Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 01.06.1901, Síða 8
104
Þjóðyiljinn
XV, 25.-26.
Bachus yfirunninn!
Eg undirritaður Ólafur Jónsson, til
heimilis á Isafirði, auglýsi hér með, að
eg neyti hér eptir engra áfengra drykkja,
og vænti þess því, að enginn bjóði mér
þess háttar framvegis.
ísafirði 27. maí 1901.
Olafur Jómuion.
V itundarvottar:
Einar Sigurðsson
Jón Baldvinsson.
Brúkið ætíð:
SIx. andinavís ll
Ejtportliaffe Surrogat
Kjobonhavn. — F. Hjorth & Co.
Uppboðsauglýsing.
Það auglýsist hér með, að föstud.
og laugardaginn 14.—15. d. næstkomandi
júnimánaðar, verða opinber uppboð
haldin að Horni í Sléttuhreppi, og þar
seldir ýmsir lausafjármunir, tilheyrandi
dánarbúum Stígs sál. Stígssonar, Haralds
sál. Stígssonar og Gríms sál. Bjarnasonar,
svo sem: sJdp, bátar, hús, ær, genilingar,
hross og ýmsir innanstokksmunir.
Uppboðið hefst á föstud. kl. 11 f. h.,
og verða söluskilmálar birtir á uppboðs-
staðnum.
Sléttu 20. maí 1901.
Brynjólfur Þorsteinsson,
(hreppstjóri.)
Jeg, sem rita hér undir, hefi í mörg
ár þjáðst afi móðursýki, hjartalasleik og
þar með fylgjandi taugaveiklun. Jeg
hefi leitað margra lækna, en árangurs-
DE EORENEDE BRYGKtERIER
í K,1^Benhavn
mæla með hvervetna verðlaunuðum ölfóngum sínum.
AI^LIANCE PORTER (Double brown stout) hefir náð meiri full-
komnun, en nokkurn tíma áður.
ÆCjPTIS MALT-EXTOAKT frá Kongens Bryghus, er læknar
segja ágætt meðal við kvefveikindum.
Export Ilobbelt Ol. Ægte Ki'one 01. Krone Pilsner
fyrir neðan alkoholrnarkið, og þvi ekki áfengt.
TUBORG 0L frá hinu stóra ölgeiðarhúsi i Kaupmannahöfn er alþekkt
svo sem hin bragðbezta og nœringurmesta bjórtegund, og heldur
sér afbragðs vel.
TUBORG 0L, sei.n hefnr hlotið mestan orðstýr hvarvetna, þar sem það hefir
verið haft á sýningu, rennur út svo ört, að af því seljast
50,000.000 fl. á ári, sem sýnir, hve miklar mætur almenn-
ingur hefir á því.
TUB0RG 0L fœst nœrri. því alls staðar á Islandi, og ættu allir bjórneytend-
nr að kaupa það.
laust. Loksins kom mér í hug að reyna
KÍNA-LÍFS-ELIXÍR, og eptir að jeg
hafði neytt að eins úr tvemur flöskum,
fann jeg, að mér batnaði óðum.
Þúfú í Ölvesi 16. okt. 1898.
Ólav/a Guihiiundsdóttir.
Kína-lifs-elexiiúnn fiæst hjá
flestum kaupmönnum á Islandi, án nokk-
urrar tollhækkunar, svo að verðið er,
sem fyr, að eins 1 kr. 50 aur. fyrir
flöskuna. —
Til þess að vera vissir um, að fá hinn
ekta Kina-lífs-elexír, eru kaupendur beðn-
ttv- -n
ir að líta vel eptir þvi, að * * standi
á flöskunni í grænu lakki, og eins eptir
hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðan-
um: Kínverji með glas í hendi, og firma
nafnið Valdemar Petersen, Nyvej 16,
Kjöbenhavn.
PRUNTSMIÐJA PJÓÐVILJANS.
150
bókina, og fór injög hægt að hvoru tveggja, því að hann
vissi. að ungfrú Lisly notaði þann tímann, til að ná í
fótskemilinn, og ýta til hengilampanum, svo að hann
væri rétt yfir miðju borðinu.
Að því búnu ræskti hann sig, og leit svo til henn-
ar, til að vita, hvort hún væri búin.
Hún var þá líka sezt niður, og beið nú þess, —
sæl, eins og barn, er .væntir þess, að leiktjaldið sé dreg-
ið upp þá og þegar —, að hann byrjaði að lesa.
Svo hóf hann þá lesturinn, og var gaman, að sjá
og heyra breytinguna, sem varð á honum þá.
Hann, sem vanalega var feiminn og niðurlútur, gjörð-
ist þá upplitsdjarfur, og horfði ófeimnislega kringum sig.
Og röddin, sem var vön að vera svo hás, gjörðist
þá hvell og hljómfögur, og rann af vörum hans, sem
léttur straumur.
Unga stúlkan lagði þá vinnuna hlustandi í kjöltu
sér, og henni fannst þá, sem herbergisveggirnir hyrfu,
0g aðvið sér blasti sveitin, svo broshýr og fögur, og fjöll-
um kringd á alla vegu.
Og mitt í þessu töfralandi sá hún hann standa, og
rétta sér höndina, svo blíðlega og vingjamlega.
En hvað henni virtist hann þá tilkomumikill, þessi
maður, sem gárungarnir þar í borginni hrisstu svo opt
höfuðin yfir, og sem engin skildi til fulls, nema að eins-
ein einasta manneskja.
„Og hamingjan gæfi, að sú manneskjan væri eigi
svo vesöl og litilmótlega, hugsaði Lisly, og dró þá um
leið andann mjög þungan.
Aumingja, vesalings Lisly!
En þegar hún lá svo vakandi i rúmi sínu, og rifj-
151
aði upp fyrir sér, hvað gjÖrzt hafði þá um kvöldið, þá
var, sem óraði hana fyrir einhverri ósegjanlegri framtíð-
ar-hamingju.
Og því optar, sem hann tók í hönd henni, því lengra,
innilegraogþýðingarmeirafannsthenni það handtakið verða.
Yar það þá einungis ímyndun?
Fjarri fór því.
Hefði hún getað fylgzt með honum á heimleiðinni,
þá hefði hún vafalaust aptur og aptur heyrt eitt nafnið
koma fram á varir hans, nafn, sem hún kannaðist svo
ofur vel við.
Hún hefði þá séð hann ganga fram og aptur í her-
bergi sínu, hugsandi, sem í draumi.
Og hefði hún mátt lita inn i hjarta hans, þá hefði
hún sóð þar mynd eina, sern i spegli.
Skylrli hún haía þekkt hana?
Já, hún hefði þá vafalaust orðið næsta sæl með
sjálfri sér.
Hún hefði fórnað höudum til himins, og hvíslað:
„Hann ann mér! Hann ann mór!“
Þessi maður var það, hann Heidenstein málfærslu-
maður, sem verja átti Maríu Liicke.
Hann hafði sézt koma út frá dómsforsetanum, og
einhver málfærslumannanna hafði þá látið sór um munn
fara, að þetta va>ri syndastraff á Maríu, að eiga að hafa
Heidenstein, sein verjanda.
Þetta haí'ði svo flogið um bæinn, og allir töldu
mál liennar tapað.
En það var það nú að vísu, hvort sem var, því að
bæjarbúar voru henni afar-gramir, og kviðdómendurnir
voru allir úr þeirra hóp.