Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.02.1904, Blaðsíða 2
80
Þjosvilji«w.
Lífsábyrgð þilskipamanna.
Þegar sjómennirnir leggja út á þil-
skipaveiðar næstu daga, munu allir, sem
á landi sitja, óska þeim góðrar farar, mik-
ils afla, og iieillar heimkomu.
Því miður er sjósóknin við strendur
lands vors jafnan töluverðri hættu bund-
in, og mörg eru þau mannslífin, sem
Ægir hefir fyr og síðar tekið, mörg þau
tárin, sem hann hefir valdið, og mikil
eymdin, sem hann hefir opt skapað.
En þó að sarna hættan, sem jafnan
vofir yfir lífi þeirra, er sækja atvinnu
sina út á sjóinn, vofi enn yfir að þessu
sinni, þá er þó eigi ólíklegt, að mörgum
þilskipamanni sé þó nokkru léttara um
hjartarætur, er hann kveður ástvinina, og
leggur frá landi. þar sem hann veit, að
drukkni hann, eða deyi af slysförum,
þann tímann. sem hann er lögskráður til
fiskiveiða, þá fá þó nánustu venziamenn
hans, ekkja hans, börn, foreldri eða systr
kini, ofur-litla upphæð úr vátryggingar-
sjóði.
Upphæð þessi er að vísu ekki mikil,
að eins 100 kr. árlega í 4 ár — sbr. 5.
gr. laga 23. okt. 1903 —, og nær því
skammt, til að bæta úr þeim bágindum,
sem víða kalla að, ef slysið ber að hönd-
um; en betri er þó styrkur þessi, en ekki,
því að „lítið dregur fátækan“, sem sagt
er.
Lífsábyrgðargjaldið, sem sjómaðurinn
greiðir ( .5 aur, fyrir hverja viku vetrar-
vertíðar, sem hann er lögskráður fyrir,
og 10 aur. fyrir hverja viku vorvertíðar
og sumarvertíðar, reiknað frá lögskrán-
ingardegi) verður og naumast talið mjög
tilfinnanlegt.
Og þar sem útgerðarmenn greiða enn
fremur frá sjálfum sér til vátryggingar-
sjóðsins helming á móts við gjöld allra
skipverja, þá getur naumast hjá því far-
ið, ef eigi ber því fleiri óhöpp að hönd-
um á fyrstu ámm, að vátryggingarsjóð-
urinn verði brátt svo öflugur, að alþingi
sjái sér fært, að auka að mun upphæð þá,
er sjóðnum er skylt að gjalda, ef slys
vilja til.
I 5. gr. ofan nefndra laga er ákveðið,
að ef sjómaðurinn ekki eigi ekkju, barn,
foreldra eða systkini á lifi, þá „eignast
vátryggingarsjóður upphæðina, nema öðru
vísi sé ákveðið í lögmætri erfðaskrá“, og
þurfa því sjómenn þeir, er þannig er á-
statt fyrir, að gera arfleiðsluskrá, ef þeir
vilja t. d. tryggja unnustu, eða öðrum
ástvini sínum, gjaldið, ef illa kynni að
fara.
En þrátt fyrir þessa litlu hjálp, sem
lögin frá 23. okt. f. á. veita, ætti þó eng-
inn sjómaður, sem þess er megnugur, að
vanrækja, að tryggja líf sitt hjá einhverju
lifsábyrgðarfélaginu, því að það er vissu-
lega mikið í það varið, að geta haldið út
á hafið með þeirri meðvitond, að þó að
slys beri að höndum, þá sé þó ástvinun-
um, sem heima þreyja, nokkurn veginn
borgið í efnalegu tilliti, því að nóg er
bölið samt, þó að baslið og bágindin
bætist ekki ofan á söknuðinn.
Ycitt prestakall.
Síra Einari Þórðarsyni, alþm. á Hofteigi, var
18. febr. veitt Desjarmýrarprestakall, frá næstk.
fardögum að telja.
