Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 01.06.1901, Page 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 01.06.1901, Page 5
XV, 25.-27. Þjóbviljinn 101 var haldinn a3 Broddanesi 21. inaí sii)- astl., og voru þar tveir í kjöri: Gnðjón Gtiðlaugsson á Ljúfustöðum, fyrverandi þingmaður kjördæmisins, og Ingimundur bóndi Magnússon i Snartartungu. Kosningin fór, sem við var búist, að kosimi var alþingismaður Guðjón Guðlaugsson, er hlaut, að sögn, 36 atkvæði. Hinn frambjóðandinn, hr. Ingimund- ur Magnússon, hlaut, að sögn, 19 atkvæði, svo að mjög lítið hefur þá verið að mununum, og sigurinn ærið harðsóttur. ----------------------- M annaiát. Látinn er 8. maí síðastl. merkisbónd- inn Skúli Skúlason í Fagurey á Breiða- firði, rúmlega fimmtugur. Hann var á heimleið undan Jökli, en hreppti sunnanrok, og var að hrekjast alla nóttina, og mun þá hafa reynt um of á sig, því að hann andaðist snögglega, er hann átti skammt heim, milli V'að- stakkseyjar og Fagureyjar. Skúli sálugi var alkunnur dugnaðar- og atorku-maður, einhver mesti sjósókn- ari og aflamaður á Breiðafirði, og mjög mikils virtur af öllum, er liann þekktu, sakir stakrar ósérplægni, drengskapar og góðgjörðarsemi. Hann var kvæntur MMrnfríði Péturs- dóttur frá Arney, er nú lifir hann, sem ekkja, og eiga þau hjón fjögur uppkom- in börn á lífi: Jón, búanda í Bjarneyj- um á Breiðafirði, kvæntan Ingibjörgu Bergsveinsdóttur, Skúla, sem, eins og Jón bróðir hans, er þilskipaformaður hór á ísafirði, og dæturnar Margréti Oddfríði og Guðrúnu, sem báðar eru i Fagurey, ógiptar; en þriðja soninn, Sigurð skip- herra, misstu þau hjónin i fyrra. Isafirði 1. júní 1901. Tiðarlar. Tíð hefur haldizt all-góð, síðan síðasta nr. hlaðsins kom út, en þó jafnan tölu- verður kalzi í veðráttuuni, sem að líkindum stafai' af því, hve hafísinn er skammt undan landi. Strandbátarinn „Skálholt'1 kom hingað að sunn- an 19. þ. m., og lagði aptur af stað héðan norður um land aðfaranóttina 20. s. m. — Meðal far- þega, er hingað komu moð „Skálholti", var sira ■Jón Jónsson, fyrrum prestur að Stað á Reykja- nesi, ásamt fjölskyldu sinni, sem núeraðflytj- ast frá Piateyri til tengdasonar síns, JónsAuð. Jónssonar á Garðstöðum, enn fremur læknisfrú Þórunn Scheving frá Stykkishólmi o. fl. Héðan fór og margt farþega með skipinu, þar á meðal kaupmaður Rich. Riis, prestsfrú Siqríðvr I'horlacius o. fl. Hr. Jóhannes Pétursson, umhoðsmaður enska Ward’s, hiður þess getið, að allt sé enn óákveð- ið um það, hvaða verð hr. Ward muni horga í ár fyrir fislc þann, er hann ætlar að kaupa hér við Djúp. Hr. Ward er væntanlegur um miðjan júní, og þá fyrst verður verðið látið uppi, að því er hr. Jóhannes Pétursson segir. Síld og aílahrögð. 20. þ. m. fókkst all-góð- ur síldardráttur hér á Pollinum, 60—70 tn., sem þegar var selt tii heitu, og rifist um, á 24 kr. tunnan. Afli á síldina mikið góður í Bolungarvík, og ytri veiðistöðunum, 4—5 hundruð, og enda upp í 1000, yfir sólarhringinn, en minna auðvitað hjá sumum. Á skelheituna reitingsafli, 1—2 hundruð, og þar undir og yfir. Sakamálið gegn Guðjóni Jens Jónssyni, hús- manni hér í kaupstaðnum, er getið var i 21.—22. ar. blaðsins, var risið af því, að ákærða hafði síðastl. vetur verið synjað um næturvarðarsýsl- anina hér í kaupstaðnum, og ritaði hann þá bæjarfógeta hréf 29. des. f. á., þar sem hann, meðal annars, kveður svo að orði, að hann viti, „hvaða hölvaðir grautarlallar1* sumir í hæjar- stjórninni séu, og skýrði hann síðan þau orð sin svo í réttarhaldi daginn eptir — er hann var kvaddur fyrir lögreglurétt, sem grunaður um, að hafa valdið skemmdum á einu afvatns- bólum hæjarins —, að orðin ættu við hæjarfó- getann sjálfan, og bæjarfulltrúana Arna Sveirrs- son og Finn Thordarscn, er hann taldi hafa gefið sér einhvern ádrátt, eða jafn vel hvatt hann, til að sækja um næturvarðarstöðuna. — í téðu réttarhaldi var svo kveðinn upp yfir honum varðhaldsúrskurður, og kallaði hann þá dómar- ann sjálfan „helvítis tj’ranna11; en ákærði hefur haldið því fram, að hann hafi þá eigi vitað, að hann var fyrir rétti, og sýnist það mjög senni- legt, þar sem í varðhaldsúrskurðinum segir: „Hann er nú svo drukkinn, æstur og ósvífinn, að óroögulegt