Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.03.1903, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.03.1903, Blaðsíða 6
46 Þ JÓÐVILJINN. XVII, 11.—12. hr. Jbn Sn. Arnason, því skotið þessum úrskurði til laudshöfðingja 6. febr. siðastl. I brófi þessu krefjast þeir þess, að kosninfjin verði metin ’ogild, og fara þess jafn framt á leit, að „aðgjörðir kjörstjórn- arinnar við kosningu þessa verði til- hlýðilega rannsakaðar, og hún látin sæta ábyrgð gjörða sinna“. I bréfi sinu taka þeir það og fram, að þeir geti eigi látið kæru sinni fylgja eptirrit af áliti kjörstjórnarinnar um mál- ið, „þar eð oss eigi hefir lánazt. að fá eptirrit af þvi, þrátt fyrir itrekaðar á- skoranir“. Hvort dráttur þessi stafar af „embætt- isönnum“ hr. H. Hafstein’s, eða honum hefir þótt réttara að senda landshöfðingja álitsskjal þetta beina leið, án þess það kæmi i hendur kærendanna, látunj vér ósagt; en auðsætt er það, að fái kærend- urnir eigi eptirrit þetta, þá er réttur þeirra borinn fyrir borð. Hvað landshöfðingi gerir, eða hefir gjört í máli þessu, hefir enn eigi heyrzt, en eptir sögum þeim að dæma, er borizt hafa af kosningargjörðinni, virðist þess sízt vanþörf, að opinber ranns’okn fœri fram, svo að séð verði, hvað hæft er í lög- brotum þeim, sem gefið er í skyn, að framin hafi verið við kosningargjörð þessa. Og að því er til þeirrar kröfu kær- endanna kemur, þá er landshöfðinginn ekki hæztiréttur, heldur má skjóta úrskurði hans til ráðherrans, ef hann sinnir eigi kröfunni. Mannalát. 20. febr. síðastl. and- aðist húsfrú Guðrún Siguroardóttir á Möðruvöllum í Hörgárdal, kona Stefáns eldra Stefánssonar á Möðruvöllum, er lengi bjó að Heiði í Gönguskörðum í Skagafjarðarsýslu. Foreldrar hennar voru merkishjónin Sigurður Guðmundsson og Helga Magnús- d'ottir, kona hans, prests i Fagranesi, og var Guðrún fædd 2. sept. 1831, en gipt- ist eptirlifandi manni sínum, Stefáwi Stefánssyni, er hún hafði þrjá um tvít- ugt, og varð þeim hjónum alls 7 barna auðið, en að eins þrjú þeirra komust til fullorðinsára, og eru enn á lifi: síra Sig. Stefánsson í Vigur, Stefán kennari Stef- ánsson á Möðruvöllum og Þorbjórg, kona Björns hreppstjóra Jónssonar á Veðra- móti í Skagafjarðarsýslu. Helztu æfiatriða Stefáns eldra hefir fyr- ir skömmu verið minnzt all-ýtarlega i „Sunnanfara“, og þá um leið konu hans, því að óhætt er að fullyrða, að hún átti eigi lítinn þátt i því að gera garðinn frægan, enda var hún gáfukona, sem hún átti kyn til, einkar stillt og geðprúð, öt- ul og myndarleg og yfir höfuð mesta merkiskona. Fyrirspurn ir. —:o:— 1. Ber lausamönnum eigi að greiða presti dags- verk, þótt þeir séu orðnir sextugir, og standi því eigi á verkfærra manna listunum? 2. Ber eigi bónda, eða ábúanda, að greiða kirkju sinni hálfan ljóstoll, þótt hjúalaus sé? Þ. Báðum spurningunum svarast játandi, sbr. 1. og 5. gr. laga 3. apríl 1900. Úr Rangárvallasýslu er skrifað 3. febr. þ. á.: „Eins og „Þjóðv.“ hefir getið um, þá er hér i sýslu löngu byrjaður þessi efnilegi leikur, að at- kvæðasmalar rekast um alla sýsluna, til að safna undirskriptum handa Magnúsi landshöfðingja. Til þess eru notaðir upp belgdir kjaptaskúmar, sem vitanlega bera ekki meira skynbragð á póli- tik, en kötturinn. Sagt er að 240 nöfn" séu þegar fengin, og búið að senda mann með þau til landshöfðingja, og er enginn efi á, að hann mun gleypa agnið“. innunninniniinniiimiiiiiiiimiiiisiuiiiiiiiin Bessastöðwm 19. marz. 1903. Tíðarfarið hefir í þ. m. verið afar-óstöðugt og stormasamt, og snjóar öðru hvoru. 