Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.03.1903, Blaðsíða 4
44
Í’JÓBVIL JINN.
XVII. 11.—12.
hafnar, og um sama leyti var Georg,
Grikkja konungur, og rússneska keisara-
ekkjan, væntanleg þangað, en hertoginn
af Cumberland, og Þyri kona hans, voru
þegar komin til Hafnar, og ætlar þetta
venzlafólk konungs vors að vera til stað-
ar, er konungur vor verður 85 ára 8.
apríl næstk. — —
Bretland. I öndverðum marzmánuði
féll 4—10 þuml. djúpur snjór á norðan-
verðu Bretlandi, svo að járnbrautarlestir
stöðvuðust viða um hríð.
Játvarður konungur hefir nú áformað,
að bregða sór til Frakklands um næstk
mánaðamót, og ætla sumir, að Loubet
forseti, og konungur, muni þá ræða um
ástandið í Marocco, og má ske koma sér
saman um skiptingu landsins.
Af herferð Breta í Somalílandi gegn
Mullah soldáni, er Bretar nefna „Mad
Mullah“ (þ. e. vitlausa Mullah), er það að
segja, að Manning, hershöfðingi þeirra,
var nýlega lagður af stað frá þorpinu
Obbia, sem er í landareign Itala þar syðra
og var ferðinni heitið til Mudug, þar sem
búizt var við, að Mullah væri að hitta,
og var því búizt við orustu-fregnum þá
og þegar.
Nýlega tókst Bretum að handsama
erindsreka frá Mullah, er var að vopna-
kaupum, í þorpinu Djíbutíl. — — —
Þýzkaland. Þar urðu víða jarðskjálft-
ar 6. marz síðastl., en ollu þó hvergi tjóni,
að teljandi sé. — —
Marocco. 26. febr. átti El Menebhí,
hermálaráðherra soldáns, orustu við Bu-
Hamara í grend við Ain Medíuna, og
lagði Bu-Hamara á flótta, en hermála-
ráðherrann sendi soldáni 43 fanga og 40
mannshöfuð, til merkis um sigur sinn. —
Bússar hafa ný skeð farið þess á leit
við stjórnina í Kórea, að mega leggja
járnbraut milli Seoul, höfuðborgarinnar i
Korea, og hafnarborgarinnar Wiju4, en
stjórnin i Japan hefir alvarlega ráðið
stjórninni i Korea frá því, að veita hið
umbeðna leyfi, með því að Rússar myndu
þá gjörast ærið tilhlutunarsamir um mál
manna í Koreu, ef þeir næðu slíkri fót-
festu i landinu.
,JOTOR“-BÁTAR. Hr. Árni Gísla-
son, formaður og útvegsmaður í Isafjarð-
arkaupstað, hefir í vetur látið setja „mo-
tor“-vél í róðrarhát, sem er eign hans
og hr. Soph. J. Æelsen’s, fyrrum verzl-
unarstjóra, og er Árni formaður á skip-
inu.
Slíkar vélar er þegar farið að nota
víða í útlöndum, og þar sem eigi er ó-
líklegt, að þær verði einnig nokkuð al-
gengar hér á landi, ef þessi fyrsta til-
raun Isfirðinga lánast vel, þá birtum vér
hér skýrslu, er hr. Arni Gíslason hefir
góðfúslega látið blaði voru í té.
Hann fer um fyrirtæki þetta svo felld-
um orðum:
„Motorinn hefir tveggja hesta afl, og
kostar hér á staðnum, settur í skipið
900 kr. Vólin er frá verksmiðju C. Molle-
rup’s í Esbjerg, og eyðir hún 25—30 aur-
um um kl.tímann, fyrir steinolíu og véla-
olíu, þegar hún er í fullum gangi, en
minna, ef hægara er farið.
Vélin er með stillbærum skrúfublöð-
um, og má þvi láta hana fara svo hægt,
sem maður vill, og er hún því mjög
þægileg, þegar lóðir eru dregnar á bátn-
um, eins og líka hægt er, að fara jafnt
aptur á bak, sem áfram.
Báturinn gengur betur, en 6 menn
róa á sexæring, og fer hann c. 5 mílur
á 4 kl.timum.
