf i kaf.
— Farmur skips þessa var alls um x/a
milj. dollara virði, enda hafði það, auk
annars, meðferðis 60 þúsundir dollara í
gulli. — Við „naftau- og olíu-bruna í
Bahu hafa brunnið vörur, sem taldar eru
6 milj. rubla virði. Ýmsir menn hafa
látizt, eða fengið slæm brunasár, við
þenna afskaplega eldsvoða.
---—------------
Eiim af samverkamönnum Tesla rafmasrns-
fræðings, Galbraith að nafni, ætlar að reyna,
hvort ekki takist, að koma þráðlausu frétta-
skeyti milli Portugals og New Jerseyí Ameríku,
og verður fróðlegt að heyra, hvernijf sú til-
raunin tekst.
Ellistyrkslög. í New South Wales í Áustraliu
urðu það lög 1. jan. þ. á., að hver maður, karl
eða kona, sem orðinn er fullra 65 ára að aldri,
og hefur dvalið í nýlendunni í 25 ár, fær 468