14. þ. m. gerði suðaustan hvassviðri, og hellirigningu, svo að jörð varð þá alauð að kalla; en daginn eptir var hann með útsynningsjeljum, og dvngdi þá aptur niður nokkurum snjó, og hefir tíð síðan verið mjög umhleypingasöm. Póstgufuskipið „Laura“, skipstjóri Aasberg, kom til Reykjavikur aðfaranóttina 14. þ. m., fullum tveim sólarhringum fyrir áætlunardag. Með „Lauru“ var margt farþegja, þar á með- al: Tryggvi Gunnarsson bankastjóri, verzlunar- stjóri Nicolaj Bjarnason, Sigfús ljósmyndari Ey- mundsson, ungfrú Kjær, sem ráðin eryfirhjúkr- unarkona við holdsvejferaspítalann, kaupmenn- irnir Gunnar Gunnarsson, Siggeir Torfason og Erl. Erlindsson, verzlunarmaður Jón Bjarnason, Bjarni snikkari Jónsson, er siglt hafði til við- arkaupa, Guðm. bókbindari Gamalíelsson og söðlasmiður Jónathan Þorsteinsson, allir úr Reykjavík. — Enn fremur frá Leith: mr. Ward fiskikaupmaður, og ritari hans mr. Smale, og Berrie, verzlunarfélagi Copeland’s. Þá kom og enn fremur norskur stórskipa- smiður, og frú hans, Ellingsen að nafni, og á hann að gera við dráttarbrautina í Reykjavík, og ráðgera þau hjónin að setjast þar að fyrir fullt og fast. — Gullsmiður Árni Árnason kom einnig, alkominn heim frá Ameriku, og ætlar að setjast að í Ólafsvík. Þá kom og ritstjóri blaðs þessa einnig úr utanför sinni. f 3. þ. m. andaðist i Reykjavik, á kaþólska 42 Dante segir: Súrt er brauðið, sexn þegið er af framandi borði, og örðugt er, að komast þar upp stigann. En hver getur lýst kvölum ungrar stúlku, er verð- ur að hegða sér eptir dutlungum gamallar aðalsfrúar? Greifafniin hafði í fullum mæli alla þá dutlunga- semi til að bera, sem einkennir þær konur, sem heimur- inn hefir komið upp á of mikið. Hún var ágjöm og eigingjörn, og virtist meta sjálfa sig að því skapi meira, sem heimurinn sinnti henni minna. Hún sótti alla dansleiki, litaði sig í framan, og klæddi sig á þann hátt, er tíðkazt hafði fyrir langa löngu. Allt kvöldið sat hún svo grafkyr í einhverju horn- inu á danssalnum. Engu likara, en að hún hefði verið sett þar af á settu ráði, til þess að vera þar, sem eins konar hræða. Hver, sem inn kom, gekk til hennar, og hneigði sig með virktum, en þegar því var lokið, yrti enginn einu orði á hana. Fjöldi fólks kom á heimili hennar, og gætti hún þá jafnan ströngustu hirðsiða, og gleymdi eigi, að titla hvem, sem bar. Hjúin, sem voru mörg, og reru í spikinu; af þvi að ekkert var að gera, nema rangla innan um herbergin, fóru með allt, sem þeim sýndist, svo að heimilið var rænt og rúið. rétt eins og eigandinn væri dauður. Lísa lifði í sífelldri angist og kvölum. Þegar hún skenkti the-ið, var hún ásökuð fyrir það, að hún eyddi allt of miklu af sykrinu. Læsi hún hátt einhverja skáldsöguna, eptir skipun húsmóður sinnar, var hún ásökuð fyrir það, sem miður þótti fara hjá höfundinum. 47 Jeg held ekki. Sparnaður, reglusemi og iðjusemi, það em spilin þrjú, sem vinnst á í lifinu. Þau spilin geta tvöfalldað, og enda tifalldað eignir mínar! Að eins þeim spilum fylgir sjálfstæði og hamingja í lífinu. En er hann gekk þannig hugsandi fram og aptur, varð honum allt í einu litið á stórhýsi eitt, sem var auð- sjáanlega mjög gamalt, að því er sjá mátti af bygging- arlaginu. Á götunni var mesti urmull af vögnum, er allir námu staðar hjá þessu gamla húsi, og var þar ljós í hverjum klefa. Hermann hafði gaman af því, að horfa á fólkið, sem kom út úr vögnunum. Það var sumpart ungt kvennfólk, með silkiskó á fótunum, sumpart hershöfðingjar og stjórnmálamenn. Þeir voru allir í loðkápum, til að skýla sér gegn kvöldloptinu. Hermann vatt sér að dyraverðinum, og spurði: „Hver býr hérna?“ „Anna Fedotowna greifafrú“, svaraði dyravörðurinn. Það var amma Tomskí’s. Hermann brá í brún, og honum datt strax í hug sagan um spilin. Hann gekk nú fram og aptur fram hjá húsinu, og var að hugsa um greifafrúna, um ríkidæmi hennar, og um va.ld það, er hún ætti í fórum sínum. Loks' gekk hann þó heim til sín, en honum varð ekki svefnsamt nóttina þá, því að rynni honum dúr á

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.