Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.11.1902, Page 1
Verð árgangsins (minnst
52 arkir) 3 kr. 50 aur.;
erlendis 4 kr. 50 aur., og
í Ameríku doll.: 1.50.
Borgist fyrir júnímán-
aðarlok.
ÞJÓÐ YILJINN.
-—|=: SexTÁNDI ÁEGAN9UB. =| =-
-!—-r.3>- 1= RITST.7 Ó R I: SKÚLI THORODDSEN. EEEEl^o®;— i—
Uppsögn skrifleg, ögild
nema komin sé til útgef-
anda fyrir 30. dagjúní-
mánaðar, og kaupandi
samhliða uppsögninni
borgi skuld sína fyrir
blaðið.
M 46.
Bessastöðum, 20. NÓV.
19 0 2.
Biðjið œtíð um:
Otto Monsteds
Danska siiijörlíki,
sein er alveg eins notadrjúgt og bragðgott, eins og smjör.
Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í D a n m ö r k u, o g b ý r til
óefað hina beztn vöru og ódýrustu, í samanburði við gæðin.
Föost iijá itaupmönmimim.
Áugnlæknir á Dinpyri.
Undirritaður hefir stundað augnlækn-
ingar í rúmt ár hjá Prof. Grut Hansen
og J. Bjerresen í Kaupmannahöfn, hefir
öll nauðsynleg verkfæri, er til þeirra þurfa,
og er enn fremur byrgur af gleraugum.
Þingeyri í nóvember 1902.
A. lújelclsted..
tJtlönd.
Frá útlöndum er þessara tiðinda helzt
getið:
Veðráttufar. Svo er að sjá, sem vetr-
arveðrátta hafi komið í fyrra lagi í Evr-
ópu, því að fyrstu dagana í októbermán-
uði var þegar farið að frysta og snjóa
suður á Þýzkalandi.
Danmörk. 1. okt. síðastl. brunnu B
býli í þorpi einu á Jótlandi, í grennd
við Randers, og orsakaðist eldurinn af
því, að tveir drengir, 3 og 4 ára gamlir,
voru að leika sér með eldspítur. Þar
brunnu inni 10 kýr, og einn hestur, en
fólk ekki.
f 26. sept. siðastl. andaðist Jakob
Erslev, alkunnur bóksali og útgefandi í
Kaupmannahöfn, 84 ára að aldri. Hann
var bróðir landfræðingsins Edv. Erslev,
en sonur hans, Kr. Erslev, er kennari við
háskólann.
Frakkneska leikkonan Sardh Bern-
hardt var stödd i Kaupmannahöfn í okt.,
og var aðsóknin mjög mikil, þar sem
flesta fýsti að sja leikíþrótt þessarar
heimsfrægu leikkonu.
Kennslumálaráðherrann lagði í haust
fyrir þingið frv. um kennslu í lærðu
skólunum, um takmörkun forntungna-
náms o. fl, sem vonandi er, að reiði vel
af, því að skemmra myndi þá sams kon-
ar umbóta hjá oss íslendingum að bíða.
ílla láta Danir yfir fjárhag sinum um
þessar mundir, þar sem í ár verður eytt
14 x/2 milj. um fram árstekjur, og á fjár-
lagafrumvarpi því, er stjórnin lagði fyr-
ir ríkisþingið í haust, er gert ráð fyrir
4 milj. tekjuhalla.
22. okt. felldi landsþingið frumvarp
stjórnarinnar um sölu Yesturheimseyjanna,
með 32 atkv. gegn 32, en einn þing-
manna greiddi eigi atkvæði. Hrósa
hægrimenn mjög sigri yfir þessum ur-
slitum, enda þótt það væri Estrup, sem
fyrstur hóf máls á eyjasölunni, meðan
hann sat við stjórn, og hann, sem nú
hefir barizt mest á móti henni.
Svo er að heyra, sem mál þetta sé
nú úr sögunni, að minnsta kosti i bráð,
þar sem vinstrimannaráðaneytið mun
eigi ætla sér að leggja það mál optar
fyrir þingið.
Noregur og Svíþjóð. 8. okt. vildi
það hörmulega slys til í Kristjaníu, að 5
systkini brunnu inni. Slys þetta atvik-
aðist á þá leið, að petroleumslampi velt-
ist um, og brotnaði, og læsti eldurinn
sig þegar út um dyrnar, og ofan stig-
ann; en faðir barnanna, sem var heima,
virðist hafa gengið frá vitinu í svip, þvi
að hann gætti ekki annars, en að bjarga
sjálfum sér, og stökk út um gluggann,
og slapp svo nokkurn veginn óskemmd-
ur. Móðir barnanna var ekki heima, er
slys þetta vildi til, og var heimkoman
því í meira lagi sorgleg.
