Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.05.1901, Síða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.05.1901, Síða 4
92 ÞjÓí) viljinn XV. ‘23.-24. Sem mörgum nú er kunnugt, var Oddur Gíslason, landsyflrréttarmáltærslumaður, sendur hingað, samkvæmt skipunarbréfi amtmanns, dag- settu 3. apríl, til að taka þetta mál fyrir, og leiða það til lykta, um leið og hann hafði með höndum mál hins opinbera, gegn Guðjóni Jens Jónssyni hér i bænum, er hann kvað nú hafa til lykta leitt á sinn hátt. Jeg fór því til hans strax eptir það, að hann kom, og bað hann taka málið f'yrir, og stefna bæjarfógeta H. Haf- stein aukaréttarstefnu fyrir mína hönd, og svaraði hann mér þvi, að þótt bann að vísu gæti gefið út stefnu, þá væri sér ómögulegt, að leiða málið til lykta, þar hann yrði að vera kominn heim aptur með „Ceres“ í síðasta lagi, og að málið, sem aukaréttarmál, gæti ekki orðið til lykta leitt fyrir þann tíma. Liðu svo nokkrir dagar, sem jeg ámálgaði við hann, hvort hann ekki gæti dvalið lengur, og neitaði hann því, og kvað mér þýðingarlaust, að eiga við málið, að þessu sinni; en þar sem gamall málsháttur segir „aliur er varinn góð- ur“, og þar jeg ekki þekkti pilt þennan að neinu, þá áleit jeg réttast, að skrifa honum, og krefjast skriflegrar umsagnar, sem jeg og gjörði, þann.27. f. m., og læt jeg það bréf fylgja hér með, til þess að sýna, að ummæli „Þjóðviljans11 í síðasta númeri, að jeg sé hættur við máiið af peningaleysi, eru á engum rökum byggð. Bréfið er svo látandi: „Hér með leyfi jeg mér, hr. setudómari, að senda yður uppkast af stefnu tii aukaréttar, er jeg bið yður að útgef'a á hendur herra bæjarfógeta H. Hafstein mér til lianda, og getið þér haf't stefnuna í þessu f'ormi, en bið yður um jafn harðan að lagfæra formgalla, er fyrir skyldu koma. Peningar, tii að byrja með, skulu vera til staðar, þá stefnan er gefin út, sem og ábyrgð fyrir því, er þér krefjist til þess, að leiða málið til lykta í aukaréttinum. Yðar svar óskast sem f'yrst! ísafirði 27. apríl 1901. Samaon Eyjólf*soníí. Jeg þarf ekki að taka það fram, að jeg hafði þá liggjandi 150 krónur, og sömuleiðis góða ábyrgðarmenn fyrir öllum frekari kostn- aði málsins, svo að Oddur þurfti ekki að óttast, að stæði á borguninni, og vissi hann vel sjálf- ur, að svo var, enda minntist hann aldrei á peninga við mig, að eins á tímaspursmálið og annirnar!! við landsyfirréttinn, sem hann gat ekki yfirgefið, og sem gjörðu honum ómögulegt, að leiða málið til lykta. Þessar 150 krónur átti Oddur að hafa, undir eins og hann vildi byrja málið; en, sem sagt, hélt jeg því sem skilyrði, að hann yrði að leiða málið til lykta, og enn fremur hafði jeg ótveg- að mér ábyrgðarmenn fyrir hinum óákveðna kostnaði, sem dráttur málsins kynni að hafa í för með sér, og ekki er hægt að reikna út fyrir fram. Sem svar upp á bréf mitt fékk jeg vottorð f'rá honum, þar sem hann neitar að taka málið fyrir, sökum tímaleysis, þar sem hann sé bund- inn til, að vera kominn til Reykjavikur í síð- asta lagi með „Geres“ 16. þ. m., og nefnir hann þar beldur ekki peninga, sem og ekki gat kom- ið til tals undir þeim kringumstæðum. Nokkru síðar biður hann mig að sýna sér vottorðið aptur, og þar sem jeg var grunlaus gjörði jeg það fyrir hann; en því hefur hann aldrei aptur skilað(!); en 1. maí sendir hann mér bréf, um, eður eptir, kvöldverðartíð, og tal. ar þar um, sem fyrstu ástæðu, að jeg ekki hafi greitt honum áskilda peningaupphæð, og síðari ástæða hans er sú fyr sagða, að hann, timans vegna, ekki geti tekið nokkurt mál fyrir, sem ekki verði hægt að leiða til lykta, áður „Ceres“ fari suður! En hvað langan tima þarf til þess að leiða eitt aukaréttarmál til lykta? Og fyrir hvað á jeg að borga honum peninga, þegar hann neitar að dvelja hér svo lengi, að leiða málið til lykta, ef það dregst fram yfir þann tíma, sem hann sjálfur hefur ákvoðið?!! Eptir þenna tíma gat jeg ekki náð Odd tali, því daginn eptir var fuglinn floginn, Oddur burtu. Var mér sagt, að hann hafi tekið stefnu vestur yfir Breiðadalsheiði, og er