Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.03.1901, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.03.1901, Blaðsíða 6
54 Þjóðviljinn. XV, 13,—14. Bnerti, svo *ð tnnar rerí báðam hlut, meðan binn v»r i beituferðum, og þvi voru tveir «f hksetum ólafs í för þessari. Sáu menn á heimili Ólafs, er bátur Guðm. Benediktssonar kom um hádegisbilið fjrir svo nefnda Mannseyri, sem er skammt fjrir utan svo nefnda Gullhúsá á Snæfjallaströnd, en veittu því eigi frekari eptirtekt, með því að gengið var þá til húslesturs; en er farið var að svipast eptir bátnum, eptir lesturinn, sást hann hvergi, og hugðu menn þetta þvi verið hafa einhvern ferðabát, er farið hefði inn hjá. Síðar um daginn kom svo Bjarni formaður Jónsson norðan frá Staðarejrum úr beituferð, og sagði hann þá Guðmund hafa verið farinn á stað frá Staðarejrunum nokkru á undan sér, en vissi ekkert um hann, nema hvað hann hafði séð farvið úr skipi á reki, nokkru fjrir utan Snæfjöll, en þó ekki svipazt neitt frekar eptir því, ætlað helzt, að það væri rekið vestan jfir Djúp. Brá hr. Ólafur Gíslason, og fieiri Snæfjalla- strendingar, þá þegar við, og héldu út með hlíðinni þangað, er báturinn hafði sézt fjr um daginn, og er þeir komu út fjrir svo nefndan Aurhrjgg, fundu þeir þar, miðja vegu milli Aurhrjggs og Mannsejrar, rekinn farvið úr bát Gufrmindcuog fjögur sjórekin )ík þar í íjörunni; voru það Hk þeirra Guðm. Sigmunds- sonar, Hermanns Jósepssonar, Bjarna Pálma- sonar og Páls Bjaraasonar, og sást, að báturinn hafði sokkið þar skammt frá landi, naumast meira en 10 faðma undan landi, að þvi er hr. Ól. Gíslagon telur. Þykir óefað, að þetta börmulega sijs hafi atvikazt á þann hátt, að þeir Guðmundur hafi lent á blindskeri, og hafi báturinn kastazt nið- ur á aðra hliðina, fjllt þegar, og sokkið, er skuturinn skreið með skerinu á fullri ferð, og hafa mennirnir þá þegar kastazt út. Lík þeirra fjögra, er rekið höfðu, voru þegar flutt heim að Snæfjölium, og munu hafa verið liðnir 6—7 kl.tímar, er þau fundust, frá því er slysið bar að, þvi að það sást, að vasaúr þeirra, er drukknuðu, höfðu stöðvað kl. 1. Allar lífg- unartilraunir voru því taldar árangurslausar. Daginn eptir, 18. þ. m., hélt svo hr. Ól. Gíslason þangað; er báturinn lá á mararbotni, og tókst að ná honum í land, og var hann að öllu óskemmdur. Lík þeirra Guðrn. Benediktssonar og Hirams Danielssonar náðust einnig, og voru skammt frá bátnum, og voru flutt heim að Snæfjöllum. Gttðm. Benediktsson, er var maður á bezta skeiði, að eins 37 ára, var kvæntur Klínu Jóns- dóttur, Vagnssonar á Höfða. og lifir hún bann, ásamt 4 börnum þeirra. — Hinir voru allir ókvæntir, flest ungir vaskleikamenn á bezta skeiði, svo að telja má mikinn mannskaðann, ekki sízt þar sem slíkur atorkumaður og sæ- garpur, sein Guðm. heitinn Benediktsson var, er fallinn frá. Sent var þegar norður í Jökulfjöröu, til þess að tilkynna þar sorgartíðindi þessi, og er mælt, að lík Guðmundar, og háseta hans þriggja, verði flutt norður, og jarðsungin að Staðarkirkju í Grunnavík, en hinir tveir jarðaðir að TJnaðs- dalskirkju. Meinlegt sundkunnáttulejsi. Slysfarirnar 17. þ. m. eru enn eitt dæmi þess, hve afar- hörmulegt það er, að sjómenn vorir skuli ekki kunna sund. Það er enginn efi á því, að hefðu menn þessir kunnað eitthvað lítið að fleyta sér á sundi, þá hefðu þeir bjargast, svona örskammt frá landi, og í slíku blíðskaparveðri. Djúpmenn! Látið þetta hörmulega slys verða yður hvöt til þess, að forsóma ekki að kenna æskulýðnum að synda. Gufuskipið „Heimdal", eítt af flutningaskip- um hr. L. Berg’s, hvalf'angara á Framnesi í Dýrafirði, kom til Dýrafjarðar 14. þ. m., fyrst allra skipa til hvalveiðamanna i ár. — Skipið hafði hreppt storma mikla á leiðinni, og verið 13 daga frá Tönsberg i Noregi. — Með skipinu komu skipshafnir á tvo hvalveiðagulubáta hr. Berg’s. sem þegar var tekið að setja ofan til veiða. „Heimdal11 lagði aptur af stað frá Dýrafirði til Englands ‘22. þ. m. Áðalvikingar, sem hér voru staddir 19. þ. m., sögðu mikið góðan afla i Aðalvik framan af þ. m., fyrir norðanhretið, 3—4 hundruð með bát daglega, en minni afla eptir hretið, um hundr- að á bát.. f Aðfaranóttina 18. þ. m. andaðist að Látr- úm í Mjóafirði hér í sýslu Jóhannes Helgason, sonur Helga bónda Einarssonar á Látrum og konu hans Póru Jóhannesdóttur, er andaðÍBt 4. þ. m., sbr. síðasta nr. blaðs þessa. — Hann