Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.04.1901, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.04.1901, Blaðsíða 5
XV í> JÓB VXLJIN N. 69 17.— 18. róður, til að vega upp YÍktikaupið í dag- launavinnunni. Það er að minnsta kosti óséð, að for- sjónin gerði sama kaupmuninn milli karla og kvenna, sem mennirnir gera. ------------ Almanak 1901. útgefandi: Ólaf- ur S. Thorgeirsson. Winnipeg. Man. Enda þótt almanak þetta sé reiknað eptir afstððu Winnipeg-bæjar, og sé þvi auðvitað eigi fullnægjandi hér á landi að öllu leyti, þá ætti það þó skilið, að fá útbreiðslu nokkra hér á landi, vegna ýmis konar skemmtunar og fróðleiks, sem það heíúr að faera. Eins og venja hefur verið að undan förnu, flytur almanakið að þessu sinni drög til landnámssögu Vestur-íslendinga, og getur helztu viðburða og mannaláta meðal þeirra naesta ár á undan. Enn fremur eru og i almanakinu nokkrar skemmtisögur o. fl., og við daga- talið er þess viða getið, ef gjörzt hefur einhver meiri háttar sögulegur atburður þann dag, eða einhver merkismaður, is- ienzkur eða útlendur, fæðzt eða dáið. Málið á almanakinu er í skárra lagi, eptir þvi sem stundum gerist á ritum, sem prentuð eru í Ameríku, og ytri frá- gangur fremur góður. ---—---------- Athugasemd. Hr. ritstjóri! Viljið þér gjöra svo vel, að lána ept- fylgjandi athugasemd rúmí heiðruðu blaði yðar. í 13. tölublaði ,Þjóðólfs“ fræðir rit- stjórinn lesendur blaðs síns á því, að hr. Gruðjón Guðlaugsson, fyrverandi og til- vonandi alþm. Strandamanna, muni, að margra áliti, vera með hæfustu þing- mönnum landsins, og ber hann fyrir þessum fróðleik fregnrita sinn úr Stranda- sýslu. — Það er nú að visu sro, að það mætti æra óstöðugan, að hrekja allar þær öfg- ar og vitleysur, sem það blað leyfir sér, að bera á borð fyrir lesendur sina, en sumar af þeim eru svo vaxnar, að eigi virðist rétt, að ganga með öllu þegjandi fram hjá þeim, og ein meðal þeirra er ofan nefnd staðhæfing, því að ef þeir, sem þekkja hr. G. G., og hafa vit á að meta hæfileika hans, treysta því, að hann væri einn af hæfustu þingmönnum lands- ins, þá hlytu þeir, að bera mjög litla virðingu fyrir löggjafarþingi þjóðarinnar, og ímynda sér, að eigi þyrfti að vanda háseta á þá skútu o: þingið, þar sem hann væri jafnoki hinna beztu fyrirlið- anna. — Annars væri nógu fróðlegt, að sjá af- reksverk þess þings, sem svo væri skip- að, að hr. G. G. væri meðal þeirra fær- ustu, enginn, sem tæki honum fram að menntun né þekkingu, en margir náttúr- lega lakari. — Eg vildi næstum því óska, að þingkosningar tækjust svo einu sinni, því að þó það yrði dýr og tilfinn- anleg reynzla fyrir þjóðina, þá væri hún þó eflaust nytsöm, og mundi megna að opna augu hennar fyrir því, að almenn menntun, samfara góðri greind, er þó nauðsynlegt skilyrði fyrir þvi, að geta verið nýtur þingmaður. — En þetta er almenningi því miður ekki full ljóst, það sýna kosningarnar í sumum kjördæmum, bæði nú og fyrri, og „Þjóðólfur“, og hans nótar, útbreiða þá villu meðal alþýðu, að það séu fyrirtaks þingmenn, og færir í flestan sjó, sem eitthvað geta blaðrað í þingsalnum, þó þeir vitanlega hafi enga þekkingu né hæfileika til þess, að koma nokkru nafni á að vinna ýms þau verk, sem þingið hlýtur að inna af hendi, og sem því mundu standa ráðþrota, ef þeir ættu að vinna upp á sitt eindæmi, og nytu ei að sér betri