Um Mýrdalsþingin
sótti, auk umsækenda þeirra, er getið var í
siðasta nr. „Þ.jóðv.“, klerkurinn Helyi Hjálmars-
son á Helgastöðum í Suður-Þingeyjarsýslu, og
verður hann i kjöri, ásamt prestunum síra Þor-
steini í Bjarnanesi og sira Jes í Eyvindarhólum.
Laust prestakail.
Með þvi að síra Jóni Maynússyni á Ríp var
18. febr., samkvæmt umsókn hans, veitt lausn
frá embætti, frá næstk. fardögum, þá er nú
Kípur prestakall í Skagafirði laust, og er það
metið 715 kr. 40. a.
Nyr sparisjoður.
Sparisjóður var stofnaður í Yik i Vestur-Skapta-
fellssýslu um áramótin síðustu, og er verzlun-
arstjóri Gunnar Olafsson formaður sjóðsins, en
gjaldkeri er Ólafur Arinbjarnarson bókhaldari.
„Nýja ÍsIsumI"
er nafnið á ofur-litlu blaði, sem byrjað er að
koma út i Reykjavík — Blaðiðkemur út einu sinni
í mánuði, hálf-örk í senn, og segist munu flytja
bæði „alvöru og gaman“. — Útgefandi blaðsins
er hr Þorvarður Þorvarðsson prentsmiðjueigandi,
en „gamanið11 i blaðinu segir útgefandinn, að
Plansor muni sjá um.
Rjómabú
voru alls fimmtán hér á landi árið, sem leið,
og voru 8 þeirra í Árnessýslu, 2 i Skagafjarðar-,
1 í Húnavatns-, 1 í Borgarfjarðar-, 1 í Kjósar-,
1 i Rangárvalla-, og 1 í Skaptafellssýslu.
Búist er við, að á yfirstandandi ári bætist
3 við 1 Árnessýslu, 2 í Rangárvallasýslu, 1 í
Kjósarsýslu, og ef til vill 1 í Hunavatnssýslu.
í Dala- og Borgarfjarðarsýslum er og vaknað- |
ur töluverður áhugi í þá átt, að setja rjómabú j
á stofn, og jafn vel víðar; en til fyrirstöðu er það, \
að skortur er á hæfum bústýrum, er lært hafi
á mjólkurskólanum.
í vetur eru 10 stúlkur á mjólkurskólanum,
og eiga þær allar kost á því, að verða bústýrur ;
við rjómabú, er námi þeirra er lokið.
Frá ísafirðl
er „Þjóðv.“ ski'ifað 16. febr. síðastl.: „Síðasta
viku tímann hefir tiðin verið hér óstöðug, og
umhleypingasöm, en snjókoma fremur litil.
Aflabrögðin, er hér voru framan af mánuðin-
um, urðu því miður endasleppari, en æskilegt
hefði verið, þar sem aflabrögðin eru nú alls stað-
ar mjög treg, jafn vel þótt sótt sé ofan á regin-
haf. •
Nokkur áhugi virðist vera vaknaður hjá stöku
mönnum hér í kaupstaðnum, að koma hér á al-
þýðuskóla, og var mál það rætt á almennum borg-
arafundi 7. þ. m., og tjáði meiri hluti fundar-
manna sig því hlynntan“.
Landsbanka-útibú á ísalirði.
Landsbankastjórnin hefir nýlega samið svo við
ábyrgðarmenn sparisjóðsins á ísafirði, að lands-
bankinn tekur sparisjóðinn að sér, og stofnar
banka-útibú á ísafirði á komandi vori.
Framkvæmdarstjóri útibúsins verður Þorv.
Jónsson, fyrrum héraðslæknir, gæzlustjóri síra
Þorv. Jónsson, og bókari Sophus J. Níelsen, fyrr-
um verzlunarstjóri.
Margir ísfirðingar þrá þó engu að síður, að
hlutafélagsbankinn komi upp banka-útibúi á ísa-
firði sem bráðast.
Politískur fuudur
var haldinn að Höfða-odda í Dýrafirði 5. febr.
síðastl.
