Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.04.1901, Page 6
70
Þjóðviljinn.
XV 17.-18.
Lýginn Dýrfirðingur. Það er leið-
inlegt, þegar menn, sem rita fréttapistla í blöð-
in, haga fréttaburði sinum að eins eptir því,
sem þeir ætla, að blaðstjóranum sé kærast, og
skrökva því upp hinu og þessu, sem ekkert á, j
skylt við sannleikann.
Dálítið sýnishorn í þessa átt er bréf kafli úr
Dýrafirði, sem „Þjóðólfur11 flutti lesendum sín- |
um 1. marz síðastl.
Bréfritari þessi hefur auðsjáanlega þótzt |
vita, að ritstjóra „Þjóðólfs" myndi vera mein- í
ílla við „Þjóðv.“, af þvi að „Þjóðv." hefur stund- '
um neyðzt til þess, að veita honum hirtingu, '
þegar ósóminn, og íhaldsiiflskan, hefur keyrt J
úr hófi.
Hann kryddar þvi bréf sitt með ýmis konar
rúsinum, er hann hyggur „Þjóðólfi11 geðjast,
svo sem t. d.: „Þjóðólfur er alltaf kærkominn
gestur“(!), „Þjóðviljinn“ er nú víðast úti lokað-
ur hér um slóðir“ o. s. frv.
Og þessu gleypir svo ritstjórinn við!
En hve fjarri sanni þetta raus bréfritarans
er, að þvi er til útbreiðslu „Þjóðv.“ í Dýrafirði
kemur, sýnir bezt eptir fylgjandi vottorð:
„Það vottast hér með, samkvæmt afgreiðslu-
og útsendingabók „Þjóðv.“, að kaupendur
blaðsins i Dýrafirði eru nú alls 49, og voru
svo við lok 14. árg. blaðsins“.
ísafirði 17. april 1901.
FÁ'Mir Sigurðsson,
af'greiðslumaður „Þjóðv.“.
Að „Þjóðólfur" sé jafnan kærkominn(!)
gestur i Dýrafirði, og hafi því að líkindum
mun meiri útkreiðslu þar um slóðir, en
„Þjóðv.“, því verðum vér einnig algjörlega að
neita, og skorum hér með á ritstjóra „Þjóð-
ólfs" að sanna oss, að svo sé.
Yfirleitt eru og Dýrfirðingar fijálslyndari
og skynsamari menn, en svo, að þeim getst
að apturhaldskenningum „Þjóðólfs", eða að
öðrum þeim óþverra, sem blaðið það flytur.
Mannalát. Látinn er ný skeð
(í marzmánuði) að Húnsstöðum í Húna-
vatnssýslu Sigurður Bárðarson, er lengi
bjó að Gröf í Víðidaí, en dvaldi síðustu
árin hjá syni sínum Sigurði, sýslunefnd-
armanni. — Tveir eru synir hans aðrir:
Björn, gagnfræðanemi frá Möðruvöllum,
og síra J’onas í Ameríku. Dóttir átti
hann og, er Kristín heitir, sem enn er ó-
gipt. — Ekkja hans, Ouðrún að nafni,
er hjá Birni syni þeirra. — Sigurður sál.
var „í röð betri bænda, og greindarmaður,
Og lót sór annt um, að manna börn sin“,
að því er segir i fróttabróíi úr Húna-
vatnssýslu til ritstjóra blaðs þessa.
21. marz síðastl. andaðist í Reykjavík
Sigríður Pálsdóttir, prests G-uðmundsson-
ar á Borg, systir Guðmundar heitins
Pálssonar sýslumanns. — Hún var fædd
5. april 1827, en lifði jafnan ógipt, lengi
hjá Guðmundi bróður sínum, en síðustu
árin í Reykjavík, við all-mikla fátækt,
og þótti valkvendi.
6. s. m. andaðist í Reykjavík Bergþbr
Þorsteinsson skipstjóri.
I marzmánuði andaðist og í Kaup-
mannahöfn Fritz Zeuthen, fyrrum læknir
á Eskifirði, 63 ára að aldri.
17. s. m. andaðist enn fremur, að
Stóra-Botni í Hvalfirði, síra Jon BenediJds-
son, síðast prestur að Saurbæ á Hval-
fjarðarströnd, rúmlega sjötugur. Hann
útskrifaðist af prestaskólanum í Reykja-
vík 1857, og vigðist ári síðar að Hvammi
í Dalasýslu, var siðan prestur að Sönd-
um i Dýrafirði 1859—-1865, þá að Görð-
um á Akranesi til 1886, og loks að
Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, unz hann
fékk lausn frá prestskap í fyrra, eptir
fullra 42 ára prestsþjónustu. — Hann
lætur eptir sig ekkju, Guðrúnu Guð-
mundsdbttur að nafni, og tvo syni upp-
komna: Bjarna, bónda að Melum í Borg-
arfirði, og Helqa, bónda að Stóra-Botni í
Hvalfirði.
Nýlega er og látinn síra Magnús
Jbnsson í Laufási, og verður helztu æfi-
atriða hans síðar getið.
