Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 01.06.1901, Side 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 01.06.1901, Side 6
102 Þjóðviljinx. XV. 25.-26. árum. — Konu sína Guðrúnu Hallgrímsdóttur missti hann fyrir rúmum 10 árum, og eru nú að eins tvær dætur þeirra á lífi, önnur gipt Jóhannesi húsmanni Jóhannessyni hér i kaup- staðnum. Pétur heitinn var stakur viljamaður, sí-hasl- andi fyrir lifinu til síðasta augnahliksins, og er það mikilsvert, þegar slíkir vilja- og klaka- klárar fá að halda heilsu, og geta séð sérhorg- ið, án annara hjálpar, til siðustu stundar. Þingeyri, en var þegar, fyrir ötula fórgöngu læknisins, einangruð svo og upp rætt, að síðan hefur enginn orðið þeirrar veiki var. Hvalveiðin mun nú ganga með erfiðasta móti, en þó hefur hr. Berg fengið 16 hvali, og hafa 6 þeirra komið frá Norðurlandinu, og má geta nærri, hver afar-tilkostnaður liggur i þvi, að hafa tvö gufuskip, til að draga hvalina alla leið frá Langanesi og Melrakkasléttu, vestur fyrir land, til Dýrafjarðar11. Tíðar ferðir til útianda. Gufuskipið „Cim- hría“ fer í sumar ýmsar f'erðir milli Plateyrar og Hull á Englandi, og eru hurtfarardagar skipsins frá Plateyri: 23. mai, 6. júni, 20. júni, 4. júli, 18. júli, 1. ág. og 15. ág.; en hvenær ferðirnar hætta í sumar er enn eigi fast ákveðið. Póstafgreiðslumaðurinn á Isafirði sendir jafn- an póst til Flateyrar degi fyrir hurtför skips- ins, og eru ferðir þessar því ísfirðingum til all-mikils hagræðis. Drukknun. Aðfaranóttina 12. apríl síðastl. féll maður útbyrðis af fiskiskipinu „Mary“ frá Þingeyri, Stefán Bogason að nafni, frá Langey á Breiðafirði, ungur maður, ókvæntur. Ofviðri var mikið, og hrotsjóir, svo að skipið fékk áföll stór, og skemmdir ofan þilfars, en komst þó til lands við illan leik. ý 7. maí síðastl. andaðist, eptir harnshurð, húsfreyjan Símonía Pálsdóttir, Símonarsonar frá Dynjanda, kona Kristjáns hreppstjóra Kristj- ánssonar i Stapadal. S. d. andaðist á Þingeyri sveinninn Asgeir, sonur Magnúsar læknis Asgeirssonar á Þing- eyri og frúar hans. Úr Dýrafirði er skrifað 21. þ. m.: „Tiðin er allt af köld, með snjóhleytu krapa, er stund- um festir allt ofan í hyggð, og 13. þ. m. snjó- aði alveg í sjó, sem er óhagstætt, hæði fyrir eldsneyti, og um sauðburð, sem nú er að byrja; en þótt vætur séu optast, þá sprettur ekkijörð að þvi skapi, og er það eðlileg afleiðing kuldans. Það, sem segir í „ísaföld“ 20. f. m., um skarlatssóttina, eptir einhverjum lausafréttum, er tilhæfulaust, sem hetur fer. Sá eini fótur, sem fýrir því er, var sá, að tveir unglingar fengu í vetur einhvern snert af veikinni á Drukknun. 23. þ. m. hlekktist á sexæringi ór Bolungarvik, á heimleið úr fiskiróðri. — Sex- æringur þessi, er kallaður var „Valur“, var eign Péturs hreppstjóra Oddssonar í Tröð í Bolungarvík, og Bernódusar húsmanns Ornólfs- sonar á Grundum, og var formaður Kristján Bjarni Qlafsson frá Reykjarfirði í Vatnstjarðar- sveit. Veður var eigi hvasst þenna dag, enda reri þá almenningur hér við Djúp; en er þeir Kristján voru á heimleiðinni komnir á móts við Grjót- leiti á Stigahlíð, á grynningunni að vestan verðu, á svo nefndri „Bönd“, kom vindkast í seglin, og með þvi að öll segl voru þá föst, eins og þvi miður er allt of almennt hér við Djúp, þá setti kviðan skipið um, áður en lækk- að yrði. Urðu þá tveir hásetanna þegar lausir við skipið, og drukknaði annar þeirra, Kinar Benediktsson að nafni, ókvæntur vinnumaður frá Geststöðum í Tungusveit í Strandasýslu, en hinn maðurinn gat haldið sér á floti k dnfli, er bann náði i, og var honum bjargað, ásamt hinum tjórum, er gátu haldið sér við skipið, með því að því hvolfdi eigi til fulls, en hvíldi á seglunum, enda vildi svo vel til, að annar sex- æringur, formaður Jóhann Pálsson á Laugabóli, var þar skammt frá á siglingu, og kom þegar til bjargar. Lik Einars heitins náðist einnig, og var flutt til lands. Tíl íÍP Tlnvp — som er blevet 111 UO llUKO, helbredet for Dövhed og Öre