Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.03.1903, Blaðsíða 5
XYII, 11.—12.
Þjóðvxljinn
45
Þvættingi mótmælt.
í blaðinu „Yestria frá 1. des. f. á.,
segir cand. jnr. Guðmimdur Björnsson i
Klömbrum, að hann hafi eptir mér orð
þau, er hann hefir áður látið birta í þvi
blaði og Skúli Thoroddsen á að hafa tal-
að við mig hér í Kaupmannahöfn í fyrra
vetur. Jeg hefi áður lýst þvi opinber-
lega yfir, að þessi orð séu ranglega eptir
mér höfð, en þar eð Guðmundur vill ekki
kannast við þá ávirðing sina, að hann
hafi hlaupið með þvaður og ósannindi,
verð jeg enn að lýsa þvi yfir, að jeg
hefi aldrei þessi orð við hann talað.
Jeg átti tal við Skúla Thoroddsen i
fyrra vetur, skömmu eptir að hann kom
hingað og töluðum við meðai annars um
pólitík. Sagði hann þá við mig á þá
leið, að hann væri ekki sannfærður um,
að andvaltýingar mundu samþykkja ráð-
gjafafrumvarpið, ef þeir yrðu í meiri
hluta á þingi. Þessi -orð hefi jeg haft
eptir honum.
Til þess að styrkja málstað sinn hefir
Guðmundur nú fengið annan mann, cand.
polyt. Jón Þorláksson til þess að bera mig
fyrir líkum orðum. En i sambandi við
framburð hans vil jeg geta þess, að auk
hans voru þrir aðrir menn viðstaddir, þeg-
ar jeg sagði frá samtali okkar Thor-
oddsen, og enginn þeirra heyrði mig segja
þau orð, er hann nú fullyrðir, að jeg
hafi talað. Þessu til sönnunar, er eptir-
fyigjandi yfirlýsing frá einum þeirra
manna, er viðstaddir voru:
Sem kunnugt er, hefir stud. jur. Björn
Lindal verið borinn fyrir þeim ummælum
eptir alþm. Skúla Thoroddsen, að það væri ó-
víst, að Vaitýingar myndu samþykkja stjórn-
arfrumvarpið á þingi 1902, ef þeir yrðu þar í
meiri hluta. í sambandi við þetta vil jeg
iýsa yfir því, að jeg var viðstaddur á þeim
stað og stundu, er cand. polyt. Jón Þorláks-
son segist hafa heyrt Björn tala nefnd orð,
en hefi hvorki í það skipti né endranéer heyrt
hann bera Skúla fyrir þeim ummælum.
Kaupmannahöfn 2/3 1903.
Böðvar Jcmsson.
Að endingu vil jeg geta þess, að
fleiri greinar um þetta efni virði jeg
ekki svars.
Kaupmannahöfn 2. marz 1903.
Bjórn Líndal
frá Útibleiksstöðum.
*
* *
Þó að vér höfum tekið framan skráða
grein hr. stud. jur. Björns LíndaVs í blað
vort, skulum vér taka það fram, að vér
álítum þessa ritdeilu hans við cand. jur.
Guðmund Björnsson vera oss allsendis ó-
viðkomandi, þar sem það er löngu við-
urkennt af hr. Birni Líndal, eina mann-
inum, sem um það gat borið,að vér höf-
um aldrei talað eitt orð í þá áttina, sem
breitt var út á undan kosningunum síðustu.
Vor vegna mega þeir Guðm. Bjórus-
Son og Björn Líndal því gjarna halda á-
fram að þrátta um það svo lengi, sem
þeim þóknast, hvaða orð þeim hafi á milli
farið.
En vonandi er, að ritdeila þes9Í verði
þó til þess, að hr. cand. jur. Guðm. Björns-
son festi sér það í huga, að það er ekki
vegurinn til þess, að afla sér álits, að
hlaupa með kjapta-þvætting landshorn-
anna á milli, til niðrunar manni, erhann
alls eigi þekkir, og sem aldrei hefir að
líkindum séð hann.
Það kann að vera skiljanlegt, að ung-
um, embættislausum lögfræðingum þyki það
nokkru skipta, að koma sér í mjúkinn
hjá apturhaldsliðshöfðingjunum, er þeir
gera sér i hugarlund, að hafa muni veg
og völd í hendi sór; en svo er um það
vinfengið, sem urn fleira, að stundum má
kaupa það of dýru verði. Ritstj.
„Þjóðólfs“-ritstjórinn lögsóttur.
Út af úrskurði landsyfirréttar í verðlagsskrár-
hneixlismálinu snæfellska, gaf ritstjóri ,,Þjóð-
ólfs“ það í skyn, að úrskurðurinn væri politisk
ofsókn af hálfu tveggja dómendanna, Kr. Jóns-
sonar og Jóns Jenssonar, og kvað háyfirdómar-
ann, hr. L. E. Sveinbjörnsson, hafa verið úrskurð-
inum móthverfan.
