Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.10.1903, Side 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.10.1903, Side 1
Verð árgangsins (minnst j 52 arkir) 3 kr. 50 awr.; \ erlendis 4 kr. 50 aur., og \ í Ameríku doll.: 1.50. [ Borgist fyrir júnímán- | aöarlok. ÞJÓÐVILJINN. -. |= Seytjándi Akganguk. =| — _i-| HITSTJ ÓRI: S K tí L I THORODDSEN. =|smeJ-‘— Uj^psögn skrifieg, ógild nema komin sé til útgef- j anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og kaupandi ■ samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir bla'ðið. M 42. Bessastöðum, 7. OKT. 19 0 3. ■Crti_oxiL<3L. Kaupmannahöfn 15. sept. 1903. Danmörk. mál, sem stendur efst á dagskrá hjá Kanpmannahafnarbúum þessa dagana, er undirbúningurinn undir kosningu tveggjamanna tiliandsþingsins, í stað þeirra Octaviusar Hansen’s og Bo- rup’s, sem báðir eru látnir fyrir skömmu Það eru hægrimenn og sósialistar, sem nú leiða saman hesta sína, því að vinstri- menn taka engan þátt í kosningunni, af þeirri ástæðu, að enginn vegur er til, að þeir geti komið að neinum sinna manna, og hirða þeir þá eigi, að veita hinum að málum. Kosning kjörmanna af hinum almenna kjósendaflokki fer fram á morg- un, en kjósendur úr hærri gjaldanda flokki velja kjörmenn 23. þ. m. Loks fer kosning þingmannanna sjálfra fram 2. okt. ítimman stendur um það, hvort hægrimaður eða sósialisti á að skipa sæti 0. Hansen’s; en hitt sætið eiga hægri- menn víst. Hins vegar koma vinstri- menn einum manni að, í stað hins kon- ungkjörna landsþingismanns, Hedeman’s. Með tíðindum má nefna það, að tvær hinar stærstu bókaverzlanir hér, rGyld- endalske Boghandel“ og „Det nordiske Forlag“, hafa slegið sór saman í eitt fé- lag frá næsta nýjári, og verður þá félag þetta eitt hið stærsta, eða ef til vill stærst allra bókaútgáfufélaga Norðurálf- unnar. Nafn félagsins verður framvegis „Gyldendalske Boghandel, Nordiske For- laga. Ofsa-stormar gengu hér um Dan- mörku, og víðar, 10.-—12. þ. m. Ollu þeir tilfinnanlegu tjóni á skipum, ritsím- um, ökrum o. s. frv. Sums staðar, t. d. í Englandi, fylgdi regn svo mikið, að skemmdir urðu af. Noregur. Síðast var þess getið, hversu flokkaskipting myndi verða á næsta Stórþingi Norðmanna, og var sú flokkaskipting byggð á kosningu kjör- manna í liinum einstöku kjördæmum. Nú hefir sú orðið raunin á, að hægri- menn urðu enn drjúgari, en við var bú- izt; skipa þeir 63 sæti á Stórþinginu, vinsirimenn BO, og sósíalistar 4. En þess ber vel að gæta, að hægrimenn íNoregi standa framar hægrimönnum í flestum öðrum löndum, að þvi er frjálslyndi snertir, og er því minni ástæða, til að harma úrslit þessi, en ella myndi. Talið er vist, að þeir Hagerup, pró- fessor í Kristianíu, og Sigurður Ibsen, verði leiðandi menn í hinu væntanlega, nýja ráðaneyti, en að öðru leyti er eigi kunnugt, hversu það verður skipað. Balkanskaginn. Ástandið í Make- doniu verður æ hörmulegra, og þykir eigi annað sýnna, en að hallæri sé fyrir dyrum, því að uppskera er öll eyðilögð, og Tvrkir ræna og rupla öllu, er hönd festir á. Til dæmis um hryðjuverk þau, sem unnin eru, má geta þess, að í smá- bæ einum, er Tyrkir tóku, rændu þeir fyrst bæinn, og hjuggu niður karlmenn alla: siðan kveiktu þeir í húsunum, og börnum öllum, er þeir fundu, fleygðu þeir í eldinn. Konur ráku þeir saman i lms eitt, helltu síðan olíu yfir, og ætluðu að brenna allt upp, en á siðasta. augnabliki varð konunum bjargað. Serbía. Þar er nú hin mesta óöld. og fullkomið stjórnleysi, og fær konung- ur engu tauti á komið. Nokkrir her- menn i bænum Nisch gáfu út ávarp, og lögðu til, að allir samsærismennirnir frá 11. júní yrðu drepnir, eða til vara, að þeir yrðu reknir frá embættum. Her- menn þessir hafa verið teknir fastir, og dæmir herréttur um mál þeirra. Um allt landið skiptast menn nú í tvo flokka, með og móti samsærismönnunum. Álgier. Nálægt