Það er vandalaust að gæta vélarinn-
ar, og hefi eg sjálfur stjórnað henni,
síðan á jólum, og gengið það vel, og er
það álit mitt, að slíkar „motor“-vélar geti
komið hér að góðum notum, þar sem þær
spara bæði fólk og tíma, gera róðurinn
óþarfan, svo að margt má vinna í þess
stað á sjónum.
Jeg ræ nú með 5 menn, en gæti
komizt af með færri, ef eigi væri setn-
ingin upp og ofan.
Hlutaskipti hefi eg söm, sem áður
(þ. e. 9 hlutaskipti), og gengur því þessi
eini mannshlutur, sem sparast, til vélar-
innar; en olían er tekin af óskiptu“.
Svo er að sjá, sem ísfirðingum lítist
og almennt vel á „motor“-vólarnar, þar
sem þrjár voru þegar pantaðar frá út-
löndum í febrúarmánuði síðastl.
En þar sem slíkar vólar gera bátaút-
veginn miklu kostnaðarmeiri, en verið
hefir, þar sem sexæringur, með „motor“-
vél og allri útgerð, kostar nær 2 þús.
krónur, þá verður það bráðnauðsynlegt, að
Isfirðingar leggi allt kapp á það, að efla
og auka ábyrgðwrsjbð opinna skipa, sem
auðið er, svo að áhættan só minni.
Lögrfræöispróf.
íslendingar tveir, Karl Einarsson og Sigurður
Eggerz, hafa ný skeð tekið siðari hluta lögfræð-
isprófs i Kaupmannahöfn, og hlutu báðir fyrstu
einkunn.
Fyrri hluta logfræðisprófs hafa og tekið stúd-
entarnir Magnús Jónsson og Ari Jónsson, hinn
fyrri með fyrstu einkunn, en hinn síðari með
annari einkunn.
Fiskkaup Ward’s.
Hr. Píke Ward, sem keypt hefir að undan-
förnu hálf-verkaðan fisk við ísafjarðardjúp, og
víðar, hefir nú gjörzt umboðsmaður félags eins
i Exeter, í Devon, á Englandi, er nefnir sig
„Newfoundland og Labrador fisk- og olíu-félag“,
og auglýsir félag þetta í blöðum á Eæreyjum,
að hann kaupi á sumri komanda allskonar salt-
aðan fisk, og hafi aðal-stöðvar sínar i Skutils-
firði og í Álptafirði í ísafjarðarsýslu.
Á báðum þessum stöðum ráðgerir hr. Ward
að reisa í sumar fiskitökuskúra, og jafn vel víð-
ar bér á landi, þar sem fiskvon er helzt.
Próf viö fjöllistaskólaiiii
í Kaupmannahöfn hafa tveir íslendingar ný-
lega leyst af hendi, annar, Jón Þorlálcsson, í
mannvirkjafræði, en hinn, Ásgeir Torfason (frá
Ólafsdal), i efnafræði, og hlutu báðir fyrstu
einkunn.
íslandssaga á dönsku.
Hr. Bogi Th. Melsted hefir enn á ný sóttum
styrk úr ríkissjóði Dana, til þess að rita sögu
íslands á dönsku, og hafði fjárlaganefnd danska
fólksþingsins þegar samþykkt, að veita honum
1000 kr. á ári i 5 ár i ofan greindu skyni.
Sagt er, að Bogi hafi og í huga, að sækja
um jafn háa fjárupphæð úr landssjóði, til þess
að skrifa söguna á íslenzku, til viðbótar þeim
4800 kr., er alþingi hefir áður veitt honum.
Vist gjörast dýr vizkuorðin Boga.
Gufuskipaielagið „Tliore“.
Stórkaupmaður Thor. E. Tulinius i Kaup-
mannahöfn hefir í vetur gengizt fyrir stofnun
gufuskipafélags, er nefnir sig „Thore“, og ætlar
það að hafa skip í förum milli Danmerkur og
ýmsra staða hér á landi, og koma skip þessi í
sumum ferðunum við i Noregi, auk þess er þau
koma og til Leith.
