Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.02.1904, Blaðsíða 8
oö
t Ozj V IL3ISK*
-9.
l&kssonar k Tjörn, og þeirra bræðra. Hann kom
uppullar- og tóvinnu-vélunum á Álafossi,og mun
blað vort skýra greinilegar frá helztu æfiatrið-
um hans síðar.
iuniinimininiinnimnminiiiiiinti
ísfirðingar! Þegar þér farið að kaupa
yður vefnaðaryarning, þá gerið svo vel
að líta inn i
„Nýju vefnaðarvörubúðina“,
sem getið er um i sérprentaðri auglýs-
ingu minni, dags. 16. þ. m., og athugið,
hvort yður líka ekki vörugœðin og verð-
lagið á nýja vaminginum, áður en þér
festið kaupin annars staðar.
Svo er til ætlast, að rNýja vefnaðar-
vörubúðinu geti staðizt hvers konarsam-
keppni, bæði að þvi er verðlag, vöru-
gæði og fjölbreytileik vörutegundanna
snertir.
Komið, og lítið á, og dæmið svo, ept-
ir eigin sjón og reynzlu.
5J25 Enn fremur leyfi eg mér að
minna yður á það, að þegar þér hafið
skoðað vaminginn í „Nýju vefnaðarvöru-
búðinniu, sem er niðri, þá er örstutt upp
í aðal-sölubúðina, þar sem nú fæst, með-
al annars, ödýrara kaffi, en nokkurs
etaðar annars staðar á Isafirði.
ísafirði 16. febr. 19o4.
Magnús Ólafsson.
W*T ENDURSENDIÐ BOÐSBRÉFIN!
Þeir, sem fengið hafa í hendur boðs-
bréf að bókinni „Oddur Sigurðs-
son lögmaður‘% og enn eigi hafa end-
ursent þau, era vinsamlega beðnir að
koma þeim til ritstjóra „Þjóðv.41, sem
allra bráðast, þar sem ýmsir hafa kvart-
að yfir því, að þeir hafi enn eigi fengið
bókina, þótt þeir hafi gjörzt áskrifendur,
og stafar það af því, að sum boðsbréfin
hafa enn eigi verið endursend oss.
Rétti tíminn
til þess að gjörast kaupandi
XVÍII. árg. „Þjóðv.“
Þeir, sem eigi hafa áður verið kaup-
endur blaðsins, ættu að kynna sér aug-
lýsinguna i 49. nr. fyrra árgangs, til þess
að sjá kostakjörin, sem nýjum kaupend-
um bjóðast:
™ um 200 bls. af skemratisögum “
og auk þess síðasti ársfjórðangurinn af
17. árg. „Þjóðv.“, hvorttveggja
alveg ókeypis.
Hvað skyldu þau blöðin vera mörg,
er bjóða slíka kosti?
Reykvikingar geta pantað blaðið
hjá hr. Skula Þ. Sívertsen, Ingólfsstræti,
Reykjavik.
Áram saman hefi eg þjáðst af tauga-
veiklun, svefnleysi og lystarleysi, og hefi
því í seinni tíð leitað ýmsra lækna, og
að engu liði orðið. Jeg fór þá að reyna
C'hina-lifs-elexír Valdemars Petersens, og
er eg hafði eytt úr 2 flöskum, varð eg
þegar vör við all-mikinn bata, og geri
mér von um, að verða fyllilega heil heilsu,
ef eg held áfram að brúka hann.
Reykjavik, Smiðjustíg 7.
9. júní 1908
Ouðný Aradóttir.
Jeg, sem þekki kvennmann þennan
| persónulega, get vottað, að ummælihenn-
| ar eru sannleikur. Hún er nú á góðum
j batavegi, þegar litið er á heilbrigðisástand
| hennar, áður en hún byrjaði að brúka
elexírinn.
Reykjavík 15. júní 1903.
L. Pálsson,
hom. læktnr.
KLina-líís-elexirinn fæst hjá
ílestum kaupmönnum á íslandi, án nokk-
urrar tollhækkunar, svo að verðið er,
sem fyr, að eins 1 kr. 50. aur. fyrir
flöskuna. —
Til þess að vera vissir um,aðfáhinn
ekta Kína-lífs-elexír, eru kaupendur beðn-
ir að líta vel eptir því, að Lf- standi á
flöskunni i grænu lakki, og eins eptir
hinu skrásetta vörumerki á fiöskumiðan-
um: Kínverji með glas í hendi, og firma
nafnið Yaldimar Petersen, Frederikshavn
Kontor & Lager Nyvej 16. Kjöbenhavn.