bænum E1 Munga réðust nýlega ræningjar all-margir, um 4000, á franska herdeild, er þar var á ferð. Varð þar hinn skæðasti bardagi, og biðu hvorirtveggja mikið tjón. Herdeild þessi hafði mjög mikinn farangur, og tóku ræningjar hann allan. Konur nokkr- ar, er með herdeildinni voru, námu þeir og á brott. Panamaskurðurinn. Það virðist ekki ætla að ganga friðsamlega af, að stór- virki þetta komist í framkvæmd. Verði skurðurinn einhvern tíma lagð- ur, þá verður hann að liggja gegnum héruð, sem eru eign þjóðveldisins Cól- umbía í Mið-Ameriku, og fyrir því hafa Bandarikin sótt um leyfiþjóðveldis þessa, til að leggja skurðinn; en rikisþing Col- umbíu neitaði um leyfið. Olli það mik- illi gremju i héruðum þeim, er skurður- inn átti að liggja um, svo að lá við upp- reisn. Nú hefir rikisþingið séð sig um hönd, og veitt kost á leyfinu, en með svo hörðum kostum, að ómögulegt, er fyrir Bandarikin að ganga að þeim. Hafa ó- eyrðirnar á Panamaeyðinu aukizt mjög við þetta, og hefir þvi stjórnin í Columb- ía sent þangað 2000 hermanna, til að halda á friði og spekt. En nú hefir lengi verið grunnt á því góða milli Columbía og nágrannalands hennar, Venezuela, og lítur svo út, sem Venezuela ætli nú að minnast foms fjandskapar, því að Castro, forsetinn þar, hefir 9000 hermanna á landamærunum, reiðubúna til að brjót- ast inn i Columbía, þegar tími þykir til kominn. 16. sepl í þessum svifum fréttist frá Noregi, að í gær hafi orðið mjög stórfelldur hús- bruni i Kristianíu. Kom eldurinn upp í verksmiðju, mjög stórri, i einni af aðal- götum bæjarins. Hafði eldurinn læst sig um alla bygginguna, þegar slökkviliðið kom að, og varð því litið aðgjört. Nokkr- ir menn, óvíst hve margir, brunnu inni; voru í gærkveldi fundin 14 lik, flest svo illa til reika, að þau þekktust eigi. Tjón- ið gizka menn á, að sé ^/2—1 miljón kr.; eigi er það fullrannsakað enn. Frá Englandi er það að segja, að ráða- neytið brezka var kallað saman á fund i fyrradag, og sat á framhaldsfundi aptur í gær. Þykjast menn vita, að það sé tolla-pólitík Chamberlain’s, sem veldur þessari samkomu ráðaneytisins, og biða því fregna af henni með mikilli óþreyju. Mikil er orðin gremja manna á Eng- landi, út af aðförum Tyrkja í Makedoníu, og :hafa stjórninni borizt áskoranir, um að skerast í málið, frá biskupum ýmsum, og fleiri málsmetandi mönnum. Á ráðherrafundi Breta, sem getið er í útlendu fréttunum hér að framan, varð sú niðurstaðan, að Chamberlain, nýlendu- ráðherra, var veitt lausn frá ráðherra- störfum, eptir beiðni hans. Þetta þóttu mestu stórtiðindi, ogkomu mjög óvænt, en orsökin var sú, að Bal- four, forsætisráðherrann, hafði í öndverð- um septembermánuði gefið út pésa um tollmálefni, þar sem það kom berlega í Ijós, að hann er því mótfallinn, að geng- ið sé svo langt i tollverndunarstefnu, sem Chambertain^iex fram á. Chamberlain ritaði Balfour þá bréf, og kvaðst eigi geta átt sæti i ráðaneytinu, þar sem hann vildi hafa óbundnar hend- ur, til þess að berjast fyrir skoðun sinni í tollmálum, og sannfæra kjósendur um ágæti hennar, en kvaðst þó að öðru leyti mundu styðja ráðaneytið eptir, sem áður. Á hinn bóginn þykir Bitchie, fjár- málaráðherra, og Hamilton, Indlandsráð- herra, að Balfour hallist um of að toll- verndunarstefnu, og hafa því einnig beiðzt lausnar. Þessi sundrung í Jráðaneytinu, sem þrískiptir íhaldsflokknum, að því er til tollmála kemur,“reynist óefað ágætt vopn íhöndum framsóknarmanna, þegarfkosn- ingar fara fram, og er því eigi ósenni- legt, að frjálslyndi flokkurinn nái völd- um á Bretlandi, áður en langt um líður. Fjármálapolitíkin. --------- í fjármálafrumvarpi því, er stjómin lagði fyrir alþingi, var gjört ráð fyrir því, að útgjöldin yrðu rúmum 218 þús. hærri, en tekjumar, og þóttist þó alþingi eigi geta komizt hjá því, að hækka þau

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.