Stórþing Norðmanna tók til starfa 11.
okt., og voru þingforsetarnir endurkosn-
ir: Berner í stórþinginu, Arctander í óð-
alsþinginu og Horst í lögþinginu.
í héraðinu Norrbotten í Sviþjóð horf-
ir til stórra báginda, sakir uppskeru-
brests, og hefir Oscar konungur gefið 10
þús. króna, til þess að bæta þar úr neyð
manna.
Þingkosningar í Svíþjóð eru nú ný-
lega um garð gengnar, og hafa framsókn-
armenn nú meiri hluta atkvæða á þingi,
svo að talið er vist, að frv. um rýmkun
kosningarréttarins nái nú fram að ganga.
Aðfaranóttina 3. okt. brann bóndabær
í Mellby í Sviþjóð, og brunnu þar inni 3
börn, en hinum var bjargað út um
glugga, og fengu nokkur brunasár.
Finnland. Þar hefir einnig brugðizt
mjög uppskera, svo að til töluverðra
vandræða horfir þar í ýmsum héruðum.
Rússastjórn heldur enn áfram gjör-
ræðistiltektum sínum á Finnlandi, og
hefir nýlega gefið út 5 tilskipanir, er
þröngva mjög réttindum landsmanna;
meðal annnars er Rússum nú veittur
réttur til allra embætta þar í landi, á-
kveðið, að alla embættismenn geti það
yfirvald, er þá hefir skipað, sett af, án
dóms og laga, og dómarar eigi undan
skildir, sem áður hafa þó verið óafsetj-
anlegir, nema með dómi. Enn er og á-
kveðið, að ábyrgð verði eigi fram kom-
ið á hendur neinum embættismanni, nema
yfirboðarar hans samþykki o. s. frv.
Bretland. Stjórnin hefir í haust lagt
fyrir þingið frv. til nýrra alþýðumennt-
unarlaga („Education Bill“), og leggur
svo mikið kapp á það mál, að Balfour,
forsætisráðherra, hefir lýst því yfir, að
stjórnÍD færi frá völdum, ef frv. næði
eigi fram að ganga.
Um frv. þetta hafa nú staðið funda-
höld víða á Bretlandi, því að framsókn-
armönnum þykir frv. ófrjálslegt í ýmsum
greinum, og í sama strenginn taka ýms-
ir af „uníonistunum“ („Chamberlain’s-
mönnum“).
Búahershöfðingjarnir, Botha, Delarey
og De Wet, komu til Parísar 13. okt., og
var fagnað þar forkunnar vel. — Aldrei
varð neitt af því, að þeir færu á fund
VUhjálms keisara, með þvi að keisari
gerði þeim þá orðsendingu, að ef þeir
vildu sinn fund sækja, þá yrði eDski
sendiherrann í Berlín að beiðast áheyrn-
ar fyrir þá. Þetta gerði keisari auðvit-
að til þess, að styggja eigi Breta, og
varð sú niðurstaðan, að hershöfðingjarnir
slepptu þá heimsókninni.
Chamberlain hefir nú lagt fyrir brezka
þingið frv. þess efnis, að taka 30 milj.
sterlingspunda að láni handa Transvaals-
stjórn, og er þar jatn framt kveðið svo
á, að ekki skuli heimta neitt fé af Trans-
vaals-búum til herkostnaðarÍDs 3—4 fyrstu
árin.
11. okt. síðastl. var i Glasgow af-
hjúpað likneski Oladstone’s, og hélt Bose-
bery þar aðal-ræðuna.
Frakkland. Þar hófst verkfall, all-
umfangsmikið, í kolanámum víðsvegar
um land 8. okt., og hafa því fylgt ýmis
konar róstur, eins og opt vill verða, enda
hafa verkamenn haldið vörð við nám-
urnar, til þess að aptra þvi, að nýir
verkamenn geti tekið við vinnunni.
27. sept. varð járnbrautarslys, á járn-
brautinni milli Lille og Parísar, og lét-
ust þar 20, en 50 hlutu meiðsli.
Efnt er þegar til samskota, til að
reisa Emile Zola minnisvarða, og söfn-
uðust 24 þús. franka á 2—3 fyrstu dög-
unum.
13. okt. vildi það slys til, að lopt-