Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.03.1901, Blaðsíða 7
XY, 13,—14.
Þjóbtilj isn.
55
a
Með skipinu var fjöldi farþegja, á annað
hundrað sjómanna.
Frá ótlöndum kom L. A. Snorrason kaup-
maður.
„Vesta“ fór héðan aptur daginn eptir.
Til de Döve.
En rig Darne. som er blevet
helbredet for Dövhed og Öre-
susen ved hjselp af Dr. Nioholsons kunstige
Trommehinder, har skænket hans Institut
20,000 Kr., for at fattige Döve, som ikke
kunde kjöbe disse Trommehinder, kunde faa
dem uden Betaling. Skriv til:
Institut „Longcott“, Gunnersbury,
London, W,, England,
Nokkrar tunnur af vel saltaðri
beitu-síld eru til sölu. — Semja má
við Helga Sigurgeirsson á Isafirði.
Seyiil 1 iifii ígia lltarW, M litnrbiiii
B u c li ’s.
Nýr egta demantsyartur litur I Nýr egta dökkblár litur
hálf-blár — | — — sæblár
Allar þessar 4 nýju litartegundir skapa fagran egta lit, og gerist þes9 eigi
þörf, að látið sé nema einu sinni í vatnið (án „beitze“).
Til heimalitunar mælir verksmiðjan að öðru leyti fram með sinum viður-
kenndu, öflugu og fögru litum, sem til eru i alls konar litbreytingum.
Fæst hjá kaupmönnum hvívetna á íslandi.
Buch's litunarverksmiðja,
Kaupmannahöfn V.
Stofnuð 1842
Sæmd verðlaunum 1888.
Til 8Ölu er reiðhestur á bezta
aldri, vefstóll, og hjólsleði nýr — Semja
verður við Odd GuSmundsson á Isafirði,
eða við ritstjóra blaðs þessa, fyrir 14.
apríl næstk.
Hús til sölu. Hús þau, sem mér
til heyra, og standa í Traðarlandareign
í Hólshreppi, eru tii sölu, með góðum
borgunarskilmálum. Semja má yið rit-
stjóra blaðs þessa, er hefúr fulla heimild,
til að útkljá kaupin, og gefa út afsals-
bréf fyrir mína hönd.
ísafirði 11. marz 1901.
Sæin. Benediktsson.
íshús Carl Heepfners verzlunar
á Blönduósi
mun á komanda sumri hafa frosna sild
til beitu, og ís ef þess þarf, er selt verð-
ur þilskipum með mjög sanngjörnu verði.
Blönduós 20. marz 1901.
JPjetm- Sæmundsson.
Hér með auglýsist, að kennslustörfin við
kvennaskólann á Ytriey, nefnil. forstöðu-
konu- og þriggja kennslukonu-störf, eru
laus til umsóknar. Á ein af kennslu-
konum eingöngu að hafa á hendi kennslu
í fatasaum.
Kaup forstöðukonu er nú 450 kr., en
kaup kennslukona 200 kr. yfir kennslu-
timann.
Skólaárið er frá 1. oktb. til 14. mai.
Umsækendur sendi umsóknir sinar
og meðmælingar til formanns forstöðu-
nefndar kvennaskólans, hr. Sigurðar
Sigurdssonar á Húnsstöðum, fyrir 14.
maí næstk.
p. t. Blönduósi 9. marz 1901.
For st ö Sunefndin.
Með þvi að vér framvegis sjáum oss
eigi fært, að eiga i útlánum jafn mikið
af saltpokum og tiðkast hefur, biðjum
vér hér með alla viðskiptamenn vora að
hafa skilað saltpokum þeim, er þeir nú
| hafa að láni, fyrir 1. maí næstk.
80
unum væri fram komin full sönnun fyrir glæpnum, svo
að hvorki mælska né skarpskyggni yrði að liði.
Jeg iðraðist þess þvi sáran, að hafa tekið að mér
jafn vonlaust og vanþakklátt verk.
En það var nú um seinan.
Það var skylda mín, að láta ekki hugfallast, en
gera allt, sem auðið væri, til þeas að reyna að ávinna
þó sem vægastan dóm.
En glæsilegar horfur voru þetta ekki, að eiga að
ríða svona á vaðið, að því er sakamála málfærsluna snerti.
Daginn eptir var eg því all-niðurdreginn, og í íllu
skapi, en ásetti mér þó, að hafa tal af ákærðu.
Evelína W... var lagleg stúlka, að eins 17 ára
að aldri, og hafði eg eigi fyr litið hana, en mér gatzt
svo vel að henni, að jeg gat eigi varizt þeirrar hugsunar,
að svona lagleg stúlka gæti ómögulega hafa unnið
hundi mein.
Og þó átti þessi vesalings stúlka, þetta aumingja
barn, að vera blóðsaurguð glæpakona, að vera — morðingi.
Mér fannst ekkert geta verið ósennilegra og ótrúlegra-
Þetta var sú ráðgáta, sem mér fannst, að jafn vel
skarpasta skynsemi gæti naumast ráðið.
Afl vanans gerir það að verkum, að flestir gamlir
málfærslumenn verða alveg tilfinningarlausir, að því er
þá vesalinga snertir, som um stórglæpi eru sakaðir; en
svo var mér enn eigi farið í þá daga.
B.ósemin og tilfinningarleysið, sem æfður mál-
færslumaður hertýgjast, er hann skoðar ógeðslegustu saka-
mál frá lögfræðislegu sjónarmiði, var enn mjög fjarri
skapi mínu.
Enda þótt mér hefði ekki litizt eins einstaklega
77
Eins og þér er kunnugt, þá er þetta morðmál,
ákærða kornung, af háum stigum, og stendur til að erfa
of fjár.
Margt heiðvirt, og inikils megandi fólk lætur sér
mjög annt um hana, af því að það er almennt álitið —
og að eg hygg með réttu —, að hún sé saklaus“.
„Og þó eru svo mörg og mikilsvæg gögn gegn
henni“, 9varaði eg „að þrátt íyrir neitun hennar, gengi
það þó kraptaverki næst, yrði hún sýknuð“.
„Hverju orði sannara, vinur minn“, anzaði hann
„og sjáðu nú svo um, að þetta kraptaverk verði, því að
þá er þér borgið.
Um þakklátsemi gamla greifans, og hvað hann yrði
þér skuidbundinn, ætla eg nú ekkert að tala, því hitt
þykir mér meiru skipta, hve nafnfrægur þú yrðir, og
hvaða traust þú ynnir þér.
Allir kepptust þá um það, að ta þig, sem mál-
færslumann.
Haldir þú aptur á móti áíram uppteknum hætti,
að fást að eins við einkamál, þá verðurðu gamall og
gráhærður, áður en þú vinnur fyrir mat þínum að gagni“.
„Það er rétt, sem þú segir“, svaraði eg, því að
mér fannst röksemdaleiðsia hans 9annfærandi, „að smá-
málin gefá. einatt lítið í aðra hönd, en þó hafa allir vor-
ir frægustu máifærslumenn iátið sér sæma, að lúta að
þeirn í fyrstu, og eugu að síður komizt þó vel áfram“.
„En það hefur tekið þá tímann“, svaraði frændi
minn aptur. „Oamlir og gráhærðir voru þeír orðnir,
áður en takmarkið næðist.
Nú býðst þér íæri á, að stytta þér leiðina drjúgum,
og láttu því viðbárurnar fjúka.