Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.07.1901, Blaðsíða 2
114
Þjóðviljinx.
XV. 29.—30.
þjóðinni, sem bezt mátti verða, þar sem
stjórnin hafði marglýst því yfir, að væri
nokkuð við ríkisráðssetu ráðherrans hreift,
væri til einskis um nokkra stjórnarskrár-
breytingu að ræða.
I annan stað þótti þeim það ótækt,
að fariðjjværi að breyta 61. gr. stjórnar-
skrárinnar, töldu æskilegt, að breytt væri
að nokkru skipun þingdeildanna, og vildu
tryggja fjárráð þingsins betur, en nú, á
þann hátt, er hin svo nefnda Rangár-
miðlun fer fram á.
Svona töluðu þeir, á meðan þeir þótt-
ust þess fullvisir, að þetta myndi ein-
hlítt, til að hindra alla stjórnarbót; og á
þingmálafundunum í vor, trúðu þeir því
statt og stöðugt, að þetta hlyti að nægja,
og samþykktu því all-víða „valtýzkuna“,
ef 61. gr. stjórnarskrárinnar stæði óbreytt.
En nú hefur afstaða málsins hjá stjórn-
inni breytzt svo síðan, — sbr. boðskap
konungs —, að stjórnbótamenn vilja nú
halda 61. gr. óbreyttri, vilja auk þess
gera skipun efri deildar frjálslegri, rýmka
kosningarréttinn, og taka upp ákvæði
Rangármiðlunarinnar svo nefhdu.
Með öðrum orðum, stjórnbótamenn taka
nú til greina sömu atriðin, sem apturhalds-
liðið var einatt að fárast um, taka upp
ákvæði þau, sem þeir á þingmálafundunum
töldu skilyrði þess, að þeir gœtu orðið oss
samferða.
En hvað skeður þá?
Apturhaldsliðið verður þá sárhrætt um,
að málið gangi fram hjá stjórninni, þrátt
fyrir breytingar þessar, og svo er komið
með nýjan „fleygu, er málinu skal að
falli verða.
Nýja „yfirboðspolitíkinu, sem nú er
hampað að þjóðinni, er búseta ráðherra
hér á landi.
Það er búist við, að þetta láti þjóð-
inni vel í eyrum.
En staðfestingarsynjunin hjá stjórn-
inni er þá líka hárvis, svo að apturhalds-
liðið fær að halda „skriffinnskuu-stjórnar-
óstandinu sínu óbreyttu, eins og það er.
Hætt er þó við, að þeir verði fremur
fáir, meðal betri manna þjóðarinnar, er
hlaupa vilja erinda landshöfðingja- og
apturhaldsliðsins, enda er og þessu nýja
kosninga-agni þeirra svo ófimlega fyrir
komið, að fæstir geta glæpzt á því.
Þeir vilja hafa tvo ráðherra, er annar
só búsettur hór á landi, en hinn í Kaup-
mannahöfn.
Ráðherranum í Kaupmannahöfn er
ekki ætlað, að skilja eitt orð í íslenzku,
og ekki að mæta á alþingi, svo að þing
og þjóð hefur engin áhrif á hann, enda
enda þótt reyndin verði óefað, að hann
fái mest ráðin, þar sem hann dvelur að
staðaldri við hlið konungs.
Það er dómsmálaráðgjafabrotið danska,
sem þeir ætla þjóðinni við að búa.
Og þá verður allur munurinn frá því,
sem nú er, að nafn æðsta valdsmannsins
hér á landi breytist.
Það er ný landshöfðingja-nafnbót, sem
apturhaldsliðið vill nú berjast fyrir, eins
og „ísafoldu hefur réttilega sýnt fram á.
Hjálparinn.
Apturhaldsliðið byggir, sem vonlegt
er, allar vonir smar á landshöfðingja.
Honum er ætlað, að láta svo, gagn-
vart þinginu, sem hvort tveggja frum-
varpið, stjórnbótamanna og apturhalds-
liðsins, sé jafn fjarri því, að geta öðlazt
staðfestingu.
Jafh framt a hann og að koma fram
með ýmsar breytingar við frv. stjórn-
botamanna, er miði til þess, að gera frv.
sem allra-óaðgengilegast í þjóðarinnar
augum.
Yæntir apturhaldsliðið þess, að ein-
hver stjórnbótamanna kunni þá að glæp-
ast a breytingartillögum landshöfðingja,
sem auðvitað talar fagurlega, og lætur
svo í veðri vaka, sem hann vilji málinu
allt hið bezta!!
Yið slíku er þó naumast ráð að gera,
þar sem afstaða landshöfðingja er orðin
svo þjóðkunn.
Eptir alla frammistöðu landshöfðingja
í stjórnarskrármálinu að undan förnu,
getur þingið ómögulega litið öðrn vísi á,
en að stjórnin sé fulltrúalaus á þingi.
Hvað gamli maðurinn segir, markar
enginn lifandi maður, að því er til þessa
mals kernur, hvorki meðal þingmanna
né þjóðarinnar.
Fyrir þeirra hluta sakir, getur hann
þvi eins vel farið heim, og lagt sig, eins
og að rorra þarna í stólnum.
Það saknar hans enginn, nema ef til
vill stöku skósveinar hans úr apturhalds-
liðinu, ef þeir eru þá í raun og veru enn
svo vitgrannir, að byggja nokkrar vonir
á blekkingum hans og ráðabruggi.
breytingar i frjálslega stefnu, er orðið
hafa á síðustu áratugum, og þráir sáran
tíð hreppstjóra-„instruxinsu gamla(!)
Von er, að manninum só ílla við, að
stjórnarástandinu só breytt, og þyki þeg-
ar meira, en nóg, gjört að í því efni.
