Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.09.1901, Qupperneq 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.09.1901, Qupperneq 3
XV, 37.-38. Þjóðviljinn. 147 skiljast svo við bankamálið, að allar um- bótatilraunir, að þvi er banka-ástandið snertir, væru felldar, var það ráðs tekið, að samþykkja frv., þrátt fyrir breyfcingar efri deildar. Harla litla von munu menn að visu geta gert sór um það, að þeir Arutzen og Warburg vilji nokkuð fást við stofnun hlutafélagsbankans, eins og frv. nú er úr garði gjört, þar sem einkarétturinn að eins er til skamms tíma, og fyrirtækið mun óarðvænlegra, að minnsta kosti fyrst í stað, er landsbankinn heldur áfram að starfa, jafn hliða hlutafélagsbankanum. En hvað sem um það verður, þá ætti þó samþykkt frumvarpsins að minnsta kosti að verða til þess, að stjórnin ihugi bankamálið sem rækilegast í heild sinni, svo að næsta þing geti þá ráðið betur fram úr vandræðunum. Fréttir frá alþingi. Felld frumvörp. Fr. um öfriðun á sel var fellt i neðri deild, svo sem rneiri hluti nefndarinnar hafði lagt til. — Nýtt fuglafriifunarfrv., er gengið hafði milli deilda, var loks fellt i ofri deild. — Frv. um að fela sýslumönnum itmhoðþjöðjarða var fellt í neðri deild. — Sömuleiðis felldi neðri deild frv. um brúargjörð á Jökulsá í Öxarfirði. — Frv. um niður- færslu á gjaldi til fátækra af fiskiaíla á helgum dögum féll í efri deild. — Frv. stjórnarinnar um takmörhun á rétti fast- eignaráða á íslandi var fellt í neðri deild- Lög, afgreidd frá alþingi. Auk laga þeirra, er getið var í 31.—32. nr. blaðs þessa, samþykkti alþingi þessi lög: V. Fjárlög fyrir árin 1902 og 1903. VI. Fjáraukalög fyrir árin 1888 og 1899. VII. -------— — 1900 og 1901. VIII. Lög um samþykkt á landsreikn- ingunum fyrir árin 1898 og 1899. IX. Póstlög. (Langur lagabálkur, þar sem safnað er í eina heild öllum eldri ákvæðum). X. Lög um tékk-ávísanir. (Sérstök tegund ávísana, er mjög eru tíðkaðar í öðrum löndum). XI. Lög um próf í gufuvélafrœði ráð styrimannasliólann í Reykjavik. XII. Lög um hreyting á lögum 13. des. 1895 um skrásetning skipa. XIII. Lög fyrir Island um tilhögun á lóggœzlu við fiskiveiðar fyrir utan land- hélgi í hafinu umhverfis Færeyjar og ísland. XIV. Lög um manntal í Peykjavík. (Því lótt af sóknarpresti þar). XV. Lög um hreyting á tilskipun 20. apríl 1872 um hœjarstjórn í Reykjavík. XVI. Lög nm Rskiveiðar hlutafélaga í landhélgi við Island. („Fiskiveiðar, þar á meðal sildarveiðar i landhelgi, mega eigi aðrir reka, en þegnar Danakonungs, hvort heldur eru einstakir menn, eða hlutafélög, þar sem allt hlutafóð er eign þegna Danakon- ungs. — Þó mega hlutafélög, er þegn- ar annara ríkja eiga hlut í, reka fiski- veiðar í landhelgi, ef meir en helm- ingur fólagsfjárins er eign þegna Danakonungs, og félagið hefur heim- ilisfang á Islandi, og stjórn þess er skipuð þegnum Danakonungs, enda só meiri hluti hennar heimilisfastur á Islandi. Enn fremur ákveða lög þessi, að sam- þykktir hlutafélags skuli sýndar lögreglu- stjóra, þar sem fólagið hefur heimilisfang, eða, ef félagið hefur ekki heimilisfang á Islandi, þar sem fiskiveiðar er byrjað að reka. Eins skal að fara í hvert sinn sem samþykktunum verður breytt. I sam- þykktunum skal, meðal annars, ákveðið, að hlutabréfin skuli hljóða upp á nafn o. fl. XVII, Lög um hólusetningar. (All- langur lagabálkur, og er bólusetningin þar falin yfirsetukonum, hverri í sínu umdæmi, undir umsjón héraðslæknis). XVIII. Lög um forgangsrétt veðhafa fyrir vöxtum. (Só skuldunaut veittur gjaldfrestur á vöxtum af skuld, sem fasteignarveð er fyrir, eptir að þeir eru komnir í gjald- daga, þá helzt eigi forgangsréttur til veðsins fyrir vöxtum þessum gagnvart síðari veðhöfum lengur, en eitt ár frá því þeir komu í gjalddaga“). XIX. Lög um viðauka við lög 6. nóv. 1897 um undirbúning verðlagsskráa. (1. gr. „Ef vanræksla verður á því, að senda verðlagsskýrslu til sýslumanns innan þess frests, sem ákveðinn er í 2. gr. laga 6. nóv. 1897, um undirbún- ing verðlagsskráa, eða á öðrum þeim framkvæmdum, sem mælt er fyrir um í 1. gr. laganna, skal sá af nefndar- mönnum, sem valdur er að va^ræksl- unni, sæta sektum allt að 40 kr., sem renna í hlutaðeigandi sveitarsjóðu). Sýslumenn eiga að senda aðal-skýrslu sína, ásamt fylgiskjölum, til stiptsyfir- valdanna svo tímanlega, að hún geti ver- ið komin í síðasta lagi 15. febr. ár hvert. XX. Lóg um viðauka við lög 6. apríl 1898 um hann gegn hotnvörpuveiðum. 