það hið síð- asta, sem jeg hef til hans spurt. Þykir mér það og all-liklegt, þar sem hann er sagður kynjaður þaðan, enda skilst mér og, að honum inuni betur lagin bændastörf, nálægt átthögum sínum, heldur eti að jafna málum Isfirðinga, sem setudómari. Að amtmaður eigi nokkurn þátt í þessari tvöfelldnislegu aðferð Odds, sé fjarri mér að segja; en hitt er víst, að þegar jeg nefndi að fá settan setudómara, stakk jeg sjálfur upp á 2 velþekktum juristum (öðrum hér á staðnum), og gat jeg hvorugan fengið; en af hvaða ástæðum ? Því vil jeg leyfa mér að álíta, að amtmaður hafi gjört rangt í því, að senda Odd þennan, sem hefur sýnt sig jafn ómögulegan til þess starfa, sem honum var falinn á hendur, og vona jeg því, að úrskurður amtmanns takist betur næst, sem ekki mun langt að biða, að krafist verði. ísafirði 10. maí 1901. Samson Eyjólfsson. Fréttir. Embættispróf. Tveir isl. stúdentar: Ouð- mundur Finnbogason og Agúst Bjarnason hafa ný skeð tekið meistarapróf i heimspeki við há- skólann í Kaupmannahöfn. Mælt er, að þessir nýju heimspekingar sæki báðir um styrk úr styrktarsjóði síra Hannesar heitins Arnasonar, sem ætlaður er heimspeking- um, og styrkur verður i fyrsta skipti veittur úr í ár. Úti urðu tveir menn 3. april síðastl. á Mýr- dalssandi í Vestur-Skaptafellssýslu. — Hét annar þeirra Þorsteinn Bjamason, bóndi á Herj- ólfsstöðum, en hinn Jcm Sigurðsson, húandi á Skálmarbæ. Annar þessara manna bjargaðist að vísu til bæjar, en dó að fárra daga fresti, af vosbúð og kali. 134 einirberjarunni, og hlupu þær þá burtu, sem fætur tog- uðu, og skelltu hurðinni á eptir sér. „Tvær manneskjur? Hvaða manneskjur?“ kölluðu nú allir. „Annað var karlmaður, sem var í síðum, bláum frakka, eins og bændurnir ganga hér í, en hitt var kvennmaður“. „Kvennmaður?“ „Já“. Skolfélagsmaðurinn kvaðst þora að fullyrða, að svo hefði verið. „Eins og jeg er lifandi, þá hlýtur það að hafa ver- ið hún María Lúcke“, mælti hringjarinn. Það kom nú töluverð ókyrrð á alla. En vissi þá nokkur, hvort hún hafði hlaupið? Já, skotfélagsmaðurinn kvaðst hafa veitt því mjög nákvæma eptirtekt. Kvað hann þau fyrst hafa læðzt fram með kirkju- garðinum, og skotizt svo inn í ofur-lítið hús. Um leið og skotfélaginn skýrði frá þessu, benti hann á ofur-lítið, einloptað hús, er lá á að gizka tuttugu skref frá kirkjugarðinum. „Það er húsið hennar Liicke“, greip hringjarinn fram í. En höfðu þau þá farið inn í húsið? Og voru þau ekki farin þaðan aptur? „Nei“, því að hann hafði eigi haft augun af hús- inu. „Þau hlutu því að vera þar enn þá“. „Góðir hálsar!“ kallaði lögreglustjórinn. „Skolli er unninn! Fylgið mér vasklega! Yér höfum hann á valdi voru“. 143 var á skrifstofu ríkismálfærslumannsins, er rannsóknirnar hófust“. „Gott og vel“, hér eru þá prófin“, hélt dómsfor- setinn áfram, og kastaði um leið prófseptirritunum hirðu- lauslega á annað borð. „Setjið yður nú inn í málið, og það eigi að eins í höfuð-atriðunum, því að þó að málið sé óflókið, þá er það eigi tilætlunin, að það sé eigi sem vandlegast varið“. Heidenstein gekk nú að borðinu, og stakk á sig prófseptirritinu. A kinnar hans, sem áður voru fölar, settust tveir brennandi,. rauðir dílar, og hann leit nú til dómsforset- ans, i stað þess er hann hafði áður horft feimnislega til jarðar. Hann opnaði augun hægt og þunglamalega, og dómsforsetinn sá þá blasa við sér tvö stór, dökk augu, er vöktu athygli hans, af því að hanri hafði aldrei tekið eptir þeim áður. Það var svipað þvi, er maður tekur lokið ofan af brunni, sem að vísu liggur á alfaravegi, en sem maður þó aldrei hefur veitt eptirtekt áður. Hundrað sinnum hefur maður gengið yfir brunn- lokuna, og aldrei hugkvæmzt, að undir henni feldist neitt einkennilegt — en svo eygir maður allt í einu djúpið, dimmt og leyndardómsfullt. „Óskið þér nokkurs frekar?“ spurði dómsforsetinn, og var nú sjálfur hálf-vandræðalegur. „Mér þykir það leitt, hr. dómsforseti“, svaraði Heidenstein, og var röddin hálf-rárn, „að þér hafið svo lítið álit á mér“.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.