Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.03.1903, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.03.1903, Blaðsíða 2
42 ÞjÓÐ VILJIJS’N. XVII, 11.—12. f 1 síðastl. janúarmánuði andaðist Búa-hershöfðinginn Prinsloo. — Hann var að vísu eigi jafn frægur, sem þeir BotJia, De Wet og Delarey, en gat sér þó opt mjög góðan orðstir i ófriðinum. Nú er mælt, að Brodrick, hermálaráð- herra Breta, verði bráðiega skipaður vara- konungur á Indlandi, i stað Ctirzon's lávarðar, er mælt er, að bráðlega hverfi heim til Englands. — — — Frakkland. Frakkar hafa efnt til samskota til minnisvarða yfir Emile Zola, og höfðu þegar safnazt 100 þiis. franka. Að öðru leyti er Hnmbert-málið aðal- umræðuefnið á Frakklandi um þessar mundir, þótt mál það só enn mjög skammt komið áleiðis. Sem byrjun þess máls má geta þess, að frú Therese Humhert kærði Cattauí, auðugan bankastjóra í París, ættaðan frá Egyptalandi, fyrir það, að hann hefði gjörzt sekur í okri, lánað sér fé gegn 60 °/„ vöxtum, og stundum reiknað sér jafn vel 300 — 400 af hundraðinu. Kæru þessari var að vísu eigi sinnt, en þar sem mikið umtal varð um hana, þóttist Cattauí eigi mega undir slíkum áburði liggja, og höfðaði því meiðyrðamál gogn frúnni; en það hefði hann helzt átt að láta ógert, því að úrslitin urðu þau, að frúin var algjörlega sýknuð, en Cattaui dæmdur, til að greiða allan málskostnað- inn, og talið líklegt, að höfðað verði nú sakamál gegn honum, fyrir okur. Úr málsúrslitum þessum hefir París- arbúum heldur en ekki orðið matur, og eigi fjarri, að þeir fyrirgefi nú Humberts- hyskinu fjárprettina, og segi sem svo, að það hafi þá í raun og veru að eins ver- ið okurkarlarnir, sem hún hafi féflett, og þeim hafi verið það mátulegt, þótt budd- an þeirra hafi létzt um þessar 115 milj. franka, sem Therese, og hennar lið, hefir haft rit úr náunganum. 13. febr. gerði Binder þingmaður fyr- irspurn á þingi, um afskipti ráðherranna, og annara stjórnmálamanna, af Huinberts- málinu, og gerðist þá svo harðorður, að C'ombes forsætisráðherra, og Valle dóms- málaráðherra, gengu báðir af þingfund- inum. f 19. janúar síðastl. andaðist í París einn af nafnkunnustu blaðamönnum heimsins, Blowitz að nafni, fregnriti enska heimsblaðsins „Times“. — Hann var fæddur í þorpinu Blowitz í Böhmen 28. des. 1825, og tók sór nafn eptir því. — Hann vissi jafnan manna bezt, hvað ríkja- politíkinni leið, og er það t. d., að 1878 gat hann látið „Times“ birta friðarsamn- ingana í Berlín nokkrum kl.tímum áður, en þeir voru undirritaðir i Berlín. Mikið er nú um það rætt, að Dreyfus- málið muni þá og þegar tekið upp til dómsmeðferðar að nýju, þar sem Jaurés, vara-forseti frakkneska fulltrúaþingsins, hefir lýst því yfir, að hann hafi í hönd- um ýms ný gögn, er hljóti að gera það að verkurn, að dómur herréttarins í Bennes verði úr gikli felldur, og Alfred Dreyfus algjörlega sýknaður.-------— Þýzkaland. Að kvöldi 21. febr. síðastl. urðu húsbrunar miklir í þorpinu Hiirtgen i héraðinu Aachen; þar brunnu 90 ibúð- arhús, og nokkuð af bivpeningi brann inni. — Að eins prestssetrinu, og 5 hús- um öðrum, varð bjargað undan eldinum. Skottulæknir í Berlín, er Wardenkötter nefnist, flýði þaðan 8. febr., er lögreglu- liðið ætlaði að taka hann fastan. — Hann þóttist geta Jæknað öll mannanna mein, og var aðsóknin að honum svo mikil, að sagt er, að árstekjur hans hafi numið um 160 þfis. rnarka (1 mark = 90 aur.); en lækningatilraunir hans voru reyndar stakasti hégómi og bábyljur. Gjaldkeri sparisjóðs eins i Slésvík, Clausen að nafni, gekk ný skeð ótil- kvaddur á vald lögreglustjóra, og játaði, að hann hefði stolið úr sjálfs sins hendi 100 þiis. rígsmörkum af fó sparisjóðsins. Nú er i ráði, að stofnaður verði há- skóli í borginni Hamborg, og eru þó há- skólarnir á Þýzkalandi all-margir, sem stendur; en Þjóðverjar viðurkenna það flestum fremur, að „visindin efla alla dáð“. Mikið taJa blöðin enn um Luísu krón- prinsessu og um ástamál hennar. — Hún er nú þegar skilin frá manni sinum með dómi, en þar sem krónprinzinn er ka- þólskur, og langar til þess, að leita sér annars kvonfangs, þá þarf samþykki páf- ans, og er mælt, að eigi muni nein fyr- irstaða á því. Giron er mí