1. gr. Hver sá maður, er leiðbeinir skipi við botnvörpuveiðar i landhelgi við Island, eða liðsinnir því við slíkar veiðar framar, en hann kann að vera skyldur til, só hann lögskráður skip- verji, skal sæta 50—1000 kr. sektum. Sömu hegning skal og hver sá mað- ur sæta, er hjálpar til að koma undan handsömun eða hegningu þeim, er sekur hefur orðið um ólöglegar botn- vörpuveiðar, nema hann só lögskráður skipverji á skipi því, er hlut átti að hinum ólöglegu veiðum, enda falli brot hans eigi undir önnur þyngri hegn- ingarákvæði. 2. gr. Hérlendur maður, er leggur það í vana sinn, að dvelja á útleúdum botn- vörpuskipum við veiðar þeirra, eða er í dotnvörpuskipi, eða á bát við skips- hliðina, þegar það er að veiðum í land- helgi við ísland, án þess að hann geti gert grein fyrir dvöl sinni þar, að auð- sætt sé, að hann eigi enga hlutdeild í veiðiskap þess, skal, sé hann eigi lögskráður skipverji á skipinu, sæta sektum eptir 1. gr.u. Enn fremur mæla lög þessi svo fyrir, að skipstjóri, er sekur verður um brot á 1. gr. laga 6. apríl 1898, skuli, auk sekt- anna, sæta fangelsi, eigi minna en 14 daga einföldu fangelsi. XXI. Lóg um fjárkláða og önnur nœm fjárveikindi. Amtmanni heimilað, að valdbjóða al- menna skoðun og böðun sauðfjár, ein- angrun fjár og sótthreinsun fjárhúsa í amti sínu, þótt eigi só fullsannað, að kláða hafi orðið vart þar, sem ráðstöfunin er valdboðin, en hafa verður amtmaður til þess ráð dýralæknis, eða annars kláðafróðs manns. Amtmaður getur tilnefnt eptirlits- menn, einn eða fleiri, í sýslu hverri, ept- ir tillögum sýslunefnda, er gegna starfi sínu í 3 ár, og skulu þeir hafa glöggt eptirlit með heilbrigðisástandi sauðfjárins. Böðunar- og sótthreinsunarlyf skulu útveguð á kostnað landssjóðs, er almenn böðun fer fram, eptir amtmanns skipun, en allur annar kostnaður greiðist úr sveitarsjóðum. XXII. Lóg um hreyting á lögum 6. apríl 1898 um hann gegn hotnvörpuveiðum. Sóu botnvörpuskip i landhelgi, þótt eigi sóu að veiðum, varðar það 200—2000 kr. sektum, nema öll veiðarfæri séu höfð i búlka innan borðs. XXIII. Lóg um skipti ájórðinni Valla- koti i Peykdœlahreppi og jörðinni Parti í sama hreppi. XXIV. Lóg um greiðslu verkkaups. (Orðrótt, eins og frv., sem birt var hér blaðinu ný skeð). XXV. Lóg um stofnun slökkviliðs á Seyðisfirði. XXVI. Lög um sölu þjóðjarða. (Horns í Austur-Skaptafellssýslu). XXVII. Lög um viðaulca við lóg um prentsmiðjur 4. des. 1886. Af öllum tímaritum og blöðum, er gefin eru út einu sinni i mánuði eða opt- ar, skal láta landsskjalasafninu ókeypis í tó eitt eintak á góðum pappir. XXVIII. Stjór nar skipunarlög um breyting á stjórnarskrá um hin sérstakleg u málefni íslands: (Birt orðrétt í siðasta nr. blaðsins). XXIX. Lög um frestun á framkvœmd laga 24. okt. 1895, um leigu eða kaup á eimskipi og ytgerð þess á kostnað landssjóðs. XXX. Lög um hreyting á lögum nr. 28, 14. des. 1877 um ymisleg atriði, er snerta fiskweiður á opnum skipum. )Inni- halds laga þessara var getið í síðasta nr. blaðsins). XXXI. —XXXII. Lög um löggilding verzlunarstaðar að Sandgerðisvík í Oull- hringusyslu oy að HjaUasandi í Snœfells- nessyslu. XXXIII. Tollög fgrir ísland. I lögum þessum eru öll tollagaákvæði dregin saman i eina heild, og jafn framt gerðar nokkrar breytingar á tollunum. 1. gr. laganna er svo látandi: „Þegar fluttar eru til íslands vörur

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.