Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.07.1901, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.07.1901, Blaðsíða 4
116 Þjóðviljinn. XV, 29.—30. Á kjörfundi liafði sýslumaður og, beint á móti ákvæðum kosningar-lag- anna, mœlt kr'óptuglega með sjálfum sír, sem þingmannsefni, en andmœlt kosningu sira Jens Pálssonar; og er honum var bent á, að þetta háttalag hans færi í bága við fyrirmæli laganna, trrást hann reiður við, steytti hnefann, og hafði jafn vel i hótunum, og lýsti gremju sinni yfír mótspyrnu þeirri, er hann yrði fyrir. Skömmu áður en umræðum á kjör- fundi var slitið, afsakaði sýslumaður þó vanstillingu sína, sagði, að „nú væri sér runnin reiðin“, svo að nú gæti hann „talað rólegau o. s. frv. Af ágripi þvi af kærunni, er nú hef- ur verið getið, sjá menn væntanlega, að hór var um all-alvarleg kæru-atriði að ræða, enda lagði kjörbrófadeild sú, er kæru þessa hafði til meðferðar þingsetningar- daginn, það til, að frestað væri að sam- þykkja kosninguna, unz þinginu í heild sinni hefði gefizt kostur á, að íhuga hana nákvæmar. Að kæru-atriði þessi eigi voru úr lausu lopti gripin, sást og eigi að eins af vottorðum þeim, er kæran studdist við, heldur staðfesti og Bj'crn sýslumaður Bjarnarson sjálfur kæruna orði til orðs, að heita rnátti, í all-ófimlegri rœðu, er hann flutti þingsetningardaginn. En þrátt fyrir þetta, og enda þótt að ems tœpur þriðjungur þingmanna hefði átt kost á því, að kgnna sér kœruna, þá var kosningin þó samþykkt þegar, með 19 at- kvæðum, eins og skýrt var frá í síðasta nr. blaðsins, með því að apturhaldsflokk■ urinn fylgdi henni, sem einn maður, og venzlamenn Bjarnar komu honum að öðru leyti til liðs. Á fundi sameinaðs þings 9. júlí hratt þingið einnig þeirri tillögu með 18 atkv. gegn 16, að fela nefnd kæruna til athugun- ar, svo að vítt yrði þó að minsta kosti aðferð sú, er kjörstjórnaroddvitinn hafði haft í frammi. þannig hefur þingið þá neitað að sinna; eða taka til athugunar, mjög al- varlega kæru, án þess að tveir þriðju partar þingmanna hafi kynnt sér hana, Slík aðferð er sannkállað pólitiskt hneixli, er getur haft hin alvarlegustu eptirköst, — hlýtur að veikja að mun alla virðingu þjóðarinnar fyrir lögum og rétti Fréttir. Strandbátnum „Hólar“ hlekktist á 3. júlí á Breiðdalsvik i Suður-Múlasýslu, rakst þar á sker i þoku, svo að gat kom á skipið, en komst þó moð naumindum til Djúpavogs. — Yar þá þegar sent til Seyðisfjarðar, og gufuskip fengið þar, til að flytja farþega til Reykjavíkur. Mælt er, að takast muni að gera svo að skipinu, að það komist til Bretlands, til viðgerð- ar þar, og er búist við, að þetta muni eigi taka lengri tíma, en svo, að að eins ein af strand- ferðum „Hóla“ falli niður. Drukknun. Englendingurinn F. W. Howell, er ferðazt hefur hér á landi mörg sumur, og eitt sinn gekk upp á Oræfajökul, drukknaði i Héraðsvötnum i Skagafirði 3. júlimán. — Var hann á leið frá Akureyri til Beykjavíkur, ásamt nokkurum enskum ferðamönnum, og atvikaðist slys þetta á þann hátt, að hest þann, er Howell reið, bar út af vaðinu, svo að hann stakkst á kaf, og hraut Howell þá aptur af honum, og drukknaði þegar. Hesturinn svam svo mannlaus til lands Læknar skipaðir. Frá 1. jóni þ. á. var Björn G. Blöndal, læknir á Blönduós, skipaður læknir í Miðfjarðarhéraði, og Júlíus læknir Halldórsson á Klömbrum s. d. skipaður í Blönduóshérað. Drukknun enn. Maður datt útbyrðis af gufuskipinu „Botnia“ 9. þ. m. Hann hét Þor- björn Bjarnason, bróðir Sighvatar bankabókara í Reykjavík. ------------- . Dýraíirði 4. júlí 1901. „Síðan eg ritaði þér síðast, „Þjóðvilji“ minn, hefur ekkert mark- vert borið hér til tíðinda. Tíðarfar hefur frem- ur verið óhlýtt yflr vorið, og grasspretta mun mega teljast enn í minna meðal lagi á mörgum stöðum. Til sjóarins hefur optast verið heldur stormasamt, þótt ekki