Launahækkun. Neðri deild áleit nægi-
legt, að hækka laun sýslumannsins í
Suður-Múlasýslu um 500 kr., svo að laun-
in verða þá eptirleiðis 3000 kr., í stað
3500 kr., er frv. stjórnarinnar fór fram á.
Breyting; á sreitl'esti. Þingmenn Rangæinga,
og Guðl. sýslumaður, hafa í neðri deild borið
íram frv. þnss efnis, að frá 14. maí 1902 skuli
tími sá, er menn þurfa, til þess að vinna sér
sveitfesti, að eins vera þrjú ár.
Fréttir frá alþingi.
Bankamálið. Tillaga Þórðar J. Thor-
oddsen o. fl., um skipun nefndar, til að
íhuga bankamál landsins, var, eptir litlar
umræður, samþykkt á þingfundi í neðri
deild 10 juli. — Taldi Þ. J. Tli. þinginu
skylt, að taka hlutafólagsbankafrv. til
nýrrar íhugunar, samkvæmt áskorun síð-
asta alþingis til stjórnarinnar, en Tryggvi
Gunnarsson taldi á hinn bóginn heppi-
legast, að landið tæki að láni 1 milj.
króna í gulli, er geyma skyldi ósnert í
bankanum, sem tryggingu fyrir seðlum,
er út yrðu gefnir.
Við nefiidarkosninguna var síðan, ept-
ir ósk íhaldsliða, höfð hlutfallskosning,
og hlutu kosningu: Þ. Thoroddsen, Bjórn
Kristjánsson, og Guðl. Guðmundsson, allir
úr stjórnbótaflokknum, en af mótflokkn-
um: Tryggvi Gunn. og L. Bjarnason.
Einstakt frjálslyndi! Þegar ræða var
um fátækramálið, á þingfundi neðri deild-
ar 10. júlí, hólt ritstjóri „Þjóðólfs“ því
fram, að réttast myndi, að af nema hrepps-
nefiidir, sýslunefndir og amtsráð, en fela
einum manni störf þeirra(!!).
Það er auðsætt, að maðurinn á afar-
örðugt með það, að sætta sig við ýmsar
Gæzla og: viðliald brúa. Þingmenn Árnes-
inga og Rangæinga vilja, að landssjóður taki
að öllu leyti að sér kostnaðinn við gæzlu og
viðhald brúnna á Ölfusá og Þjórsá.
Hiitnmgur Möðruyallaskúla. Stefán kennari
Stefánsson og Þ. Thoroddsen bera f’ram frv. í
neðri deild þess efnis, að flytja Möðruvallaskóla
að Akureyri, og vilja, að landssjóður leggi fram
25 þús. krónur, til þess að reisa þar skólahús.
Leynilegar kosning-ar. Þingmenn Gullbr.-
°g Kjósarsýslu hafa borið fram frv. i neðri deild
um leynilegar kosningar, kjörstað í hreppi
hverjum, o. fl.
Mál þetta var til 1. umræðu í deildinni 11.
juli, og tók landshöfðingi því þá að sumu leyti
fremur þunglega, kvaðst t. d. ekki þekkja til
þess, að neinir kjósendur hér á landi væru svo
ósjálfstæðir, að þeir þyrðu eigi, sakir áhrifa
annara, að greiða atkvæði eptir sannfæringu
sinni, enda hagaði hér ólíkt því, er í öðrum
löndum væri, þar sem rekin væru ýms stór
verksmiðju- og atvinnu-fyrirtæki, er fjöldi kjós-
enda hefðu atvinnu af.
Að umræðulokum var málinu visað til 5
manna nefndar, og þótti ihaldsliðinu mál þetta
svo miklu skipta, að það hafði krafið hlutfalls-
kosningar, og voru þá kosnir: Bj'órn Kristjáns-
son, Þórðwr Thoroddsm, Quðl. Quðm., H. Hafstein
og Hannes ÞorsteAnsson.
Prestakall nýtt. Síra Ól. Ólafsson ber fram
frv. i efri deild þess efnis, að Einholtssókn í
Austur-Skaptafellsprófastsdæmi skuli við næstu
prestaskipti verða prestakall út af fyrir sig, og
fá 300 kr. árl. uppbót úr landssjóði.
Gjaldskylda utanþjóðkirkjumanna. Björn
búfr. og Hannes ritstjóri bera fram frv. þess
efnis, að losa utanþjóðkirkjumenn, er prest hafa,
eða forstöðumenn, er fengið hafa kg). staðfest-
ingu, við greiðslu fasteignartiundar og kirkju-
skatts til þjóðkirkjunnar.
Kjörgengi kyenna. Frv. um kjörgengi kvenna
í sveita- og safnaða-málum flytur ritstjóri blaðs
þessa, eins og á ýmsum undan fbrnum þingum.
Bamgönguinálanefnd var kosin i neðri deild
11. júlí, og við höfð hlutfallskosning. — Kjörn-
ir voru: Bjöm Kristjánsson, Jóhannes sýslumað-
ur og Ól. Briem, úr stjórnbótaflokknum, en úr
andvígisflokknum: H. Hafstein og Björn sýslu-
maður.
Brú á Ytri-Rangá. Þingmenn Rangæinga
bera fram frv. í neðri deild þess efnis, að verja
megi úr landssjóði allt að 25 þús. króna, til að
gjöra járnhengibrú á Ytri-Rangá hjá Árbæ, gegn
því að sýslusjóður Rangárvallasýslu leggi fram
7 þús. krónur.
Breyting prentsmlðjulaga. Guðl. Guðmnnds-
son viU gera prentsmiðjum að skyldu, að láta
landsskjaiasafninu eptirleiðis i té eitt eintakaf