var fæddur að Borg í Skötufirði 17. okt. 1872, en fluttist þaðan í æsku, með foreldrum sínum, að Látrum í Mjóafirði, og dvaldi þar jafnan síðan. Jóhannes heitinn var formaður á útveg föð- ur síns í nokkrar vertíðir, og þótti ötull og laginn til þeirra starfa, og yfir höfuð líklegt mannsefni, gæddur all-góðum sálargáfum, stillt- ur og góðlátlegur í framgéngu allri, en naut sín litt síðustu árin sakir langvinnrar van- heilsu, tæringar, er nú hefur loks leitt hann til bana, eptir langa og örðuga sjúkdómslegu. Komið skip. 20. þ. m. kom hingað „kútter“ frá Englandi. er Leanh. Tang’s verzlun hefur keypt þar í vetur, og ætlar að láta ganga héð- an til þorsk- eða hákarla-veiða. Gufuskipið „Barden“, eitt af flútningaskip- um H. Ellefsen’s hvalfangara, kom til Flateyr- ar i Önundarfirði 21. þ. m. — Skipið hafði komið við i Færeyjum, og í Beykjavik, á leið sinni frá Noregi, og voru með þvi um 140 verkamenn, sem hafa atvinnu hjá hr. Eliefsm i surnar. Hr. H. EUefsen kom ekki með „Barðanum11 að þessu sinni, svo sem venja hans hefur verið að undan förnu, með því að hann er nú, að sögn, staddur á Austfjörðum, að setja upp hval- veiðistöð í Mjóaíiröi, og rekur hann þvi hval- veiðaútveg sinn frá tveim stöðum, Önundarfirði og Mjóafirði, í sumar. Fiskiskip leggja flest út héðan um og eptir páskana. — Enn eru að eins tvö skip farin til fiskiveiða: „Racilia41 og „Calli“, og „Arthur“ til hákarlaveiða. Strandferðaskipið „Yesta“ kom hingað, norð- an um land, 24. þ. m., og hafði hvergi rnætt ís til tafa. 76 „Heyrðu, R o b e r t, nú get eg fært þér góðar frétt- ir! Gamli greifinn, hann B ... karlinn, hefur, samkvæmt tillögum minum, ásett sér, að ráða þig, sem verjanda í máli því, 8era höfðað hefur verið gegn barónsdóttur- inni Evelínu W..., sem er barnabarn hans“. „Mig? Og eptir þínum tillögum?“ spurði eg hálf- hissa. „Og hvernig gat þér dottið þetta i hug?“ „Blátt áfram af þeirri ástæðu“, svaraði frændi minn, „að sakamál þetta, sem nú er á hvers manns vörum, gefur þér, sem enn ert ungur og óreyndur málfærslu- maður, ágætt færi, til að sýna íþrótt þína, og fá orð á þig, sem málfærslumaður. Grreifinn er gamal-kunningi minn, svo að jeg var ekki lengi, að bræða það með mér, að vekja máls á þessu við hann, og féllst hann þá fúslega á það“. Mér duldist nú auðvitað eigi, að frændi minn hafði gert þetta í bezta tilgangi, en engu að síður hryggði það mig þó fremur, en kætti. „Jeg kann þér beztu þakkir fyrir þessa hugsunar- semi þina“, svaraði eg honum, „en bæði er eg nú enn ungur, og óæfður, sem málfærslumaður, og svo er mál þetta þannig vaxið, að það væri þaulæfðasta málíærslu- manni of vaxið, að geta bjargað ákærðu. Sést þetta, meðal annars, bezt á þvi, að greifinn hefur þegar snúið sér til tveggja stéttarbræðra minna, sem færastir eru taldir, og vildi hvorugur þeirra taka það að sér, af því að þeir álitu það þýðingarlaust“. „Ekki er mér ókunnugt um þetta“, svaraði frændi minn aptur, „en einmitt af því, hve málið sýuist íll- vinnandi, þá yrði frægð þín enn meiri, ef það ynnist, og þess vegna hefi jeg lagt mig svona í líma, þín vegna. 81 vel á stúlkuna, eins og mér gerði, þá hefði mér þó runn- ið ólán hennar til rifja. En æska hennar, þýðlega viðmótið, fegurð hennar og framkoma hennar í heild sinni, hafði allt svo mikil áhrif á mig, að eg held jafn vel, að jeg hafi þjáðst meira, en hún, sem mátti vænta dauðadómsins. Jeg lét nú vesalings ungu stúlkuna segja mér allt, um fyrri æfi sína, og um ógæfu þá, er hún nú hafði ratað i. Afi hennar, B.. ■ greifi, bjó einn sér, og sem út úr veröldinni, i gömlu höllinni sinni. Hann var ekkjumaðnr, og ríkasti óðalseigandinn þar um slóðir. Allt um það fór því samt fjarri, að hann gæti láns- eða lukku-barn talizt. Heimilislíf hans hafði verið mæðumikið, og ekkert var nú eptir i veröldinni, sem hann hefði yndi eða gleði af. Svona hafði nú gengið í mörg ár, áður en atburð- ur sá gjörðist, sem eg nú átti við að glíma. Greifinn átti tvö börn, son og dóttur. Hét sonurinn Alexander, en dóttirin Margrét- Ung ráðskona, er Hagedorn hét, hafði búsýsluna á hendi. Stúlka þessi var i raun og veru sú, er öllu réð á heimilinu, og engum leiðst það vítalaust, að ganga á þenna rótt hennar. Margrót, greifadóttirin unga, var ágætis stúlka, sælleg í andliti, með ljómandi fógur, blá augu, og glað- værðin sjálf.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.