Til kaupandanna. ——
Kaupendur „Þjóðv.“, er enn hafa eigi
greitt andvirði 17. árg. blaðsins, eru
beðnir að senda andvirðið sem fyrst.
Áminning þessi nær að sjálfsögðu eigi
síður til hinna, er jafn framt skulda and-
virði blaðsins frá fyrri árum.
PRENTSMIBJA DJOÐVILJANS.
84
Lengri urðu samræður þeirra bræðranna eigi, því
að Líonel hvarf þá inn til bóka sinna, en Píers gekk út
á stéttina, til að sjá, er unga fólkið riði úr hlaði.
Kynsam haiði þegar hjálpað Eleonoru á bak, og ætl-
aði þegar að stökkva á hestbak sjálfúr, er baróninn kom
til hans.
„Taktu við bréfinu því arna, Villi, áður en þú
ferð“.
„Hvað er það, frændi?“ mælti William, um leið og
hann vék hestinum til hliðar. „Er það bréf, sem fara á
með pósti?“
„Nei, það er til þín“, svaraði baróninn. „Það kom
í morgun, en jeg hefi gleymt að fá þér það“.
William tók við bréfinu, og leit snögglega á kveðj-
una.
Hann varð ofur-lítið fölari í framan, og stakk bréf-
inu þegar sem skjótast í vasann.
Eleonora var eitthvað að tala við fóður sinn, með-
an William leit á bréfið, og varö þvi einskis áskynja, sem
betur fór.
En er þau voru nýkomin af stað, fór hún þegar
að stríða honum með því, hve þegjandi og ólundarlegur
hann væri.
„í morgun varstu kátur, eins og lævirki, en nú
ertu dapur og þunglyndislegur, sem ugla. Yoru slæm
tíðindi í bréfinu?“
„Jeg veit það ekki“, svaraði William fremur stutt-
lega. „Jeg er ekki enn farinn að lesa það, en jeg hugsa,
að það sé einhver skuldakrafan, eins og vant ®r“.
„Þú ert í skulda-súpunní upp yfir axlir“, mælti
35
Eleonora. „Hvers vegna segirðu ekki honum föður mín-
um frá því, og kemst svo út úr vandræðunum?“
„Mig langar ekki til þess, að fara að hryggja
hann frænda minn, fyr en jeg má til“, svaraði William.
„En er það þá ekki óhjákvæmilegt að þessu sinni?“
spurði ungfrú Lametry, og leit til hans, all-áhyggjufull.
„Jeg skal segja þér það, þegar eg hefi lesið bréf-
iðu, svaraði William, og hleypti hestinum jafn harðan á
stökk, til að taka fyrir fleiri spurningarnar.
Eleonora reið á eptir, sem hún gat; en við bugðu,
sem var á veginum, hljóp hestur hennar út undan sér,
með því að maður kom þar gangandi yfir götusneiðing-
inn, og sveiflaði staf sinum.
Maður þessi var rauðhærður, sléttleitur, og í meira.
lagi spjátrungslegur í klæðaburði.
Þegar aðkomumaðurinn kom auga á William, var
að sjá, sem hann ætlaði að staldra við; en William hélt
sprettinum áfram, hnyklaði brýrnar, og var ýrður á
svipina.
Ókunni inaðurinn stóð grafkyrr í jóreyknum, og
horfði brosandi á eptir þeim; en það var eitthvað kyn-
legt, sem bjó í því brosi.
„Yar þetta hr. Kynsam?“ spnrði hann erfiðismann
einn, er var þar önnum kafinn að vegavinnu.
„Já, það er ungi lávarðurinn“.
„Er hann þegar orðinn þess titils aðnjótandi?“
spurði ókunni maðurinn
„Áð víbu ekki enn þá“, svaraði erfiðismaðurinn, „en
hann verður það með tímanum, þegar hann kvongast
ungfrú Eleonoru, og Píers lávarður deyr“.
„Tvö atriði, sem bæði eru vafasöm“r mælti rauð-