Félagið hefir þegar gefið út áætlun umferð-
irnar á yfirstandandi ári, og er þar gjört ráð
fyrir alls 20 ferðum.
Til ferða þessara ætlar félagið fyrst um sinn
að nota gufuskipin „Mjölnir" og „Pervie“, og
eitthvert þriðja skipið, er það tekur á leigu, en
í ráði kvað vera, að félagið kaupi bráðlega, eða
láti smíða, tvö ný skip.
Seglskipið „Thauma“ stmndað. — Skipstjóri
Bagger drukknaður.
Skipið „Thauma“, eign N. Ohr. Gmmsfélags-
ins, er rekur verzlun á Dýrafirði, og víðar, hreppti
fyrir skömmu ill veður á leið til Bergen, og gekk
þá stórsjór yfir skipið, er skolaði skipstjóranum
P. L. Bagger útbyrðis, svo að bann drukknaði.
Skipið hélt svo áfram ferð sinni til Bergen,
en á leiðinni þaðan strandaði það við Noregs
Strendur. Mönnum varð þó bjargað.
Klœðavcrksmiðja i Reykjavik.
Á fundi, er haldinn var i Reykjavík 12. marz
síðastl., var stofnað hlutafélag, er nefnir sig
„Iðunn“, og er ætlunarverk þess, að koma á
fót fullkominni klæðaverksmiðju í Reykjavik.
Stofnféð er ætlazt til, að nemi 60 þús. króna,
og'jað félagið hafi að auki 15 þús. króna, sem
starfsfé, og er upphæð hvers hlutar 500 kr.
Gert er ráð fyrir að verksmiðjan verði reist
inn við Rauðará, og að gufuafl verði notað, til
að knýja áfram vélarnar.
Hr. Knud Zimsen verkfræðingur, sem er frum-
kvöðull fyrirtækis þessa, ásamt hr. Erl. Zakarí-
asarsyni’ vegavinnustjóra, hefir gjört áætlanir um
kostnaðinn, bæði að því er stofnun verksmiðj-
unnar og rekstur hennar snertir, og sýnast þær
áætlanir gefa góðar vonir um, að fyrirtækið sé
arðvænlegt.
Til árskostnaðar telur hann þurfa 24 þús., en
gerir á hinn bóginn ráð fyrir 34 þús. króna ár-
legum tekjum.
Félagið hefir í huga að sækja um lán úr
landssjóði til verksmiðjustofnunarinnar, þar sem
útséð þykir nú um það, að Seyðfirðingar eða
Akureyrarbúar noti sér hið fyrirheitna lands-
sjóðslán.
Á fundinum var þegar heitið 25 þús. króna,
og voru hluthafar alls 44.
í stjórn félags þessa voru kosnir; JónMagn-
ússon landritari, Ghr. Zimsen consúll Ól. Ólafs-
son prentari.
íslenzk-dönsk orðabók.
Cand. mag. Sigfús Blöndal hefir sótt til
danska rikisþingsins um 500 kr. árlegan styrk
í 5 ár, til þess að semja ísl.-danska orðabók, og
hafði fjárlaganefnd danska fólksþingsins lagt
það til, að sá styrkur. yrði veittur.
Sendinefnd frá útgerðarmanna-
félögum í Aberdeen, Grimsby, Hull, North
Shields, Newcastle, Hartlepool, og fleiri
borgum á Bretlandi, sótti ný skeð fund
brezka póstmálaráðherrans, og vakti at-
hygli hans á því, hve afar-nauðsynlegt
það væri, að hraðskeyta-samband kæmist
sem allra fyrst á rnilli Bretlands og Fær-
eyja og Islands, þar sem margar vikur
liðu, áður en útgerðarinenn á Bretlandi
fengju fregnir af skiprekum við Islands
strendur, hyggðu skip opt farin, er síðar
kæmu fram, o. s. frv.
Póstmálaráðherrann, hr. Austin Cham-
berlain, tók sendinefndinni ljúfmannlega,
en kvað brezku ríkisstjórnina eigi geta
sinnt málinu, þar sem ræða væri um
hraðskeyta-samband við annað ríki.