manna, — mennta- mannanna á þingi, sem allt af er verið að skamma, þegar hinir eru hafðir til skýjanna. — Eg segi hr. G. G. þetta eigi til á- mælis; hann kann að hafa ýmsa þing- mannshæfileika, og geta verið notandi á þingi, með sér betri mönnum, þó hann geti engan veginn talizt með hæfustu þingmönnum landsins; það er enginn mögulegleiki til þess um mann, sem engrar menntunar hefur notið, og fræðslu af mjög skornum skammti. — Og að láta sér slikt um munn fara, það er að ó- virða beztu og menntuðustu menn þjóð- arinnar, sem nokkrir eiga þó, sem betur fer, sæti á löggjafarþingi hennar. V* ’Ol Patriot. 106 hefur kviðið því, að eitthvað væri orðið að barninu, hef- ur hún svo að líkindum eigi þegar elt ókunna manninn, heldur flýtt sér að rúminu, og séð drenginn þar myrtan, sem fyr hefur verið frá skýrt. Að vörmu spori hefur hún þá hlaupið til dyra, og æpt um hjálp, en hnigið í ómegin á þröskuldinum. Blóðblettimir, sem voru á höndum hennar, og á skyrtu-erminni, stafa óefað af því, að hún hefur komið við rúmábreiðuna. Að hún hafi sjálf myrt barnið, er hún gekk i svefni, telur hún ekki sennilegt, því að menn myrða aldrei þá, sem þeir elska, og líf barnsins var henni kær- ara, en líf hennar sjálfrar. Auk þess þótti henni það og mjög sennilegt, að morðinginn hefði haft nægan tíma, til að drýgja glæp- inn, meðan hún var úti. Loks gat unga stúlkan og um sendibréf eitt, sem hún hefði lagt á borðið um kvöldið, en verið horfið að morgni. Það var bréfið, sem B... greifi hafði ritað henni, er hann mæltist til þess, að hún kæmi til W..., og hefði drenginn með sér. — Þessi greinilega og all-sennilega skýrsla stúlkunnar gat nú vakið ýmis konar ágizkanir, og ekki auðvelt úr að skera, hver réttust væri. Mér duldist þó eigi, að svo gæti farið, að þetta gæti gert snúning i málinu, og kvaddi jeg því stúlkuna að skilnaði með nokkurum huggunarorðum. Með sjálfum mér var eg og miklu rólegri, því að nú hafði jeg þó nokkuð, er vörn yrði á byggð. — — Það var nú komið að þeim tíma, er málssóknin 99 Hún var alblóðug um hendumar, og á hægri skyrtu- ermi hennar voru einnig nýir blóðblettir. Yið sjón þessa urðu þau hjónin, gestgjafinn og kona hans, svo lémagna af hræðslu, að þau vissu hvorki upp né niður. En ókunnugur maður, er leitað hafði gistingar i „Villigeltinum“ skömmu eptir það, er Evelína leitaði þar náttstaðar, hafði komið fram úr herbergi sínu, er hann heyrði háreystina, og var hann sá, sem áttaði sig fyrst. Hann lypti Evelínu upp, og gekk úr skugga um það, að hún væri hvorki sár, né dáin, en lægi að eins í yfirliði. Leið og eigi á löngu, unz Evelína raknaði við aptur. „Barnið! Eugene minn!“ voru fyrstu orðin, erhtxn heyrðist þá tala. „Hann er dauður — myrtur!“ Fólkið flýtti sér nú inn í herbergið, til að gá að barninu. Barnið lá í rúminu, og var — örent. Blóðið vætlaði úr sári, sem það hafði í hjartastað, svo að rúmfötin voru blóðlituð. A koddanum lá morðtólið, - - albldfðugt. Það var sami hnífurinn, sero Evelína hafði notað um kvöldið, er hún tók til sykurvatnið, og lagði þá frá sér á borðið. Og er vesalings stúlkan var nú aptur komin til sjálfrar sin, skýrði hún frá voða-atburði þessum, sem hér segir: Hún vissi ekki, hve framorðið var, er hún vaknaði snögglega við það, að hún heyrði eitthvert hægt þrusk í fremri enda herbergisins.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.