Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.07.1901, Blaðsíða 3
XV 29.—30.
ÞjÓÐVILJIN'N.
115
öllum tímaritum og blöðum, er út eru gefin
einu sinni á mánuði eða optar, og sé eintak
það prentað á skrifpappír.
Fellt frv. Frv. um viðhald og gæzlu brúnna
yfir Ölfusá og Þjórsá, er fór í þá átt, að koma
kostnaðinum á landssjóð, var fellt í neðri deild
13. júlí.
Sömu örlög hlaut og sú tillaga þingmanns
Vestur-Skaptfellinga, að gefa sýsluf'élögunum í
Árness- og Rangárvalla-sýslum, og jaínaðar-
sjóði Suður-Amtsins, eptir upphæð þá, um 18
þús. króna, er eptir stendur af láni til Ölfus-
árbrúarinnar.
Um bæði þessi frv. urðu all-miklar umræð-
ur, og lenti þeim þar saman tveim flutnings-
mönnunum, Magn. Torfasyni og Hannesi Þor-
steins$yni, með því að M. Torf. þótti ritstjóri
„Þjóðólfs" hafa gjörzt liðhlaupi í málinu, og
þótti ritstjóra „Þjóðólfs'1 svo nærri sér höggvið,
að hann beiddist verndar forseta, og höfðu
þingmenn af því all-mikið gaman.
Ritstjóri „Þjóðólfs" bar síðan upp annað frv.
þess efnis, að gefa eptir helming lánsins, og
var það einnig fellt í neðri deild 16. júlí, með
12 atkv. gegn 10.
Ilreiðadalslieiði þjððvegur. Þingmenn ís-
firðinga bera fram frv. þess efnis, að vegurinn
yfir Breiðadalsheiði í ísafjarðarsýslu, frá Selja-
landsósi í Skutilsfirði að Noðri-Breiðadal í Ön-
undarfirði, skuli talinn þjóðvegur; og að varið
sé þar til vegalagningar 5. þús. kr. hvort árið,
1902 og 1903.
Xý laxveiðalög. Þingmenn Árnesinga bera
fram frv. til nýrra laxveiðalaga, og var frv.
því 15. júlí vísað til nefndar: Jóh. Jóhannesson,
Sig. Sig., Þórður Guðrti., Herm. Jónass. og
Hannes Þorst.
Innlendur bruuabótasjóður. Frv. um stofn-
un innlends brunabótasjóðs var 15. júlí visað
til nefndar: Sk. Th., Ól. Br., Bj. Kr., Tr.
Gunn. og Stef. frá Fagraskógi.
Yið 1. umræðu málsins tók landshöfðingi
frv. þessu all-þunglega, taldi það ganga of
nærri frelsi manna, að lögleiða þvingaða elds-
voðaábyrgð, og fann því margt fleira til foráttu,
svo að ýmsir af nánustu fylgismönnum hans
hliðruðu sér þá þegar við því, að greiða at-
kvæði með nefndarkosningunni.
Ófriðun á sel. Þingmenn Árnesinga vilja
ófriða sel í ám, vötnum og lónum, ósum og
fyrir ósamynnum, þar sem lax gengur. Á
timabilinu frá 15. apríl til 15. júlí má þó eigi
skjóta sel nær löglega friðuðu æðarvarpi, en
einn fjórðung milu.
Almannafriðnr á lielgidögum þjóðkirkjunn-
ar. Frv. um það efni er borið fram í neðri
deild af R. Hafstein, Jóh. Jóhannessyni og Stefáni
kennara.
Frv. þetta er í öllu verulegu samhljóða frv.,
er stjórnin hefur áður borið fram um þetta efni,
og miðar að vísu fremur að þvi, að draga úr,
en auka helgi hvíldardagsins, þar sem heimil-
uð er ýmis konar vinna eptir miðaptan.
Kosning Dalamanna. — Politiskt hneixli.
í síðasta nr. blaðsins var þess stutt-
lega getið, að alþingi hefði borizt kæra
yíir alþingiskosningu þeirri, er fram fór
i Dalasýslu 15. sept. síðastl.
Kæra þessi var frá 4 mikilsmetnum
mönnum í Dalasýslu: Jens hreppstjóra
Jónssyni á Hóli, Guttormi trósmið Jónssyni
í Hjarðarholti, Magnúsi Frictrikssyni,
hreppsnefndaroddvita í Arnarbæli, og
Kjartani prófasti Helgasyni i Hvammi, og
fylgdu henni vottorð ýmsra kjósenda, er
staðfestu að öllu leyti kæru-atriðin.
