Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 01.06.1901, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 01.06.1901, Blaðsíða 2
98 Því miður leyfir rúm blaðsins oss eigi, að birta nokkur erindi, sem sýnis- ishorn, enda er fæstum, sem langa til að sjá leikinn í heild sinni, nein ofætlun að leggja fram þessa fáu aura, sem ritið kostar. III. jArsrit Gcirðyrkjufélagsins. Hið ísl. garðyrkjufélag hefur í ár látið prenta yfirlit yfir, og útdrátt úr því helzta, sem birzt hefur í ársritum félagsins árin 1895—1901, og er kver þetta þvi einkar hagkvæmt, og íljótlegt að grípa til þess, til þess að kynna sér algengustu garð- yrkjureglurnar, sem hér á landi tíðkast. Kver þetta ætti þvi að vera á sem flest- um heimilum, enda hefur búnaðarfélag Islands sent öllum búnaðarfélögum lands- ins það til útbýtingar meðal félaga sinna, svo að vonandi er, að einhverjir verði þó til þess, að kynna sér það. 000§§000---- Munir frá Andrée-ferðinnL I umboði stjórnar hins „sænska mann- fræðis og landfræðisfélags“ hefur sænski vísindam aðurinn prófessor A. G. Nathorst sent út svo látandi auglýsingu, er birt- ist hér eptir tilmælum hans: Þegar Andrée, hinn 11. júli 1897, lagði af stað i loptfari sinu frá Danskey (við Spitzbergen), flutti hann með sér 13 dufl, sem kasta átti úr loptbátnum til þess, að færa fregnir um ferðina. Dufl þessi eru samsett af korkflögum, sem lagðar eru hver ofan á aðra, og er gat í gegnum miðju þeirra; niður um göt þessi gengur málmpípa frá lokinu, og í henni átti að geyma bréfið. Utan um korkflög- urnar var net af koparþræði. Neðri endi duflsins, oddurinn fyrir neðan korkflög- urnar, er keilumyndaður og allur úr kop- ar, og svo þungur, að hann heldur duflinu uppréttu. Kringum opið á efri enda er málmgjörð úr nikkel, og á henni má lesa með stóru letri: Andrées Polar-Exped.ition 1896 N:o . A lokinu eru skrúfugangar, til þess að skrúfa það inn í miðjuna á efri málmhringnum. Upp frá lokinu gengu i fyrstu 4 snúnir málmþræðir, er flagg var fest við. Hæð duflsins frá loki til neðsta odds er hér um bil 91/., þuml- ungur og mesta breidd um 7 þumlungar Fimm dufl hafa hingað til fundizt^ nefnilega heimskautsduflið (polarbojen), sem var stærri en hin, það fannst á Kung-Karls-landi, þrjú dufl (nr. 3, 7 og 8) fundust á íslandi og eitt (nr. 4) norð- an til i Noregi. Enn þá eru eptir 8 dufl, og mætti ætla, að þau, fyrr eða seinna, ræku til lands, ef ísinn ekki hefur molað þau í sundur Þó nú svo hefði orðið, þá hefðu lík- lega nokkrar af korkjiögunum losnað, og þess vegna þarf að grennslast eptir þeim. Þessar korkflögur með gati á, er hægt að þekkja frá korkflám þeim, sem notað- ar eru á veiðarfæri. Eptir upp á stungu maunfræðis- og laudfræðis-félagsins sænska, hefur sænska stjórnin lieitið þeim stærri eða minni verð- Þjóð vil.jinn. launum, sem hér eptir finna og hirða muni frá lieimskautsför jrndrées. Það er hugsanlegt, að auk duflanna hafi ýmsir aðrir munir komist á flot, þeg- ar loptfarið fórniður. Afþeim mánefna kanadiska snœskó (þrúgur), sem þó líklega ekki hafa verið merktir, en á flestum öðrum hlutum stóð merkið Andrées Polar• Expedition 1896. Af slíkum munum má enn fremur geta um sleða einn úr eskitré, kjálkar hans voru þunnir og likir skíð- um, en aðrir hlutar sleðans voru svo út- búnir, að það mátti binda þá saman og voru þeir því naglalausir. Þessir hlutir sleð- ans voru þverslár og litlar tréftögur og hoga- mynduð umgjörð, samsett af tveim sívöl- um teiningum, hér um bil 2 þuml. að þvermáli. Flestir hlutir sleðans hafa líklega verið merktir, en það er áríðandi, að athuga allar smíðaðar rekaspítur úr eskitré, jafn vel þó þær séu ómerktar. Sumar verkfœra-hirzlur, og einar verk- fœris-lappir úr tró, voru einnig merktar. Trégrindin úr hát, sem þeir Andrée höfðu meðferðis, samsett af mörgum pörtum, getur ef til vill hafa komist á flot, einn- ig horð eitt úr mahóní. Hástokkurinn af loptbáts (gondóls)-þakinu, var sam- settur af tréstöfum, og efri hluti hans var stórgjörður tréhringur. Nobkrir víðir- laupar hafa