skilinn við krónprinsess- una, en ógjörla vita menn, hvort sá skilnaður er til fulls, eða gjörður að eins i bráðina af ásettu ráði þeirra beggja, meðan skilnaður krónprinsessunnar og manns hennar er að komast á. Sagt er, að krónprinzinn hafi sam- þykkt, að greiða Luísu 30 þiis. rígsmarka á ári; en ekki fær hún að sjá börn þeirra, og fellur henni það þunglega, einkum þar sem sonur hennar, Friðrik. Kristjón, hefir um hríð legið veikur. Talsvert uppistand varð á þýzka rikis- þinginu, út af ræðum Vilhjdlms keisara gegn „socialistum“, eptir fráfall Krupp’s verksmiðjueiganda. — Socialistinn Vollmar vildi bera hönd fyrir höfuð félaga sinna á þinginu, en formaðurinn synjaði hon- um málfreJsis um það efni, og mæltist sú aðferð fremur illa fyrir á Þýzkalandi, þar sem það þótti skerðing á rétti ríkis- þingsins. Nokkru síðar tók Behel, »hinn alkunni socialista-foringi, til máls um sama efni, og dirfðist formaðurinn þá eigi að synja honum málfrelsis; en er BebeJ hafði lok- ið máli sínu, og vítt framkomu keisar- ans með hógværum orðum, stóð forseti upp úr sæti sínu, og lýsti þvi yfir, að hann leggði niður forsetatignina. Ollum frjálslyndum mönnum þótti þetta vel farið, en engu að síður endur- kusu apturhaldsflokkar þingsins Battestrem til forseta fám dögum síðar. Verksmiðjur Krupp’s í Essen eru nú reknar sem hlutafélagsfyrirtæki, og er upphæð hlutaíjárins 150 milj. rígsmarka. Rússland. í febr. lét Bússastjórn taka fasta fjölda marga pólska stúdenta í Warschau, og eru þeir sakaðir um bylt- inga-undirróður, og leiðin að likindum til Síberíu, að þvi er flesta þeirra snertir. 17. febr. hljóp ofvöxtur mikill i Weichsel-fljótið, svo að það flóði víða yfir bakka sina, og sópaði burtu fjölda húsa, svo að um 10 þús. manna stóðu húsnæðis- og bjargarlausir. Ekki batna aðfarir Rússa á Finnlandi, þar sem þeir hafa ný skeð rekið frá em- bættum, án dóms og laga, 4 amtmenn, og ll yfirdómara í borginni Aabo. — Að þvi er amtmennina snertir, höfðu þeir það eitt til saka, að þeir höfðu skýrt Bobricow landstjóra hreinskilnislega frá þvi, að orsökin til þess, að Finnlending- ar vildu eigi hlýðnast tilskipun stjórnar- innar, um hernaðarskyldu, væri sii, að hver maður vissi það, að tilskipun þessi væri ólögleg, þar sem hún hefði aldrei verið samþykkt af þinginu (Landdegin- um), svo sem stjórnarskrá Finnlands gerði ráð íyrir. En yfirdómararnir í Aabo hofðu það til saka, að yfirrétturinn hafði, samkvæmt embættisskyldu sinni, krafizt þess, að undirrétturinn héldi ýtarlegri rannsóknir um aðfarir Kaigorodow’s hersliöfðingja, landsstjóra i Nýlandsléni, er hann, i aprilmánuði f. á., beitti hervaldi við bæj- arbúa í Helsingfors, er sa.fnazt liöfðu um- hverfis líkneski Alexanders keisara II., sem unnið hafði eið að stjórnarskrá Finn- lands, eins og Nicolaj keisari, og jafnan haldið þann eið sinn. 26. febr. síðastl. átti vitnaleiðsla að fara fram i Helsingfors, um ofan greind- ar aðfarir Kaigorodow’s, en lögreglumenn vörðu þá vitnunum inngöngu i dómsal- inn(!), og tilkynntu dómurunum, er þar sátu í réttinum, að þeir gerðu þetta sam- kvæmt æðri skipun. SJíkar og þvílikar eru aðfarirnar á Finnlandi um þessar mundir. — — - Belgía. Sakamálið gegn Gennaro Rubíno var dæmt i Bryssel 10. febr. — Gennaro játaði, að hann hefði ætlað að drepa Leopold konung; kvaðst hann að visu öllu heldur hafa viljað stúta Victor Emanuel, konunginum á Italiu, en ekki haft farareyri, til að komast þangað, og snúið sér því að Leopold konungi. Mál- inu lyktaði svo, að Gennaro Rubino var dæmdur til æfilangrar þrælkunarvinnu. Árið 1905 er áformað að halda Jieims- sýningu mikla í borginni Luttich, i minn- ingu þess, að þá verða liðin 75 ár frá þeim tíma, er Belgía varð sjálfstætt ríki. Spánn. Seint í janúarmánuði urðu verkföJl alJ-mikil í borginni Reus, og voru þeim samfara ýmsar róstur, svo sem opt vill verða á Spáni. — I Barcelona hætti og fjöldi verkmanna vinnu, og var tala þeirra um 50 þúsundir. f Látin er ný skeð Elísabeth erki- hertogafrú, amma Alfonso konungs XIII., 72 ára að aldri, móðir Maríu Christínar, er árið 1879 gekk að eiga Alfonso XII- Ítalía. Töluvert umtai hefir það vak-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.