Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.03.1903, Page 3
XVII, 11.—12.
Þjóðviljinn.
43
ið, að greifafrú ein, Gaddi Hercolaní að
nafni, hefir ný skeð krafizt uppeldiskostn-
aðar handa syni sínum af eigum Umberto
sáluga konungs. Tjáir hún konung hafa
átt vingott við sig frá 18. júlí 1880 til
janúar 1883, og hafi þeim fæðzt sonur
20. marz 1882; kveðst hún hafa fengið
uppeldiskostnaðinn greiddan all-mörg ár,
en hafi nú orðið að veðsetja skrautgripi
sína, til þess að geta veitt syni þeirra
særnilegt uppeldi.
20. febr. hófust hátíðahöld mikil í páfa-
höllinni í minningu þess, að þá voru 25
ár liðin, siðan Leo XIII. tók páfatign. —
Leo páfi er nú 93 ára að aldri, en þó
all-hraustur. — Ferran kardínáli las upp
ávarp til páfa við þetta tækifæri, og voru
páfa þá jafn framt færðar ýmsar stór-
mannlegar gjafir. — — — —
Austurríki-Ungverjaland. Skrykkjótt geng-
ur enn á þinginu í Vin, þar sem fulltrú-
ar hinna óliku þjóðflokka í ríkinu koma
sér sjaldnast saman.
í janúarmánuði stóð þingfundnr einu
sinni i samfleytta 54 kl.tíma, með því að
„ungczekkar“ reyndu þá að hindra at-
kvæðagreiðsluna i máli einu, og töluðu
þvi allan þenna tíma, hver eptir annan,
og eru þó að eins 9 að tölu; en þingmenn
skiptust á, að hlusta á þvælu þeirra, og
gáfust þeir þá upp að lokum.
ÞÍDgfundur þessi mun vera lengsti
þingfundurinn, er sögur fara af, því að
þegar Irar beittu máltöf í brezka þing-
inu, fyrir nokkrum árum, þá stóð þó
lengsti þingfundurinn ekki lengur yfir, en
í 43 kl.stundir.
í. febr. hvolfdi ferjubát á Wisloka-
fljótinu, og drukknuðu 50 rnenn, en 70
varð bjargað.
8. febr. brunnu 370 hús i þorpinu
Kuty, og stóðu þar 500 fjölskyldur uppi
húsnæðislausar. — —
Balkanskaginn. Hvað eptir annað
hefir tyrkneskum hermönnum og upp-
reisnarflokkum slegið saman í Makedoníu,
og á landamærunum þar, og er búizt við,
að svo geti farið, að á Balkanskaganum
logi allt þá og þegar í ófriðarbáli.
Rússa- og Austurríkis-stjórnir hafa að
visu lagt fyrir Tyrkja-soldán að koma
þegar á ýmsum umbótum í Makedoníu,
er tryggi jafnrétti kristinna manna og
aDnara þegna soldánsins, og hefir soldán,
aldrei þessu vant, verið fljótur á sér, að
samþykkja þá skilmála.
En flestum ber saman uin, að hér sé
svo skammt farið, og tryggingar fyrir
efndunum svo nauða litlar, að Makedoníu-
menn muni láta sér fátt um finnast, svo
að allt landið muni að líkindum loga í
uppreistarbáli innan fárra daga.
Að eigi þyki allt sem friðvænlegast
þar syðra, má og nokkuð marka af því,
að bæði Rússar og AusturríkismenD hafa
dregið lierlið saman suður við landamær-
in til þess að vera við öllu búnir.------
Bandaríkin. 30. jantíar siðastl. brunnu
rafmagnsverkstæðin miklu við Niagara-
fossinn, svo að rafmagnsbrautir stöðvuð-
ust í borgunum Buffalo og Lockport, og
ótal margar verksmiðjur urðu að hætta
störfum sinum.
27. jan. varð járnbrautarslys i grennd
við Graceland, og létust þar 24, en 50
hlutu meiðsli; og daginn eptir hlekktist
járnbrautarlest á i Arizona, og biðu þar
20 menn bana.
22. janúar voru undirritaðir samning-
ar þeir, er stjórn Bandamanna hefir gjört
við Columbia-lýðveldið, um framhald
Panama-skurðsins, er á að samtengja
Atlantshaflð og Kyrrahafið, svo að skip-
um sparizt leiðin umhverfis Suður-Arner-
íku. — Samningur þessi gildir í 100 ár,
og fær Columbia, í leigu eptir landspild-
una, 10 milj. dollara í eitt skipti fyrir
ö!l, og að auki 250 þús. dollara á ári.
I borginni Charleston i Yestur-Yir-
giníu hafa kolanemar hætt vinnu, og 24.
febr. sló í bardaga milli þeirra og lög-
regluliðsins; skutu hvorir á aðra, og varð
mannfall nokkuð.
í Cincinnatí brann leikhús aðfara-
nóttina 26. febr., og nemur skaðinn um
3 milj. dollara; en manntjón varð ekki.
26. febr. voru í New-York teknir
höndum 5 stjórnleysingjar, sem sagt er,
að ætlað hafi til Evrópu, til að stytta
þar ýmsum konungum, eða keisurum,
stundir. — Sá er nefndur Hirtzel, er helzt-
ur er þeirra félaga.
Fulltrúaþing Bandamanna hefir nú og
nýskeð samþykkt lagafrumvarp, er skerp-
ir að mun hegninguna fyrir morðráð
stjórnleysingja, og bannar útlendingum
landvist, ef þeir aðhyllast kenningar „an-
arkista“.
f í febr. andaðist í Buffalo dr. Her-
man Miinter, dauskur læknir, fæddur 1845.