Væntanlega hefir þm. Vestur-lsfirðinga gert
þar grein f.yrir, hvað því olli, að hann gekk í
lið með „heimastjórnarmönnum“ þegar í þing-
byrjun í fyrra, þrátt fyrir marg-endurtekin lof-
orð sin til kjósandanna.
Ef til vill flytur „Þjóðv.“ fregnir af fundi
þessum síðar.
xvm., 8.-9.
Töluverða eptirtekt
hefir það vakið, að einn að aðstoðar-
, mönnnnum í stjórnarráðinu auglýsir í
stjórnarblaðinu „Þjóðólfur“, að hann sé
að hitta heima hjá sér kl. 11—12 f. h.,
og sömuleiðis kl. 4—5 e. h., og sinni þá
ýmsum lögfræðistörfum fyrir almenning,
ef óskað sé.
Einn af „kaupendum „Þjóðv.“ í Reylcja-
vík hefir sent oss fyrirspurn ur, það,
hvenig þessu geti verið varið, þar sem
starfstiminn á ráðherra-skriístofunum sé
frá kl. 10—4.
Ritstjóri „Þjóðv.“ er eigi full fróður
um þetta, en gizkar á, að aðstoðarmönn-
unum sé ætlaður einn kl.timi til morg-
unverðar, svo að starfstíminn á skrifstof-
unum sé i raun og veru að eins 5 kl,-
tímar, eða má ske skemmri, ef tekið er
t. d. eitthvað af timanum frá 3—4 e. h.
til miðdegisverðar, svo sem keyrzt hefir;
en um þetta er „Þjóðv.“ ókunnugt, og
telur það eigi trúlegt.
Að aðstoðarmaðurinn notar tima þann,
sem ætlaður er til morgunverðar, til að
sinna ýmsum störfum fyrir sjálfan sig,
sýnir dugnað hans, og er auðvitað mjög
lofsvert, frá almennu sjónarmiði.
En hvort það er heppilegt fyrir land-
ið, eða i samræmi við tilætlun alþingis,
að koma á þessu danska sleifara-vinnu-
lagi á skrifstofunum, það er annað mál,
og ráðherrans að svara til þess.
Mikið iagnaðaretni
má það vera oss Islendingum, að af-
skiptum hr. A. Dyhdal’s, fyrverandi deild-
arstjóra i íslenzku stjórnardeildinniiKaup-
mannahöfn, af málefnum Islands er nú
lokið.
Sem vinur Hilmars heitins Stephen-
sen’s komst Dybdal þessi inn i íslenzku
stjórnardeildina i Kaupmannahöfn, fyrir
nær 20 árum, og hækkaði þar svo stig
af stígi, og er fáum full kunnugt, hve
mikið 'ogagn hann hefir unnið málefnum
lands vors á undan förnum árum, því að
samfara ókunnugleikanum á högum lands
og þjóðar, virtist hann hafa römmustu
fyrirlitningu á íslandi, og öllu, sem ís-
lenzkt var, og vildi sniða löggjöf vora,
í smáu og stóru, eptir löggjöf Dana,
Fullyrt er, að hann hafi og átt eigi
litinn þátt í því, er Alhertí batt búsetu
ráðherrans hér á landi þvi skilyrði, að
sérmál Islands væru borin t’ram í rikis-
ráði, eins og hann líka reri að því öllum
árum, að völdin kæmu í „réttar“(!) hend-
ur. er stjórnarskrárbreytingin komst á.
Enda þótt hr. A. Dyhdal væri ramm-
ur hægrimaður, og starfaði jafnan dyggi-
lega í anda þeirra Estrup’s og Nellemann’s,
kvað hann þó hafa látið svo, er Danir
fengu stjórnarskiptin, í júlimánuði 1901,
sem hann hefði i raun og veru jafnan
verið vinstrimaður(I) Svo var hræsnin á
háu stigi.
Að þvi er persónulega eiginleika hr.
A. Dyhdal's snertir, þekkjum vér fremur
lítið til hans, þótt vér að vísu kynntumst
honum í eitt skipti, og þá — sízt að
drengskap.