Háyfirdómarinn birti þá litlu síðar vottorð,
er tók af aiian vafa um það, að úrskurðurinn
hafði verið kveðinn upp með samhljóða atkvœðum
allra Aómendanna, og þar með var „Þjóðólfur"
rekinn á stampinn.
En þar sem dómarar þeir, er hlut eiga að
máli, vilja auðvitað eigi þola það bótalaust, að
þeim sé brugðið um hlutdrægni i dómarastörf-
um, er myndi varða hegningarhússvinnu, ef
sönn væri, þá hefir yfirdómari Jón Jensson þeg-
ar höfðað mál gegn ritstjóra „Þjóðólfs11, og trú-
legt, að yfirdómaii Kr. Jónsson geri honum
einnig sömu skilin.
Sennilegast, að leikur þessi verði ritstjóra
„Þjóðólfs“ .all-kostnaðarsamur.
-----^sSrsÍBsi^-
Bæjarfulltrúakosningin á (safirði
kærð fyrir landshöfðingja.
Út af kæru yfir bæjarfulltrúakosning-
unni er fór fram á Isafirði ö. janúar síð-
astl., úrskurðaði bæjarstjórnin 22. s m.,
svo sem hennar var von og vísa, að kær-
unni skyldi að engu leyti sinnt, og hafa
kærendurnir, hr. Johann Þorkelsson og
48
auga, var hann þegar farið að dreyma um spil, spilaborð,
og um peningahrúgur.
Hann var því sár-þreyttur, er hann vaknaði, og
gekk því út, til að hressa sig í morgunloptinu.
En er hann hafði skamma hríð gengið, var hann,
áður en hann vissi af því, kominn að dyrunum á húsi
greifafrúarinnar.
Engu líkara, en að eitthvað óviðráðanlegt afl drægi
bann þangað.
Hann nam staðar og varð litið upp í gluggann.
Og þá leit hann þá sjón, er örlögum hans réð.
Það var ung stúlka, fríð og yndisleg, er sat við
gluggann, og grúfði sig annað bvort ofan í bók eða ein-
hverja handavinnu.
* *
*
Lísa var nýkomin úr kápunni, og var að taka af
sér hattinn, er greifafrúin gerði henni aptur orð að koina.
Hún hafði látið tengja hestana við vagninn að nýju.
Tveir þjónar studdu greifafrúna upp í vagninn, og
í sömu svifum sá Lísa, að liðsforinginn stóð við hliðina
á sér.
Hún fann, að hann tók í hönd sér, en áður en hún
gæti áttað sig, var hann farinn burtu, en hafði skilið
bréf miða eptir í lófa hennar.
Lísa geymdi bréfmiðann í lófa sínum, og lót á sig
hanzkann.
Þegar greifafrúin ók sór til hressingar, var það vani
hennar, að spyrja Lísu um hitt og þetta, og láta hverja
spurninguna reka aðra.
En í dag svaraði Lísa ýmist alls eigi, 'eða þá eitt-
■hvað út í hött.
41
greifafrúin. „Þetta er argasta bull! Sendu bæknrnar
aptur til Páls fursta, og láttu skila, að jeg þakki honum
mikillega; en kemur nú ekki vagninn bráðum?“
„Þarna kemur hann“, svaraði Lísa, er hafði gengið
út að glugganum.
„Og þú hefir ekki haft fataskipti enn! Hví læturðu
mig alltaf bíða eptir þér? það <t óþolandia.
Lísa hljóp upp á herbergi sitt, en nanmast hafði
hún verið þar tvær mínútur, er greifafrtiin tók að hringja
bjöllunni af öllum kröptum.
í sama vetfangi kom og ein herbergisþeman hlaup-
andi inn um einar herbergisdyrnar hjá greifafrúnni, og
einn þjónninn inn um hinar.
„Það er svo að sjá, sem þið heyrið ekki, er jeg
hringi! Farið strax upp til ungfrú Lísu, og segið henni,
að jeg bíði hennara.
í sömu svifum kom Lísa inn, og var í nýjnm bún-
ingi, og með laglegan hatt á höfðinu.
„Loksins, fröken góð!“ mælti greifafrúin. „En i
hyerju ertu? Hvers vegna ertu svona? Fyrir hverjum
heldurðu þér til? Hvernig er veðrið? Það er víst
hvassviðri11..
„Nei, náðuga frú“, mælti þjónninn. „Veðrið er
mjög gott“,.
„Hvað hefir þú vit á því? Ljúktu upp glugganum.
Alveg eins og jeg hélt! Voðalegur, nístandi stormur!
Hestana frá vagninum! Lísa, kæra barn! Við ökum ekk-
ert í dag! Það tók því ekki, að búa sig svo vel“.
„Hvílík tilvera“, sagði Lísa við sjálfa sig.
Og Lísabeta Ivanowna átti lika, sannast að segja,
anma æfi.