Hann var fyrstur allra lækna kvaddur til
Mac Kinley’s forseta, er honum var veitt
banatilræðið i Buffalo 6. sept. 1901, og
hafði hann orð á sér upp frá því.
Járnbrautarslys varð við Chiwaukum
21. janúar síðastl., og létust 12 menn,
6D 10 urðu sárir. — 19. febr. rákust og
á járnbrautarvagnar í grennd við New-
York, og biðu 9 menn bana, en 15 urðu
sárir. — Járnbraut tor og lít af teinun-
um í bratta, i grennd við Whitby, og
hlutu 30 menn meiri eða minni meiðsli.
Ríkið Yirginía hefir ný skeð samþykkt
stjórnarskrárbreytÍDgu, og svipt alla svert-
ingja. kosningarrétti. — Hefir þetta, sem
von er, vakið afar-mikla gremju meðal
svertingja í Bandaríkjunum, og hafa þeir
því viða haldið mótmælafundi. — Einn
slíkur fundur var haldinn í New-York
20. febr. og sóttu þann fund fulltrúar frá
100 þús. svartra kjósenda í New-York-
ríkinu.
Eins og áður hefir verið getið um i
blaði þessu, þá er Boosevelt forseti mjög
andvigur því, að gerður sé nokkur mun-
ur hvitra og svartra manna, enda er hann
mjög vinsæll af svertingjum, og á ofan
nefndum fnndi kváðu við fagnaðarópin í
hvert skipti, er nafn hans var nefnt.
A Filippseyjum hefir kóleran verið
slæmur vogestur, og er mælt, að þar hafi
'árið, sem leið, sýkzt af þeirri veiki 120
þús. manna, og um 76 þúsundir látizt.
Mexico. í borginni Mazatlan hefir
geisað áköf pest, sem drepið hefir fjölda
manna, svo að um 12 þús. bæjarbúa
höfðu flúið borgina. — —
Venezuela. Bretar og Þjóðverjar
héldu ýmsum hafnarborgum í Yenezuela
í herkvíum fraiti i miðjan febrúarmánuð,
og 20.—23. janúar skutu berskip Þjóð-
verja á kastalann í San Carlo, til að
hindra vöruaðflutninga til borgarinnar,
og eyðilagðist kastalinn gjörsamlega af
skothríðinni, og nokkrir af bæjarbúum
biðu bana, en fiestir flýðu borgina.
Þessar aðfarir Þjóðverja mæltust illa
fyrir, og loks kom svo, fyrir milligöngu
Bandamanna, að samningar komust á í
þá átt, að Venezuelamenn greiddu þegar
nokkurn hluta af skuldakröfum Breta og
Þjóðverja, en gáfu þeim að öðru leyti
tryggingu í tolltekjunum í hafDarbæjun-
um í Puerto Cabello og í La Guayra,
en þó var gjörðardóminum í Haag falið
á hendur að skera úr því, hvort önnur
ríki, er skuldir eiga hjá Venezuela, ættu
eigi að njóta jafnréttis, að því er trygg-
ingu í ofan nefndum tolltekjum snertir.
En þó að Venezuelamenn séu þannig
sloppnir úr þessum vanda, þá er þó enn
vandræða-ástand þar í landi, þar sem
uppreisnarmenn vaða uppi. — 1 janúar
barðist stjórnarliðið við uppreisnarmenn
í borginni Coro, og urðu uppreisnarmeDn
frá að hverfa, og lágu 30 af þeim dauð-
ir í valnum, en 115 urðu sárir, en af liði
stjórnarinnar féllu að eins 10.
A hinn bóginn náðu uppreisnarmenn
borginni Carupano á sitt vald í febrúar-
mánuði, eptir 12 kl.tíma baráttu, rændu
þar hús, og gjörðu fleiri spellvirki. —
Marocco. Eregnir af uppreisninni í
Marocco eru yfirleitt mjög óglöggar;
stundura hefir fréttaþráðurinu flutt þær
fregnir, að uppreisnarforinginn Ba-Ham-
ara væri drepinn, eða handsamaður, en
næsta daginn koma svo fregnir um það,
að hann starfi sem ötulast að liðsafnaði.
Satt mun það þó, að hershöfðingja
soldáns hafi í janúarmánuði tekizt að kúga
iZfafwa-þjóðflokkinn, er gengið hafði í lið
með Bu-hamara, til hlýðni, og sendi hers-
höfðinginn soldáni, til merkis um sigur-
vinningar sínar, 150 mannshöfuð, 175
fanga og margt af búpeningi. — — —
Kína. Þaðan eru þau tíðindi sögð, að
keisarinn- og keisara-ekkjan gamla, hafi
nú ný skeð tekið upp þann sið, að klæða
sig, svo sem tíðkast hjá Evropu-þjóðum,
og að í ráði muni jafn vel, að hirðin
verði látin taka upp sömu tízku.
Þetta er að vísu mikil bylting, frá
kínversku sjónarmiði, þó að þýðingar-
meira myndi það reyndar, að Kínverjar
semdu sig að háttum Evropu-þjóðanna að
ýmsu öðru leyti. — —
Leith 8. marz 1903.
Um mánaðarmótin síðustu hefir verið
afar-stormasamt í Atlanzhafinu, og hafa
hlotizt af því skipströnd nokkur við Bret-
lands- og Frakklands strendur.
Danmörk. 23. marz var Alexandra,
Bretadrottning, væntanleg tilKaupmanna-