Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.02.1904, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.02.1904, Blaðsíða 6
34 þekktu, fyrir dugnað hans, siðprýði og drengskap. A- Hinn 22. marz f. á. andaðist að Narfa- koti í Kálfatjarnarsókn ekkjan Margrét Einarsdóttir, 82 ára gömul. Hún fæddist í Breiðagerði í sömu sókn, og dvaldi ná- lega allan aldur sinn í Yatnsleysustr- hreppi. Milli 1840—’50 giptist hún Helga Tómassyni, og eignaðist með honum 7 börn, og eru 3 þeirra á lífi. Margrét sál. var greindarkona, einkar hagsýn, og að mörgukvennskörungur. Eiginmann sinn missti hún, meðan þau böm hennar, er upp komust, vora í æsku, og sá hún þeim vel farborða, og ól þau upp við iðjusemi og trúrækni. Hún var trygg- lynd, vinföst, og auðug af kristilegum mannkærleika, og miðlaði opt snauðum af hinum litlu efnum sínum. Á. Þ. t Sigurveig Gunnarsdóttir. I átthaga mínum er orðið kalt, því eytt er það hjartans blómlíf allt, sem var minnar æsku yndi; svo jeg fallinn að frændum er, sem fura að kvisti — og þvi er mér svo þungt, svo þungt i lyndi. Nú sit eg hljóður, og hugsa um þig — um hjartað góða, sem vermdi mig, og vakti af vanadvala. Þú bauðst mér að sjá öll blómin þín, og blómin vildir þú skoða min, sem spruttu við döggvar dala. Það skoðunarefni var okkur kært — í æskunni höfðum við bæði lært: að reisa á fót þá, er falla; t jöri v ii.iííNN . en fleiri særða þú hafðir hitt, og hjartað þitt reyndist stærra, en mitt — það rúmaði alla, alla. Um guð og lífið, um land og þjóð við lásum og sungum fögur ljóð — þú unnir því öllu af hjarta; en helzt þú söngst mér um dyggð og dáð — um drengskaparmannsins ýmsu ráð, að gjöra brautina bjarta. Jeg „brekkuna þína“ i blóma sá, því bróðir og faðir lifðu þá, og ástsæl og mjúklynd)móðir; og margan gestinn að garði bar, því gleðin og élskan bjuggu þar — þeir gestrisnis-englar góðir. En nú er^„brekkan þín“ orðin auð, nú er hún svo föl og blómstur-snauð — nú/hnípir þar Baldurs-bráin, og „ (xleym-mér-eigi “, sem gréru þar, og glóðu við sól — þau eru hvar? Dáin — horfin og dáin! Þú skreyttir mig ljósri Baldursbrá, og brosandi man jeg þú sagðir þá: „Hún fölnar, frændi minn góður! en frómlyndinu jeg allt af ann, og ekkert þvi líkara blóm jeg fann; — það verði þín heill og hróður!“ En frómlyndið þitt og líknarlund mun lifa hjá þínum alla stund — hún deyr ei sú Baldursbráin: við landsins hjarta, í sælusveit, hún sannnefndan á sér vermireit, þó þú, þó þú sért dáin! Iv v rá*, 8.—9. Um sárt að binda jeg opt hef átt, og optlega til þess hugsa mátt, að fjarri var hlýja höndin, — jeg veit það, að líknarlundin þín þig leitt hefði marg opt inn til min með beztu sáraböndin. Nú sit jeg hljóður, og hugsa’ um þig,|— um hjartað góða, sem vermdi mig — i því bjó kærleiks-kraptur. Þinn guð, og minn guð, nú gleður mig — hann gleðji alla, sem harma þig! — Yið sjáumst, við sjáumst aptur! Bjarni Jónsson. tJtlöna. Frá útlöndum hafa ný skeð borizt þessi tíðindi: Voðalegur eldsvoði varð 7.