Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.08.1902, Qupperneq 1
V'trð árgangsms (minnst
52 arkir) 3 kr. 50 aur.;
erlendis 4 kr. 50 aur.,og
í Ameríku doll.: 1.50.
Borgist fyrir júnímán-
aðarlok.
ÞJÓÐVILJINN.
—-.—1== Sextándi árganöub. =|===—
—i—-gsc^; |j|EEE RITST.7 ÓRI: SKÚLI THORODDSEN. ^=Ibos.: -
Uppsögn skrifleg, ógild
nema komin sé tilútgef-
anda fyrir 30. aag júní-
mánaðar. og kaupandi
samhliða uppsögninni
borgi skuld sína fyrir
blaðið.
M 37. Bessastöðum, 27. ágúst. 19 0 2.
Biðjið œtíð um:
Otto Monsteds
I )auska smjörlíki,
sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott, eins og smjör.
Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í D a n m ö r k u, o g b ý r til
óefað hina beztu vöru og ódýrustu, í samanburði við gæðin.
Fæst tdá l5.au.pmönmiimm.
Útlönci.
Frá útlöndum tíðindafátt. Helztu
fréttirnar þessar:
Danmörk. Þ>ar er nú allt friðsam-
legt í politikinni um þessar mundir, nema
þjark nokkuð, út af kosningunum til
landsþingsins, er fara fram 1 sept.
Ymsir heldri menn Dana hafa nú efnt
til samskota um land allt, til þess að
reisa Hörup sáluga veglegan minnisvarða
í Kaupmannahöfn.
Þýzkaland. 4. ág. iagði Vilhjálmur
keisari af stað til Rússlands, og hittust
þeir keisararnir, hann og Nikolaj í borg-
inni Reval.
26. júlí gekk haglél, og ákafur hvirf-
ilbylur yfir borgina Köln, og héruðin þar
í grenndinni, feykti um húsum, og gerði
annan skaða, en 2 menn biðu bana, og
margir hlutu meiðsli.
t 7. ág. andaðist Rudolph von Bennigsen,
fæddur 1824, nafnkunnur þýzkur stjórn-
málamaður, lengi foringi þjóðfrelsis-
ilokksins.
Bretland. Krýning Játvarðar kon-
ungs er nú um garð gengin, fór fram 9.
ág., með mikilli viðhöfn. — Konungur
hefir gefið þjóðinni höllina „Osborne
House“, að undanteknum herbergjum
þeim, er Victoría drottning bjó í, og á
að nota höllina til hælis handa liðsfor-
ingjum, er biðið hafa heilsutjón í þjón-
ustu ættjarðarinnar.
6. ág. var í Lundúnum haldin „frið-
arhátíðu, og sátu að þeirri veizlu 2500
manna, mjög margt af stórmennum Breta,
indverskir furstar 0. s. frv.
Þingkosning fór nýlega fram i kjör-
dæminu North-Leeds, og var þíngmanns-
efni frjálslynda flokksins kosið, með 758
atkv. meirihluta; en þegar kosið var þar
næst á undan sigruðu íhaldsmenn með
2157 atkv. meirihluta. Kosning þessi
þykir þ ví benda í þá átt, að skoðanir al-
mennings hneigist fremur að frjálslynda
flokknum, enda þykja ihaldsmenn hafa
reynzt fremur aðgjörðalitlir, að því er
innanlandslöggjöfina snertir, síðan Búa-
ófriðurinn byrjaði.
27 júlí gekk ákafur stomur i Lund-
únum, er kippti upp trjám með rótum,
og olli miklum skaða, og slysum nokkr-
um. — —
Prakkland. Ráðaneytið Combes
gengur öfluglega fram í því, að loka
kaþólskum skólum, er eigi hafa fengið
leyfi stjórnarinnar. Út af þessu hafa viða
spunnizt óspektir nokkrar á götum, og
ýmsir verið i varðhald settir.
Ný skeð beiddust 3 hefðarfrúr, bar-
ónsfrú Reille, greifafrú Mun og frú Píon,
áheyrnar hjá frú Loubet, konu forsetans,
en var synjað viðtals, og gjörðist baróns-
frúin þá svo stórorð, að hún lét sér þau
orð um munn fara, að ef eigi yrði hætt
þessum ofsóknum, gegn nunnuin og munk-
um, gæti svo farið, að göturnar yrðu
kvennblóði laugaðar.