er, að hafa greinileg svör afhon- um'j enda virðist hann hafa verið á óslitnum „hnetti11 frá því, er hann ritaði ofan nefnt bréf, unz hann raknaði úr rotinu í varðhaldsklef- anum. Daginn eptir sannaðist svo, að skemmdirnar á vatnshólinu voru eigi af manna völdum, og var ákærða því þá þegar sleppt úr varðhaldinu, og beiddi þá fyrirgefningar á ofan nefndu hréfi, og annari framkomu sinni, og lýsti hæjarfógeti því þá yfir í réttinum, að hann myndi fyrir sitt leyti leggja það til, að málið yrði látið nið- ur falla, eins og líka hæjarfulltrúarnir Arni Sveinsson og Finnur Thordarsen fyrii'gáfu hon- um síðar að sínu leyti, og háðu hann undan ákæru, enda segir í réttarhaldinu 31. des. f. á., að hann hafi þá tjáð sig „mjög angraðan11, og „vilji allt ótalað hafa“. Plestum mun því haf'a komið sakamálsskip- un amtmanns, og sending setudómara, fremur óvænt, enda virðist slík málshöfðun að minnsta kosti lítt réttmæt frá siðferðislegu sjónarmiði, úr því sem komið var. ý 15. þ. m. varð bráðkvaddur á götu hér í kaupstaðnum Pétur Magnússon húsmaður, 78 ára að aldri, kynjaður úr Þingeyjarsýslu, en hafði víst um flest héruð landsins farið, unz hann staðnæmdist hér í kaupstaðnum fyrir 16—17 154 I göngunum, er lágu til beggja handa, var ógeðs- Eegt leiðinda myrkur, og heyrðist þaðan hurða-marrið, er fangavörðurinn var að opna eða loka fangaklefunum. Skammt þaðan var Og þvotta-kjallarinn, og lagði þaðan andstyggilega gufu, er draup svo aptur niður ept- ir hvitum múrveggjunum, og myndaði þar óhreinar rákir. Heidenstein fannst sér létta að mun, er hann korn dnn i herbergi rannsóknardómarans. Herbergi þetta var blátt áfram, með digrum járn- •>3töngum fyrir gluggunum, svo að eigi var þar sem gistileg- ast, og þó fannst Heidenstein sér bregða svo við, sem kærni hann úr rándýra bæli inn i manna híbýli. I miðju herberginu voru trégrindur, og var svo til •ætiast, að .ákærðir menn, sem yfirheyra átti, væru öðru megin, en rannsóknardórnarinn hinu megin, og sat hann íþar við borð eitt, sem var fóðrað með grænu klæði. Trégrindur þessar höfðu því það hlutverk, að greina glæpamennina frá rannsóknardómaranum, og frá mann- 'félagirm. Heidenstein gekk að græna borðinu, og lokaði á eptir sér hurðinni, sem á trégrindinni var. Að því loknu hringdi hann, Og sagði fangaverðin- um, sem inn kom, að koma með Mariu Liicke. A meðan verið var að sækja hana, settist hann niður við borðið, og fór að blaða í útdrætti úr réttar- prófunum, sem hann hafði gjört í þvi skyni, að geta spurt hana nákvæmar um ýms atriði. Svona sat hann nú, og var að grúska í pappirun- Mm, og hreifði sig hvergi, þótt hann heyrði, að hurðin v»ri opnuð, og tæki eptir glamrinu í tréskónum, sem •fangar eru vanir að hafa. 147 Svona gekk, að heita mátti, í hvert einasta skipti, sem hann kom, svo að ekki skakkaði orði. í stiganum stóð ungfrú Lisly svo jafnan, með gang- lampann í hendinni, af þvi að dimmt var í stiganum, og svo kom hann þá staulandi upp stigann, með hatt- inn sinn i hendinni, og hálf-brosleitur um munninn, að þvi er virtist. Hann var stirður, og klunnalegur í framgöngu, og alls ekki fríður, en i augum hans bjó eitthvað, er kom manni til þess, að horfa í þau aptur og aptur, og vakti jafn framt þær tilfinningar, að þar byggi það, sem fegurst væri. Ungfrú Lisly heilsaði hann jafnan á þann hátt, að hann hneigði sig mjög virðulega fyrir henni, og svaraði hún þá á svipaðan hátt. Jafn framt mælti hann þá og jafnan svo felldum orðum: „Ungfrúnni, og fóður hennar, líður vonandi vel“. Brást þá og eigi, að ungfrú Lisly svaraði: „Já, þakka yður fyrir, hr. málfærslumaður, yður vonandi líka?“ Svo kom nú vanalega nokkurra minútna þögn, er hann fór að færa sig úr yfirhöfninni, og var þá jafnan i stökustu vandræðum, hvað giöra skyldi við bókina, sem hann hafði með sér. Enduðu þau vandræðin þá jafnan svo, að ungfrú Lisly varð að taka við bókinni af honum, og halda á henni, meðan hann fór úr yfirfrakkamuu. Var hún þá að visu jafnan stilit að sjá, þótt naum- ast réði hún sér af tilhlökkun og gleði, því að nú átti hún það vist, að kvöldið yrði skemmtilegt. Það var svo skemmtilegt, svo yndislegt, sem hann

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.