—8. febr. í borginni Baltimore, sem er höfuðborg í fylkinu Maryland i Bandaríkjunum. — Eldurinn kviknaði í stórri vefnaðarvöru- búð, og með því að veður var hvasst, dreifðist eldurinn um alla borgina, og var hún að brenna í nær tvo sólarhringa, án þess slökkviliðið fengi við ráðið, og er mælt, að brunnið hafi alls nær 2500 hús, þar á meðal margt stórhýsa, og er skaðinn metinn um 300 milj. dollara. I Baltimore voru um 700 þús. ibúa, og stóð allur fjöldinn húsnæðis- og bjarg- ar-laus eptir brunann, enda kvaddi land- stjórinn i Maryland þingið þegar til fund- ar, og var gert ráð fyrir, að það myndi veita 25 milj. dollara, til að bæta úr 32 ar, sem mönnum gat ekki getizt að, því að hún lygndi augunum, og virtist jafnan laumast áfram, er hún breifði sig eitthvað. Þó að enginn hefði neitt yfir henni að kvarta, var þó jafnan, sem mönnum fyndist sór líða eitthvað illa, er hún var viðstödd. Stöku sinnum hafði rótt verið að því komið, að Píers lávarður vísaði henni úr vistinni; en það var ann- að hægra, en að finna átylluna, þar sem jafn fullkominn kvennmaður átti hlut að máli. Það brást líka aldrei, að Líonel tæki eigi svari hennar, enda var svo að sjá, sem hann væri eini mað- urinn þar á heimilinu, er gætist vel að henni. Hvort hún átti það matartilbúninginum að þakka, skal hér ósagt látið, en víst var um það, að Lionel mat það mjög mikils, að gott væri á borðinu. „Jeg hefi mestu óbeit á henni“, mælti ungfrú Lame- try einu sinni við William, er til rætt varð um ráðs- konuna, „því að hún er kæn, og ekki öll, þar sem hún er séð“. „Jeg get ekki heldur sagt, að hún só mór aðskapi“, svaraði William, og var þó, sem utan við málefnið; „en skyldurækin er hún, og lávarðinum að skapi. En á hverju byggirðu það, að hún só slungin?“ „Eg só það á svipnum hennar“, svaraði Eleonora. „Þarna er röksemdafærslu kvennfólksins rótt lýst“, mælti William. „Jeg finn það á sjálfri mér, að hún hefir tungur tvær, og talar sitt með hvorri“, mælti Eleonora, all-áköf. „En enginn rekur fólk úr vistum, út af ímynduð- um grun“, mælti William hlæjandi. „Lofum henni að 37 En víst var um það, að William var mjög utan við sig, og svaraði mjög stuttaralega, er- hún yrti á hann. Þótti henni, sem von var, að William metti sam- fylgd hennar eigi mjög mikils, og þegar þau sneru heim- leiðis, mælti hún þvi við hann: „Jeg get ekki látið mikið af því, að ríða út með þér, þegar þessir dutlungar eru í þór, og er mér næst að ætla, að bæði hr. Creke, og Lavers liðsforingi, hefðu ver- ið töluvert ræðnari“. „Pyrirgefðu mér, Eleonora“, svaraði William, og roðnaði um leið. „Mér fellur það illa, að þú skulir hafa ástæðu til þess, að kvarta yfir mór, en árans skuldabasl- ið liggur einhvern veginn svo þungt á mór núna, og skal jeg lofa því, að verða á morgun í betra skapi“. „En, hví ferðu ekki til pabba?“ „Jeg dreg það nú ekki lengur, en til kvöldsins“, svaraði William lágt, um leið og hann stökk af baki, til að hjálpa henni úr söðlinum. Eleonora strauk hendinni um vanga honum, og leit til hans rnjög innilega, áður en hún gekk inn. William stóð kyrr á stóttinni, meðan hestasveinn- inn teymdi burt hestana, en dró síðan bréfið upp úr vasa sínum, og braut það upp. Hann þurfti eigi annað, en að lita á það snöggvast, til þess að sjá, að svo var, sem bann hugði. Hann bögglaði brófinu saman, stakk því í vasa sinn, stappaði niður fætinum, og gekk svo dapur inn í húsið. „Durrant skrifar brófið i Lundúnum, og eltir það svo sjáliur hingað“, mælti William við sjálfan sig. „Jeg

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.