-----Ov>Oyj<X>.'*---
ísafirði 18. apríl 1901.
Tiðarí'ar. Norðanveðrinu linnti loks 14. þ.
in.. og hefur síðan haldizt hagstæð sunnan-
veðrátta.
Sýslunef'ndin í Norður-ísatjarðarsýslu hélt
aðalfund sinn hér í kaupstaðnum 11.—13. þ.
m., og biður fundarskýrslan næsta blaðs.
Skipakoinur. 10. þ. m. kom bingað gufu-
skipið „Heimdal11, skipstjóri L. Marteinsen, með-
saltfarm til verzlunar A. Asgeirssonar.
11. s. m. kom gufuskipið „A. Asgeirsson",
skipstjóri Gregersen, eptir ö daga ferð frá Noregi,
fermt við, og öðrum varningi til sömu verzl-
unar.
13. þ. m. kom gufuskipið „Anna“, skipstjóri
J. Thorsen, fermt salti til Leonh. Tang’s verzl-
unar.
Héraðsfundur fyrir Norður-Ísaíjarðarsýslu
prófastsdæmi var haldinn hér í kaupstaðnum
13. apríl, og mættu þar 4 prestar og 4 safnað-
arfulltrúar.
Prófastur gat þess, að vígslu bænahússins
i Furufirði hefði orðið að fresta, af því að yfir-
lýsingu vantaði frá söfnuðinum um það, að
hann vildi ábyrgjast sómasamlegt viðhald bæna-
bússins, og var nú slík yfirlýsing lögð fram á
fundinum, svo að vonandi dregst þá vígslan
ekki lengi hér eptir.
100
Það var glaða tunglskin.
Henni datt í hug, að drengurinn væri má ske las-
inn, eða eitthvað gengi að honum, og flýtti sér því fram
úr, og gekk að rúmi hans.
Drengurinn lá þar þá grafkyrr, rétt eins og
hann svæfi.
En er hún lypti ögn upp rúmábreiðunni, til þess
að ganga alveg úr skugga um það, að ekkert væri að
honum, sá hún, að bæði ábreiðan, og brjóst drengsins,
vai lagandi i blóði.
Varð hún þá svo óttaslegin, að hún rak upp vein,
og rétt í sama vetfanginu heyrði hún einhvern lítilfjör-
legan hávaða að baki sér, engu líkara, en að einhver
væri að laumast a braut.
Vatt hún sér þá við, og sá mann strjúkast fram
hjá sér út um dyrnar, sem stóðu galopnar.
Hún hljóp þá eptir honum, og æpti um hjálp, en
féll svo i ómegin á þröskuldinum.
Það var vafalaust, að þetta var morðingi barnsins,
sem hún hafði sóð.
Framan rituð skýrsla var nú að öllu samhljóða því,
er stúlkan hafði margsinnis borið fyrir rótti.
Þó var eitt smá-atvik, sem eigi sást í prófúnum,
að hún hefði minnzt á fyrir róttinum.
Þess sást þar hvergi getið, að áður en hún háttaði,
hafði hún tvílæst hurðinni að innanverðu, og tekið lyk-
ilinn úr skránni.
Hafði hún af ásettu ráði þagað yfir þessu í próf-
unum?
Hafði henni orðið það á óvart, að geta þessa
við mig?
105
þá hitt og þetta, sem hún ekki hafði °neina hugmynd
um, fór síðan aptur í rúmið, og svaf Jáfram, eins og
ekkert hefði í skorizt.
Og þegar hún svo vaknaði um morguninn, vissi
hún ekkert, hvað fram hafði farið.
En þar sem hún var þá jafnan óvanalega máttfar-
in, gat hún þó getið sér þess til, að eitthvað hefði.
óvanalegt gjörzt.
Þegar hún gekk í svefni, vaknaði hún að eins, ef
kallað var á hana með nafni, eða einhver óvanalegur
hávaði heyrðist.
Sömuleiðis vaknaði hún og jafnan, ef ýtt var eitt-
hvað við henni, hve lítið sem var.
Voða-nóttina, sem hór var um að ræða, hafði hún
nú eigi vaknað við það, að heyra þrusk í fremri enda
herbergisins, eins og hún hafði skýrt frá fyrir réttinum.,
Þvert á móti hafði hún að öllum líkindum gengið
í svefni, tekið þá lykilinn á borðinu, og opnað með hon-
um hurðina.
Að því búnu hefur hún svo líklega farið út, lokað'
hurðinni að utanverðu, og skilið lykilinn eptir i skránni.
En hvert hún hefur farið, og hve lengi hún kann,
að hafa verið úti, veit hún ekki.
Að likindum hefur hún strax vaknað, er hún sté-
aptur inn í herbergið, ef til vill af þvi, að einhver hef-
ur þá gengið fram hjá henni, og má ske kornið eitthvað
við hana.
Og í saúia vetfangi hefur svo ókunni maðurinn —
sem hún þykist sannfærð um, að myrt hafi drenginn —
farið út um dyrnar, sem stóðu opnar.
Alvpg utan við sig af hræðslu, og af því, að hún,