getað komist á flot. Tvær langar spíritr úr hamhusreyr gengu út úr loptfars-hringnum. Flöskur úr aluminium- þynnum hafa ef til vill komist á flot, ef þær hafa verið tómar, og lokin hafa ver- ið skrúfuð á þær. Það er hugsanlegt, að ýmsir aðrir rnunir hafi getað flotið, og þess vegna ber að veita öllu því nána eptirtekt, sem á einhvern hátt er ólikt vanalegu vogreki. Það er injög liklegt, að aðrir munir, en duflin, hafi rekið til Islands, og þyrfti því að skygnast eptir slíku á öllum rekum. Menn eru góðfúslega beðnir að senda allar vísbendingar um muni frá Andrée- ferðinni til Svendska Sdllskabet för Antropologi och Geogra.fi, Stockholm, og þangað á einnig að senda munina sjálfa, ef þeir kynnu að finnast. Ef dufl finnst, sem enn þá er með loki, má ekki skrúfa það af, heldur verður að senda duflið ó- snert, og plöntur og dýr, sem kynnu að vera föst utan á duflinu má heldur ekki taka burtu. --— Fiskisamþykktarbreytmgin. (Aðsent.) (Niðurlag.) Það eru nú liðin um 30 ár, síðan byrjað var að beita skelfiski hér við Djúp. Var hann þá fyrstu árin brúkaður inni í Borgareyjarsundi, og talið ófært að brúka hann fyrir utan Hólma, sökum strauma. Fiskaðist þá þar inn frá þau ógrynn- is ósköp, eins og mörgum nú lifandi mönnum er enn minnisstætt, að það var þrásækilega, að 1000 var flutt á land á dag í Reykjarfirði. Var þá farið að XV, 25.—26. brúka beitu þessa utar og utar, því að hver vildi fá fiskinn næstan sér, sem vonlegt var. En hvað skeður? Þegar farið var að beita skelfiski utar, fór fiskurinn að verða tregari, að ganga inn, og hafast þar við styttri og styttri tírna,. þar til hann, eptir 10—12 ár, var algjörlega hættur að ganga inn fyrir Ögurhólma. Eins er jeg nú hræddur um, að farið geti um Mið-Djúpið, ef farið er að beita skelfiski út úr, og Út-Djúpsmenn eru neyddir til þess, að fara enn á ný að kosta til útvegsins eigi all-lítilli upphæð, og vera þó vissir um, að bera ekkert meira frá borði eptir, en áður, og mega auk þess vænta þess, eptir reynzlu kú- fisksmannanna, að hafa ekkert gagn af annari beitu, t. d. sild og smokki, þótt byðist. Og árangurinn af því, að pína Út- Djúpsmenn til þessa nýja kostnaðar, yrði svo fyrir Mið-Djúpsmenn sá, að eiga það vist, að verða, eptir 10—12 ár, að leita að fiskinum út á yztu Bolvíkinga miðin. Það er fúll sönnun fengin fyrir því af reynzlunni, að fiskurinn er tregur til þess, að ganga lengra upp að landinu, eða lengra inn í firðina, en hann þarf. — Þetta sýnir eigi að eins tálbeitan — smokkurinn, síldin, hrognkelsi og skel- fiskur, sem vór nefnum því nafni —, heldur er sami kvarturinn á þilskipunum; hin smærri verða að falla fyrir hinum stærri, og stærri seglskipin fyrir lóða- gufuskipunum, af því að fiskurinn stopp- ar göngu sína upp að landinu, þegar niðurburðurinn kemur fyrir utan. Allt þetta sýnist mór benda á sama, sem hór er um að ræða, að því er skel- fiskinn snertir, og þess vegna er jeg svo hræddur um, að menn eyðileggi sjálfa sig, og blessað Djúpið sitt, og hryllir mig við, ef sú yrði afleiðingin af of mikilli flótfærnis óaðgæzlu. Mér finnst annars, að hugsunarhátt- urinn hjá þessum einstöku mönnum, sem eru að berjast fyrir því, að mega beita skelfiski úti á yztu miðum Djúpsins, vera þveröfugur. Bolvíkingar og Hnífsdælingar, sem þeir vilja neyða til þess, að fara að viða að sér skelfiski, eru yfirleitt meiri krapt- menn, hafa skip stærri, og eru nær fiski- göngunni, og valt mun vera að treysta því, sem haft er eptir sumum þessara skelfisksforkólfa, að Bolvíkingar muni eigi vilja vinna það til, að afla sór skel- fisks, eða hafa menningu til þess, svo að skelfisksforkólfarnir geti rifið upp inikinn afla út frá, þegar fiskur er treg- ur í göngu. En þeim verður fráleitt úr þessu, þvi að jeg er viss um, að Bolvíkingar vökn- uðu þá sumir, þótt værukærir séu af sumum kallaðir. En satt er það, að verra þykir þeiin, að vera neyddir til þessa, og það af tveimur ástæðum sórstaklega: 1. fyrir kostnaðar sakir, því að þeir telja

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.