hafi verið áhlaup, eða stór- viðri. Fiskafli á þilskip hefur verið góður yfir vorið, og hér í fjörðinn kom síld mikil í maí, og með henni nokkur fiskur, svo að þeir, sem það hafa stundað, hafa reitt að nokkrum mun; en nú hefur dregið úr því síðustu dagana, og fsest ekki, nema á kúfisk. Hvalveiðin hefur gengið heldur vel, seinni part vorsins, svo hr. Berg hefur nú fengið 80 hvali, á sína 4 báta (83 hafði hann fengið um þetta leyti í fyrra vorj, en injög langt eru þeir sóttir, að sögn hval- veiðamannanna. — Heilsufar manna hefur mátt heita all-gott, en þó hefur lungnabólga stungið sér niður á fáum stöðum, og 'bettusóttin er enn i nokkrum mönn- um; en mjög hefur hún verið væg og hæg- fara. Nú eru menn hér sem óðast að starfa að nauðsynjaverkum búa sinna, við móskurð og fleira, áður en vanalegur sláttartími byrjar, og gefa sér ekki tima til neins annars; en þó mun mörgum vera forvitni á að vita, hvað þú segir i fréttum, þegar þú kemur nú næst úr 166 gripið bafði í mig, og þegar hinir reiddu upp við hann gönguprikin sín, kallaði hann til þeirra: „Hvað er ykkur í huga? Ætlið þið að ráða9t á Schomburg? Reynið þá, hve til tekst“. En er þeir heyrðu þetta, hlupu þeir þegar, sem skollinn væri í hælunum á þeim, og heíi jeg aldrei séð önnur eins hlaup. „Yar þetta þá Schomburg?u spurði Heidenstein. „Jáu, svaraði hún aptur, „enda rann þá kalt vatn um mig alla, því að jeg hugsaði auðvitað, að hann tæki nú peningana frá mér. En þetta fór allt á annan veg, því að hann vatt sér þá mjög vingjarnlega að mér, og mælti: „Yertu óhrædd María, þvi að jeg geri þér ekkert, og læt mór ekki koma það til hugar, að ásælast frá þér þessa fáu aura, sem þú hefur fengið fyrir þvottinn hjá bændunum. Það er ekki svo mikið, sem þeir láta við þig af hendi rakna, þessir ríku nirflar, vesalinguru. „En nú ætla jeg að fylgja þér heimleiðis“, mælti hann enn fremur, „því að trúa máttu þvi, María litla, að opt hefi jeg sóð þig, og opt hefur mig langað til þess, að spjalla ögn við þig. Vita máttu og, að þegar þú hefur mína fylgd, þá er þér engu ver borgið, en þótt tveir lögregluþjónar fylgdu þér, og gengju sinn við hvora hlið þér. Allir eru hræddir við Scbomburg, en hann hræðist engan, jafn vel ekki djöfulinn sjálfan, því að hann er sjálfur djöfull“. Um leið og hann mælti þetta, hló hann, og sveifl- aði stafnum kringum sig. 175 En er hann hafði sopið ögn á te-inu, minntist hann þess, er hann fletti upp hegningarlögunum, að hann hafði ætlað sér að fara til Heinsberg þá um kvöldið, og lesa þar í kvæðabók einni, sem ný skeð var þá komin á prent. En hvernig átti hann að fá sig til þess núna? „Það er sorgarleikur4, mælti hann við sjálfan sig, „sem hér er verið að leika“, og barði um leið hnefan- um í lögbókina, er lá fyrir framan hann. Hann hafði nú eigi hugann á öðru, en að reyna að hjálpa henni, fá hana sýknaða. Svona leið nú ein kl.stundin eptir aðra. Hann sat, og hugsaði, las hegningarlagagreinina 20—30 sinnum, blaðaði aptur og aptur í útdrætti þeim, er hann hafði gjört úr prófseptirritunum, og vantaði þó minnst á, að hann kynni það allt saman utan bókar. Te-ið hressti hann, og gerði hann æ vonbetri og öruggari um sigurinn, unz hann loks hallaðist upp í rúmið, og sofnaði, eða mókaði. — Sögunni víkur nú aptur að fangahúsinu, er María Lúcke sat í varðhaldinu. Þangað kom, degi síðar en samtal það gjörðist, er nú hefur verið frá skýrt, kona ein gömul, afar-sljó og deyfðarleg á svipinn. Kona þessi var móðir Maríu, og beiddist þess, að fá hana til viðtals. Það var nú hvort tveggja, að rannsókn málsins var lokið, og kerlingin almennt álitin geðveik, svo að eigi þótti ástæða til þess, að verða eigi við beiðni hennar. Að því er geðveiklun gömlu konunnar snerti, þótti og sjón sögu ríkari, er hún kom inn í varðhaldsklefann.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.