susen ved hjælp af Dr. Nicholsons kunstige Trommehinder, har skænket hans Institut 20,000 Krl, for at fattige Döve, som ikke kunde kjöhe disse Trommehinder; kunde faa dem uden Betaling. Skriv til: Institut „Longcott“, Gunnersbury, London, W,, England. FATASAUMU R. Eg undirrituð, sem lært heíi fatasaum hjá skraddara í Reykjavík, tek að mér alls konar karlmannafatasaum, gegn sann- gjarnri borgun. Einnig tek eg að mér, að veita stúlk- um tilsögn í fatasaum, og kenni þeim að taka, mál. Jeg bý i húsi þvi, er Jón heitinn Magnússon snikkari bjó i. ísafirði 30. apríl 1901. Kristjana Elíasdóttir. Kresólsápa. Tilbúin eptir forskript frá hinu kgL dýralækningaráði í Kaupmannahöfh, er nú viðurkennd að vera hið áreiðanleg- asta kláðamaurdrepandi meðal. Fæst í 1 punds pökkum hjá kaupmönnum. A liverjuiu pakka er hið innskráða vöru- merki: AKTIESELSKABET J. HAGENS SÆBEPABRIK, Helsingor. Umboðsmenn fyrir Island: F. Hjorth & Co. Kjöbenhavn K. Kálfdælingai-1 Þar sem eg er nú á förum héðan úr héraðiuu, leyfi eg mér að biðja „Þjóðv.“ að flytja yður öllum, kæru Kálfdælingar, alúðarfýllstu þakkir mínar fyrir það, að þér hafið reynzt mór, sem bræður, síðan eg á síðastl. páskum kom til yðar hálf- 148 var vanur að koma með, til þess að lesa hátt fyrir henni, og föður hennar. Opnaði hún svo hurðina að herbergi því, er yfir- dómarinn sat í, og hvíslaði fljótlega að honum: „Mál- færslumaðurinn er kominn“. Gamli maðurinn, sem sat boginn yfir dómskjölun- um, kyssti hann þá jafnan, og ungfrú Lisly fór þá inn í annað herbergi, til þess að undirbúa kvöldverðinn, og annað, sem fram var reitt hjá Heinsberg yfirdómara við þess konar tækifæri. Pálína vinnukona mátti nú líka halda á spöðun- um, enda þótt ungfrú Lisly hefði helzt kosið, að geta gert allt sjálf. Hún kveikti sjálf upp undir tekatlinum, og stökk með slíkum flýti upp á stólinn, sem var í miðju her- berginu, til að kveikja á hengilampanum, að skórnir hrukku stundum af fótunum á henni. Og þegar suðan var svo farin að koma upp á te- katlinum, búið var að láta fyrir gluggana, og stofan var orðin svo unaðsleg, sem kostur var á, þá voru opnaðar dyrnar, sem voru milli borðstofunnar og skrifstofunnar gamla mannsins, og ungfrú Lisly kom þá sjálf i dyrnar, þokkalega búin, með snjóhvita svuntu, og bauð þá af sér svo yndislegan þokka, sem töframey væri. Og ekki kom hún optar i dyrnar, en Heidenstein varð þangað litið, og leit til hennar, eins og ætlaði hann sér endilega, að læra hverja iínuna i andliti hennar ut- an bókar. Eða var þetta að eins ímyndun hennar? Nei, það var engin imyndun, enda barðist þá hjart- 153 maður myndi hafa talið það ómaksins vert, að eyða miklum tíma til. En Heidenstein vann, eins og hestur. Yar það ekki dæmafá hagsýni? í afskekktasta hluta borgarinnar, þar sem fátt var húsa, lá fangahúsið, er var fremur óálitlegt hús. Milli þess og götunnar var tuttugu feta hár múr- veggur. Húsið var gráleitt, gluggarnir fáir og smáir, og veggirnir þykkir. í stuttu rnáli, þá var húsið svipaðast dimmleitri, augnalausri ásjónu. Þangað stefndi nú Heidenstein göngu sinni á þriðja degi, seinni hluta dags, til þess að tala við skjól- stæðing sinn urn ýmisleg atriði, áður en rnálið kæmi fyrir róttinn. Hann tók í bjöllustrenginn, er hókk við fangagarðs- hliðið, og var þá, sem eitthvert lífsmark kæmi á þar inni. Það heyrðist snúið lykli í skránni að innan verðu, og hlíðið hrökk upp. í fangagarðinum voru fáeinir betrunarhússlimir, er voru þar að kljúfa brenni. Þeir litu upp frá vinnu sinni, er Heidenstein gekk fram hjá, og skotruðu til hans augunum, daufum og fjör- litlum, en tóku svo aptur þegjandi, og deyfðarlega, til vinnu sinnar, er hann hvarf inn i húsið. Heidenstein gekk nú rakleiðis til herbergis þess, er rannsóknardómaranum var ætlað. Hann hafði opt komið hór áður, er hann starfaði, hjá rannsóknardómaranum, en aldrei hafði honum staðið jafn mikill 3tuggur af húsi þessu, eins og í dag.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.