I kæru þessari var það tekið fram,
að kjörfundurinn hefði verið ólöglega boðað-
ur, þar sem kjörfundarboðið hefði i ílest-
um hreppum verið birt að eins 13—20
dögum fyrir kjörfund, og í einum hreppn-
um, Laxárdalshreppi, hafði hreppstjóran-
um fyrst borizt kjörfundarboðið 4 dögum
fyrir kjörfund, svo að kjörfundarboðið
var aldrei birt þar á venjulegan hátt, og
enda þótt sýslumaður reyndi að nokkru
að bæta úr þessu á þann hátt, að hann
ferðaðist sjálfur um hreppinn, næstu dag-
ana á undan kjörfundinum, og sagði
mönnum frá fundinum, þá fylgdu þó
kærunni vottorð, er sýndu, að sumir
kjósendur höfðu ails enga tilkynningu
um kjörfundinn fengið, enda segja kær-
endurnir, að það hafi verið álit margra
manna, að þannig boðaður kjörfúndur
hlyti að teljast ólögmætur, svo að þýð-
íngarlaust myndi að mæta, og er því sízt
að vita, nema ýmsir kjósendur hafi set-
ið heima kjörfundardaginn, af þessum
orsökum.
Á kjörfundinum lysti kjörfundar-oddvit-
inn því enn fremur yfir, að því er kærend-
urnir segja, að enda þótt hann hefði dagsett
kjörfundar boðið.14. ágúst, eða fullum 4
vikum fyrir kjörfund, þá hefði hann þó
eigi til tekið kjörfundardagnn,fyr en seinna,
en látið standa eyðu fyrir deginum.
Enn fremur hafði sýslumaður einnig
gert tilraun til þess, að fá kjósendur úr
andstæðingaflokki sínum, til að vera í
vegavinnu kjörfundardaginn, og haft í
skilyrðum, að þeir mættu eigi á kjörfund-
inum.
176
Embættismanni einum hafði verið falið að vera við,
er samtalið færi fram milli þeirra mæðganna, en þótti
lítið á að hlýða, því að gamla konan stóð þar þá stein-
þegjandi, og horfði að eins forvitnislega kringum sig.
„Flýtið yður nú ögnu, mælti hann all-hrottalega
„Fimm mínútur fáið þér að vera hór, en lengur ekkiu.
Að svo mæltu stóð hann upp, og gekk inn í næsta
herbergi, og fór að blaða þar í ýmis konar málaplöggum.
En naumast hafði hann snúið við þeim bakinu, er
gamla konan fékk allt í einu málið, og ávarpaði þá dótt-
ur sína á þessa leið:
„Nú, hvernig gengur? Hefúr verjandi þinn talað
við þig, og hvað segir hann?“
„Hann sagðist ætla að reyna, að fá mig sýknaðau,
anzaði stúlkan.
„Sagðirðu honum, að þú hefðir selt lóreptið?“
spurði gamla konan.
„Nei, jeg sagði honum, að jeg hefði ekki gjört þaðu,
svaraði stúlkan.
„Nú, og trúði hann því þá? M spurði gamla konan
enn fremur.
María leit niður, og fitlaði eitthvað við kjólinn sinn.
„JáM, tnælti hún loks í hálfúm hljóðum. „Hann
trúði móru.
Gamla konan brosti þá ógeðslega, og komu ein-
kennilegar hrukkur á enni henni.
„Er hann ekki heimskingi?u spurði bún svo.
María Liicke sneri sór undan, og stokkroðnaði í
framan; — Dað var í fyrsta skipti er hún roðnaði í við-
urvist móður sinnar.
165
þar frá borginni. „Og þegar jeg fór heimleiðis, var orð-
ið all-framorðið, og farið að skyggja.
Jeg heyrði þá, að gengið var á hlið við mig, í
runnunum í skóginum.
Yarð eg þá mjög hrædd, því eg liafði peninga í
þvottakörfu minni, og hafði þegar heyrt svo margt af
honum sagtM.
„Af Schomburg?u spurði Heidenstein.
„Jáu, svaraði hann. „Og þegar jeg var því sem
næst komin að horninu, þar sem alfaravegurinn beygist
inn til bogarinnar, heyrði jeg eg háværan söng, er kom
úr þeirri áttinni, sem til borgarinnar vissiM.
„Yarð eg þá mjög fegin“, mælti hún enn fremur,
„þvi söngurinn var mér merki þess, að hér væru þó
menn í nánd.
En er eg kom fyrir hornið, sá eg, að þetta voru þrír
ölvaðir handiðnasveinar.
í angist þeirri, sem þá greip mig, nam eg staðar, og
ætlaði að fela mig bak við tró, því að eg hugsaði með
mór, að þeir væru víst lítið skárri, en hann.
En þetta var um seinan, því að einn þeirra hafði
þegar komið auga á mig, og komu þ eir svo allir þrír
á móti mór.
Jeg varð nú svo hrædd, að jeg vissi eigi, hvað til
bragðs skildi taka, og ætlaði að snúa við, en þeir hlupu
þá í veg fyrir mig, og einn tók utan um mittið á mjer
Jeg fór þá að gráta, hlógu þeir þá að mór, og hóldu
fyrir munninn á mér, er eg ætlaði að hljóða.
En í sömu svipan kemur þá maður stökkvandi
úr skóginum, og sá eg eigi í fyrstu, hver það var.
Hann greiddi þegar manni þeim höfuðhögg, er