Qallifet, er fyrrum var hermálaráðherra,
hefir ný skeð látið sér um rnunn fara, að
þó að Dreyfus eigi hafi staðið í sam-
baDdi við þjóðverja, þá hafi hann þó
gefið Rússastjórn ýmsar upplýsingar um
hermál Frakka.
Dreyfus hefir þegar mótmælt áburði
þessum, og skorað á Rússastjórn, að bera
þenna áburð til baka; en svar hennar var
ókomið, er siðast fréttist.
10. ág. varð járnbrautarslys milli borg-
anna Charleville og Lille, og biðu 5 menn
bana, en 10 hlutu meiðsli. —
Rússland. Þar gera bændur enn
róstur öðru hvoru, síðast i Saratoff-kér&ð-
inu, þar sem amtmaðurinn og hóraðsstjór-
inn urðu báðir sárir.
Spánn og Portugal. Nú þykir
vist, að /Saya.sfa-ráðaneytið fari frá völd-
um á Spáni i haust.
30. júli sprakk bómullargeymsluhús i
Cadix i lopt upp, og urðu margir menn
sárir.
í Portugal hafa orðið róstur í ýmsum
borgum, svo að borgin Aveiro hefir verið
lýst í herkvíum. —
í t a 1 í a. Frá Venedig koma þær fregn-
ir, að turninn á Stefáns-kirk]unni sé svo
sprunginn, að vænta megi, að hann hrynji
þá og þegar, og sumir ætla jafn vel, að
allri borginni só hætta búin, með þvi að
vatnið hafi jetið grunninn undan húsunum.
Bandaríkin. 31. júlí varð talsvert
gyðinga-uppþot í New-York. Urn 100 þús.
gyðinga fylgdu þann dag til grafar einum
af æðstu prestum sínum, er Joseph hét, og
hafði verið rnjög góðgjörðasamur mann-
vinur; en með því að sumir bæjarbúa
hæddust að líkfylgdinni, þá lenti i áflog-
um, rúðubrotum o. s. frv., og urðu marg-
ir lögregluþjónar 'sárir, er þeir reyndu,
að skakka leikinn.
6. ág. varð járnbrautarslys i grennd
við borgina Rhodes í Jova, og biðu 13
menu bana. —
Búa-foringjarnir eru nú margir
á ferð í Evrópu, sem fyr hefir verið get-
ið. Stejn, fyrrurn forseti í Oranje-lýðveld-
inu, var ný kominn til Hollands, og fagn-
að þar vel.
f 8. ág. andaðist í Briissel hershöfð-
inginn Lucas Meyer, sem frægur er úr
Búa-ófriðinum.
Australía. Slys varð ný skeð í
kolanámu við Wollengton, og biðu nær
100 manna bana.
Venezuela. Borgarastyrjöldin stend-
ur þar enn yfir, og vegnar uppreisnar-
mönnum betur, unnu ný skeð sigur á
1 þús. stjórnarliðs. —
Haítí. Þar geysar einnig borgara-
styrjöld, og keppa þar tveir um forseta-
tignina, Fouchard og Firmín. — Þorpið
Qoave de Pet var ný skeð brennt til ösku,
í ófriði þessurn, og beið þar margt manna
bana.--------
Kolera er enn í Kaíro, og í fleiri
borgum á Egyptalandi.
Jar ðskj álftar hafa gengið á Ind-
landi. — Borgin Khischm sögð i rústum,
og manntjón nokkurt
jjrd alpingi.
Leynilegar kosningar. Nefnd sú, er
efri deild alþingis kaus til þess að íhuga
kosningalaganýmælið, segir, meðal ann-
ars, í álitsskjali sínu: „Helztu nýmælin
í frumvarpi þessu eru þau: 1, að kosn-
ingar skuli vera leynilegar, 2, að þær
skuli fara fram í hverjum hreppi og bæj-
arfélagi kjördæmanna, 3, að kjördagur
við almennar kosningar skuli vera hinn
sami um land allt, og í sambandi við
það stendur, 4, að engin ræðuhöld skuli
vera þeim samfara, með því að gert er
ráð fyrir, að þingmannaefnin hafi fyrir
kosningu gert kjósendum kunnar skoð-
anir sínar á landsmálum“.
Nefndin róð deildinni því eindregið
að samþykkja frumvarpið að eins með
óverulegum breytingum.
Fjáraukalaganefndin í efri deild féllst